Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 66
66 FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Hundalíf Ferdinand Gjörðu svo vel... sjö smákökur ... Dagarnir líða sannarlega ein fyrir hvern vikudag ... hratt, er það ekki? BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reylgavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hver er þessi Alli? Frá Sigrúnu Þorsteinsdóttir: NÝLEGA hélt Sjálfstæðisflokkur- inn landsfund sinn undir yfirskrift- inni ÁRANGUR FYRIR ALLA. Spaugstofumenn fjölluðu lítillega um þennan Alla sem Sjálfstæðis- flokkurinn vill að nái árangri. Þetta hefur fengið mig og fleiri til þess að reyna að komast til botns í því hver hann er eiginlega þessi Alli. Er hann eitthvað tengdur út- gerð eða kvótabraski? Það gæti verið, allavega hefur Sjálfstæðis- flokkurinn gengið ötullega fram í að vissir menn geti náð gífurlegum árangri á því sviði. Þetta gæti sennilega líka verið einhver Alli innan einhvers stórfyi-h-tækis, eða jafnvel einhver í stóru verslunar- keðjunum. Að minnsta kosti er þetta ekki aldraður maður sem þarf að lifa á ellilífeyrinum einum saman. Ekki heldur þó svo að þessi sami maður hafi unnið fullan vinnudag langa ævi. Því sam- kvæmt kokkabókum Sjálfstæðis- flokksins er ekki einu sinni þörf á því að svoleiðis maður geti náð endum saman í ellinni, hvað þá náð einhverjum umtalsverðum ár- angr-i. Er AIIi kosningabrella? Þetta getur ekki heldur tengst heilbrigðiskerfinu, því þar er það bara niðurskurðarsöngurinn sem ómar sí og æ. Eitthvað annað en þegar landsfundur flokksins var haldinn, þá þurfti ekkert að skera við nögl. Þá voru til nógir peningar til að kaupa upp heilu fréttatímana í fjölmiðlum og vera nánast með fundinn í beinni útsendingu. Ekki vegna þess að Sjálfstæðisflokkur- inn væri kominn út í kosningabar- áttu, því þá hefði jafnræðisregla ríkisfjölmiðla verið brotin, nema ef landsfundir allra flokka væru líka í beinni. Er Alli kona? En núna þegar Davíð formaður hefur um stundarsakir lagt hrokatóninn til hliðar og er farinn að tala í tóni einlægni og trúnaðar væri ekki úr vegi að hann upplýsti hver hann er þessi Alli. Flestir vita að sjálfsögðu að Alli er ekki kona, það liggur auðvitað í augum uppi. Sjálfstæðisflokkminn hefur aldrei haft neinn sérstakan áhuga fyrir því að konur nái árangri, ekki einu sinni innan flokksins, hvað þá í stóru feitu embættunum eins og á ráðherrastóli, eða sem sendiherrar og yfirmenn stóiTa stofnana eins og t.d. Landsvirkjunar. Þekkir biskupinn Alla? Þetta er að verða flókið með hann Alla, alveg áreiðanlega er hann ekki öryrki. Meira að segja biskupinn veit það. Varðandi þjóð- félagslega umræðu hafa kirkjunn- ar menn hingað til ekki fundið neina sérstaka þörf hjá sér til þess að rjúfa hina heilögu þögn sem hefur umlukið þá. En nú er orðið svo greinilegt að öryrkjar ná varla árangri við það eitt að halda lífi, hvað þá að þeir hafi möguleika á einhverju öðru, að jafnvel bisk- upinn rýfur þögnina og krefst ein- hvers árangurs fyrir þeirra hönd. Eg er að velta því fyrir mér hvort Davíð gæti ekki með einhverju móti fengið smá innskot í sjón- varpi, þó að landsfundinum sé lok- ið, og sagt okkur í trúnaðar- og einlægnistóninum. Hver er Alli? SIGRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR, í stjórn Húmanistaflokksins. Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UNDIR- FATALÍNA Kringlunni S.553 7355
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.