Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ NÝLEGA kom út skýrsla Þjóðhagsstofn- unar um ástandið í efnahagsmálum. Þar er meðal annars endur- skoðuð hagvaxtarspá fyrir yfirstandandi ár. Hagvöxtur á þessu ári er nú áætlaður 4,8% en fyrri spá var 5%. Þar sem landsframleiðslan er yfir 600 milljarðar kr. skiptir slík spá miklu máli í hagstjórn. Lokaði fjái'lögum með bjartsýnisspá Þetta endurmat til lækkunar á hins vegar sérkennilega forsögu. Þegar fjár- lagafrumvarpið var lagt fram í októ- ber á síðasta ári var gert ráð fyrir 4,6% hagvexti á næsta ári. Það er venja fyrir þriðju umræðu fjárlaga að endurmeta tekjuáætlun ríkisins fyrir næsta ár og endurskoða hag- vaxtarspá. Þá kom frá Þjóðhags- stofnun álit um að í stað 4,6% hag- vaxtar á árinu 1999 skyldi gera ráð fyrir 5% hagvexti. Eg vakti strax a1> hygli á þessu í umræðu um fjárlögin og benti m.a. á að flestar þjóðir voni á þessum tíma að endurskoða hag- vaxtarspár sínar til lækkunar. Þetta enduimat til hækkunar virtist því að mínu mati ekki byggt á traustum grunni. Hinn nýorðni fjármálaráð- herra Geir Haarde svaraði þá litiu. Geir þolir illa gagnrýni Geir Haarde skrifar nú grein í Morgunblaðið 20. mars sl. um þjóð- hagsspána og gerir ekkert úr frávikum í henni og er mjög ósátt- ur við gagnrýni mína á efnahagsstefnu stjóm- arinnar. Endurmat Þjóðhagsstofnunar í desember leiddi þó til þess að tekjur ríkisins vora áætlaðar tæpum 2 milijörðum meiri vegna meiri hagvaxtar og aukinna umsvifa í efna- hagslífinu eins og fram kemur í nefndarálitum þingnefnda frá þessum tíma. Fjárlögin vora síðan afgreidd með rúmlega tveggja millj- arða króna afgangi. Þessi breyting í desember skipti því miklu máli ólíkt því sem Geir heldur fram í grein- inni. Ríkisstjómin lagði mikla áherslu á hversu traust fjármálastjómin væri og áhyggjur væru því ástæðu- lausar. Nú er annað komið á daginn. Aðeins þremur mánuðum síðar lækkar Þjóðhagsstofnun spána. Það er kristaltært að bjartsýnisspá Þjóðhagsstofnunar í desember gerði Geir Haarde kleift að loka fjárlögunum með nokkram hagnaði. Það er hins vegar ómögulegt að segja til um hvort fjárlögin riðlast vegna þessa einfaldlega vegna þess hve ónákvæmt þetta mat er og fleiri þættir hafa þarna áhrif. Sérfræðingar hafa áhyggjur Það era fleiri aðvörunarorð í efnahagsmálum sem Geir Haarde Fjármálastjórn * I skýrslu Þjóðhags- stofnunar nú er talað um hættu á verðbólgu, segir Agúst Einarsson. Goðsögnin um trausta fjármálastjórn ríkis- stjórnarinnar á ekki við rök að styðjast. lætur fram hjá sér fara eins og sést vel á grein hans í Morgunblaðinu. Hin nýja skýrsla Þjóðhagsstofnun- ar vekur athygli á miklum við- skiptahalla, aukningu erlendra skulda og þensluhættu. Þetta era allt atriði sem ég hef bent á áður í umræðu um efnahagsmál. Það er hægt að leiða fram fleiri vitni. Sérfræðingar OECD vöraðu í haust við hættu á þenslu. Vitaskuld er þó uppsveifla í hagkerfinu og meiri en hjá flestum nági-annaríkj- unum. Astæður fyrir þessu era m.a. hátt verð á sjávarafurðum og mjög lágt olíuverð. Gagnrýni mín á efna- hagsstefnu ríkisstjórnarinnar er ekki einungis vegna þess að ég telji áherslur hennar rangar en slíkt er vitaskuld oft háð pólitísku mati heldur tel ég andvaraleysi hennar varhugavert. Það var ekkert