Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 41 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AÐGERÐIR ATLANTSHAFS- B AND ALAGSIN S AÐ LÁTA þjóðirnar og þjóðabrotin á Balkanskaga um að murka lífið hvert úr öðru og taka þá afstöðu, að mann- drápin og hryðjuverkin komi öðrum ekki við eða eiga aðrar þjóðir að reyna að skakka leikinn og stöðva blóðbaðið eða yf- irvofandi voðaverk? Frammi fyrir þessum tiltölulega ein- földu spurningum hafa aðrar Evrópuþjóðir og Bandaríkja- menn staðið hvað eftir annað á undanförnum árum. Þótt spurningarnar séu einfaldar er ekki jafn auðvelt að finna svarið við þeim. Það hefur vafizt töluvert fyrir Evrópuþjóð- unum ekki sízt. Hryðjuverkin í Bosníu voru ekki stöðvuð fyrr en Banda- ríkjamenn beittu í senn ógnunum og fjárgjöfum. Það dugði til að koma á þokkalegum friði á því landssvæði. Evrópuríkj- unum mistókst gersamlega að leysa þá deilu og höfðu lítinn sóma af afskiptum sínum af henni. En hvers vegna að blanda sér í þetta mál? Hvers vegna ekki að láta þetta fólk um að leysa sín eigin deilumál? Svarið er, að það er öðrum þjóðum um megn að horfa aðgerðarlaus- ar upp á glæpsamlegt framferði stríðsherranna á Balkan- skaga. Það er hinn saklausi almúgamaður, sem er fórnar- lambið í þessum átökum. Hann er miskunnarlaust drepinn eða þarf að horfa upp á maka sinn, börn og barnabörn drep- in og líkunum kastað í fjöldagrafir, sem síðan er reynt að fela. Aðrar þjóðir geta ekki horft upp á þetta svívirðilega at- hæfi og látið sem ekkert sé. Það er útbreidd skoðun meðal þeirra erlendu stjórnarer- indreka, sem kynnzt hafa málum á Balkanskaga á undan- förnum árum, að þar séu við völd menn, sem í öðrum löndum mundu flokkast undir ótíndan glæpalýð - og má þá vart á milli sjá. Almenningur á Balkanskaga, hvort sem það eru Serbar, múslimar, Kosovo-Albanir eða aðrir, verður að líða fyrir verknað þessara samvizkulausu manna. Það er vegna þessa saklausa fólks af öllum þjóðum og þjóðarbrotum á Balkanskaga sem Atlantshafsbandalagið hefur nú hafizt handa um vopnaðar aðgerðir gegn Serbum. Aðgerðirnar beinast gegn þeim vegna þess, að þeir eru öfl- ugastir og hafa mesta möguleika á að þurrka gersamlega út aðrar þjóðir í þessum hluta Evrópu. En reynslan hefur sýnt, að það er lítill sem enginn munur á glæpaverkum vopnaðra sveita hinna einstöku þjóða og þjóðarbrota á Balkanskaga. Að því leyti til má setja þær allar undir sama hatt. Sumir spyrja: Hvernig er hægt að beita hernaðarmætti Atlantshafsbandalagsins með þessum hætti? En þeir hinir sömu verða að spyrja annarrar spurningar og hún er þessi: Hvernig er hægt að gera það ekki? Það sem gerzt hefur á Balkanskaga á undanförnum árum er af svipuðum toga og Gyðingaofsóknir nazista í Þýzkalandi og drápsherferðir Stal- íns gegn saklausu fólki í Sovétríkjunum á sínum tíma. Drápsaðferðirnar eru mismunandi en niðurstaðan er sú sama. Þjóðir heims og þá sérstaklega nágrannaþjóðirnar í Evr- ópu og Bandaríkjamenn hafa fyllzt viðbjóði yfir því, sem þarna hefur gerzt á þessum áratug. Þess vegna hefur Atl- antshafsbandalagið hafið loftárásir og eldflaugaárásir á stöðvar Serba til þess að reyna með þeim hætti að stöðva vopnuð átök á þessum slóðum. I ljósi þess, sem þarna hefur gerzt eru þessar aðgerðir réttlætanlegar. Það er óverjandi að gera ekki neitt. Einhverjir kunna að spyrja, hvort það sé við hæfi að við Islendingar eigum aðild að þessum ákvörðunum, friðsöm og vopnlaus þjóð. Við getum ekki, frekar en önnur aðildarríki Atlantshafsbandalagsins skorazt undan ábyrgð í þessum efnum, þótt við séum svo heppnir að þurfa hvorki að leggja fram fólk eða fjármuni til þess að taka þátt í þessum hildar- leik. Hins vegar hafa Islendingar starfað á þessum slóðum með það að markmiði að reyna að halda friðinn á milli þjóða og þjóðarbrota. Við getum ekki frekar en aðrir setið aðgerð- arlausir hjá og horft á fólk drepið í stórum stíl. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Islendingar standa með óbeinum hætti að hernaðarátökum. Það gerðum við einnig, sem eitt af aðildar- ríkjum Sameinuðu þjóðanna í Kóreustríðinu fyrir tæpri hálfri öld. Það er hörmulegt að Atlantshafsbandalagið hefur orðið að grípa til hernaðarað'gerða gagnvart Serbum. En það hefði verið óverjandi að gera það ekki úr því sem komið var. Ný heilbrigðisáætlun kynnt á Heilbrigðisþingi í dag H ■EILBRIGÐISÞIN GIÐ verður haldið undir kjörorð- inu „Framtíðarsýn í heil- .brigðismálum", en lögð verða fram þar drög að nýrri langíma- áætlun í heilbrigðismálum þar sem meðal annars er stefnt að því að Is- land verði ávallt á meðal þeirra flmm þjóða sem búi við bestu heilbrigðis- þjónustu í heiminum. Þingið mun hefjast með ávarpi Ingi- bjargar Pálmadóttur heilbrigðisráð- herra en um 20 sérfræðingar á heil- brigðissviðinu munu halda erindi um alla helstu þætti íslenskrar heflbrigð- isþjónustu. Gert er ráð fyrir að um 250 fulltrúar heilbrigðisstétta- og stofn- ana, samtaka sjúklinga, frjálsra fé- lagasamtaka og annarra sæki þingið. Landsbyggðin tengd með Byggðabrú Sjö bæir á landsbyggðinni þátt í þinginu fyrir tilstilli hinnar svokölluðu Byggðabrúar, sem er fjarfundarbún- aður.Eftirtaldir staðir taka þátt í þing- inu: Isafjörður, Akureyri, Egilsstaðir, Neskaupstaður, Hornafjörður, Selfoss og Reykjanesbær. Þá ber að geta þess að fyrirlestur Margrétar Oddsdóttur skurðlæknis mun verða sendur um fjarfundarbúnað frá San Antonio í Texas, þar sem hún er við kennslu. Að sögn Bjarka Jóhannssonar, for- stöðumanns þróunarsviðs Byggða- stofnunar, var Byggðabrúin keypt til landsins af Landssímanum í júlí í fyrra og kostaði tæpar 13 milljónir, en Byggðastofnun leigir tækið. Bjarki sagði að Byggðabrúin væri í raun myndsími sem notaðist við ISDN- tengingu og tengdi saman fleiri en tvo aðila frá mismunandi stöðum, en í dag væri ekki hægt að tengja fleiri en 30 i einu. Hann sagði að það sem notandinn þyrfti að eiga væri sjónvarp, myndavél og hljóðnemi og að búnaðurinn kostaði á bilinu 700 þúsund krónur til einnar milljónar. Notendurnir borga síðan 3 til 4 krónur á mínútuna á --------- meðan þeir eru tengdir Fjarfundabún- Byggðabrúnni. aður notaður á Bjarki sagði að Byggðabrú- in væri mest notuð við fjar- kennslu og við að tengja fundi atvinnuþróunarfélaga Island verði ávallt í hópi þeirra 5 bestu Heilbrigðisþing 1999 hefst í dag klukkan 9 í Tónlistarhúsi Kópavogs en fyrir tilstilli Byggðabrúarinnar sem er sérstakur fjar- fundarbúnaður getur fólk á sjö stöðum á landsbyggðinni tekið þátt í þinginu. sjö stöðum saman tundi atvmnuþrounartelaga 1 landinu, sem eru eitt í hveiju kjördæmi. Byggðabrúin var einnig notuð á mál- þinginu um framtíð búsetu, sem fór fram um síðustu helgi í Háskóla Islands og á 15 stöðum úti á landi. Langtúnaáætlun í heilbrigðismáluin kynnt Heilbrigðisþing eru haldin á fjögurra ára fresti og var síðasta þing því haldið árið 1995, en þá var lögð áhersla á far- aldsfræði sjúkdóma. Á þinginu nú verða lögð fram drög að langtímaáætl- un í heilbrigðismálum sem nær til árs- ins 2005. Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytis- stjóri heilbrigðis- og tryggingamála- ráðunejtisins, sagði er hann kynnti áætlunina í gær, að árið 1996 hefði ráð- herra skipað nefnd sem hafði það hlut- verk að endurskoða heilbrigðisáætlun fi’á 1991, sem nefndist „Heilbrigð þjóð - forvarnir og heilsustefna til ársins 2000“ og er afrakstur þeirrar vinnu þau drög að langtímaáætlun í heilbrigðis- málum sem kynnt verða á þinginu í dag. Samkvæmt upplýsingum frá heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu var í grófum dráttum tekið mið af tveimm’ þáttum við mótun heilbrigðisá- ætlunaiinnar. Annars vegar var tekið mið af stefnumörkun Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar (WHO), um heil- brigði allra á 21. öldinni, sem samþykkt var á Alþjóðaheilbrigðisþinginu árið 1998 og tekið mið af heilbrigðisáætlun- um Norðm’landaþjóðanna og Bretlands, sem og „Healty People“-áætluninni í Bandaríkjunum. Hins vegar var tekið mið af stefnumótun og úttektum undan- --------- farinna ára á fjölmörgum þáttum heilbrigðismála hér á landi. Til grundvallar áætl- uninni liggja einnig nýlegar _________ viðmiðunarreglur um for- gangsröðun á verkefnum og viðfangsefnum heilbrigðisþjónustunnar. Samkvæmt upplýsingum frá ráðu- neytinu má skipta áætluninni í þrjá hluta. í fyrsta lagi er um að ræða for- gangsverkefni, Evrópumarkmið WHO og íslensk markmið til ársins 2005. I öðru lagi er fjallað um horfur í ís- lensku þjóðfélagi, stjórnkerfi og skipu- lagi heilbrigðisþjónustunnar. I þriðja lagi er í áætluninni gerð grein fyrfr ýmsum stoðaðgerðum, sem nauðsyn- legar eru til að tryggja bæði gæði og framþróun heilbrigðiskerfisins. Sjö heilbrigðissvið hafa forgang Samkvæmt áætluninni hafa sjö eftir- talin heilbrigðissvið forgang, en á hverju sviði er gert grein fyrir stöðu mála, væntanlegri þróun og leiðum til þess að ná settum markmiðum: 1. Tóbaksvamfr, en þar era markmiðin eftirfarandi: a) Að yfir 80% fólks á aldrinum 18 til 69 reyki ekki, en árið 1998 reyktu um 28% fólks daglega. b) Að yfir 95% bama og unglinga 12 til 17 ára reyki ekki, en árið 1997 reyktu 5 til 21% ungmenna á aldrin- um 14 til 16 ára. 2. Slysavarnir, en þar eru markmiðin eftirfarandi a) Að slysum fækki um 25%, en árið 1997 slösuðust 60.000 manns. b) Að dauðaslysum fækki um 25%, en frá árunum 1991 til 1995 dóu árlega að meðaltali 42 af hverjum 100.000 körlum af völdum slysa og 21 af hverjum 100.000 konum. 3. Hjarta og heilavemd, en þar eru markmiðin eftirfarandi: a) Að draga úr dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúk- dóma hjá fólki á aldr- inum 25 til 74 ára. Hjá körlum er stefnt að því að lækka tíðn- ina um 20% en 10% hjá konum. Á árunum 1991 til 1995 dóu árlega að meðaltali 131 af hverjum 100.000 körlum úr hjarta- og æðasjúkdómum, en 76 af hverj- um 100.000 konum. b) Að draga úr tíðni heilablóðfalla um 30%. 4. Krabbameinsvamir, en þar er markmiðið að dánartíðni hjá fólki yngra en 75 ára lækki um 10%, en á ár- unum 1991 til 1995 dóu árlega að með- altali 104 af hverjum 100.000 körlum yngi’i en 75 ára og 106 af hverjum 100.000 konum. 5. Geðheilbrigði, en þar eru markmiðin eftii’farandi: a) Að draga úr tíðni sjálfsvíga um 25%, en á áranum 1991 til 1995 dóu 60 karlar yngri en 35 ára af völdum sjálfsvíga en 8 konur. Skýrsla um stöðuna gefin út árlega. b) Að draga úr tíðni geðraskana um 10%, en árið 1994 var heildargengi geðraskana 22%. 