Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 61
um við að þér líður vel innan um
ættingja og vini.
Guð blessi þig.
0, fogur er vor fóstuijörð
um fríða sumardaga,
er laufin grænu Utka börð
og leikur hjörð í haga,
en dalur lyftir blárri brún
mót blíðum sólar loga,
og glitrar flötur, glóir tún
og gyllir sunna voga.
(Jón Thoroddsen.)
Tryggvi Rúnar Guðmundsson.
Elsku „amma í Kóp“ er dáin. Ég
hef aldrei fyrr kynnst dauðanum
svo náið, en einu sinni er víst allt
fyrst. Amma var ennþá svo hress og
kraftmikil að hún var ekki tilbúin að
fara. Það lýsh- henni kannski vel að
hún var að láta leggja parket á íbúð-
ina þeirra afa þegar hún svo fékk
flensuna og bölvað hvítblæðið bloss-
aði upp. Hún var ánægðust þegar
hún hafði nóg fyrh- stafni og hún
kom hlutunum tafarlaust í fram-
kvæmd. Alltaf var allt í röð og reglu
í húsinu þeirra og allt hreint og fínt.
Fyrstu fjögur ár ævi minnar
bjuggum við fjölskyldan í sama
húsi og amma og afi. Þegar bæði
mamma og pabbi voru að vinna
sótti amma mig oft á róló. Þá feng-
um við okkur að drekka í rólegheit-
um og sátum svo saman og sung-
um, spiluðum eða bökuðum. Margs
er að minnast.
Amma hafði mjög ákveðnar skoð-
anir á öllu og lét þær óspart í ljós.
Hún fylgdist vandlega með öllu sem
var að gerast, bæði innan fjölskyld-
unnar jafnt sem í þjóðlífinu. Þó hún
væri ekki ánægð með eitthvað var
hún samt aldrei reið. „Það fer með
henni/honum,“ sagði hún alltaf.
Amma fylgdist nákvæmlega með
öllu sem við systkinin vorum að
gera. Hún hlakkaði alltaf til að
heyra einkunnhnar okkar í skólan-
um og hún vildi alltaf fá að lesa rit-
gerðirnar mínar og fyrirlestra.
Henni fannst alltaf jafngaman að fá
okkur í heimsókn og þá var sko tal-
að hátt og mikið. Alltaf var mikill
gestagangur hjá ömmu og afa enda
amma með eindæmum gestrisin.
Amma hafði alltaf einhverjai-
sögur að segja, oftar en ekki eitt-
hvað skoplegt sem þau afi lentu í og
meira að segja núna seinast á spít-
alanum var hún að segja mér frá
ýmsum fyndnum atvikum sem
komu upp.
Amma sómdi sér einna best í
hópi góðra vina og var hún oft sú
sem hélt uppi fjörinu. Hún talaði
hæst og mest og vildi vera með í
öllu og heyra allt sem talað var,
enda mjög forvitin og fróðleiksfús.
Amma vildi allt fyrir okkur
systkinin gera og var alltaf blíð og
góð við okkur. Við söknum hennar
sárt, en vitum jafnframt að núna
líður henni vel og við munum hitt-
ast aftur. Nú er hún aftur hjá
mömmu sinni sem henni þótti svo
vænt um.
Guð gefi þér góða nótt, elsku
amma mín.
Þín
Lena.
Kæra Guðrún. Mig langar að
kveðja þig með fáum orðum.
Ekld löngu eftir að við fjölskyld-
an fluttum í næstu íbúð við ykkur
fyrir rúmum þremur árum bauðst
þú Stefáni Birni syni okkar í heim-
sókn til ykkar Jóns. Var það upp-
hafið að heimsóknum hans til ykkar
og síðar líka systur hans, Arnhild-
ar. Þá heyrði ég oft: „Hún Guðrún,
vinkona mín.“ Ef hlé varð á hafðir
þú á orði að langt væri síðan þú
hefðir fengið heimsókn.
