Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 52
-*2 FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ný upplýsingaröld UPPLÝSINGASAMFÉLAG og upplýsingatækni. Þessi tvö orð fá sífellt meira vægi í almennri um- ræðu. Almenn þekking, ný tækni og tækjabúnaður hafa leitt af sér aukið flæði upplýsinga án landamæra um alla heimsbyggðina. Því er rétt að staldra við og hyggja að nokkrum grundvallaratriðum varðandi hið nýja sam- félag, upplýsingasam- .íélagið. Allt frá því að mönn- um datt í hug að þeir þyrftu ekki endilega að muna allt sem þeir yrðu vitni að hefur samskiptatæknin verið að þróast. Hér á Is- landi voru á þjóðveld- isöld til svonefndir lög- sögumenn sem geymdu lögin í höfðinu og fluttu þau fyrir þingheim. Þannig voru þeir eins konar miðlægir gagna- grunnar síns tíma! Hér ristu menn líka rúnir fyrst í stað en duttu svo niður á það snjallræði að taka upp annað stafróf og rjóða því með "’íortulyngsbleki á skinn, svokallað bókfell, til þess að miðla upplýsing- um milli manna og kynslóða. Þessi aðferð hefur haldist óbreytt fram til dagsins í dag, við tökum okkur skriffæri í hönd en notum pappír í staðinn fyrir skinn sem er reyndar gömul uppfínning líka. Ósköp venjuiegt ijall! En íslendingar voru þá og eru enn afar framsýnir. Þeir hafa gegnum aldirnar gert sér grein >y!ýrir gildi menningarverðmæta þótt nokkrar aldir framfarafá- tæktar hafi liðið frá gullöld bók- fellsins til upplýsingaraldar sem stóð yfir einhvern tíma á árabilinu 1750-1840 en erfítt er að afmarka tímabilið nákvæm- lega. Sú stefna í bók- menntum og menn- ingu hefur einnig ver- ið nefnd fræðslu- stefna. Þá var prent- verkið komið til ís- lands fyrir tveimur öldum, en prentsmiðja mun fyrst hafa verið flutt hingað á árabil- inu frá 1525-1535, og menn voru farnir að gera sér grein fyrir mætti prenttækninn- ar fyrir upplýsinga- miðlun til almennings. Það gat nefnilega komið sér vel að land- inn væri upplýstur og vel að sér. Það vissu framsýnir menn eins og Magnús Stephensen landsyfírétt- ardómari og einvaldur yfir ís- lensku prentverki á tímum upp- lýsingastefnunnar en hann var öt- ull við alls kyns útgáfu prentaðs efnis fyrir almenning. Ég læt les- endum eftir að velta vöngum um það af hverju mér dettur Björn Bjarnason í hug þegar nafn Magn- úsar Stephensens ber á góma. Og núna, 150 árum eftir að upp- lýsingaröld hin fyrri leið undir lok er að renna upp ný upplýsingaröld sem um margt minnir á aðstæður þeirra sem fremstir fóru fyrir upp- lýsingarstefnu 18. aldar. Þar má til dæmis nefna Eggert Olafsson og Bjarna Pálsson sem klifruðu upp á Heklu og komust að því að þar Samskiptatækni Allt frá því að mönnum datt í hug að þeir þyrftu ekki endilega að muna allt sem þeir yrðu vitni að, segír Jóhann Guðni Reynis- son, hefur samskipta- tæknin verið að þróast. voru alls ekki dymar að helvíti! Landsmenn óttuðust mjög þetta hræðilega fjall þar til gengið hafði verið úr skugga um að það væri bara ósköp venjulegt fjall sem ástæðulaust væri að hræðast nema það hreinlega spryngi í loft upp með tilheyrandi hrauneðju. Hvað er upplýsingatækni? Mér virðast aðstæður vera aðrar nú en að sumu leyti sambærilegar. Nema nú eru það tölvurnar. Um nokkurra ára skeið hefur þorri landsmanna litið fyrirbærið hom- auga og frekar forðast að efna til náinna tengsla við þessar hræði- legu vélar sem gera varla annað en segja manni að maður hafi enn einu sinni gert eitthvað vitlaust eða stýrikerfíð