6. Aldi’aðfr, en þar em markmiðin eft> ii’farandi: a) Að bið eftir vistun á hjúkrunarheim- ili fyrii’ fólk, sem er í mjög brýnni þörf verði ekki lengri en 90 dagar, en árið 1997 var meðalbiðtíminn eft> ir hjúkmnarrými 267 dagar í Reykjavik. b) Að yfir 70% fólks 80 ára og eldra sé við svo góða heilsu að það geti með viðeigandi stuðningi búið heima, en árið 1996 bjuggu um 36% fólks 80 ára og eldra á stofnunum. c) Að draga úr tíðni mjaðma- og hryggbrota um 25%. 7. Böm, en þar era markmiðin eftir- farandi: a) Að jafnaður verði munur á heilsu- faii bama tengdur þjóðfélagsstöðu foreldra, en á árunum 1991 til 1995 var vísitala langvinnra sjúkdóma hjá börnum miðað við menntun föð- ur sem hér segir: Háskólamenntun 1, framhaldsskólamenntun 1,17 og gnmnskólamenntun 1,46. b) Að geðheilbrigðisþjónusta nái ár- lega til 2% barna og unglinga á aldrinum 0 til 18 ára, en árið 1997 náði þjónustan til 0,4% til 0,5% af hópnum. Meginþættir heilbrigðis- áætlunarinnar Evrópumai’kmiðunum, sem em 21 að tölu og mynda meginþætti heilbrigðisá- ætlunarinnar, er til samræmis við Evr- ópuáætlun WHO skipt í eftirtalda sex hluta: Samábyrgð og jafnræði, bætt heilsufar, forvarnfr og heilsuvernd, þverfaglegar aðgerðir, árangursríka heilbrigðisþjónustu og rannsóknir, samstarf og verkáætlanir. Fyrirlestrai’ heilbrigðisþingsins em flestir flokkaðfr undfr þessa sex meginþætti. Samkvæmt upplýsingum frá heil- _______ brigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu vantar enn tölu- vert upp á að öll markmið áætlunarinnar geti veitt nægj- anlegar upplýsingar um stöðu “**““ og þróun heilbrigðismála. Von- ast er hins vegar eftir því að umfjöllun um áætlunina á heilbrigðisþinginu og væntanlegar umsagnir stofnana, fag- stétta, hagsmunaaðila og annarra geti hjálpað við þróun markmiða og mæli- kvarða áætlunaiánnar. Stjómsýsluleg framkvæmd og end- urskoðun markmiða verður á ábyrgð heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins, en Landlæknisembættið mun sjá um söfnun og úrvinnslu tölu- legra upplýsinga og faglegt eftirlit. Þá munu héraðslæknar, heilbrigðis- starfsmenn og stjórnir heilbrigðis- stofnana sömuleiðis vinna að því að uppfylla sett markmið og tryggja eft- irlit með framkvæmdinni á hverjum stað. Á hverju ári verður gefin út skýrsla um stöðu og framvindu þeima verkefna sem heilbrigðisáætlunin nær til. + I orði er fjölskyldan ofar öllu - á borði vinnan Ivan Thaulow trúir fólki þegar það segist vilja vera meira með fjölskyldunni, jafnvel þótt atferlið segi aðra sögu. En er Sigrún Davíðsdóttir ræddi við hann í tilefni af ráð- stefnu um fjölskyldu - og atvinnumál vakn- aði sú spurning hvort það væri kannski fjöl- skyldulífið sem eitthvað væri að. Morgunblaðið/Sigrún IVAN Thaulow mun skýra niðurstöður könnunarinnar. ALLIR segjast vilja meiri tíma með fjölskyldunni en samt em ýmis fjölskyldu- væn tilboð velferðarkerfís- ins látin ónotuð. Þetta er ein af mörgum mótsögnum, sem ráku Ivan Thaulow til að kanna aðstæður á vinnumarkaðnum, en hann heldur fyrirlestur á ráðstefnu Jafnréttisráðs og Karlanefndar þess í dag um fjöl- skyldu og atvinnumál: Atvinna og fjölskylda - vinir eða íjandmenn? Thaulow stundar rannsóknir hjá „Socialforskningsinstitutet" í Kaup- mannahöfn. Hann hikar ekki við að tala um sjálfsblekkingu og hræsni þegar rætt er um samspil heimila og atvinnu, þar sem kynhlutverk og menntun hafa sín áhrif. Framtíðin stefnir í