Við hjónin erum þakklát fyrir
hve góð þú varst við börnin okkar,
þú færðir jafnvel nýfæddum syni
okkar gjöf fyrir nokkrum mánuð-
um. Okkur var því mikil ánægja að
geta liðsinnt þér er þú áttir til að
leita til okkar um smá viðvik. Svona
á samband góðra granna að vera.
Eftirlifandi eiginmanni og fjöl-
skyldu færum við, ég og fjölskylda
mín, innilegar samúðarkveðjur.
Þorbera Fjölnisdóttir.
ABDESLAM
BOUAZZA
+ Abdeslam Bou-
azza fæddist í
Nador í Marokkó
23. júlí 1944. Hann
lést í Reykjavík 17.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Mohamed Bouazza
læknir, d. 1986, og
kona hans Jamina,
húsmóðir, d. 1997.
Bræður hans eru
Mohamed, kennari,
f. 1942, býr í Nador
og á tvö börn, og
Omar, félagsráð-
gjafi í Palma á Mall-
orka, f. 1946, d. 1995. Abdeslam
lætur eftir sig tvö börn.
Utför Abdeslams fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
„Ég ætla að fara en tíminn er
ekki kominn,“ sagði vinur minn
Abdeslam Bouazza fyrir nokkrum
árum. En tíminn kom og Abdeslam
hefur kvatt. Hann var kallaður
andófsmaður í sínu heimalandi
vegna þess að hann skrifaði blaða-
greinar sem ráðandi öflum þóknað-
ist ekki. Slíkir menn verða gjarnan
að grípa til þess ráðs að yfirgefa
ættjörð sína. Það var dýrkeypt fyr-
ir hinn 24 gamla ára blaðamann að
segja skoðanir sínar. Hann átti
aldrei afturkvæmt til þjóðar sinnar
og fjölskyldu. Síðan eru liðin þrjá-
tíu ár.
Abdeslam var vel menntaður
maður. Hann lauk laganámi við há-
skóla í Bagdad eftir að hann fór frá
Marokkó. Hann vann fyrir náminu í
Svíþjóð á sumrin og komst þar í
kynni við vestræna menningu. Þau
kynni urðu til þess að hann festi
ekki rætur í Irak að náminu loknu.
Hann flutti til Mallorka þar sem
bróðir hans bjó og síðan til Sviss
þar sem hann bjó lengst af.
Abdeslam missti landvistarleyfið í
Sviss vegna þess eins að hann
skrapp til Svíþjóðar í tveggja vikna
heimsókn til vinar síns. Það vantaði
sex mánuði upp á tilskilinn tíma til
að fá landvistarleyfi og þrátt fyrir
að hann ætti fasteign í Sviss var
hann sendur til baka.
Þessi víðförli heimsmaður kom
til Islands 1991 af einskærri for-
vitni og ævintýraþrá og ísland
varð eyjan sem hann strandaði á.
Þar sem hann gat ekki snúið til
síns heimalands veitti Island hon-
um skjól og öryggi og þau átta ár
sem hann átti ólifuð bjó hann á
sama stað í miðbænum. Þar voru
kaffihúsin þar sem hann gat hitt
vini sína, rætt bókmenntir og
heimsmál og rökrætt um frelsi
mannsins til að velja og hafna. I
miðbænum var einnig franska
bókasafnið þar sem hann las dag-
blöðin og allt sem hönd á festi svo
þar var flest sem hann þarfnaðist.
Hann gekk Laugaveginn og hafði
mikið yndi af að fara niður að
Tjörn, þar sem var líf og fjör - og
börn! Abdeslam var afar barngóð-
ur og hafði gaman að fylgjast með
barnabörnum mínum. Hann vissi
hvað þau voru gömul og hvar þau
voru stödd í námi, og lét ekkert
tækifæri ónotað til að rabba við
þau eftir bestu getu.
Ég hef lært margt af þessum
hægláta og hugprúða manni.