mark tekið á varnaðarorðum sérfræðinga OECD í haust. Sérfræðingar Seðlabankans vör- uðu einnig við þenslumerkjum í haustskýrslu sinni og töldu að út- lánaaukning bankanna væri sér- stakt áhyggjuefni vegna hættu á verðbólgu. Þegar ég spurði forsæt- isráðherra á Alþingi um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við varnaðarorð- um Seðlabankans kvað hann allt vera í góðu lagi. I skýrslu Þjóðahagsstofnunar nú er talað um hættu á verðbólgu, nokkuð sem ég hef varað við undan- farna mánuði. Goðsögnin um trausta fjármálastjórn ríkisstjórn- arinnar á ekki við rök að styðjast. Margir veikleikar í hagstjórninni Það era margs konar veikleikar í hagstjórninni. Viðskiptahalli þessa og síðasta árs er yfir 60 milljarðar og hefur aldrei verið hærri. Erlend- ar skuldir Islendinga era að aukast. Skuldir heimilanna hafa stóraukist eða um 50 milljarða á síðasta ári. Skuldir sveitarfélaganna aukast. Sparnaður er hættulega lítill. Fjárfestingar hafa fram að síðasta ári verið langt undir því sem er í ná- grannalöndunum. Verð á sjávaraf- urðum er að lækka, t.d. á mjöli og lýsi, sem er mjög fljótt að hafa áhrif í sjávarútvegi. Mismunur milli þegnanna hefur aukist. Afgangur fjárlaga var ekki ein- ungis tryggðui' með bjartsýnni hag- vaxtarspá heldur er sala eigna ríkis- ins orðið umfangsmikið tekjuöflun- artæki. I ár verða eignir ríkisins seldar fyrir 8 milljarða. Eignir verða hins vegar ekki seldar nema einu sinni. Geir stingur höfðinu í sandinn Geir Haarde segir í gi-eininni í Morgunblaðinu að efnahagsmál á íslandi séu mjög traust. Hann skellir skolleyi'um við ýmsum hættumerkjum sem hér eru rakin og margir sérfræðingar benda á. Eg er ekki að gera lítið úr þeim ________________UMRÆÐAN Geir Haarde fellur á fyrsta prófínu Ágúst Einarsson hagvexti sem ríkt hefur undanfarin ár. Ég fagna sérstaklega þeirri framleiðniaukningu í atvinnulífinu sem ég hef talið að væri í gangi og er nú staðfest í skýrslu Þjóðhags- stofnunar. Vitaskuld átti að nota tækifæri uppsveiflunnar og gera kerfisbreyt- ingar í sjávarútvegi og landbúnaði, auka rannsóknh- og þróun og styrkja menntakerfið stórlega. Ekkert af þessu hefur verið gert. Þessi ríkisstjóm hefur því alls ekki haft góða stjórn á málum en bjarg- ast vegna uppsveiflunnar sem nú er að síga á seinni hlutann að mati Þjóðhagsstofnunar. Geir kýs að bregða _upp glans- mynd af efnahagsmálum nú og næstu missera. Það er rangt mat og hann er að blekkja kjósendur. Reynslan mun leiða í ljós að næsta ríkisstjóm mun þurfa að grípa til annarra aðgerða en þessi hefur fylgt til að málin fari ekki úr bönd- unum. Morgunblaðið styður mig! Meira að segja Morgunblaðið, sem er hallt undir nýja fjármálaráð- herrann og ríkisstjórn hans, sér ástæðu til þess í leiðara 18. mars að vara fólk við. I leiðaranum segir m.a.: „Viðvaranir Þjóðhagsstofnun- ar, Seðlabanka og annarra sér- fróðra aðila verður þó að taka alvar- lega. Það má ekki gerast að efna- hagsleg velsæld landsmanna brenni upp í nýrri verðbólguskriðu. Það er hlutverk ríkisstjórnar og fjáimála- yfirvalda að sjá til þess að það ger- ist ekki.