sveigjanlegri ráðningar og vinnutíma, en þýðir það sveigjan- leika í raun eða aðeins að vinnan hef- ur tök á okkur allar 24 klukkustundir sólarhringsins? Og er ein ástæða þess hve fólk hangir í vinnunni að nútíma fjölskyldulíf er kannski ekki eins innihaldsríkt og það gæti verið? Thaulow bendii’ á að mörg tilboð velferðarkei’fisins snúi að barnafjöl- skyldum. „Þegar konumar fóra að fara út á vinnumarkaðinn sóttu þær einkum í opinbera geirann, meðal annai’s í bamagæslu, sem um leið skóp undirstöðuna íyrir enn flefr-i konur til að sækjast eftir frelsi og eig- in launum. Velferðai’kerfið býður upp á velviljaða möguleika, til dæmis fæð- ingarorlof og sjúkradaga til að vera heima hjá veikum börnum, en þessir möguleikar era ekki nýttir, einkum ekki af körlum. Það er gagnlaust að veita möguleika, sem ekki era nýttir. Ég beindi athyglinni að fyi’ii’tækjun- um, sem ekki hafði verið gert.“ Mismunandi atferli kynjanna á vinnumarkaðnum Thaulow sá fljótt að það var mikill munur á atferli kynjanna á vinnu- markaðnum. Konur lögðu mikið upp úr að aðlaga vinnuna að þörfum heimilisins, karlarnir síður. Þetta kom glögglega í Ijós í athugun hans á hjúkranarkonum annars vegar og lögi’eglumönnum hins vegar, kvennastétt og karlastétt með sam- bærilega menntun í vinnu, sem þarf að sinna allan sólarhringinn. „I skipulagningu vinnunnai’ tóku hjúkranarkonumar tillit til heimilis- ins, skiptu til dæmis á vöktum við starfsystur sínar vegna þessa. Hjá lögreglunni miðuðu menn vinnuna við hugsanlega aukavinnu, sem þeir höfðu auk lögreglustarfsins og þeir hliðraðu vinnunni til svo þeir gætu horft á fótbolta.“ Sama var uppi á ten- ingnum hjá fleiri sambærilegum hóp- um. „Karl, sem er búinn snemma í vinnunni notar sér það til að taka að sér aðra vinnu eða fara í fótbolta, ekki til að fara heim,“ bendir Thaulow á. Það er líka munur á hvernig kynin nýta sér tilboð eins og sjúkradaga vegna veikra barna, sem langflestir danskir laun- þegar eiga kost á. „Þetta tilboð nýta konurnar sér, ekki karlamir," bendii’ Thaulow á. „I könnun, sem gerð var á hver væri heima að passa veikt barn kom í ljós að það var oftast mamma, en annars amma og nágrannar. Pabbi kom í fjórða sæti.“ Feður era heldur ekki duglegir að nota sér feðraorlof, bera því reyndar við að þeir vilji ekki taka af fæðing- arorlofi kvenna sinna, því þær séu með börnin á brjósti. „En þegar menn á vinnustöðum era spurðir, kemur líka önnur skýring í ljós,“ segir Thaulow. „Það er ríkjandi skoðun að það sé aumingjalegt að biðja um það, svo nýbakaðir feður fá sig ekki einu sinni til að biðja um það.“ Atvinnuleysi hefur einnig ólík áhrif á unga feður og mæður, bendir Thaulow á. „Ungir feður verða stöðugra vinnuafl en ungir ógiftir menn, því fyrii-vinnuhlutverkið hefur sín áhrif. Hins vegar er atvinnuleys- istíðni ungi-a mæðra hæm en ungra kvenna almennt. Það er því hægt að benda á ólíkt atferli kynjanna á vinnumarkaðnum allt eftir því hvort þau eiga böm eða ekki.