hrynji með tilheyrandi upplýsingaeðju. En með tíð og tíma hefur komið á daginn að tölv- an er hinn þarfasti þjónn og allrar athygli verð enda hefur átt sér stað gífurleg þróun og notendaviðmótið er allt annað en það var fyrir fáum ámm. Jóhann Guðni Reynisson Sífellt fleiri íslendingar hafa að- gang að tölvu og þeim fjölgar einnig með hverjum deginum sem hafa aðgang að Netinu. Og þá er- um við komin að kjarna málsins. Nú er að renna upp ný öld upplýs- ingar og þar er tískuorðið upplýs- ingatækni. Þetta er afar „fljót- andi“ orð og ekki alltaf auðvelt að útskýra nákvæmlega hvað átt er við með upplýsingatækni. Orðið er í nútímamáli og samkvæmt al- mennum skilningi nátengt tölvum, bæði vélbúnaði og forritum, og upplýsingakerfín em nánast ótelj- andi. En hvað er þá upplýsinga- tækni? Samkvæmt skilgreiningu í Tölvuorðasafni Skýrslutæknifé- lags Islands segir að upplýsinga- tækni sé „það að beita viðeigandi tækni við gagnavinnslu. Með tækni er átt við tölvutækni, fjar- skiptatækni og rafeindatækni.“ Gott og vel. Þetta er hin nýja skil- greining. En var það ekki aukin upplýs- ingatækni sem menn beittu þegar þeir skrifuðu fyrstu orðin á skinn til að miðla upplýsingum og geyma? Var það ekki aukin upplýs- ingatækni þegar menn fóm að prenta stafina og fjölfalda þannig upplýsingamar? Var það ekki auk- in upplýsingatækni þegar menn höfðu samskipti um síma? Var það ekki aukin upplýsingatækni þegar útsendingar útvarps hófust? Var það ekki aukin upplýsingatækni þegar sjónvarpsútsendingar hóf- ust? Svarið við þessum spurning- um hlýtur að vera , jú“. Þannig em síðari tíma viðbætur í upplýsinga- tækni fyrirbæri eins og tölvan, textavarpið, flutningur myndar og hljóðs gegnum símalínur og svo mætti áfram telja. Hið nýja orð, upplýsingatækni, lýsir þessari þró- un samkvæmt skilgreindri merk- ingu og varðar í raun fjölmörg ný svið í þróun hug- og vélbúnaðar til gagnavinnslu. Goðsagnakennd tækifæri Þannig er upplýsingatækni ekk- ert ógurlega flókið fyrirbæri þegar orðið er sett í sögulegt samhengi. Orðið felur einfaldlega í sér alla möguleika á miðlun upplýsinga af öllu tagi. Það em hins vegar nýir möguleikar tengdir tölvunni sem skapa gmndvöll að þeirri byltingu sem nú er að verða á þessu sviði. Netið með öllum sínum möguleik- um hefur fært okkur inn á nýjar víddir samskipta. Og það er einmitt þessi nýja tæknf sem skap- ar gmndvöll fyrir nýja upplýsing- aröld. Sérstakir einkareknir skólar hafa sérhæft sig í menntun á sviði tölvumála, ekki síst notkun og eig- inleikum Netsins. Einnig verður aukin vitund um nauðsyn þess að gmnnskólabörn fái mikla og mark- vissa þjálfun í tölvunotkun til þess að nú er sérstaklega hugað að því að skólar landsins séu vel búnir tölvukosti. Niðurstaðan er því sú að sífellt fleiri komast á þann Heklutind sem nútímaleg upplýsingatækni óum- deilanlega felur í sér, þ.e. að til- einka sér nýjungamar og nýta sér þær við menntun, leik og starf. Því af þeim Heklutindi er stórfengleg sýn til allra átta, um allan heiminn, sem minnir merkilega mikið á Hliðskjálf Óðins, hásætið í Valhöll hvaðan hann sá „of veröld alla“ eins og segir í Eddu Snorra Sturlu- sonar. Og því fleiri sem príla á þennan tind og taka úr sér hroll- inn, því betur eram við í stakk búin til að takast á við nýja öld goðsagn- arkenndra tækifæra: Nýja upplýs- ingaröld! Höfundur er forstöðumaður upplýs- ingadeildar Hafnarfjarðarbæjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.