Morgunblaðið - 03.03.1999, Qupperneq 34
34 MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999
MINNINGAR
MOBGUNBLAÐIÐ
JOSEFINA GUÐNY
ÞÓRÐARDÓTTIR
+ Jósefína Guðný
Þórðardóttir
fæddist að Kleifar-
stekk í Breiðdal 26.
júlí 1910. Hún lést á
Egilsstöðum 21.
febrúar síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Fáskrúðs-
fjaröarkirkju 27.
febrúar.
Bláklukkur í
brekkunni, silungur í
bæjarlæknum, berja-
þúfumar á melnum
fyrir ofan túnið og volgir pollar á
leirunni þegar féll að. Þetta er
sumarparadísin sem ég og Rósa
systir mín fengum að njóta þau
sumur sem við fengum að fara
austur að Búðum til Bínu frænku
og Jóa sem reyndar var frændi
okkar líka af því að þau hjónin voru
systraböm. Búðir vom innsti bær-
inn í kaupstaðnum og síðan tók
sveitin við og yfir gnæfði Hoffellið
sem gaf öllu tignarlegan svip.
Bína á Búðum hét Jósefína Guð-
ný í höfuðið á Jósep föðurbróður
sínum og Guðnýju föðurömnmu
sinni og var fædd á Kleifarstekk í
Breiðdal en fluttist þriggja ára
gömul að Víkurgerði í Fáskrúðs-
firði. Þær vom fjórar systurnar,
Aðalheiður, sex ára, Jónína, fjög-
urra ára, Petra, eins árs, ásamt
fósturbróður sínum Jóni St.
Reykjalín, sem fluttu með foreldr-
um sínum, Guðrúnu Jónasdóttur
og Þórði Gunnarssyni, að Víkur-
gerði árið 1913. Aður höfðu amma
mín og afi eignast tvo syni, Gunnar
og Gunnar Pétur, sem báðir dóu
kornaböm. Það bættust þrír synir
við bamahópinn í Víkurgerði, þeir
Gunnar, Benedikt og Björgvin, og
stúlka, Stefanía, sem dó koma-
barn. Auk þess ólu amma og afi
upp dótturdóttur sína, Soffíu Al-
freðsdóttur, og Sigríði Þorbergs-
dóttur. Heimilið í Víkurgerði var
því margmennt og bömin byrjuðu
fljótt að taka til hendinni.
Skólaganga elstu systranna var
stutt og börnunum sagt til heima.
Bína lærði að þekkja
stafina hjá Olöfu, sem
hún kallaði fóstra sína.
Olöf kenndi með band-
prjónsaðferðinni á
Nýja testamentið. En
þegar alvöru lestrar-
kennsla skyldi hefjast
kom afi með Vigfúsar-
hugvekjur á gotnesku
letri og sýndi litla þol-
inmæði við kennsluna.
Gekk hvorki né rak
fyrr en búið var að út-
vega aðra útgáfu af
Vigfúsarhugvekjum
með venjulegu letri. Formleg
skólaganga var einn mánuður fyrir
fullnaðarprófið og Tossakverið las
Bína úti í fjósi og átti að prjóna sjó-
vettling á meðan. Bína sagði frá
þessu á sinn kímna hátt en auð-
fundið var að gjaman hefði hún
viljað læra meira en það stóð henni
ekki til boða. Hún tók því vel í það
mörgum áratugum seinna að
hjálpa mér að gera léttlestrarbæk-
ur fyrir ung böm sem vom að hefja
lestrarnámið. Efnið var sótt í sögur
af dýmnum sem Bína og Jói löðuðu
að sér. Dúbbi dúfa og Mábbi máfur
hafa orðið góðkunningjar margra
lítilla bama og mörg undanfarin
sumur hefur Bína fengið heim-
sóknir barna sem vildu sjá mömmu
hans Dúbba.
Bína þótti snemma liðtæk til allr-
ar vinnu og gekk hún í öll verk, ekki
síst útiverk. Hún hjálpaði til við að
hræra steypuna í nýja íbúðarhúsið í
Víkurgerði, þá 17 ára gömul. Hún
fór á skeljafjöm, skar úr skel, beitti,
vaskaði fisk og þurrkaði og þvoði
þvotta úti í á svo dæmi séu tekin um
þau verk sem unglingum vom ætl-
uð. Ekki eignaðist hún stígvél fyrr
en hún var orðin átján ára. Þrjá vet-
ur vann hún hjá öðmm áður en hún
fór sjálf að búa og rann allt kaupið
til heimilisins.