“ Auk kynjamunar hefur menntun sín áhrif á aðstæður á vinnumark- aðnum. Það er minni munur á atferli langskólagenginna kvenna og karla en á konum og körlum með minni menntun. Langskólagengnar konur eru til dæmis skemur frá vinnu vegna barnsfæðinga en konur með minni menntun. I framleiðslufyrirtæki, þar sem annars vegar unnu verkfræðingar, flestir karlmenn, í hálaunastörfum og hins vegar konur í láglaunastörf- um við framleiðslu var Thaulow fenginn til að athuga óskir starfsfólk um vinnutíma. „Meðal verkfræðing- anna vora ungir feður, sem nánast gi’étu fram á borðið yfir hve erfitt væri að samræma langan vinnutíma og þarfir fjölskyldunnar. Þeir og fleiri óskuðu styttri vinnutíma og hlutastarfs, líkt og konumar í fram- leiðslunni höfðu fengið." Þegar stjórn fyrirtækisins var til í að reyna þetta kom annað í ljós. „Þegar verkfræðingamir vora spurðir hversu margir þeirra vildu stytta vinnutíma sinn, rétti enginn upp höndina, heldur ekki ungu feð- urnir,“ segir Thaulow. „Þegar ég undraðist, sögðust þeir fyrst og fremst vilja gefa starfsfé- lögunum kost á þessu, en væra sjálfir ekki að hugsa um skemmri vinnutíma. I umræðum af þessu tagi er sjálfsblekking og hræsni áberandi, því það kostar ekkert að tala um hlutina.“ Ný kynskipting meðal langskólagenginna Þegar íýnt er í þessa niðurstöðu kemur enn annar veraleiki. „Verk- fræðingarnir höfðu há laun og ekki áhuga á að skerða launin, heldur ekki í þágu fjölskyldunnar,“ segir Thaulow. „Mynstrið er að þessir menn eru giftir konum, sem vinna hefðbundin kvennastörf, til dæmis hjúkranarkonum, barnakennurum eða fóstram. Þær era með lægri laun og ef hugað er að heildartekjum fjöl- skyldunnar er hentugra að þær minnki við sig vinnu fremur en að mennirnir geri það. Meðan konur gifta sig inn í hærri félagslega stöðu, menntun og tekjur mannsins og menn kvænast konum með minni menntun, tekjur og félagslega stöðu, svo þeir hafa undirtökin í hjóna- bandinu í krafti þessara þátta þá breytist þetta ekki.“ Thaulow bendir á að langskóla- gengnar konur giftist næstum und- antekningalaust körlum með jafna menntun. Það ýti undir jafnari verkaskiptingu heima fyi’ir, en út- rými þó ekki muninum. En einnig meðal menntamanna með jafna menntun kemur upp kyn- skipting. „Ef við tökum til dæmis hjón, sem bæði era læknar, þá er konan oftast í minna krefjandi starfi og stundar ekki rannsóknir af jafn- miklum krafti og eiginmaðurinn," segir Thaulow. „Konan er kannski heimilislæknir, kvenlæknir, eigin- maðurinn heilaskurðlæknir og verð- ur yfirlæknir. Hér kemur því einnig upp sama mynstur og séðst víðar að það er konan, sem tekur meira tillit til vinnunnar.“ Kjarni vandans: Sjúk afstaða til vinnu „Breytingamar verða að gerast á vinnustöðunum, ekki með tilboðum hins opinbera," hnykkir Thaulow á. Og það er á vinnustöðunum, sem ýmiss konar fjölskyldufjandsamleg afstaða er ríkjandi. Thaulow tekur sem dæmi lögfræðistofu, þar sem þrír kvenlögfræðingar voru í hluta- störfum og náðu samt því, sem þær þurftu. „Karlkyns lög- fræðingar sverja og sárt við leggja að þeir geti ekki unnið í hlutastarfi, því viðskiptavinimir þurfi alltaf að geta náð í þá og það sé svo mikið að gera. Þarna vora konur, sem tókst að gera hið ómögu- lega.“ Það era margskonar leikrit í gangi á vinnustöðum og geta náð fáránleg- um víddum, þegar fólk gerir mikil- vægi sitt sýnilegt. ,Autt skrifborð er merki um að viðkomandi hafi ekkert að gera. Haugar á skrifborðinu eru hins vegar dæmi um að viðkomandi sé mikilvægur og vinni mikið. Það er fínast að vera síðastur til að fara úr vinnunni,“ rekur Thaulow. „Einn karlmaður sagði mér frá þeirri ánægju sem hann fyndi fyrir þegar hann sæi að bíllinn hans væri orðinn einn eftir á bílastæðinu. Þetta er sjúk afstaða, sem því miður ríkir oft á vinnustöðum og það er þessi af- staða, sem er kjarni vandans. Meðan hún breytist ekki, breytist ekkert, því hún er í vegi fyrir öllum breyt- ingum.