Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 5%k. Takmarkað verður hversu mikið einstakir aðilar geta leigt af aflaheimildum við slík uppboð og þess jafnframt gætt að tilLit sé tekið til byggðarlaga sem höllum fæti standa vegna skorts á aflaheimildum. Á meðan þessi aðlögunartími varir skal sérstaklega gætt að stöóu báta- og smábátaútgeróar. Öflugur landbúnaður er ein af meginstoðum byggðar í landinu. Samfylkingin vitl hefja sókn til endurreisnar íslenskum landbúnaði. Á gildistíma núgildandi búvöru- samninga skaL nota svigrúmið til að vinna að heilbrigóu samræmi miLli framleiðsLu og markaðar, auka vistvæna og lífræna framLeiðslu, efla búgreinar eins og garðyrkju, ylrækt, skógrækt og feróaþjónustu, styrkja mennta- og rannsóknastofnanir landbúnaðar og auka samráð milLi ríkisvalds, sveitarfélaga, bænda og neytenda um landbúnaðarmál. Samfylkingin vill að ísLendingar verði öðrum þjóðum fordæmi í umgengni við landið og auðlindirnar. Hún leggur áherslu á vernd ósnortinna víðerna landsins, minja og landslags, fjölgun þjóðgarða, almannarétt og aLþjóðlegar skuldbindingar á sviði náttúruverndar. Vió skipulag og stjórn háLendisins verði náttúruvernd höfð að LeióarLjósi og aógangur almennings að skipu- LagstiLlögum tryggður. Sérstakt átak veróur gert í að vinna gegn mengun hafsins, m.a. með aukinni baráttu gegn Lífrænum, þrávirkum efnum. SamfyLkingin vill að mat á umhverfisáhrifum fram- kvæmda, sem geta haft veruleg áhrif á náttúrufar og landnotkun, sé meginregLa. Hún viLlað íslendingar undirriti Kyoto-bókunina um losun gróðurhúsa- Lofttegunda. Einnig að settverði heiLdarlöggjöf um vernd og nýtingu tifrænna auðLinda og geró framkvæmdaáætlun um verndun og nýtingu þeirra á grundvelLi Ríó-samningsins. Nýsettum lögum um rannsóknir og eignarhald á auðlindum í jörðu ber að breyta til að tryggja þjóóareign á sameiginlegum auðlindum og móta sjáLfbæra orkustefnu með forgangsröðun um nýtingu og verndun vatnsfalLa og jarðhitasvæða. Traust byggð í landinu Þróun búsetu á íslandi á síðustu árum er ekki landsbyggðarvandi, hetdur þjóðarvandi. Það eru mannréttindi að mati Samfylkingarinnar að fólk njóti tiLtekinnar grunnþjónustu af hálfu samfétagsins hvar sem það býr á Landinu. Orsaka búsetuþróunar er m.a. aó leita í stjórnvaLdsaðgerðum. Þeirri stefnu verður að breyta með markvissum aðgerðum. Samfylkingin vilLtreysta byggó i landinu með átaki í samgöngumálum, sem miði að öflugum byggðakjörnum og stærri atvinnusvæóum, jafna búsetuskilyrði, auka opinbera þjónustu, byggja upp menntastofnanir og auka stuðning við menningarstarfsemi. Einnig verður að tryggja að stjórnkerfi fiskveiða og skipuLag landbúnaðar treysti undirstöður byggðar í landinu. Almannatryggingakerfió á að taka þáttí að greiða kostnað sem fólk þarf að bera þegar það þarf að leita lækninga fjarri heimabyggð. Ennfremur verður að draga verulega úr þeim kostnaði sem nemendur bera af því að sækja sér menntun fjarri heimabyggð, m.a. meó breytingum á lögum um lánasjóð námsmanna. Jafnframt verður að tryggja með löggjöf að stjórnkerfið allt sé meðvitað um hvaða áhrif aðgerðir þess og ákvarðanir hafa á byggðaþróun. Við mótun byggðastefnu og ákvarðanir sem áhrif hafa á byggðaþróun, er mikilvægt að frumkvæði heimamanna ráði för og náið samráð sé haft við sveitarstjórnir. 'naðar Abyrg fjármálastjórn Stefna SamfyLkingarinnar í ríkisfjármálum er ábyrg og framsýn. Efnahagsstefna hennar miöar að hagvexti og stöðugleika sem gefur svigrúm til betri lífskjara og jafnari tekjudreifingar. Hún á að tryggja lága verðbólgu, stöðugt gengi, lága vexti og hallalausan rekstur ríkissjóðs. Þetta er grundvöLLur framþróunar f atvinnulífi og bættra Lífskjara almennings. Þetta er einnig grundvölLur öflugs veLferðarkerfis þar sem fólk á rétt á þjónustu. SamfyLkingin vill endurskoða tekjuöflunar- kerfi ríkisins og gera tekjuskattskerfið að raunverulegu tæki tiltekjujöfnunar. Hún vilL taka upp fjölþrepa tekjuskattskerfi þar sem skatthlutfalL Lækkar eftir því sem tekjur lækka og setja heildarlöggjöf um umhverfis- og mengunarskatta. Samfylkingin vill breyta lögum um fjármagnstekjuskatt þannig að sett verði frítekjumark á vaxtatekjur, en þær og aðrar fjármagnstekjur umfram það verði meðhöndlaðar eins og atvinnutekjur. SamfyLkingin vitl bæta stöðu barnafóLks verulega með hækkun ótekju- tengdra barnabóta og heimila foreldrum að nota ónýttan persónuafsLátt barna að 18 ára aLdri. Ennfremur aó dregið verði veruLega úr jaðarskatta- áhrifum, sérstaklega hvað varðar áhrif tekjutengingar á trygginga- og bótagreiðslur. HúsaLeigubætur skulu vera skattfrjálsar. Virkt lýðræði Samfylkingin teLur brýnt að auknir séu möguleikar einstakLinga til aó hafa áhrif á samfélag sitt og veita stjórnvöLdum eðliLegt aðhald. í síbreytilegu samfélagi er nauðsynlegt að stjórnkerfið sé opið og gagnsætt. Mikilvægt erað einstaklingar hafi aðgang að upplýsingum um réttindi sín og geti leitað réttar sins með skjótum hætti gagnvart stofnunum aLmannavaLdsins. Jafnframt þarf að tryggja að eftirLits- hlutverk Alþingis sé virkt með rannsóknarnefndum sem rannsaki framkvæmd laga, meðferð opinberra fjármuna og önnur mikilvæg mál. Hin nýja tölvu- og upplýsingatækni skapar áður óþekktar hættur á misnotkun upplýsinga. Samfylkingin vill herða til muna reglur um söfnun og meðferð upp- Lýsinga um persónu- og einkahagi. Nýir tímar krefjast einnig nýrra leiða svo að einstak- lingar geti haft áhrif á samfélag sitt. Samfylkingin vill að samráð sé haft við féLagasamtök aLmennings við ákvarðanatöku og að tryggður sé í stjórnarskrá réttur kjósenda til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál. Ennfremur að Lög verði sett um starf- semi og fjármál stjórnmálafLokka. Samfylkingin er ábyrg stjórnmálahreyfing sem ætlar að móta landstjórnina á nýrri öld. Samfylkingin I 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.