“ Það eru einmitt svona viðvaranir sem ég hef haft á orði um nokkra hríð. Geir Haarde tekur ekki á þessu. Nýi fjármálaráðherrann hef- ur ekki verið lengi í starfi en hann hefur þó þegar fallið á fyrsta próf- inu sínu. Höfundur er alþingisinaður Sanifylkingarinnar. § Suðurveldið - HafnarQörður - Suðurnes - Suðurland MIKLAR breytingar hafa orðið síðustu ára- tugi hvað varðar dreif- ingu byggðar um land- ið. Um 60% þjóðarinn- ar búa á höfuðborgar- svæðinu. Mig langar hér að velta upp stöðu sveitarfélaganna sunn- an Reykjavíkur við þau skilyrði sem upp eru komin. Höfuðborgar- svæðið teygir sig í raun frá Kjalarnesi að Straumsvík. Reykjavík hefur langsterkasta stöðu innan svæðisins, bæði vegna stærðar sinnar og þá ekki síður sem eini seljandi hita og rafmagns til notenda. Við slíkar aðstæður má segja að t.d. Hafnarfjörður standi á tímamótum. Þróun alls staðar í heiminum sýnir að hverfi í útjaðri stórborga þróast gjaman í að verða „svefnbæir" þar sem atvinnustarf- semi er lítil og tekjur sveitarfélags- ins því takmarkaðar. Spyrja má hvort sú þróun sé ekki þegar hafin. Sveitarstjómir þurfa að vera sér meðvitandi um hvert stefni. Hafn- firðingar standa í raun á krossgöt- um. Leiðimar era jafnvel ekki nema tvær. Að halla sér til norðurs Með athafnaleysi væri mörkuð sú stefna að láta Hafnarfjörð síga norður til náðar Reykjavíkur og leyfa þannig bæjarfélaginu að þróast í rólegan svefnbæ. Nú kann sú leið að vera fýsileg fyr- ir einhverja en vissu- lega mun hún setja mark sitt á bæjarbrag- inn og þá ekki síður tekjur sveitarfélagsins eða atvinnulíf. Til lengri tíma litið má segja að Hafnarfjörður rynni þannig saman við höfuðborgina og yrði henni háður að flestu leyti. Grun hef ég um að Hafnfirðingar hafi meiri metnað en svo. Sókn til suðurs Önnur leið er sú að snúa sér af krafti til suðurs og blása til sóknar í atvinnulífi. Með því móti er leitast við að efla sjálfstæði Hafnarfjarðar og styrkja þann brag sem margir kjósa að finna í bæ sínum. En hvað þarf til að skapa kröftugt atvinnu- líf? Auk almennra skilyrða, s.s. Hjálmar Árnason vörulistinn Ármúla 17a, sími 588 1980. ■ Stjörnuspá á Netinu mbl.is -/\LLTAf= e/TTHXSAÐ NÝTT Samgöngur Til þess að koma mál- inu á rekspöl telur Hjálmar Arnason eðli- legt að fulltrúar at- vinnulífs, sveitarstjórna og fjármálastofnana á svæðinu myndi með sér félag um „Suðurveldið“. efnahagslegs stöðugleika og góðs rekstraramhverfis þarf mannauð, orku, samgöngur og hafnir. Full- yrða má að allir þessir þættir séu til staðar í og sunnan við Hafnarfjörð. Sé litið á svæði sem nær frá Hafn- arfirði austur að Þorlákshöfn og Ölfusi og áfram vestur eftir Reykja- nesskaga má segja að þar blasi möguleikamir við. Spumingin er sú: Hvernig má nýta þá möguleika? Reykjanesskaginn frá Svartsengi yfir í Trölladyngju og á Krísuvíkur- svæðið hreinlega ólgar af vistvænni orku. Frá Þorlákshöfn meðfram strandlengjunni í Hafnarfjörð eru hvorki meira né minna en níu hafn- ir, auk Keflavíkurflugvallar. Fjórir fiskmarkaðir era á svæðinu, öflug hitaveita og raforkuver (HS), eitt álver og að öllum líkindum mun rísa magnesíumverksmiðja. Á þessum hring era nokkrar náttúraperlur, sögufrægir staðir og eftirsótt ferða- mannasvæði. Á svæðinu eru fjórir framhaldsskólar og a.m.k. þrjú at- vinnuþróunarfélög. Þarna liggja tækifærin og þau þarf að nýta. Öflugt suðurveldi Ýmislegt þarf að gerast svo nýta megi sóknarfærin. Mikilvægt skref hefur