Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ Tölvumyndir hf. selja WiseFish-hugbúnaðinn erlendis Tæknivæða kanadískt sj ávarút vegsfy r irtæki Morgunblaðið/HeMa TOLVUMYNDIR hf. voru með sýningarbás á sjávarútvegssýningunni í Boston dagana 16.-18. mars sl. Hér má sjá Halldór Lúðvíksson tækni- stjóra, og Kára Þór Guðjónsson markaðsstjóra leiða sýningargest í all- an sannleikann um WiseFish-hugbúnaðinn. HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Tölvumyndir hf. hefur um nokkurt skeið framleitt svokallaðan WiseFish-hugbúnað fyrir sjávarút- vegsfyrirtæki. Hugbúnaðurinn er nú í notkun í flestum stærstu sjávarút- vegsfyrirtækjum hérlendis og hygg- ur framleiðandinn nú á markaðs- setningu eriendis. Þegar hafa náðst samningar um uppsetningu búnaðar- ins í risafyrirtæki í Kanada. WiseFish er heildarhugbúnaðar- lausn fyrir sjávarútveg. Kerfíð bygg- ir á einum gagnagrunni sem þróaður hefur verið í Navision Financials, fjárhags- og viðskiptakerfínu og í samvinnu við nokkur helstu sjávar- útvegsfyrirtæki á íslandi. WiseFish- kerfíð nýtist öllum jafnt frá smæstu fyrirtækjunum allt upp í þau stærstu. Kerfið byggir á fimm meg- inþáttum; vinnslukerfi, útgerðar- kerfi, frystitogarakerfi, gæðakei-fi og sölukerfi sem er byggt upp með Na- vision Financials sem er í dreifingu í um 30 löndum og því aðgengilegt á fjölmörgum tungumálum. Auðveldar rekjanleika vörunnar Að sögn Kára Þórs Guðjónssonar, markaðsstjóra Tölvumynda, vinnur sérstök deild innan Tölvumynda að hönnun hugbúnaðar fyrir sjávarút- veg og hefur gert í sjö ár. Samvinn- an við Navision gerir fyrirtækinu kleift að takast á við nýjungar og þróun á hugbúnaði um leið og þær koma fram. Það getur því boðið bestu möguleika og lausnir hverju sinni. Kári segir kerfið í grófum dráttum byggja á því að allar upp- lýsingar sem fram komi séu aðeins slegnar einu sinni inn í gagnagrunn- inn, hvort sem um sé að ræða afla út á sjó eða í vinnslu í landi. „Þannig heldur kerfið utan um afla sem unn- inn er úti á sjó, hann skráist sjálf- krafa inn á lager, umbúðalager og notkun er tengd vinnslu og svo fram- vegis. Þessar upplýsingar er síðan hægt að senda í móðurkerfið í landi. Verðmæti, nýting, lagerstaða og aðr- ar lykiltölur er hægt að nálgast með auðveldum hætti og þar sem upplýs- ingar eru aðeins slegnar inn einu sinni þá er aðeins ein staða í kerfinu og allar upplýsingar er hægt að nálgast með nýjum og betri hætti. í útgerðarkerfinu kemur t.d. fram hverjir eru í áhöfn skipsins, skipta- hlutar og verðmæti afla, en þessar upplýsingar fai-a síðan sjálfkrafa inn í launakerfið. Eins koma upplýsing- amar fram um hráefnastöðu fyrir- tækisins og kaup vinnslunar á hrá- efni og verð á þvi. Kerfið inniheldur ennfremur fullkomna kvótabók, upp- lýsingar um kvótastöðu og kvótatil- færslur milli tegunda og ára, svo dæmi séu tekin.“ Kári Þór segir að í raun og veru sé í WiseFish hægt að rekja ferlið frá því að fiskurinn er veiddur, hvernig hann er unninn, hvenær honum er landað, hvenær hann fer í geymslu, hvenær hann er unnin og settur á lager og hvenær hann er seldur. Samhliða þessu sé hægt að tengja við vöruna allar aðrar upplýsingar sem til hafa orðið eins og t.d. gæða- mælingar. Hafa stofnað fyrirtæki í Færeyjum og Kanada WiseFisþ hefur einkum verið í notkun á Islandi til þessa og segir Halldór Lúðvíksson deildarstjóri að flest af stærri sjávarútvegsfyrir- tækjum landsins noti kerfið, en meðal fyrirtækja hérlendis má m.a. nefna Granda, Hraðfrystihúsið hf., Bakka og Þorbjörn. Úppsetningar