Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 39
UMRÆÐAN
Sturla
Böðvarsson
hefur menntamálaráðherra leitt öfl-
ugt átak við að nýta upplýsinga-
tæknina í skólastarfí. í fjárlögum
þessa árs eru verulegir fjármunir
settir til þess að nýta upplýsinga-
tæknina, einkum með því að auka
fjarkennslu. Fyrir því er vaxandi
skilningur að nýta eigi tölvutæknina
til þess að efla og auka námsfram-
boð um allt land. Forsenda þeirra
aðgerða er að auka fjánnuni til
þessa mikilvæga verkefnis og þjálfa
kennara og nemendur í því að not-
færa sér þá möguleika sem fjarnám
veitir.
Fjárveitingar til uppbyggingar
tölvukerfa
Meirihluti fjárlaganefndar hafði
um það forystu að leggja verulegar
fjárhæðir til menntastofnana sem
þær mættu nýta við að efla fjar-
kennslu og bjóða upp á nýja kosti
símenntunar. Með auknum fjár-
munum til þessa þáttar mennta-
kerfísins eru skapaðir möguleikar
til þess að koma upp tæknibúnaði,
fjárfesta í hugbúnaði, kosta skipu-
lagningu fjarkennslu, kosta náms-
gagnagerð fyrir fjarkennslu og
þjálfa kennara er sinni eingöngu
kennslu um tölvukerfi.
Á mjög fjölmennri ráðstefnu sem
haldin var í Menntaskólanum í
Kópavogi um upplýsingatækni í
skólastarfí kom fram áhugi á þeirri
stefnumörkun sem menntamálaráð-
herra hefur staðið fyrir. Ráðstefnan
var kynnt á netinu, auk þess sem
lesa má setningarræðu mennta-
málaráðherra á heimasíðu hans.
Þar gerir hann grein fyrir afstöðu
sinni til þessara mikilvægu mála.
Símenntunarmiðstöðvar, fjar-
kennsla og ný skólastefna
Á Vesturlandi hefur verið stofnuð
Símenntunarmiðstöð að frumkvæði
Létt, tæknileg
og full af nýjungum
Öllum ber saman um
það, segir Sturla
Böðvarsson, að
fjarkennsla skapar
mikla möguleika fyrir
þá sem búa í hinum
dreifðu byggðum.
Framfarir í menntamálum
ganga sjaldan hljóðalaust fyrir sig.
Á þessu kjörtímabili og því síðasta
hafa orðið miklar breytingar í
menntamálum þjóðarinnar undir
forystu sjálfstæðismanna í stóli
menntamálaráðherra. Um þessar
mundir er unnið að sérstöku verk-
efni í samstarfi menntamálaráðu-
neytis og Eyrarsveitar. Það felur í
sér að bjóða nemendum í Grundar-
firði aðgang að fjarkennslu, en þar
er ekki framhaldsskóli. Ekki fer á
milli mála að um er að ræða mjög
áhugavert frumkvöðlaverkefni
sem gæti stuðlað að því að nem-
endur gætu dvalið í heimabyggð
lengur en ella og notið náms í
framhaldsskóla úr sinni heima-
byggð með hjálp fjarkennslu.
Þarna er á ferðinni einstakt verk-
efni sem ástæða er til að fylgjast
með og veita allan þann stuðning
sem vert er. Aukin tækifæri til
menntunar með fjarkennslu er
vissulega byggðamál.
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi.
Skeifunni 19 - S. 568 1 71 7
Vor- og sumarlínan er komin
Arrow Rock Anorakkur kr. 6.990. • Convertible buxur kr. 5.990. • Elkhorn skyrta kr. 4.490. • Elkhorn stuttbuxur kr. 3.990.
Slate-Slide sandalar kr. 6.990. • Snake River skór kr. 7.990.-
Aukin fjarkennsla er
mikilvægt byggðamál
Á MÁLÞINGI um búsetu á ís-
landi, sem Háskóli Islands stóð fyr-
ir, kom fram í setningarræðu Páls
Skúlasonar rektors að Háskóli Is-
lands hyggist stofna til miðstöðvar
fjarkennslu og landsbyggðar-
tengsla. Ástæða er til þess að fagna
þessari ákvörðun sem sýnir að Há-
skóli Islands er að vakna til vitund-
ar um skyldur sínar gagnvart lands-
byggðinni og Páll Skúlason rektor
hefur tekið af skarið í málinu innan
Háskólans.
Skýr vilji til aukinnar
fjarkennslu
Öllum ber saman um það að fjar-
kennsla skapar mikla möguleika
fyrir þá sem búa í hinum dreifðu
byggðum. Allt þetta kjörtímabil
Atvinnuráðgjafar Vesturlands sem
starfar á vegum Samtaka sveitarfé-
laga á Vesturlandi. Auk Atvinnu-
ráðgjafar hafa Samvinnuháskólinn
á Bifröst, Bændaskólinn á Hvann-
eyri og Framhaldsskóli Vesturlands
unnið að málinu. Forsenda þess
rekstrar er, eins og í flestu öðru,
fjármagn til starfseminnar. Til þess
að koma símenntunar- og fjar-
kennslumiðstöðvum á legg var sér-
stök fjárveiting veitt til þeirra og er
gert ráð fyrir því að gerðir verði
samningar milli þeirra og mennta-
málaráðuneytisins þar sem verkefn-
in verði skilgreind og skýrð. Til Sí-
menntunarmiðstöðvar á Vestur-
landi voru veittar sjö milljónir
króna á fjárlögum og er þess að
vænta að það verði til þess að koma
þessu mikilvæga byggðamáli vel af
stað. Aðrar menntastofnanir fengu
einnig framlög, auk þess sem
menntamálaráðuneytið hefur auð-
vitað fjármuni til þess að koma í
framkvæmd nýrri skólastefnu sem
verið er að hrinda í framkvæmd um
land allt.
Gert Boyle
stjórnarformaður Columbia
mbl.is
Menntun