Nægjusemi og prúðmennska voru
hans aðalsmerki. Þessi allslausi og
landlausi en síbrosandi maður gaf
meira af sér en margir þeirra sem
allt eiga. Eftir að hann veiktist var
hann óspar á að segja fólki hvers
vegna hann væri á föram. „Hættið
að reykja! Það er lífshættulegt.“
Ég þakka læknum og hjúkrunar-
fólki krabbameinsdeildar Landspít-
alans og Rauða kross-hótelsins fyr-
ir frábæra umönnun og góða lækn-
ishjálp. Það er gott til þess að vita
að við getum rétt styrka hönd þeim
sem eru hjálpar þurfi.
Abdeslam Bouazza, sem var um-
burðarlyndur í tnimálum, er kom-
inn heim og þessari oft
erfiðu lífsgöngu er lok-
ið.
Blessuð sé minning
hans.
Stefana Karlsdóttir.
Vinur okkar Abdes-
lam Bouazza er dáinn.
Abdeslam Bouazza
eyddi síðustu átta ár-
um ævi sinnar hér á
Islandi. Hér skolaði
honum á land. Jákvæð-
ur gagnvart landinu,
án þess þó að geta haf-
ið hér nýtt líf. Hann hafði þegar bú-
ið víða langt frá föðurlandinu
Marokkó, sem hann gat ekki lengur
snúið aftur til.
Hann, sem talaði reiprennandi
fjögur tungumál, sýndi því aldrei
áhuga að læra íslensku. Þó var það
málið sem átti eftir að klingja í eyr-
um hans í lokin.
Ungur hafði Abdeslam stutt
sjálfstæðisbaráttu íbúa Vestur-Sa-
hara eftir brottför Spánverja.
Landsvæði sem kóngurinn í
Marokkó gimtist. Þegar Abdeslam
varð síðan ljóst að málstaðurinn var
misnotaður af Alsír, erkióvinum
Marokkó, var það of seint. Dyr
Marokkó höfðu lokast á hann.
Hann fór til Iraks, þar sem hann
nam lögfræði og stjórnmálafæði,
auðvitað löngu fyrir íran-írakstríð-
ið og PersaflóadeUuna. Þekking
Abdeslam á arabaheiminum hjálp-
aði mér og nokkrum öðrum að
skilja þetta land, írak, sem við hér
á Islandi þekkjum aðallega í gegn-
um Bandarískan áróður. Frá írak
hélt Abdeslam tU Sviss, þar sem
hann dvaldi í 11 ár og vann sem
blaðamaður. Frá Sviss var hann
hrakinn rétt áður en 12 árin voru
liðin sem hefðu tryggt honum bú-
seturétt í landinu. Síðan tók Sví-
þjóð við og tilfinningatengsl sem
hann vildi sem minnst tala um. Og
að lokum Island, fyrir tilviljun.
Hér lifði hann tU skiptis sem at-
vinnulaus eða verkamaður hjá
borginni og að lokum sem öryrld.
Vorkennum honum ekki, hann hefði
ekld viljað það.
Island fór ekki illa með hann.
Hann komst af án hungurs. Jafnvel
þótt hann kysi frekar að kaupa Le
Monde og É1 País og tóbakið sem
varð honum að aldurtUa, frekar en
að borða almennilega. Hann fékk
góða læknisþjónustu og var hepp-
inn að fá húsnæði hjá úrvalskonu,
Stefönu. En Abdeslam var hættur
að berjast. Bros barna hélt áfram
að snerta þennan mann sem átti
aldrei börn sjálfur. En hann þáði
ekkert. Við vorum nokkrir sem
buðum honum í mat en hann mætti
ekki. Hann vildi ekki skulda nein-
um neitt. En þegar við hittumst úti
á götu var það alltaf hann sem vildi
bjóða upp á kaffi.
Abdeslam gat ekki snúið heim til
föðurlandsins, Marokkó, né til
Iraks af skiljanlegum ástæðum, né
til Sviss, sem hafnaði honum. Þessi
kúltíveraði maður þekkti kannski
arabaheiminn best af öllum hér á
Islandi. En hann skrifaði aldrei
neitt hér á landi. Faldi sig til síð-
asta dags en veitti vinum sínum
innsýn í þekkingu sína eins og ar-
abískur sagnaþulur.
