Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 35 Húmanisminn heltekinn BÆKUR H e i m s p e k i JEHÓVADULD OG ÓFULLNÆGJA eða Hvers vegna hafa allir Háskólar (universitet) hcimsins Svikið hinn Vísindalega húmanisma, eftir Einar K. Frey, Epíska útgáfan, Reykjavík, 1999, 196 bls. „NÝ BÓK um hvað liggur á bak- við illsku heimsins" segir í kynning- arbæklingi (mestmegnis á ensku) sem fylgir Jehóvaduld og ófull- nægju. Heiti formála segir einnig mikið um innihald bókarinnar: „Inngangur eða foiTnáli að bók um sjúkt mannlíf, sjúka menningu, sjúk trúarbrögð, sjúka pólitík, sjúk heimsviðskipti, - og um heimspeki, vísindi og tækni.“ Óg stórt er spurt í undirtitli ritsins (með sérkenni- Iega handahófskenndri dreifingu á hástöfum). Raunar er líklegt að ein- hverjum þyki staðhæfingin sem að baki býr - að allir háskólar heims- ins hafi svikið hinn vísindalega húmanisma - tíðindum sæta, og öðrum þykja gleðifregn. Höfundar- nafn hljómar einsog dulnefni sem í sjálfu sér er spennandi. A fyrstu blaðsíðum fáum við að vita að „Allt mannkynið þjáist af Jehóvaduld [...] sem lýsir sér í ófullnægju, alls kyns lygum, árásarhneigð og ofbeldi, og sem á uppruna sinn í trúarbrögðun- um“ (7), að „2/3 hlutar efnahagslífs- ins í Rússlandi er stjórnað á ólög- legan hátt, eða af glæpamönnum" (8), að „karlmaðurinn sprautar sæði sínu í konuna og hrúgar niður börn- um, en getur ekki fullnægt henni, hvorki kynferðislega né andlega" (8) og að eyðilegging forystumanna þjóðanna á húmanískum deildum háskóla sé jafngild því að „limlesta þýðingarmesta hluta mannsheilans með trúarlegum heilaþvotti" (tönnlast er á þessu orðalagi á víð og dreif um bókina). Þetta er hratt skrifuð bók. Ara- grúi af villum ber vott um það og einnig sundurgerð og samhengis- leysi í hugsun. Setningaskipan dregur dám af ensku. Verkið skipt- ist í fjölmarga stutta kafla og eftir yfirlýsingagleði fyrstu kaflanna kemur á óvart að framhaldið er skrifað af yfirgripsmikilli þekkingu, bæði á heimspeki, sagnfræði og stjórnmálum. Ög ekki verður ritið sakað um skort á lífsmarki, skoð- analeysi eða stjórnmálalega kýnik. Þetta er illflokkanlegt rit og gæti tilheyrt ýmsum gi-einum: vangavelt- ur um skólamál eru ekki á ósvipuð- um slóðum og Kristján Kristjáns- son heimspekingur í frægum grein- um í Lesbók Morgunblaðsins. Und- irtitill gæti bent til allsherjar árásar á Háskóla Islands og jafnvel á ein- stakar deildir hans (einn kaflinn heitir „Burt með guðfræðideildirnar úr háskólunum"). En því er ekki að heilsa: þetta eru mest bandarískir háskólar að bregðast bandarísku þjóðlífi, enda hefur vísindalegur, trúlaus húmanismi ef til vill aldrei verið til hér á landi í sömu mynd og hjá arftökum Mark Twains. Kenna má Jehóvaduld og ófull- nægju við andríki alhæfinganna. Heimildanotkun er ekki af akademísku gerðinni (heimildaski-á er engin) en menntuðum vísunum er ætlað að skapa fræðilegan and- blæ, sögulega heildarsýn. Andríku alhæfingarnar er margar hverjar auðvelt að vefengja; sumar eru æði miklar einfaldanir og þyrftu að vera betur orðaðar til að hafa mætti af þeim gaman, aðrar eru beinlínis búmm. Röksemdafærsla verksins er nokkurn veginn þessi: kommún- isminn var runninn undan rifjum kapítalisma sem aftur á rætur að rekja til ti-úarbragða og trúar- brögðin eru hættulegur heilaþvott- ur og eiga stærstan þátt í að eyði- leggja húmanískar deildir háskóla um víða veröld en til þess má beint og óbeint rekja flest sem aflaga fer í veröldinni. Jú og svo auðvitað til jehóvaduldar og ófullnægju og lim- lestingai- þýðingarmesta hluta heil- ans. Jafnvel bílslys eru hér sögð stafa af ómeðvituðum, trúarlegum heilaþvotti (!). Talsvert er um ljós- myndir í bókinni. Seint í henni er tekið á stökk í túlkunum á söguhetj- um fjölmiðla, Hillary, Monicu, Clinton, Díönu. Þetta er í sama dúr og söguhyggja verksins: hefðbundin saga stórmenna, ekki mannkyns- saga hversdagsins