verið stigið með viðræðum sveitarstjórnarmanna í Kópavogi, Garðabæ, Bessastaðahreppi og Hafnarfirði við fulltrúa Hitaveitu Suðumesja. Ganga þær viðræður út á samstarf í orkumálum enda HS með langa og farsæla reynslu af slíku starfi. Þarna gæti skapast svigrúm til samkeppni við hið ágæta og öfluga fyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Slík samkeppni kæmi öllum aðilum vel þegar upp er stað- ið. Verði magnesíumverksmiðja að veraleika munu verða ákveðin tíma- mót í atvinnulifi landsmanna því úr- vinnsla á magnesíum er talin hag- kvæmust meðan efnið er enn fljót- andi (dýrt að hita það upp aftur). Hins vegar má flytja fljótandi magnesíum allt að 3 klst. í tankbíl- um frá verksmiðju án þess að spilla eiginleikum þess til úrvinnslu. Þessi léttmálmur er eftirsóttur af bílaiðn- aðinum vegna styrkleika síns og léttleika. Rétt er og að benda á að magnesíum og ál er gjaman notað í blöndu. Má sjá hvílikir möguleikar era þarna til staðar fyrir nýsköpun í atvinnulífi og verðmætasköpun. Gangi áætlanir um vetnisvæðingu eftir þarf orku til framleiðslu þess. Gufuaflið á Reykjanesskaganum á eftir að verða mikils virði í þeim efnum. Drjúgur hluti af afla lands- mann berst að landi á umræddu svæði. Með nýsköpun og samstarfi aðila má lyfta grettistaki á sviði fiskvinnslu enda margar athyglis- verðar nýjungar á því sviði nú þeg- ar í þróun. Með samstilltu átaki má blása til mikillar sóknar í ferðaþjón- ustu á hringnum með Hafnarfjörð, Krísuvík, Suðurstrandaiveginn, Bláa lónið, hvalaskoðun, Eldvörp, Garðskagavita, fræðasetrið í Sand- . gerði o.s.frv., að ekki sé minnst á gönguleiðina frá Reykjanestá að Þingvöllum. Ég tel Skagann sem i ferðaperlu mjög svo vannýtta auð- lind þrátt fyrir þá staðreynd að flestir ef ekki alhr ferðamenn fara þarna um. Þannig koma mjög marg- ir ferðamenn til Suðurnesja og höf- uðborgarinnar í stuttan stans og gætu vel hugsað sér að skreppa í stuttar en óvenjulegar ferðir. Og sannarlega má bjóða upp á slíkar s ferðir. Samstillt átak Til þess að koma málinu á rek- spöl tel ég eðlilegt að fulltrúar at- vinnulífs, sveitarstjóma og fjár- málastofnana á svæðinu myndi með sér félag um „Suðurveldið". Hlut- verk þess félags væri m.a. að setja markmið um þau tækifæri sem fyrir hendi eru á hinum ólíku sviðum og leita leiða til að ná þeim markmið- um. Mikilvægur þáttur í því væri að koma upp öflugum nýsköpunar- og áhættusjóði með sameiningu þeirra atvinnuþróunarfélaga sem fyrir eru, ásamt viðbót frá sveitarfélögum, at- vinnulífi og Nýsköpunarsjóði. Ekki teldi ég óeðlilegt að mynda þannig pott með einum milljarði króna til fjárfestinga í nýsköpun á svæðinu. Átak þarf að vinna í sam- göngum. Flýta þarf tvöfóldun Reykjanesbrautar (enda kostar hún : mannslíf á hverju ári), leggja Suð- urstrandarveg, Krísuvíkurleið og Osabotnaveg. Þannig væra sam- göngur um svæðið orðnar góðar og sköpuðu grundvöll að öflugu sam- starfi. Ég leyfi mér að fullyrða að með slíku samstarfi væri mynduð kröft- ug atvinnuheild Suðurveldisins sem teygði sig frá Suðurnesjum um Hafnarfjörð og austur í Ölfus. Jafn- vel gæti áhrifa þessa svæðis gætt til Kópavogs og Garðabæjar. Segja má að þetta sé útfærsla á byggða- stefnu. Höfundiir er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.