Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Skýrsla nefndar um spUlingu innan framkvæmdastjómar ESB veldur uppnámi i Brussel Framkvæmdasij órnin ■ segir af sér sem heild -A(»- 'l/lílffifcKT- tGMUtJo — Oft veltir lítil., Mælistöðvar teknar í notkun að Alviðru í Ölfusi Mæla loftgæði í strjálbýli HOLLUSTUVERND ríkisins hef- ur í samvinnu við AJviðrustofnun og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafíð rekstur mælistöðva við Al- viðru í Ölfusi. Markmið mæling- anna er að afla grunnupplýsinga um loftgæði í strjálbýli. Mælingamar eru nauðsynlegar til að geta metið hugsanlega breyt- ingu á loftgæðum í framtíðinni og til að sinna upplýsingaskyldu Is- lands til Evrópusambandsins vegna krafna í tilskipunum um loft- gæði sem nú eru lagalega bindandi hér á landi, segir í frétt frá Holl- ustuvemd ríkisins. Hollustuvemd ríldsins rekur einnig aðrar mælistöðvar í þéttbýli og í grennd við loftmengandi iðn- rekstur. Rekstur mælistöðvanna á Alviðru hófst í lok síðasta árs með uppsetningu tækja til að mæla svifryk og tvíköfnunarefnisoxíð í andrúmslofti. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands sér um rekstur mæl- inganna, Hollustuvernd ríkisins leggur til tækjabúnað og sér um úrvinnslu á niðurstöðum og Al- viðrustofnun leggur til aðstöðu. Hægt er að nálgast hluta af nið- urstöðum loftmengunarmæling- anna á heimasíðu Hollustuvemdar ríkisins. Netfangið er www.holl- ver.is og er stefnt að því að hægt verði að nálgast allar niðurstöður á netinu innan skamms. Magnari: 2 x 100W RMS • Útvarp með 24 stööva minni • Sound Morphing • RDS Þriggja diska spilari • Hátalarar þrískiptir: 100W - 17 sm bassi • Power Bass Magnari: 2 x 100W RMS • Útvarp með 24 stöðva minni • Sound Morphing • RDS Þriggja diska spilari • Hátalarar þrikiptin 100W - 16 sm bassi • Power Bass Þegar hljóntaekl sklpta máll Lógmúla 8 • Símí 533 2800 UMBOÐSMENN UM ALLT LAND Tengsl atvinnu- og fjölskyldulífs Sveigjanlegur vinnutími mikilvægur Jón Scheving ARLANEFND 14 og Jafnréttisráð Am.standa að ráð- stefnu um tengsl atvinnu- og fjölskyldulífs í dag, fimmtudaginn 25. mars. Heiti ráðstefnunnar er Atvinna og fjölskyldulíf, vinir eða fjandmenn. Jón Seheving situr í Karla- nefnd Jafnréttisráðs. „Við teljum að tengsl atvinnu-og fjölskyldulffs séu lakari hér á landi en víða annars staðar í heim- inum. Jaftivægi milli at- vinnu- og fjölskyldulffs er á hinn bóginn undir- staða vellíðunar beggja kynja. Það sem verður í brennideþli á þessari ráð- stefnu eru fæðingaror- lofsmál, sveigjanlegur vinnutími og fjölskylduvæn fyrir- tækjastefna yfírleitt.“ Jón segir að með fjölskyldu- vænni fyrirtækjastefnu sé ekki verið að tala um að ganga á gæði þeirrar vinnu sem innt er af hendi í fýrirtækjum heldur vinna markvisst að því að draga úr spennu milli fjölskyldulffs og vinnu. -Hvernig er hægt að gera það? „Fyrirtæki gætu stuðlað að fjölskylduvænu andrúmslofti með því að sýna jákvætt viðhorf þegar einhver mál rísa upp hjá starfsmanni vegna fjölskyldunn- ar. Þá gætu fyrirtæki lagt af makalaus veisluhöld og boðið í staðinn til fjölskyldufagnaða. Gott dæmi um fjölskylduvæna stefnu er líka sveigjanlegur vinnutími sem gerir starfsmönn- um fyrirtækis kleift að vera meira með bömum sínum en ella en jafnframt sinna vinnu sinni sem fyrr. Þá ættu fyrirtæki að draga úr yfírvinnu því