Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Fjórir frumherjar og módernismi í mótun SJÓNMENNTAVETTVANGUR * I tilefni sýninganna „Fjórir frumherjar“ og „Módernismi í mótun“ á Listasafni --y-------------------------------------- Islands fer Bragi Asgeirsson í saumana á hugtakinu módernismi, er ekki að fullu sáttur við þá skilgreiningu sem fram kemur og sögð er marka upphaf núhug- mynda, heldur álítur að í báðum tilvikum skari föng viðkomandi listamannanna hugmyndagrunn módernismans. FRÁ áramótum hafa málverk fjögurra frumherja verið kynnt í Listasafni íslands, fyrst í sal 3 en síðan 1, og lýkur henni 11. apríl. Og frá 27. febrúar hefur rými yfir stiga og á palli ann- arrar hæðar ásamt sal 4 verið und- irlagt því helsta sem markar fram- sækin viðhorf á fjórða áratugnum og lýkur þeiiri sýningu 18. aprfl. Verkin Þorgeirsboli eftir Jón Stef- ánsson og Bassabáturinn, eftir Gunnlaug Scheving eru þó frá 1929, og tvær stfliseraðar uppstill- ingar eftir Þorvald Skúlason frá 1942. Aðallega er um landslags- myndir að ræða í fyrra fallinu, en mannamyndir og uppstillingar í því seinna sem eiga að marka ný og róttæk viðhorf í íslenzkri list á þessum umbrotasama áratug, lík- ast sem afturhvarfið frá landslag- inu tákngeri alfarið íslenzkan módemisma. Á veggjunum eru nokkrar þær myndir, sem á þann veg fóru fyrir brjóstið á íslenzkum ráðamönnum, einkum Jónasi frá Hriflu, að þær voru í háðungarskyni sýndar í Alþingishúsinu og síðan (Jeíjunarglugganum í Aðalstræti, ásamt því að deflur þær er upp spunnust eru reifaðar á vegg. Litið til baka voru deilumar meira en eðlilegar í ljósi tímanna, og hefði verið í senn undarlegt og í hæsta máta óeðlilegt, ef slík byltingar- kennd nýviðhorf í listum hefðu ekki orsakað viðbrögð í landinu svo sem annars staðar í álfunni er þau raddu sér tíl rúms. á var þjóðin gamalt og þrælí- haldssamt bændasamfélag og borgarmenning enn með fæðingarhríðir. Ibúar höfuðstaðar- ins nokkrir tugir þúsunda og þar ennþá skepnuhald, kindur reknar úr grannhéraðum í sláturhús Suð- urlands við Skúlagötu, hestar og hópreið algeng sjón á götum, jafn- vel hesthús á miðjum Laugavegin- um, flórhaugar og kamrar við úti- hús og í bakgörðum! S ljósi þessa stendur íslenzk list frekar í þakkarskuld við Jónas frá Hriflu fyrir þessi viðbrögð en hitt, en hann var stórhuga mað- ur og sem slíkur afar gloppóttur í aðra röndina, við hverju mátti svo ekki búast í ljósi aðstæðna, legu landsins, íhaldssemi og einangran- ar? Og sé nánar rýnt í saumana á íslenzku samfélagi tímanna, var myndlistin enn að slíta bemsku- skónum, margur gerði sér, og ger- ir enn, furðulegar og rangsnúnar hugmyndir um eðli fyrirbærisins. Kjarval skotspónn háðfugla og skrítnar sögur af honum eitt helsta gaman í samkvæmum, með til- heyrandi hrossahlátri, Jón Stef- ánsson og Júlíana Sveinsdóttir landflótta í Danmörku að segja má, því fáir litu við myndverkum þeirra og fræðsla í sjónlistasögu minni en engin í skólakerfinu, ranghverfa sem enn er hlúð að með ljósi og virkt. Hugtakið sjón- menntir ekki fest í málinu, var jafnvel tilefni aðkasts og háðungar á opinberum vettvangi ef það var notað af pistilhöfundi svo seint sem á áttunda áratugnum. Þá ber að nefna að danskar konur málara eins og Kjarvals og Gunnlaugs Schevings flúðu hið skjótasta land er þær uppgötvuðu hinn fram- stæða hugsunarhátt mörlandans í þessum efnum og hver kjör og skilyrði þessum og öðram gagn- menntuðum listamönnum vora bú- in. Og skyldu menn ekki þekkja sumt af þessu enn þann dag í dag, ÞORVALDUR Skúlason, HÖFNIN, 1938, olíulitir á léreft. JÓN Stefánsson, Reykjavíkurhöfn, 1924, olíulitir á léreft. ráðamenn svona líkt og sjálfa sig þegar þeir líta í vel fægðan spegil og má jafnvel vera að það fylli þá stolti, suma hverja. Yngri kynslóðir geta alls ekki gert sér grein fyrir aðstæð- unum, ei heldur hvemig þær voru allt fram til tímahvarfanna um 1970, og ættu kannski minna að hrófla við þessari fortíð nema hafa sér til fulltingis fólk sem lifði hana eða í öllu falh var nær henni. Eink- um er í hlut eiga kynslóðir sem fyr- irmunað virðist vera að skyggnast út yfir eigin túngarð á hlutlægan hátt og álítur að listin hafi byrjað með samtíð þeirra, allt annað lítil- siglt og undirmáls, sem þó beri fyr- ir siðasakir að sýna vissa skyldu- rækni, en hér er um alþjóðlega áráttu að ræða eins og ýmsir munu nú hafa áttað sig á. Að minni hyggju er heiti sýn- ingarinnar, Módemismi í mótun, um margt mis- vísandi ef ekki alrangt, því það gefur leikum þá hugmynd að hst- stefnan hafi ekki verið fuUmótuð og það hafi gerst seinna. I raun era brautryðjendumir fjórír ekki síður en hinir skilgetið afkvæmi módemismans í Evrópu, eins og hann hófst í nýsköpun þeirra Rod- ins, Cézanne, Degas, Monet, Gauguin, Munch, van Gogh og Ensor, samkvæmt skilgreiningu uppsláttarrita, til að mynda eins sem nýverið kom út í Kaupmanna- höfn, og þannig viðtekin og sígild skilgreining. Nokkuð langsótt að áUta að Bassabáturinn marki upp- haf þessa skeiðs, en þar koma fram sterk áhrif frá Jules Bastien Lepage (1848-1884), sem naumast verður orðaður við módemisma nema fyrir inntak mynda sinna, sem fyrir sumt sköruðu áhrifa- stefnuna, impressjónismann, í vinnsluferlinu. Mun frekar er hægt að staðnæmast við mynd Jóns Stefánssonar, Reykjavíkur- höfn, frá 1924, en áhrif þeirrar vel upp byggðu myndar sem einnig höfðar til atvinnulífsins era meira en vel merkjanleg í myndum Snorra Arinbjamar og Þorvaldar Það er alltaf gaman að prófa nýjar og framandi drykkjartegundir. Celestial Seasonings býður upp á fjölbreytilegar tegundir af tei sem eru jafn ólíkar og þær eru margar. í þeim fjölskrúðuga hópi er að finna nokkrar skemmtilegar og ferskar tegundir ávaxta- og kryddtes. Þetta te er tilvalið fyrir alla nýjungagjarna sælkera og kemur ELESTIAL skemmtilega á óvart við hvaða tækifæri sem er. ,r ffitES §EASO NING§
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.