“ Samruni heiinilis og vinnu I könnun á einkafyrix’tækjum og staifsanda þar segist Thaulow hafa í’ekist á fyrirbæri, sem hann kallar „framkvöðlaandann", sem oft ríki í ungum fyi-irtækjum í harðri sam- keppni. Thaulow tekur dæmi úr lyfja- fyrirtæki, sem hann gerði úttekt á að ~ beiðni fori’áðamanna fyxirtækisins. „Starfsmennirnir vora hálaunaðir, unnu af brennandi áhuga og fannst vinna sín vera metin að verðleikum með háu kaupi, gegn því að fyrirtækið ætti kröfu á miklu vinnuframlagi. Þegar ég spurði hvort ekkert væri að fékk ég að heyi-a um heimatölvuna," segir Thaulow. „Fyrirtækið er í við- skiptum um allan heim og til að starfsmennirnir gætu afltaf fylgst með höfðu þeir nettengda tölvu heima til að sinna raíþóstinum. Tuttugu bréf á kvöldi var ekki óalgengur skammt- m’ og þeim fannst þeir ekki geta mætt í vinnuna án þess að hafa afgreitt all- an póst frá deginum áður. Þegar ég spurði hvort þeir vildu þetta var svar- ið að um annað væri ekld að ræða vegna samkeppninnar. Það vai’ því hin endanlega afsökun ömurlegrar vinnuskyldu. Þetta er ekki óalgengt í ungum framkvöðlafyrirtækjum." „Ef litið er þrjátíu ár aftur í tím- ann þá vora vinnustaður og heimili aðskilin," bendir Thaulow á. „Menn- irnir fóra í vinnuna, konurnar voru heima og þessir tveir heimar vora að- skildir. Síðan flykktust konumar á vinnustaðina og kai’larnir hafa neyðst til að taka aukinn þátt í heimilisstörf- unum. Já, ég hika ekki við að tala um að karlamir hafi neyðst til þessa, því þannig er það,“ segir Thaulow er hann rifjar upp þróunina. „Nú sjáum við hins vegar vinnu- staði opna sig gagnvart heimilunum í auknum mæli. Tölvan er flutt inn á heimilið og vinnan tekin með heim. Það bitnar á fjölskyldulífinu,“ segir Thaulow. „Þessi þróun gildir fyrst og fremst hjá langskólagengnu fólki.“ Thaulow bendir einnig á að það felist mótsögn í að fólk sé æ meðvitaðra um að hafa mikið að gera, þó meðal- vinnutíminn hafi styst. „Það skortir ekki þekkingu og meðvitund um vandann“, hnykkir Thaulow á. „Samt gerist fjarska lítið og fólk heldur áfi-am að kvarta og kveina. Nýjar aðstæður á vinnu- markaðnum og sveigjanleiki býður upp á nýja möguleika, en það felst líka hætta í því eins og dæmin um heimatölvuna sýna. Fólk vill heldur helst ekki velja og alls ekki missa veraldleg gæði. Það er enginn vafi á að fólk metur fjölskyldulífið mikils, en hvers vegna í ósköpunum kemur þetta mat fólks þá ekki fram í vali þess?“ Ivan Thaulow viðurkennir að myndin, sem hann dragi upp sé ekki uppörvandi, en fullyrðir að mikilvægt sé að horfast í augu við' sjálfsblekkinguna. Og hann verður ekki glaðai’i þegar sú spurning vaknar, hvort lífið í vinnunni sé einfaldlega ekki auð- veldara og skemmtilegra en lífið heima, fyrst tilhneigingin til að taka vinnuna fram yfir heimilislífið sé svo sterk. „Það má segja að fólk noti vinnuna til að fullnægja félagslegum þörfum. I vinnunni liggur áskoran og ábyrgð og hún er tilbreyting fi’á fjöl- skyldulífinu. Færibandavinna minnk- ar í vinnunni, en það má segja að heimilislífið verði æ meiri færibandart vinna, þar sem allt er í fóstum skorð- um ásetinnai’ stundatöflu, daglegra starfa og skyldna," segir Thaulow. „Vinnan er opið og skemmtilegt rými, heimilislífið í þröngum skorð- um. Vissulega segja allfr’ að svona eigi þetta ekki að vera, en viljinn til breytinga virðist ekki mikill.“ Er heimilislífið leiðinlegra en vinnan? Karlar vilja frí - fyrir hina karlana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.