Bína og Jói, Jóhann Jónasson,
hófu búskap á Búðum með tengda-
foreldrum Bínu. Eftir að þau vom
orðin ein á Búðum byggðu þau
húsið sem stendur enn og þótt það
sé ekki stórt þá var alltaf pláss fyr-
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
ÚTFAJRARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Olsen,
útfararstjóri
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Frágangur
afmælis-
og minn-
ingar-
greina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vélrit-
uð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg íyrir tvíverknað. Þá
er enn fremur unnt að senda
greinamar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minning@mbl.is)
— vinsamlegast sendið greinina
inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Auðveldust er móttaka svo-
kallaðra ASCII skráa sem í
daglegu tali em nefndar DOS-
textaskrár. Þá em ritvinnslu-
kerfin Word og WordPerfect
einnig nokkuð auðveld úr-
vinnslu.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar grein-
ar um sama einstakling tak-
markast við eina örk, A-4, mið-
að við meðallínubil og hæfilega
línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu).
Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi.
Greinarhöfundar era beðnir að
hafa skírnamöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
ir alla sem þangað leituðu og mátti
stundum telja nokkra bílfarma af
fólki sem fengið hafði að gista þeg-
ar sem flestir gestir vom á ferðinni
um landið í sumarblíðunni. Og ekki
spillti fyrir að vakna við pönnu-
kökuilminn.
Bína og Jói eignuðust tvo syni,
Olgeir og Björgvin, og tengdadæt-
urnar Guðrúnu og Astu og sex
bamaböm. Þegar bamabörnin
komu í heimsókn fengu þau ýmsa
fræðslu hjá ömmu um það hvernig
ull breytist í fat og lömbin í mat.
Bína og Jói áttu lengstum eina kú í
litlu fjósi við bæjarhólinn og nokkr-
ar kindur. Þetta vora engar venju-
legar skepnur í mínum huga heldur
sjálfstæðar vemr með sín einkenni
og t.d. vora skapsmunimir í þeirri
kú sem ég man eftir þannig að eins
gott var að hafa hana góða. Bína og
Jói vora einstakir dýravinir en
samt fannst Bínu óþarfi af Jóa að
vera að hygla ferfættum dýram
sem fólk hefur venjulega ímugust
á, og á ég þar við mýs og rottur.
Bínu var margt til lista lagt. Hún
saumaði og prjónaði bæði á fjöl-
skylduna og aðra. Hún eignaðist
snemma prjónavél og afköstin vora
mikil hjá henni þegai’ næði gafst
frá annarri vinnu, en Jói var oft
langdvölum að heiman á sjó og þá
annaðist Bína bú og böm og varð
þá m.a. að bera allt vatn í skepn-
urnar. Þegar Bína og Jói vora orðin
ein á Búðum helgaði Bína sér eitt
herbergi í húsinu undir sköpunar-
verk sín. Þetta herbergi kallaði Jói
í gamni Homgrýtið og átti sjaldan
leið þar inn. En þama var prjóna-
vélin og kynstrin öll af prjónlesi,
hekluð lopateppi, heklaðar hyrnur,
sumar úr eingimi og aðrar grófari,
og fjöldinn allur af skrautlega
hekluðum púðum. I flöskum og
krakkum vora kuðungar og steinar
sem hún bjó til myndir úr.
Bína var líka hagmælt og var
kímnin sterkasti þátturinn í henn-
ar kveðskap, oft í bland við tví-
ræðni. Mörg þessara kvæða era
orðin landsþekkt en ekki er víst að
allir viti hver höfundurinn er af því
að Bína var aldrei að flíka þessum
skáldskap, hann lak út. Aðalheiður,
elsta systir Bínu, bjó í Noregi og
var hún einnig hagmælt. Þær syst-
ur skrifuðust á og fauk þar margur
kviðlingurinn milli landa. Dæmi
um kveðskap eftir Bínu, sem víða
hefur farið, er Skipstjóri í afleys-
ingum, Hann var feginn og fór og
Eldhúsþankar.
Oft talaði Bína um lífið í gamla
daga og hvílíkar breytingar hefðu
orðið síðan hún mundi eftir sér.
Sagðist hún ekki geta ímyndað sér
að nokkur kynslóð ætti eftir að lifa
önnur eins umskipti, úr moldarkof-
um inn í tæknivæddan nútímann.
Síðastliðið sumar ókum við Sigurð-
ur með Bínu út að Víkurgerði og
hún benti þar á kennileiti og sagði
örnefni á ýmsum stöðum, nöfn sem
sum tengdust gömlum atvinnuhátt-
um og falla því smám saman í
gleymsku.