Fyrir okkur sem höfum ekki gef-
ist upp á pólitíkinni þrátt fyrir von-
brigði, var koma Abdeslam Bou-
azza til íslands ómetanleg.
Gérard Lemarquis.
Abdeslam Bouazza lést af völd-
um lungnakrabbameins í síðustu
viku. Hann var frá Marokkó, fór að
heiman yfir tvítugt og í áföngum
um Spán og Frakkland upp til Sví-
þjóðar, en sneri þaðan til háskóla-
náms í Bagdad. Síðar var hann um
árabil búsettur í Sviss. Abdeslam
átti bróður í Marokkó sem lifir
hann og tvö bróðurbörn látins
yngri bróður á Mallorku.
Fæðingarborg Abdeslam, Melilla
á norðurströnd Marokkó, var lengst
undir yfirráðum Spánar. Þar gerði
hershöfðinginn Franeo uppreisn
gegn spænska lýðveldinu árið 1936.
Þegar lýðveldi var stofnað á Spáni
og kjörin ríkisstjóm tók við völdum
í kjölfar uppreisnar 1931 hafði
Marokkó uppi kröfur um sjálfstæði
sem ekki fengu stuðning stjórnar
lýðveldissinna. Marokkó var því
ákjósanlegur byijunarreitur fyrir
Franco og nýliða var þar að finna.
Faðir Abdeslam var einn þeirra.
Hann slóst í för með Franco upp á
Iberíuskaga en særðist brátt og var
svo lánsamur að komast heim.
Hann starfaði síðan sem embættis-
maður spænska ríkisins og synir
hans nutu þeirra forréttinda að
komast í menntaskóla. Móðir
Abdeslam var ólæs að hans sögn.
Við hittum Abdeslam fyrst í
ágúst 1991. Hann vann þá á litlum
fiskvinnslustað sem borgaði ekki út
launin og hafði ásamt öðrum leitað
til Dagsbrúnar um liðsinni, sem var
einnig okkar félag. Persaflóastríðið
var þá nýafstaðið og fljótlega kom í
ljós að Abdeslam hafi mikla þekk-
ingu á þeim aðstæðum öllum. Hann
vissi að yfirvöld í írak höfðu skilið
eftir her sinn höfuðlausan í Kúveit-
borg þegar ski'iðdrekar svonefndra
bandamanna fóru að borginni og
grófu mörg þúsund hermenn í
sandinn undir beltunum. Herfor-
ingjar og aðrir yfirmenn höfðu flog-
ið heim en óbreyttir hermenn og
borgarar urðu að notast við þjóð-
veginn til Basra í suðurhluta Irak.
„Bandamenn“ drápu alla sem fóru
um veginn til Basra. Varlega áætl-
að voru 150.000 manns drepnir í
100 klukkustunda innrás.
Persaflóastríðið bar einkenni
sammerkt öðrum stríðsátökum síð-
an: Það var blóðbað, en engin orr-
usta var háð og engin niðurstaða er
fengin. Vonleysi ríkti í Irak þar
sem alþýða manna fékk ekki tæki-
færi til að sýna mátt sinn og megin
og annars staðar ypptu margir öxl-
um því hver tekur eftir þjóð sem rís
ekki upp og ver hendur sínar.
Abdeslam var ekki gefinn fyrir
pólitíska aðferðafræði. Hann fyrir-
leit einfaldlega Bandaríkin og gerði
þar ekki greinarmun á ráðastétt og
alþýðu manna. Andspænis ótryggu
efnahagsástandi, vaxandi misrétti
og styijöld nútímans er stærsta
mótsögnin í stjómmálum og jafn-
framt stærsta vandamálið að verka-
fólk hefur ekki reynt hvaða afli það
býr yfir.
Abdeslam gafst tækifæri til að
reyna sig í alvöru stjórnmálum
þegar hann starfaði um tíma með
Polisario, Fylkingunni fyrir sjálf-
stæði Vestur-Sahara frá Marokkó.
