Morgunblaðið - 25.03.1999, Síða 66

Morgunblaðið - 25.03.1999, Síða 66
66 FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Hundalíf Ferdinand Gjörðu svo vel... sjö smákökur ... Dagarnir líða sannarlega ein fyrir hvern vikudag ... hratt, er það ekki? BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reylgavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hver er þessi Alli? Frá Sigrúnu Þorsteinsdóttir: NÝLEGA hélt Sjálfstæðisflokkur- inn landsfund sinn undir yfirskrift- inni ÁRANGUR FYRIR ALLA. Spaugstofumenn fjölluðu lítillega um þennan Alla sem Sjálfstæðis- flokkurinn vill að nái árangri. Þetta hefur fengið mig og fleiri til þess að reyna að komast til botns í því hver hann er eiginlega þessi Alli. Er hann eitthvað tengdur út- gerð eða kvótabraski? Það gæti verið, allavega hefur Sjálfstæðis- flokkurinn gengið ötullega fram í að vissir menn geti náð gífurlegum árangri á því sviði. Þetta gæti sennilega líka verið einhver Alli innan einhvers stórfyi-h-tækis, eða jafnvel einhver í stóru verslunar- keðjunum. Að minnsta kosti er þetta ekki aldraður maður sem þarf að lifa á ellilífeyrinum einum saman. Ekki heldur þó svo að þessi sami maður hafi unnið fullan vinnudag langa ævi. Því sam- kvæmt kokkabókum Sjálfstæðis- flokksins er ekki einu sinni þörf á því að svoleiðis maður geti náð endum saman í ellinni, hvað þá náð einhverjum umtalsverðum ár- angr-i. Er AIIi kosningabrella? Þetta getur ekki heldur tengst heilbrigðiskerfinu, því þar er það bara niðurskurðarsöngurinn sem ómar sí og æ. Eitthvað annað en þegar landsfundur flokksins var haldinn, þá þurfti ekkert að skera við nögl. Þá voru til nógir peningar til að kaupa upp heilu fréttatímana í fjölmiðlum og vera nánast með fundinn í beinni útsendingu. Ekki vegna þess að Sjálfstæðisflokkur- inn væri kominn út í kosningabar- áttu, því þá hefði jafnræðisregla ríkisfjölmiðla verið brotin, nema ef landsfundir allra flokka væru líka í beinni. Er Alli kona? En núna þegar Davíð formaður hefur um stundarsakir lagt hrokatóninn til hliðar og er farinn að tala í tóni einlægni og trúnaðar væri ekki úr vegi að hann upplýsti hver hann er þessi Alli. Flestir vita að sjálfsögðu að Alli er ekki kona, það liggur auðvitað í augum uppi. Sjálfstæðisflokkminn hefur aldrei haft neinn sérstakan áhuga fyrir því að konur nái árangri, ekki einu sinni innan flokksins, hvað þá í stóru feitu embættunum eins og á ráðherrastóli, eða sem sendiherrar og yfirmenn stóiTa stofnana eins og t.d. Landsvirkjunar. Þekkir biskupinn Alla? Þetta er að verða flókið með hann Alla, alveg áreiðanlega er hann ekki öryrki. Meira að segja biskupinn veit það. Varðandi þjóð- félagslega umræðu hafa kirkjunn- ar menn hingað til ekki fundið neina sérstaka þörf hjá sér til þess að rjúfa hina heilögu þögn sem hefur umlukið þá. En nú er orðið svo greinilegt að öryrkjar ná varla árangri við það eitt að halda lífi, hvað þá að þeir hafi möguleika á einhverju öðru, að jafnvel bisk- upinn rýfur þögnina og krefst ein- hvers árangurs fyrir þeirra hönd. Eg er að velta því fyrir mér hvort Davíð gæti ekki með einhverju móti fengið smá innskot í sjón- varpi, þó að landsfundinum sé lok- ið, og sagt okkur í trúnaðar- og einlægnistóninum. Hver er Alli? SIGRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR, í stjórn Húmanistaflokksins. Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UNDIR- FATALÍNA Kringlunni S.553 7355

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.