Síðustu árin dvaldi Bína á dval-
arheimilinu Uppsölum og átti þar
fagurt ævikvöld umvafin kærleika
GUÐMUNDUR
HELGASON
+ Guðmundur
Helgason fædd-
ist 6. nóvember
1911 í Reykjavík.
Hann lést í Landa-
kotsspítala hinn 13.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar Guð-
mundar voru þau
hjónin Eyrún
Helgadóttir, f. 16.
maí 1891, d. 31. maí
1980 og Helgi Guð-
mundsson, f. 10.
október 1881, d. 31.
mars 1937. Guð-
mundur var elstur
af sex börnum þeirra hjóna og
eru tvær systur hans látnar, 1)
Guðlaug Helgadóttir, f. 9. nóv-
ember 1913, d. 8. febrúar 1987.
Hún var gift Ragnari Elíassyni,
f. 1. nóvember 1909, d. 13. októ-
ber 1991, og 2) Hulda Helga-
dóttir, f. 4. september 1930, d.
1. maí 1995 og er eftirlifandi
eiginmaður hennar Pálmi Sig-
urðsson. Þau þijú sem eftir lifa
eru: Sigdór Helgason f. 18. jan-
úar 1917, giftur Guðrúnu Egg-
ertsdóttur, Ingi R. Helgason f.
29. júlí 1924, giftur Rögnu M.
þorsteins og Fjóla Helgadóttir,
f. 4. september 1930, og er hún
gift Birni Ólafí þorfinnssyni.
Árið 1931 kvæntist hann
Hansínu Ingibjörgu Krisljáns-
Guðmundur Helgason, föður-
bróðir minn og fyrram vinnufélagi,
lést 13. febrúar sl., 87 ára að aldri.
Sökum töluverðs aldursmunar
okkar á milli lágu leiðir okkar
Mumma sjaldan saman nema helst
um jól og aðrar stórhátíðir í fjöl-
skyldunni.
Þetta breyttist þó sumarið 1982
þegar ég var ráðin í fyrsta sumar-
starfið, í Seðlabankanum, undir
leiðsögn hans. Hann var þá nýorð-
inn sjötugur þótt það mætti vart
greina, jafn myndarlegur og hann
var.
Það kom mér ekki á óvart að sjá
að þessi virðulegi og brosmildi
maður var oft álitinn töluvert
yngri, eins og þegar ein samstarfs-
kona okkar átti leið framhjá og
spurði: „Segðu mér Guðmundur,
hvað ertu annars mörgum áram
yngri en hann Ingi bróðir þinn ...?“
dóttur, f. 22. apríl
1904, d. 2. júlí 1968 og
átti með henni tvö
börn: 1) Guðríði Guð-
mundsdóttur f. 22.
nóvember 1931 og d. 1.
júlí 1994, sem var þrí-
gift. Fyrsti maður
hennar var Louis Pal-
umbo, f. 7. febrúar
1932 og með honum
átti hún einn son, Ás-
geir Guðmundsson f.
17. febrúar 1954, sem
varð uppeldissonur
Guðmundar. Ásgeir er
kvæntur Erlu Hall-
björnsdóttur, f. 24. mars 1957, og
á með henni tvö börn, þau
Dagnýju Ósk Ásgeirsdóttur, f.
29. mars 1978 og Pétur Ásgeirs-
son, f. 11. september 1983. Annar
eiginmaður Guðríðar var Einar
Gunnar Ásgeirsson, f. 8. júní
1934, og með honum átti hún
þrjú börn, Hannes Einarsson, f.
25. apríl 1957, Örn Einarsson, f.
29. nóvember 1959 og Ómar Ein-
arsson, f. 6. apríl 1961. Þriðji eig-
inmaður hennar var Sverrir Ein-
arsson, f. 22. september 1936, d.
16. september 1998. 2) Arnar
Guðmundsson, f. 10. desember
1944, sem giftur er Sigríði Guð-
mundsdóttur, f. 5. maí 1946, og
eiga þau þrjú börn, Guðmund
Arnarsson, f. 11. febrúar 1966,
Þetta rifjuðum við oft upp og höfð-
um gaman af því þrettán ára ald-
ursmunur var á milli þeirra bræðra
og var Mummi sá eldri.
Ég er þess fullviss að hjónaband
hans og Elsu átti stóran þátt í að
halda honum svo unglegum. Ástin
sem hann bar til hennar og um-
hyggjan fyrir henni var svo greini-
leg, en hann hringdi reglulega til
hennar, jafnvel þótt erindið væri
kannski ekki annað en að tjá henni
þann hug sinn. Þetta þótti ófermd-
um unglingnum nokkurt tilefni í
fliss en ég gat þó ekki annað en
borið virðingu fyrir því hversu gott
samband þeirra greinilega var.