sem kraumað hefur í skáldskap aldai-innar og er tekin að sjást í sagnfræði. „Eg hef gert skyldu mína og sagt frá“ eru lokaorð efth-mála bókar- innar. Þau fela í sér andblæ henn- ar: hér nemur tilveran staðar; ekki þarf að leita lengra, frekari kann- anir eru óþarfar. Ritið er skrifað frá sjónarhóli þess sem komist hef- ur að heimspekilegiá og þjóðfélags- legri niðurstöðu. hlutirnir eru ekki á svæði umræðunnar heldur upp- fræðslunnar; helstu heimspeking- um og stjórnmálamönnum 20. aldar eru gefnar einkunnir eftir því hversu langt þeir eru frá því að uppgötva sannleikann. Þetta er sérkennileg bók og má hafa gaman af sumu án þess að vera sammála. Hér er snert á ýms- um mikilvægum málum samtímans. Húmanisminn er heltekinn. Hermann Stefánsson TOFVIJST S a I u r i n n KÓRTÓNLEIKAR Karlakórinn Fóstbræður, Bjarni Thor Kristinsson og Steinunn Birna Ragnarsdóttir undir stjórn Arna Harðarsonar, fluttu íslensk og erlend söngverk. Þriðjudaginn 24. mars. ÞAÐ var í raun nokkur þolraun fyrir litla Salinn í Kópavogi er Karla- kórinn Fóstbræður hélt sína fyrstu vortónleika, því bæði er Salurinn frekar daufur fyrir söng vegna lítill- ar endurómunar og einnig að ekki var vitað hversu svo stórum kór sem Fóstbræðrum vegnaði í litlu rými hans, jafnvel þótt hátt sé til lofts. Það verður að segjast eins og er að Salurinn stóð sig vel og kór, ein- söngvari og píanóleikari áttu góðar Sýningum lýkur Stöðlakot, Bókhlöðustíg 6 SÝNINGU Jóns Adólfs Stein- ólfssonar, Gríma 99, lýkur nú á sunnudag. Verkin á sýningunni eru unnin úr tré. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18. Nýlistasafnið Sýningu Rósu Gísladóttur, Ivars Brynjólfssonar og Ragn- heiðar Ragnarsdóttur lýkur á sunnudag. Rósa sýnir Kyrralífsmyndir í Forsal og Gryfju. Ragnheiður er með innsetningu á miðhæð- inni í Bjarta og Svarta sal og Ivar sýnir ljósmyndir í Súmsal. Nýlistasafnið er opið dag- lega frá kl. 14-18. Góður hljómur stundir með troðfullu húsi áheyr- enda, sem fögnuðu kórnum innilega. Tónleikarnir hófust á tveimur „klassískum“ karlakórslögum, Þú álfu vorrar yngsta land eftir Sigfús Einarsson og snilldarútsetningunni Ai' vai' alda efth' Þórarin Jónsson, sem kórinn söng af glæsibrag. Viki- vaki efth' Ragnar H. Ragnar, saminn á Ameríkuárum hans frá 1920-1948 og frumfluttur þar, er ágætt lag við kvæði eftir Huldu, sem var mjög fal- lega flutt. Þrjú íslensk þjóðlög í raddsetn- ingu söngstjórans eru frábærlega vel unnin, þar sem mikið ber á leiki'ænni útfærslu, eins og í Það var barn í dalnutn, sem er sérlega skemmtilegt í gerð Ama. Dapurleiki Bólu-Hjálm- ars var fallega mótaður í Húmar að mitt hinsta kveld. Tíminn líður, með Það á að strýkja strákaling sem mið- hluta, er aldeilis skemmtilega gerð raddsetning. Öll lögin voru mjög vel flutt og leikur Áma með orðin var einstaklega skýrlega útfærður af kórnum. Bjarni Thor Kristinsson bassi og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó- leikai'i fluttu þrjá söngva úr laga- flokknum Songs of Ti'avel eftir Vaughan-Williams. I söng Bjarna mátti heyra að salurinn er ekki sem best hljómvænn fyrir einsöng vegna lítillar endurómunar. Bjarni söng The Vagabond, The Roadside Fire og Whither Must I Wander? mjög vel og naut góðrar aðstoðar Stein- unnar Birnu. Síðasta verkið fyrir hlé var Ballaðan um Musgrave litla og frú Bai-nard eftir Britten, en þetta verk samdi hann fyrir eriska stíðs- fanga seinni heimsstyi-jaldarinnar sem sátu inni í Ofiag-fangabúðunum í Þýskalandi. Þetta er frábærlega vel gert verk er var mjög vel flutt, en þar gat að heyra fínleg blæbrigði og svo á móti gamalkunnan hvellhljóm, sem er aðalsmerki góðra karlakóra. Eftir hlé voru flutt tvö lög eftir Ragnar heitinn Björnsson, er var söngstjóri Fóstbræðra í 27 ár. Lög Ragnars eru Fjallgangan (Tómas Guðmundsson) og Vögguvísa (Sveinn Jónsson). Fjallgangan er leikræn tóntúlkun á þessu skemmti- lega