Morgunblaðið - 03.03.1999, Page 36

Morgunblaðið - 03.03.1999, Page 36
^6 MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, sonur og tengdasonur, SÆVAR FRÍMANN SIGURGEIRSSON, Vesturbergi 12, Reykjavík, sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 23. febrúar, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 5. mars kl. 15.00. Marsý Dröfn Jónsdóttir, Ingi Hlynur Sævarsson, Guðbjörg Helga Birgisdóttir, Kristín Valborg Sævarsdóttir, Jón Einarsson, Jón Geir Sævarsson, Kristbjörg Harðardóttir, barnabörn, Sigurgeir Magnússon, Helga Ágústsdóttir. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA STEINGRÍMSDÓTTIR, Ásvegi 12, Dalvík, er lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar miðviku- daginn 24. febrúar, verður jarðsungin frá Dal- víkurkirkju föstudaginn 5. mars kl. 13.30. Helgi Jónsson, Þóra Rósa Geirsdóttir, Ingvar Kristinsson, Kolbrún Þorsteinsdóttir, Elín Gísladóttir, Hermann Guðmundsson, Magnea Kristín Helgadóttir, Halldór Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. > Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN Þ. HARALDSSON, Torfufelli 33, Reykjavík, lést á öldrunardeild Landspítalans miðviku- daginn 24. febrúar sl. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtu- daginn 4. mars kl. 13.30. Fjóla Helgadóttir, Heigi Jónsson, Ásdís Valdimarsdóttir, Kristinn Helgason, Hafsteinn Helgason. + Einlægar þakkir fyrir hluttekningu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður ok- kar, tengdaföður og afa, JÓHANNS BENEDIKTSSONAR, Melhaga 7, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunarlækn- ingadeildar L1 á Landakotsspítala fyrir frábæra umönnun. Auður Guðmundsdóttir, Sigríður Jóhannsdóttir, Ólafur Jóhannsson, Þóra Harðardóttir, Haraldur Jóhannsson, Margrét Jóhannesdóttir, Guðmundur Jóhannsson, Anna Magnúsdóttir, Jóhann Ólafsson, Auður Ólafsdóttir, Davíð Haraldsson, Áslaug Haraldsdóttir, Ingunn Haraldsdóttir, Helgi Guðmundsson. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐRIK GARÐAR JÓNSSON, fyrrv. lögregluþjónn frá Arnarbæli, Lönguhlíð 3, Reykjavík sem lést föstudaginn 26. febrúar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju fimmtudaginn 4. mars kl. 13.30. Baldur Friðriksson, Selma Jónsdóttir, Sigurður Kr. Friðriksson, Unnur Færseth, Hildur Jóna Friðriksdóttir, Sigrús Örn Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. ANDRÉS GUNN- LAUGUR ÓLAFSSON + Andrés _ Gunn- laugnr Ólafsson fæddist á Laugabóii í Mosfellsdal 27. ágúst 1938. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 17. febrúar siðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 26. febrúar. _ Vinur okkar Andrés Ólafsson garðyrkju- bóndi á Laugarbóli í Mosfellsdal er allur. Stétt garðyrkju- bænda er ekki fjölmennari en svo að þar þekkjast flestir vel. Það eru því mörg ár síðan við vissum nokk- ur deili á Andrési. Hann var þá þeg- ar í stjórn Blómamiðstöðvarinnar, en það fyrirtæki hefur lengi verið stærsta afurðasölufyrirtæki blóma- bænda. Það var svo fyrir tæpum áratug að leiðir lágu saman á þeim vettvangi og kunningsskapurinn breyttist í vináttu. Tíminn sem við sátum saman í stjórn Blómamiðstöðvarinnar með Andrési er í huga okkar mjög eftir- minnilegur. Mannkostir Andrésar voru einhvern veginn svo marg- breytilegir. Hann var sterkur og fastur fyrir en