standa yfir hjá Síldarvinnslunni og Vinnslustöðinni og bæði Þormóður rammi og Hraðfrystihús Eskifjarð- ar eru með eldri útgáfu. Fyrirtækið hafi einnig verið að þreifa fyrir sér erlendis. „Við eigum 10 manna fyr- irtæki í Færeyjum og erum að stofna fyrirtæki í Kanada. Við höf- um náð samningum við nokkur sjáv- arútvegsfyrirtæki í Kanada sem munu taka kerfið í notkun á þessu ári. Meðal þeirra er Clearwater sem á 12 verksmiðjur, auk skipaútgerð- ar, rekur slipp og söluskrifstofur á 15 stöðum í heiminum svo eitthvað sé talið. Þeir munu taka kerfið í notkun í 4 eða 5 verksmiðjum á þessu ári en stefna að því að taka það í notkun í öllum fyrirtækjum sínum á næstu tveimur til þremur árum.“ Hefur vantað heildarhugsun / hugbúnaði fyrir sjávarútveg Halldór segir að í raun sé ekki að- eins verið að selja fyrirtækjunum kerfið sjálft, heklur einnig ráðgjöf og uppsetningu. „I raun tæknivæðum við hjá fyrirtækjunum allt ferlið. Við seljum þeim strikamerkjaprentara- og lesara og sjálfvirknivæðum þannig allar skráningar. Við setjum ennfremur upp kerfið og tengjum við önnur tæki sem fyrir eru, hvort sem það eru vogir eða flokkarar og setjum upp skráningu fyrh' launa- kerfi,“ segir Halldór. Tölvumyndir kynnti WiseFish- kerfið á sjávarútvegssýningunni í Boston fyrir skemmstu og segja þeir Kári Þór og Halldór viðbrögðin hafa verið vonum framar, enda sé greinileg þörf fyrir heildarlausnir í hugbúnaði fyrir sjávarútveg alls- staðar í heiminum. „Við höfum náð mjög góðum árangri á Islandi og höfum gert okkur grein fyrir að við eigum fyllilega erindi með kerfið á markaðinn erlendis. Miðað við sam- bærilegar lausnir sem verið var að kynna á sýningunni í Boston sýnist okkur að við séum mörgum árum á undan í þróun á þessháttar hugbún- aði. Við höfum orðið varir við að fyr- irtæki eru að leita eftir slíkum lausnum, bæði í Kanada og Banda- ríkjunum, en ekki haft erindi sem erfiði. Við fengum þannig mjög góð viðbrögð á sýningunni í Boston og erum þessa dagana að svara fyrir- spurnum og skipuleggja kynningar. Það hefur vantað heildarhugsun í þróun hugbúnaðar fyrir þennan geira og því eru ekki allir alveg með á nótunum þegar þeir kynna sér kerfið í fyrstu. En um leið og við út- skýrum fyrir mönnum þá möguleika sem kerfið býður upp á þá átta margir sig á því að sum vandamál sem þeir hafa rekið sig á og talið óviðráðanleg þurfa alls ekki að vera tU. Menn eru hrifnir af rekjanleika vörunnar sem kerfið býður upp á og að þurfa aðeins að slá inn upplýs- ingar einu sinni í ferlinu," segja þeir Kári Þór og Halldór. --------------- Mótmæla tillögu um aflakvóta á maknl ÞORSTEINN Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, kynnti á ríkisstjórn- arfundi á þriðjudag mótmæli gegn tillögu Norðaustur-Atlantshafs- fiskveiðinefndarinnar (NEAFC) sem samþykkt var á aukaaðalfundi nefndarinnar 9. febrúar sl. Samkvæmt tillögunni fá íslend- ingar úthlutað 2.000 tonna makríl- kvóta í úthafinu á ári. íslendingar, ásamt Rússum, mótmæltu tillög- unni á fundinum, m.a. vegna þess að í henni er Island ekki viður- kennt sem strandríki. Frestur til að mótmæla tillögunni formlega rennur út í upphafi næsta mánaðar og hefur sjávarútvegsráðherra nú þegar komið mótmælunum á fram- færi. Mótmælunum verður komið á framfæri við aðildan-íki NEAFC og verður ísland því ekki bundið af samþykkt NEAFC um skiptingu makrílkvótans. Rússar hafa einnig mótmælt tillögunni foi-mlega. j VERSLANIR 66°N: SKÚLAGÖTU 51, FAXAFENI 12, AKUREYRI & VESTMANNAEYJUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.