Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÁRÁS NATÓ Á JÚGÓSLAVÍU Fjöldi hernaðarlegra skotmarka hæfður í fyrstu lotu árásanna Hríð stýriflauga frá skip- um og úr herflugvélum NATO ræðst til atlögu Herir Bandarikjanna og NATO hófu í gær hernað gegn Serbum í kjölfar þess að það slitnaði uppúr samningaviðræðum. Hér má sjá hvernig talið er að árásin muni þróast. \ STIGI Stýriflaugar sendar á ákveðin skotmörk \ STIGII Loftárásir gerðar frá Evrópulöndum Helstu bæki- stöðvar flughers Fairford, Englandi Lakenheath, Englandi Mildenhall, Englandi \ FRIÐARHER TIL STAÐAR Ef samkomulag næst verður 28.000 manna her sendur til Kosovo til að halda uppi röð og regiu. ■■pi- Rússlantf Búfgarfa rnmwmj a Rúmlega 200 bandariskar I > Fimm bandarisk herskip á herflugvélar, m.a. B-52 og I Miðjarðarhafi búin stýri- radarvænar orustuþotur ► Rúmlega 100 flugvélarj 11 EvrópulÖndum, t.dffT Bretlandi, Frakklandi óg Þýskalandi Mbl./KRT ( Júgósla Boaoía^, (Serbíi stina: | K0S0V0 j Her HtoðvarH serbneska Prízren1 Serba basía Makedénía Ljóst er strax frá upp- hafí árása NATO á Júgóslavíu að þær verða flóknari og hættumeiri en sam- bærilegar aðgerðir sem áður hefur verið ráðist í gegn Irak. ARASIRNAR FJÖLMÖRGUM stýriflaugum og allt að sjötíu herþotum var beitt við upphaf loftárása Atlantshafsbanda- lagsins á skotmörk í Serbíu, Svart- fjallalandi og Kosovo. Meðal annars tók tugur torséðra sprengjuþotna þátt í árásunum og var tveimur sprengjuþotum af gerðinni B-2 beitt í fyrsta skipti við árásirnar. Petta er fullkomnasta sprengjuþota Banda- ríkjahers og getur hver þeirra skot- ið 900 kílóa gervihnattastýrðum sprengjum á allt að sextán skot- mörk í hverri árásarferð. Það var um hádegisbilið í gær að fyrstu þoturnar lögðu af stað í árás- arferð og voru það átta bandarískar B-52-þotur er hafa bækistöðvar á Englandi. Hafði hver þeirra 20 stýriflaugar innanborðs. Aðrar her- þotur lögðu upp frá herflugvellinum í Aviano á Italíu. Þá var um eitt hundrað stýriflaugum skotið af breskum og bandarískum skipum í Adríahafi. Fyrstu sprengjudrunumar heyrð- ust um sjöleytið í gærkvöldi að ís- lenskum tíma skammt frá Pristina, héraðshöfuðborg Kosovo, og fljót- lega fóru að berast fregnir af árás- um á fjölmörg skotmörk víðs vegar um sambandsríkið Júgóslavíu. Voru margar sprenginganna sagðar gíf- urlega öflugar. William Cohen, vamarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði á blaða- mannafundi að eitthvað hefði verið um loftbardaga, en hann fullyrti að „allar okkar flugvélar" hefðu snúið til baka heilar á húfi. Arásimar á Júgóslavíu munu að öllum líkindum reynast mikil próf- raun fyrir NATO einmitt á sama tíma og fram fer umræða um fram- tíðarhlutverk bandalagsins á hálfr- ar aldar afmælisári þess, sem fagn- að verður á hátíðarfundi í Was- hington í næsta mánuði. Allmargir fréttaskýrendur óttast að ákvörðunin um að hefja loftárás- ir muni snúast í höndunum á Vest- urveldunum og verða til þess að Serbar reyni að „útvíkka" átökin, með því að gera árásir á friðar- gæslusveitir NATO í Bosníu- Herzegóvínu eða með því að herða enn frekar á þjóðemishreinsunum sínum í Kosovo. Yrði sú raunin myndu hundrað þúsunda Kosovo- Aibana flýja til nærliggjandi landa og þannig valda miklu umróti í Ma- kedóníu og Albaníu sem skapa myndi hættuástand á Balkanskaga öllum. Óljósar fregnir af mannfalli Serbneska sjónvarpið sýndi myndir af bækistöðvum hersins í borginni Novi Sad er stóðu í ljósum logum og staðhæft var að óbreyttir borgarar hefðu orðið að leita sér skjóls og að nokkrir hefðu fallið. Fyrr um daginn hafði stríðsá- standi verið lýst yfir í Júgóslavíu í fyrsta sinn frá því í heimsstyrjöld- inni síðari. Hersveitum var skipað að dreifa sér vegna yfirvofandi árásarhættu og langar biðraðir mynduðust við verslanir og bensín- stöðvar er almenningur reyndi að verða sér úti um nauðsynjar. Júgóslavíuher sagði að óskil- greindur fjöldi bama og kvenna hefði látið lífið í árásum og hefði verið um að ræða fjölskyldur fyrr- verandi hermanna er hefðu dvalist tímabundið sem „flóttamenn" í her- stöð. Fólkið hefði flúið frá fyrram lýðveldum Júgóslavíu er lýst hefðu yfir sjálfstæði fyrr á þessum áratug. Þá var greint frá því að ótiltekinn fjöldi fólks hefði særst. Á meðal hemaðarlega mikil- vægra skotmarka sem flugskeyti lentu á vora flugvélaverksmiðja í Pancevo og stór herstöð og flugvöll- ur við Batajnica, sem hvort tveggja er skammt frá Belgrad. Þá lentu sprengjur á stærsta flugvellinum og radarstöðvum