samt sanngjam. Ná- vist hans þýddi líka að erfið úr- lausnarefni urðu aldrei leiðinleg lengi því stutt var í brosið og glens- ið hjá Andrési. Við þökkum Andrési fyrir sam- fylgdina og fyrir það sem hann gerði fyrir íslenska garðyrkjubænd- ur. Innilega samúðarkveðju sendum við Völu og fjölskyldunni ailri. Hvíl í friði, Andrés. Sigurður Þráinsson, Sveinn Sæland. „Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í g!júfrasal“. Kvæði Magnúsar Gíslasonar, sem geymir þessar hendingar við lag Arna Thorsteinssonar, er orðið að „þjóðsöng" Mosfell- inga. Sjaldan eiga hendingamar betur við en nú, þegar við kveðj- um einn af ástsælustu sonum dalsins. „Elskulegi æskufé- lagi Addi Gulli. Þú kvaddir okkur óvænt og alltof fljótt, gamli góði vinur. En þú gerð- ir það á þinn hógværa hátt, eins og þín var von og vísa“. Þegar hún Vala þín hringdi og sagði okkur tíðindin setti okkur hljóða. „Ég ætla bara að segja þér að hann Addi dó í gær“. Við þessa frétt af ótímabæru andláti okkar kæra æskufélaga er margs að minnast. Ótal samverustundir, á ferðalögum löngum og stuttum, fljúga gegnum hugann. Einn af okkur félögunum var ætíð til fyrirmyndar; stilltur, hógvær og prúður. Það var Addi Gulli, en hver var hann? Jú, hann var borinn og bamfædd- ur Mosfellingur. Mosfellsdalurinn var hans heimaslóð. Að Laugabóli, í dalnum hans kæra, lágu bernsku- sporin og ævistarfið var að mestu unnið þar. Enn ég um Fellaflóann geng, finn eins og titring í gömlum streng, hugann grunar hjá grassins rót gamalt spor eftir lítinn fót“. Svo kvað Jón prófessor Helga- son, er hann minntist æskustöðva sinna og finnst okkur ljóðið eiga vel við minningu okkar kæra æskufé- laga. Addi var bundinn sínum æsku- slóðum órjúfandi böndum. Þar átti hann ótal spor, hvort heldur var á æsku-, unglings-, eða fullorðinsár- um. Laugaból var „óðal“ foreldra Adda. Þar höfðu þeir reist sína gróðrarstöð sem gaman var að sækja heim. Þar var snyrtimennsk- an í fyrirrúmi, hvort heldur var inn- an dyra eða utan. Við þessa snyrti- SIGRIÐUR KRISTIN JÓNSDÓTTIR + Sigríður Kristín Jónsdóttir fædd- ist í Minna-Garði í Mýrahreppi í Dýra- firði 5. október 1917. Hún lést á sjúkrahúsinu á Sel- fossi 17. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selfosskirkju 27. febrúar. Sigríður Kristín Jónsdóttir hét hún fullu nafni, en var og er ávallt kölluð Kristín á Þingvöllum, og munum við eflaust kalla hana það áfram, þegar við minnumst hennar. Því þó Kristín sé farin frá okkur, verður hún áfram í um- ræðunni hjá okkur kvenfélagskonum og öllum íbúum Þingvalla- sveitar. Kristín gekk í Kven- félag Þingvallahrepps 8. nóvember 1962 og var kosin formaður fé- lagsins 19. nóvember 1968 og gegndi því starfi þangað til hún fluttist úr sveitinni 1981. Það er alltaf mik- ið lán í fámennum fé- lögum þegar ný manneskja gengur til liðs við þau. Kristín var mikil félagsmála- Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréf- inu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A- 4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. mennsku ólst hann Addi upp og bar henni vitni æ síðan. Við nafnarnir fengum gjarna þá áminningu frá mæðrum okkar að reyna nú að taka hann Adda til fyrirmyndar, hvað framkomu og snyrtilegan klæðnað áhrærði. Addi lærði garðyrkju af fóður sín- um og hafði græna fingur ekki síður