Hér er um að ræða áhrifasvæði
sem Spánn kom sér upp og deildi
um við Frakka á síðustu öld. Hluti
þess heyrir Marokkó sögulega til.
Þegar Spánn byrjaði að nýta nám-
ur á þessu eyðimerkursvæði um
miðja öldina fór af stað sjálfstæðis-
hreyfing sem hélt sínu striki þótt
Marokkó fengi sjálfstæði og tæki
landsvæðið til sín frá Spáni. Skoðun
Abdeslam var sú að svo löng og
staðföst sjálfstæðisbarátta hefði
fært íbúum landsins rétt til sjálf-
stæðis. Fyrir nær tuttugu árum,
þegar fundir allsherjarþings Sa-
meinuðu þjóðanna fóru í að álykta
um aðskilnaðarstefnuna, sjálfstæði
Namibíu, Austur-Tímor og þess
háttar mál, var Vestur-Sahara eitt
málanna. Abdeslam ók þá leynilega
um eyðimörkina í Máritaníu, að
hans sögn ævinlega dauðhræddur
um að hafa villst vestur yfir
ómerkjanleg landamæri inn á yfir-
ráðasvæði Marokkó. A þessum
ferðum tók hann viðtöl er birtust
ásamt greinum sem hann taldi hafa
bakað sér hættulegan fjandskap.
I aldarfjórðung kom Abdeslam
ekki til föðurlands síns. Menn sem
hann þekkti höfðu sætt ofsóknum
og fangelsun í stjórnartíð Hassans
konungs Marokkó og sú skoðun
okkar að tækifæri til stjórnmála í
álfunni hefðu opnast átti sér ekki
samsvörun í hug Abdeslam. Einn af
pólitískum áhrifavöldum í lífi
Abdeslam var að líkindum Ben
Bella, leiðtogi sjálfstæðisbarátt-
unnar í Alsír og fyrstu sjálfstæðu
ríkisstjómarinnar þar 1962. Valda-
rán var framið hálfu þriðja ári
seinna og Ben Bella sat mörg ár í
fangelsi. Þegar Abdeslam hitti Ben
Bella ásamt hópi manna fóru átta-
tíu prósent af tímanum í fótbolta og
fótboltatal. Sjálfur kvaðst
Abdeslam hafa spilað vinstri vörn.
Hann var góður í boltanum þegar
hann var ungur, áður en hann fór
reykja, hélt hann.
Við þekkjum ekki náið tildrög
þess að Abdeslam kom til íslands
eins og blessunarlega margir aðrir
á þessum miklu þjóðflutningatím-
um. Við vitum hins vegar að hund-
ruð þúsunda alþýðufólks eru á
hrakhólum af ástæðum sem það
ber enga ábyrgð á. Landamæri
eiga að vera þeim opin. Við getum
að minnsta kosti sagt: okkar var
ánægjan.
Gylfi Páll Hersir,
Sigurlaug S. Gunnlaugsdóttir.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
PÁLL ÞORGEIRSSON
stórkaupmaður,
Grandavegi 47,
sem andaðist laugardaginn 20. mars, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn
26. mars kl. 15.00.
Hekla Pálsdóttir, Þorgeir Pálsson,
Björgvin B.B. Schram, Anna Snjólaug Haraldsdóttir,
Brynjólfur Páll Schram, Sigrún Þorgeirsdóttir,
Arnaldur Geir Schram, Elísabet Þorgeirsdóttir,
Brynhildur Þorgeirsdóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓN L. FRANKLÍNSSON,
Seftjörn 5,
Selfossi,
sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands þriðju-
daginn 16. mars, verður jarðsunginn frá Sel-
fosskirkju laugardaginn 27. mars, kl. 14.00.
Sveinborg Jónsdóttir,
Helga Jónsdóttir, Gunnar B. Guðmundsson,
Andrea Jónsdóttir,
Ásrún Jónsdóttir, Ólafur Ragnarsson,
Axel Þ. Lárusson, Róslín Jóhannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.