í Svartfjallalandi. Sagt var frá fjölda sprenginga við Avala-fjall, sem er við eitt úthverfa Belgrad í suðri, en þar mun radar- stöð vera að finna. Júgóslavneska Tanjug-fréttastofan sagði frá fjór- um stórum sprengingum í kring um Pristina, þremur við flugvöll borg- arinnar, sem er um 300 km suður af Belgrad. Mun erfíðari aðstæður en í írak Leiðtogar aðildarríkja NATO hafa ítrekað lýst því yfir að þeir hyggist Reuters TOMAHAWK-flugskeyti skotið á loft í átt að Júgóslavíu frá bandarfska herskipinu USS Philippine Sea á Ádríahafi í gærkvöldi. ekki senda landher inn í Júgóslavíu. Margir hafa hins vegar efasemdir um að loftárásir einar og sér dugi til. Sérfræðingar hafa bent á að til lítils sé að bera aðstæður nú við það sem menn áttu við að eiga í Bosníu, Júgóslavíuher sé einfaldlega mun betur þjálfaður og vopnum búinn. Jafnframt sé fjarstæða að bera að- stæður nú saman við þær í Irak árið 1991 - ef ekki fyrir aðra sök nema þá að ský hylja oft allt útsýni á Balkanskaga. Irak er flatlent og þar var skyggni jafnan gott. Annað er uppi á teningnum í Júgóslavíu, þar sem víða er fjallendi og skyggni lélegt. Veður er þar einnig erfiðara viður- eignar og útilokar nánast að loft- árásir séu samhæfðar. Og hætti herþotur NATO sér niður fyrir tíu þúsund feta hæð til að hæfa skot- mörk sín betur munu Serbar beita þeim næstum tvö þúsund loftvarn- arfallbyssum, sem þeir hafa yfir að ráða. Mikil áhætta er því tekin með aðgerðunum. Margir hafa hins vegar mestar áhyggjur af því að svo virðist sem leiðtogar Vesturveldanna hafí engar áætlanir um hvað taki við neiti Ser- bar að láta í minni pokann og auki í staðinn Hemað sinn gegn Kosovo- Albönum. Loftárásir segja þeir ekki nægja til að tryggja að markmið árásanna náist en þar sem Vestur- veldin hyggjast ekki senda inn land- her spyija þeii- hvað gera eigi gefi Milosevic ekki eftir. Akveði Vestur- veldin þá að ganga milli bols og höf- uðs á Milosevic, eru þau um leið að afhenda Kosovo-Albönum tækifæri til að hrifsa til sín það sjálfstæði sem þeir hafa barist fyrir - sem hef- ur alls ekki verið markmið Vestur- veldanna að stuðla að. Otti við að átökin í Júgóslavíu breiðist út til nágrannaríkjanna, einkum Makedóníu og Albaníu Varað við þriðja Balkanstríðinu GRANNRIKIN ÓTTAST er, að átökin í Kosovo og loftárásir NÁTO á Serba geti leitt til ókyrrðar og ófriðar vfðar á Balkanskaga, þessari „púðurtunnu" sem svæðið hefur verið kallað. Jav- ier Solana, framkvæmdastjóri NATO, viðurkenndi í raun, að þessi ótti væri ekki ástæðulaus þegar hann fullvissaði í gær ríkisstjórnir fimm grannríkja Júgóslavíu um að NATO myndi koma þeim til hjálpar yrðu þau fyrir árás júgóslavneska hersins. Það var ótti við að kveikja í þess- ari púðurtunnu, sem hélt aftur af af- skiptum vestrænna ríkja af Bosníu- stríðinu framanaf, og þegar í upp- hafi þessarar aldar höfðu menn áhyggjur af hinu ótrygga ástandi á Balkanskaga. Þar vora háð tvö stríð, 1912 og 1913, og segja má, að heims- styrjöldin fyrri hafi hafist þar þegar Ferdinand erkihertogi var ráðinn af dögum í Sarajevo. Sir Michael Rose hershöfðingi og fyrrverandi yfirmaður herliðs Sa- meinuðu þjóðanna í Bosníu varaði í fyrradag við „þriðja Balkanstríðinu" þegar hann sagði, að mikil hætta væri á, að árásir NATO á Serba myndu leiða til átaka í Bosníu og hugsanlega í Makedóníu. Deila margir áhyggjum hans af síðar- Reuters MAKEDÓNISKIR landamæraverðir sjást hér á verði við landamærin við Kosovo í gærkvöldi. Öllum landamærum Júgóslavíu við grannríkin hefur verið lokað vegna árása NATO. nefnda ríkinu, sem fékk sjálfstæði frá Júgóslavíu 1991. Þar býr allstór albanskur minnihluti, sem hefur stækkað að undanfórnu vegna flótta- mannastraumsins frá Kosovo, og það mun ekki draga úr viðsjánum milli hans og slavneska meirihlutans. Albanía er líka áhyggjuefni. Þótt núverandi stjórn vinstrimanna sé ekki jafn höll undir „stór-albanskan“ áróður og hægristjórnin sem áður var við völd, mun hún varla sitja hjá hefji Serbar eins konar útrýmingar- árásir á Albana í Kosovo. I bak- granni er svo Tyrkland, sem lengi hefur álitið sig verndara múslima á Balkanskaga. Búlgarar líta margir á Makedóníu sem hluta af Búlgaríu og það gera Serbar einnig. Það er því fyrst og fremst upplausn Makedóníu, sem gæti hleypt öllu í bál og brand. I bréfinu, sem Solana sendi ríkis- stjórnum Albaníu, Búlgaríu, Ma- kedóníu, Rúmeníu og Slóveníu, full- vissar hann þær um stuðning NATO.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.