en hann. En Addi reyndi fyrir sér á fleiri sviðum. Hann vann meðal ann- ars sem vörubílstjóri og vinnuvéla- stjóri. A ungum aldri stjórnaði hann jarðýtu hjá Ræktunarsambandi Kjalarnessþings og var til þess tek- ið hve listilega honum fórst það úr hendi. Um tíma nam hann bílasmíði og náði frábærum árangri í bílarétt- ingum og „boddísmíði“. Allt lék í höndunum á Adda og var grunnt á listamannseðlinu. A unglingsárum eignaðist hann gaml- an smábfl, löngu áður en hann hafði aldur til að mega aka slíku tæki. Ekki leið á löngu þar til gamli bfll- inn var orðinn að laglegasta farar- tæki. Þetta var ekki fyrsti og langt í frá síðasti bflgarmurinn sem hann Addi gerði að glæstum farkosti. A góðum stundum mundaði Addi pensilinn og innan stundar blasti við hið fegursta olíumálverk. Harmon- ikan var innan seilingar og mátti fá hana til að láta ljúfa óma hljóma. Um tíma nam hann harmonikuleik hjá hinum þjóðkunna harmoniku- leikara Karli Jónatanssyni. Annir hversdagsins leyfðu ekki langan tíma við nikkuna, né pensihnn, en ekki er vafi á því að hvoru tveggja skilaði mörgum gleði- og sköpunar- stundum. Félagsmálastörfum sinnti hann einkum meðal garðyrkjubænda og munu þær stundir ótaldar sem hann átti á þeim vettvangi. Blómarækt varð helsta ævistarf Andrésar á Laugabóli. Heimili hans og Valgerðar var þó sá garður sem best var ræktaður. Vala, börnin og bamabörnin voru honum allt. Vina- garðurinn gleymdist þó ekki og féll aldrei í órækt. Það vitum við best, æskufélagar hans. Elsku Vala. Við og fjölskyldur okkar sendum þér og þínu fólki innilegustu samúðarkveðjur. Við blessum minningu Adda á Laugabóli. Nafnarnir. manneskja og mannvinur. Þrátt fyrir stóra fjölskyldu og mjög anna- samt heimili gat hún alltaf aðstoðað aðra og bætt á sig störfum. I dag er talað um ofurkonur, ég held við þyrftum eitthvað annað og meira til að lýsa henni. Hún kom með ýmsar nýjungar inn í störf kvenfélagsins, s.s. jólaböllin, sem enn í dag eru haldin, öllum til mikillar ánægju, bæði heimamönnum og eins brott- fluttum íbúum. Þessar samkomur voru alltaf haldnar á Þingvallabæn- um, meðan Kristín var formaður. Ótal margt annað mætti minnast á en það er ekki í anda Kristínar að lofa það sem hún gerði. Henni fannst það svo sjálfsagt og eðlilegt. Við minnumst Kristínar með virðingu og þökkum störf hennar fyrir Kvenfélag Þingvallasveitar um leið og við vottum fjölskyldu hennar samúð okkar. Megi hún hvfla í friði. F.h. Kvenfélags Þingvallahrepps, Ingibjörg J. Steindórsdóttir. Með virðingu og þakklæti viljum við minnast þín, kæra Kristfn „amma“, eins og strákarair mínir kölluðu þig. Um nokkurra ára skeið höfum við orðið þeirrar gæfu að- njótandi að fá að hafa þig sem ná- granna. Avallt var húsið þitt opið okkur og tekið á móti okkur með miklum kærleika. Þó annríki hvers- dagsins gæfi mér kannski sjálfri alltof fáar stundir með þér vil ég af öllu hjarta þakka þér góðvildina í garð litlu strákanna minna, Trausta og Jóhannesar Snæs, því ósjaldan varst þú tilbúin með kleinu, bollu og hverskyns góðgæti handa þeim og sóttu þeir til þín, því þar voru þeir ávallt velkomnir. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við þig og vottum aðstand- endum þínum okkar dýpstu samúð. Hafðu þökk fyrir, kæra vinkona. Asrún Traustadóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.