Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sameining Nóatúns, KÁ og 11-11 í Kaupás Matvöruverslanakeðj BAUGUR Hagkaup, 2 verslanir Nýkaup, 7 verslanir Bónus, 9 verslanir KAUPAS CWóatúg? Nóatún, 9 verslanir (ÍLtl) 11-11,12 verslanir AÐRAR KEÐJUR: 10-111 10-11, 13 verslanir ÞV Þín verslun, 6 verslanir FK Fjarðarkaup, 1 verslun InettoI KEA-Netto, 1 verslun Isamk'i Samkaup, 1 verslun Keppinautarnir segja sam- runann eðlilega þróun TALSMENN verslana og versl- anakeðja sem standa utan við stóru verslanakeðjumar telja að myndun keðju Kaupáss úr verslunum Nóa- túns, KA og 11-11 breyti litlu um stöðu þeirra. Segja þeir þróunina eðlilega í ljósi samstarfs umræddra verslana. „Þetta er liður í þróun sem á eftir að ganga enn lengra. Eg tel að þetta sé rétt þróun sem verði til hagsbóta íyrir verslunina og við- skiptavini,“ segir Sigmundur Ofeigsson, framkvæmdastjóri versl- unarsviðs KEA á Akureyri. Bendir hann á að þær þrjár verslanakeðjur sem nú hafa tekið höndum saman hafi verið þrír stærstu aðilamir að innkaupafyrirtækinu Búri. KEA og Samkaup eiga einnig aðild að Búri ásamt fleiri verslunum og telja Sig- mundur og Skúli Skúlason, fulltrúi framkvæmdastjóra Kaupfélags Suðumesja, sem rekur Samkaups- verslanimar, að sameiningin hafi ekki áhrif á samstarfið í Búri. Sig- mundur bendir á að KEA-Nettó hafi haslað sér völl á markaði lág- vöruverðsverslana í Reykjavík og sú starfsemi skarist lítið á við versl- anirnar sem mynda Kaupás. „Ég sé ekki að þetta hafi nein áhrif á verslunina," segir Sveinn Sigurbergsson, verslunarstjóri í Fjarðarkaupi í Hafnarfirði, og vís- ar þá til markaðarins almennt og stöðu eigin verslunar. Bendir hann á að KÁ og Nóatún hafi unnið náið IgOIT FYRIRANDANNI TIMARIT 1. hefti 1999 er komið í bókaverslanir. í því eru Ijóð, smásögur og greinar um og eftir höfunda ffá íslandi, Spáni, Irlandi, Frakldandi, Englandi, Irlandi, og Mexíkó. Alls 160 bls. af góðmeti fyrir hugann! www.mm.is Mál og menning Laugavegl 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Simi 510 2500 saman, bæði með rekstri 11-11 verslananna og í innkaupafyrir- tækinu Búri, og sameining fyrir- tækjanna í eina keðju sé að mörgu leyti eðlilegt framhald sem ekki komi á óvart. Tilbúnir að ræða málin Skúli telur að sameining versl- anakeðjanna í Kaupás hafi ekki áhrif á stöðu Samkaups. Fyrirtæk- ið gangi vel og ekki ástæða til að ætla að það muni breytast við síð- ustu tíðindi. Skúli færist undan að svara því hvort Samkaup hafi verið í viðræðum við hin fyrirtækin um þátttöku í nýju keðjunni. Sigmund- ur Ofeigsson segir að KEA hafi ekki verið í viðræðum við KÁ og Nóatún síðustu mánuði. Hins veg- ar hafi KEA verið opið fyrir þátt- töku þegar málið kom til umræðu á síðasta ári. „Við erum tilbúnir til viðræðna við hvem sem er,“ segir Sigmundur þegar hann er spurður að því hvort það komi til greina að KÉA gangi síðar til liðs við Kaupás. „Við emm í daglegu sambandi, allir á markaðn- um eru í sambandi,“ segir Skúli þegar hann er spurður um hugsan- lega þátttöku Samkaups. Sveinn Sigurbergsson telur ekki líkur á að Fjarðarkaup gerist aðili að stóru verslanakeðjunum. Segist hann ekki óttast samkeppni við verslun- arrisana, bendir á að Fjarðarkaup hafi staðið af sér allar hræringar á markaðnum og telur breytinguna nú ekki svo mikla að ástæða sé til að óttast hana. Hins vegar segir hann að eigendur fyrirtækisins hafi verið að athuga innkaupamálin og hvort hagkvæmara væri að skipta við stóru innkaupafyrirtækin en að stunda eigin innkaup. KEA-Nettó opnaði verslun í Mjódd á síðasta