varla getur hún fall- ið undir fjölskylduvæna fyrir- tækjastefnu." - Þið ætlið að kynna nýja Gallup könnun á ráðstefnunni? „Já, og sú könnun svarar spumingum á við hvort íslenskir atvinnurekendur taki tillit til fjöl- skyldumála og hvort stjómvöld eigi að taka meira tillit til þessa málaflokks." - Veistu til þess að mörg fyrir- tæki hér á landi séu með fjöl- skylduvæna stefnu? „Karlanefnd auglýsti í tvígang í Morgunblaðinu efth’ fyrirtækj- um sem stunda fjölskylduvæna starfsmannastefnu. Nefndin hef- ur fram til þessa ekki fengið eitt einasta svar. Við vitum á hinn bóginn til þess að íyrirtæki eins og ÍSAL hefur verið með ýmsar tilraunir í gangi á þessu sviði og á ráðstefn- unni verður sagt nánar frá þeim. Þá mun nýstofnað fyrirtæki, Flaga, vera írumherji á þessu sviði. Þar er lagt kapp á að tvinna saman fjölskyldulff starfsmanna og at- vinnu.“ Jón segir að mörg fyrirtæki á Norðurlöndum og eins í Banda- ríkjunum hafi lagt ríka áherslu á fjölskylduvæna fyrirtækjastefnu. - Þið fáið til ykkar á ráðstefn- una þekktan sérfræðing í tengsl- um atvinnu- og fjölskyldulífs? „Já, Ivan Thaulow kemur frá Danmörku en hann er einn fær- asti sérfræðingur á Norðurlönd- um í tengslum atvinnu- og fjöl- ► Jón Scheving er fæddur í Reykjavík árið 1963. Hann út- skrifaðist með B.Sc.-próf í stærðfræði frá Háskóla íslands árið 1987. Hann lauk meistara- prófi í aðgerðagreiningu frá St- anford-háskóla í Kaliformu ár- ið 1990. Jón hóf störf hjá Sól hf. 1987 sem framleiðslustjóri og árið 1994 verksmiðjustjóri og meðeigandi Sólar. Árið 1996 varð Jón markaðsstjóri Sólar og í lok ársins 1997 markaðs- stjóri matvöru Hagkaups. Um mitt ár 1998 varð Jón svo fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Baugs. Jón hefur verið stunda- kennari í Háskóla Islands og Tækniskóla íslands frá 1989. Jón er kvæntur Ragnheiði Harðardóttur, saksóknara, og eiga þau eina dóttur, Veru. skyldulffs. Ivan mun í fyrirlestri sínum koma með ýmsar hagnýtar ábendingar um hvemig gera má fyrirtæki fjölskylduvænni án mikils tílkostnaðar." - Aðrir sem halda fyrirlestra á ráðstefnunni? ,Auk þess sem kynntar verða niðurstöður nýrrar könnunar Gallup á viðhorfum Islendinga til fjölskyldu- og atvinnumála mun Sigurður Snævarr hagfræðingur bera saman félagsleg réttindi og útgjöld á Islandi og erlendis. Þá mun Þórunn Sveinbjörnsdóttir fyrsti varaformaður Eflingar tala um samræmingu atvinnuþátt- töku og fjölskyldulífs í íyrirlestri sínum, Nýir straumar í Evrópu. Ljónin í veginum nefnist fyrir- lestur Jóns Asgeirssonar verk- fræðings hjá ÍSAL en hann fjall- ar um þróun fjölskylduvæns starfsumhverfís innan fyrirtæk- isins.“ Jón segir að heitið á fyrirlestri Helgu Hannesdóttur geðlæknis sé: Bitna þjóðfélagsbreytingar á bömum? „Hún fjallar um afleið- ingarnar fyrir næstu kynslóð. Að loknum iyrirlestram verða pallborðsum- ræður. Þar taka þátt í umræðum Drffa Sig- fúsdóttir formaður Fjölskylduráðs, Elín R. Líndal formaður Jafnréttis- ráðs, Grétar Þorsteinsson forsetí Alþýðusambands Islands, Helgi Kristbjamarson forstjóri Flögu, Ólafur Þ. Stephensen formaður Karlanefndar og Jón Scheving Thorsteinsson framkvæmda- stjóri þróunarsviðs Baugs hf. Málþingið, sem fer fram á Grand Hóteli, stendur frá kl. 13- 17. Mikilvægt að dregið verði úr yfirvinnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.