kvæði, þar sem tónmálið er byggt á stuttum tónhendingum. I vögguvísunni er laglína í fyrirrúmi, fallega gerð vögguvísa, en þessi ágætu lög voru mjög vel flutt af litl- um kór. Stóri kórinn flutti svo kórút- setningu Ragnars á It ain‘t necess- arily so úr Porgy and Bess eftir Gershwin, en Barni Thor söng af glæsibrag og lék með í þessu fræga lagi. Efth' að kórinn hafði sungið Scorrendo uniti úr Rigoletto eftir Verdi kom Bjarni aftir til liðs við kórinn og söng 0 Isis und Osiris úr Töfraflautu Mozai'ts og drykkjuvís- una frægu úr Kátu konunum frá Windsor eftir Nicolai. Bjami söng af glæsibrag og með miklum leikræn- um tilburðum. Tvö síðustu viðfangs- efni kórsins voru Steuermann úr Hollendingnum og Pílagi-ímakórinn úr Tannháuser, hvort tveggja eftir Wagner, og var það glæsilegt niður- lag á mjög góðum tónleikum. Hljómur kórsins er mjög þéttur og gott jafnvægi á milli radda og Ái-ni er að breytast sem söngstjóri, þar sem túlkunin er að verða stærri þáttur í mótun hans á söng kórsins, bæði í leikrænni útfærslu og tilfinn- ingalegri túlkun, sem voru best mót- aðar í ballöðu Brittens og íslensku lögunum. Bjarni Thor Ki'istinsson er góður söngvari sem þegar hefur mikið að gefa og verður fróðlegt að fylgjast með frama hans, því vel má spá honum stórum stundum á óperu- sviðinu. Steinunn Birna Ragnars- dóttir lék mjög vel, sérstaklega í Songs of Travel, ballöðu Brittens og lagi Gershwins. Jón Ásgeirsson Safnað fyrir Vest- mannaeyjaferð Fagridalur. Morgunblaði. SKÓLAHLJÓMSVEIT Mýrdals- hrepps ásamt nokkrum nemend- um tónskólans í Vík héldu vel heppnaða tónleika í Leikskálum í Vík fyrir skömmu. Tónskólinn er að safna fyrir Vestmanneyjaferð sem er fyrirhuguð í vor. Lúðrasveitin er skipuð 27 nem- endum, mislangt komnum í tón- listarnámi, úr tónskóla Mýrdals- hrepps og er stjórnað af Zoltan Szklenár. I Vík var fyrst stofnað- ur hornaflokkurinn Lúðrafélagið af Gísla Jónssyni, þáverandi versl- unarstjóra Brydes í Vík, skömmu eftir aldamótin 1900 og hefur ver- ið starfandi lúðrasveit á staðnum siðan, þó með nokkrum hléum á milli. Eitthvað af hljóðfærum Morgunblaðið/Jónas Erlendsson KRIZSTINA Szklenár skóla- stjóri Tónlistarskólans og Andrea Karlsdóttir leika fjór- hent á píanó. fi-umkvöðlanna eru til og verða geymd og til sýnis hjá Menningar- félaginu um Brydebúð í Vík. AMERICAN INSTITUTE FOR FOREIG N S T U D Y Viltu dvelja erlendis vib nám og störf ? Þú lærir erlent tungumál, kynnist nýju fólki og upplifir ævintýri Skiptinemar í Bandaríkjunum Arlega dvelja þúsundir erlendra skiptinema, hjá bandarískum fjölskyldum á vegum AYA (Academic year in America). Skiptinemar eru sendiherrar heimalands síns og deila siðum sínum og venjum með jafnöldrum sínum og fjölskyldum þeirra. Skiptinemar öðlast skilning á lífi Bandaríkjamanna ná góðum tökum á ensku máli, og snúa heim reynslunni ríkari. Lengd dvalar 5 eða 10 mánuðir, Aldur 15-18 1/2 árs. Au Pair í Bandaríkjunum Arsdvöl í Bandaríkjunum á vegum Au pair in America er ógleymanleg reynsla sem þú býrð að alla ævi. Löglegri au pair bjóðast; • fríar ferðir. • vasapeningar (43 þús. kr. á mán). • 4 daga námskeið í New York. • Námsstyrkur. • Sjúkra- og slysatryggingar. • Tveggja vikna frí og ýmiss ferðatilboð. Fóstrustörf Nú gefst leikskólakennurum og fólki með starfsreynslu við barnagæslu tækifæri til að dvelja um tíma í Bandaríkjunum sem Au Pair Extraordinarie. í boði eru öll hlunnindi sem au pair bjóðast og að auki 60.000 kr. í vasapeninga á mánuði. Sumarstörf Starf í bandarískum sumarbúðum á vegum Camp America er ævintýri líkast og kjörin leið til þroska leiðbeinendahæflleika þína og lífsleikni. Ekki síst er þetta einstakt tækifæri til að ferðast um ódýrt Bandaríkin. VlSTA * Siaro i&NÁm VISTA • CULTURAL & EDUCATIONAL TRAVEL LÆKJARGATA 4 101 REYKJAVÍK SÍMI 562 2362 FAX 562 9662 NETFANG vista@skima.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.