ári og stefnir að opnun annarrar í Umferðarmið- stöðinni. Sigmundur telur að þró- unin á markaðnum breyti engu um áform félagsins um sókn inn á höf- uðborgarmarkaðinn. Peninga- lykt í Kvosinni MJÖG sterk peningalykt fannst í Kvosinni og miðbæn- um í gær. Samkvæmt upplýs- ingum frá Faxamjöli í Örfiris- ey er ekki útilokað að lyktin hafi komið frá fyrirtækinu en það var með mjölbrennslu í gangi í gær. Lykt frá fyrir- tækinu berst að jafnaði ekki yfir Reykjavík en slíkt gerist þó í ákveðinni átt, og þá berst hún gjaman í Kvosina. Það er liðin tíð að reykur berist frá fiskimjölsverksmiðj- unni Faxamjöli en frá því að verksmiðjan var endurbyggð og ným verksmiðju var bætt við er reyknum eytt í fram- leiðsluferUnu og einungis guf- um er hleypt út í andrúmsloft- ið. Með þessu móti berst ekki jafn sterk lykt út í andrúms- loftið, auk þess sem hún berst einungis í ákveðinni átt til Reykjavíkur. GSM-sam- band við Færeyjar LANDSSÍMI íslands hf. hef- ur samið um GSM-símaþjón- ustu við Telefonverkið í Færeyjum og gekk hann í gildi í fyrradag. Geta GSM- áskrifendur Landssímans nú notað síma sína í 49 löndum. Ólafur Stephensen, for- stöðumaður upplýsingamála Landssímans, tjáði Morgun- blaðinu að samningurinn væri sá fyrsti sem Færeyingar gerðu við erlent símafélag en GSM-kerfi hefur verið þar við lýði í nokkur ár. Kerfisnúmer- ið í Færeyjum er 288-01 en yf- irleitt er sjálfvirk kerfisleit á GSM-símum. Ólafur segh- samninga við fleiri lönd í burð- arliðnum, svo sem Egypta- land, Saudi-Arabíu, Ukraínu og Júgóslavíu. Stærstu svínakjötsframleiðendur stækka búin Spá 8-10% fram- leiðsluaukningu á svínakjöti NEYSLA svínakjöts hér á landi hefur fjórfaldast á síðustu 20 árum og spáir Svínaræktarfélag íslands 8-10% aukningu á framleiðslu svínakjöts á þessu ári. Nokkur svínabú eni að færa út kvíarnar og eru dæmi um að bú séu að tvöfalda framleiðslu sína. Stærstu búin munu þá framleiða um og yfir 10.000 grísi á ári. 10% aukning á framleiðslu svína- kjöts samsvarar um 3-400 tonnum á ári en framleidd voru 3.830 tonn af svínakjöti í fyrra. Að sögn Kristins Gylfa Jónssonar, formanns Svína- ræktarfélags íslands og eins af eig- endum svínabúsins í Brautarholti á Kjalamesi, á töluverð uppbygging sér stað á Svínabúum landsins. Markaður fyrir svínakjöt hefur stækkað mikið á undanförnum árum og segir Kristinn að svínabændur hafi trú á að neysla svínakjöts haldi áfram að aukast. „Framleiðsla á svínakjöti mun aukast töluvert á næstu tveimur til þremur árum, m.a. vegna þessarar uppbyggingar. Þróunin hefur verið sú að svínabúin hafa stækkað en þeim jafnframt fækkað, og þannig hefur svínabúum fækkað um helm- ing á sl. 10 árum. Ætla má að stærri búin séu hagkvæmari í rekstri og verða þannig samkeppnishæfari í framtíðinni. Með því móti standa þau betur að vígi í aukinni samkeppni á kjöt- og matvörumarkaðinum," segir Kristinn Gylfi. Stærri bú og lægra verð Verð á svínakjöti hefur lækkað á liðnum árum, líkt og verð á öðru kjöti. „Með aukinni framleiðslu mun samkeppni í verði harðna og þess vegna er útlit fyrir að frekari verð- lækkanir verði á svínakjöti. Verðið ræðst hins vegar af ýmsum öðrum þáttum en framboðinu, það fer til dæmis eftir því hvernig við stöndum að markaðsmálum og hvernig sam- keppni við fáum frá öðru kjöti. Það er ekki sjálfgefið að það verði verð- lækkun þó að framleiðslan aukist, en frá sjónarhóli framleiðandans er æskilegt að forsendur á bakvið verð- lækkanir séu aukin hagkvæmni og kostnaðarlækkanir," segir Kristinn Gylfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.