Eins og systkini hans öll var
hann mjög stoltur af móður sinni,
Eyrúnu Helgadóttur, sem missti
mann sinn í berklafárinu meðan
þrjú yngstu systkinin voru enn á
barnsaldri. Hann lagði enda á það
þeirra er hana önnuðust. Hún tal-
aði oft um hvað allir þar væra
henni góðir. Guðrún systurdóttir
hennar og Eiríkur vora alltaf boðin
og búin að rétta hjálparhönd og
Björgvin og Ásta ekki langt undan
á Eskifirði. Við hin notuðum sím-
ann óspart og á hverjum sunnudegi
hringdi hún í barnabörnin og hélt
þannig góðu sambandi við fólkið
sitt.
Bína var aldrei að sýta það þótt
á móti blési, tók mótlætinu með ró
og átti styrk til að hugga aðra
þegar Jói, Olgeir og Guðrún voru
kölluð burt. Þeim hefur hún nú
sameinast á ný ásamt öllu fer-
fættu eða vængjuðu vinunum sín-
um. Söknuðurinn er alltaf mikill
hjá okkur hinum, en far þú í friði,
elsku frænka. Þú kastaðir ein-
hverju sinni fram þessum lausa-
vísum sem ég læt fylgja kveðju-
orðum mínum.
Lengist ferð um lífsins vog,
ég lít í hendingunni
að enn eru nokkur áratog
yfír að lendingunni.
Afram læðist ævin mín
eftir tímans slóðum,
dvínar heym og daprast sýn
degi kvöldar óðum.
Mér er stund hver mikilsvirð,
í mínu þátta stími,
fyrr en varir kvölds í kyrrð
kemur háttatími.
Bryndís og Rósa,
Stefán, Sigurður.
Hönnu Ingibjörgu Arnarsdótt-
ur, f. 22. mars 1968 og Arnar
Arnarsson, f. 4. mars 1974.
Seinni eiginkona Guðmundar er
Elsa Guðmundsdóttir, f. 22. júlí
1935, og þau giftust 21. október
1972. Elsa á tvö börn af fyrra
hjónabandi, þau Önnu Kristínu
Einarsdóttur og Kristján Pétur
Einarsson.
Guðmundur fluttist með for-
eidrum sinum og tveimur systk-
inum til Vestmannaeyja árið
1920 og þar stundaði faðir hans
bæði verkamannavinnu og sjó-
mennsku. Árið 1927 fór Guð-
mundur aftur til Reykjavíkur í
atvinnuleit og komst á náms-
samning í húsgagnasmíði árið
1928, lauk námi 1932, tók
sveinsstykkið 1936 og meistara-
próf í iðninni tók hann 27. nóv-
ember 1942.
Við húsgagnasmíðar vann
Guðmundur í rúm 30 ár, eftir
sveinbréfið og með rekstri eig-
in húsgagnavinnustofu með
þremur félögum sínum, eða þar
til hann réðst til Seðlabanka fs-
lands árið 1972. Fyrst, en mjög
stutt, sem umsjónarmaður fast-
eigna bankans, en siðar sem
stjórnandi biðstofu banka-
sljórnar. Þegar Guðmundur var
orðinn sjötugur árið 1981 og
átti að hætta sökum aldurs, hélt
hann starfinu áfram fyrir sér-
staka beiðni bankastjórnar eða
þar til 1992 og hætti ekki fyrr
en 81 árs að aldri.
Útför Guðmundar fór fram
frá Fossvogskirkju hinn 24.
febrúar.
áherslu við mig hversu mikill heið-
ur það væri að fá að bera nafn
þeirrar sómakonu og var ákveðinn
í því að gera sitt til að frænkan
unga skyldi standa undir þeirri
ábyrgð.
Hin síðustu ár fækkaði fundum
okkar Mumma aftur en alltaf þótti
okkur þó jafn ánægjulegt að hitt-
ast. Síðast sáumst við þegar hann
gerði okkur Birgi þann heiður að
vera við brúðkaup okkar. Þá var
ellin tekin að sækja á, en með
skjannahvítt hárið var hann samt
jafn myndarlegur og fyrr.
Vegna anna erlendis áttum við
hjónin þess ekki kost að vera við
útför hans og sendum því þessa
síðbúnu kveðju. Ég vil að lokum
þakka frænda mínum samfylgdina
og votta Elsu og fjölskyldu hans
allri samúð mína.
Eyrún Ingadóttir.