Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 57
und í nafni stúdenta áður fyrr. Með
grein sinni sl. þriðjudag og áróðrí
Heimdallar hefur Björgvin ekki að-
eins rýrt eigin trúverðugleika held-
ur hefur hann líka gert frelsishug-
takið að hnjóðsyrði.
Staðreyndir málsins
Hvað sem áliti Björgvins Guð-
mundssonar á aðstoð íslenska ríkis-
ins við námsmenn líður tala stað-
reyndirnar sínu máli. Lögin um
LIN sem sett voru árið 1982 eru
einhver merkustu lög sem sett hafa
verið á Islandi. Með þeim átti að
tryggja jafnrétti til náms. Það hef-
ur því miður ekki tekist, tvisvar síð-
an 1982 hafa námslánin verið lækk-
uð með tilskipun ráðherra. Fyrst í
tíð Ragnhildar Helgadóttur og svo
aftur af Ólafi G. Einarssyni árið
1992. í kjölfar þeirrar lækkunar
fækkaði íslenskum háskólanemum
um 1.000 á milli ára. Framlög til
menntamála á Islandi eru þau
lægstu á Norðurlöndunum og raun-
virði námslána er í dag lægra en
það var þegar lögin um LIN voru
sett. í niðurlagi greinar sinnar bið-
ur Björgvin landsmenn að vera á
varðbergi gagnvart sögum af fáum
óheppnum einstaklingum. Hvort
hann á þar við þau 40% háskóla-
nema sem þurfa á námslánum að
halda til að geta stundað nám sitt
veit ég ekki, en hitt veit ég að tal
um fjáraustur til stúdenta er í
besta falli ósmekklegt grín og í
versta falli algert skilningsleysi á
lífskjörum námsmanna.
Minnisglöp Björgvins
Af ofansögðu má sjá að skrif
Björgvins Guðmundssonar um
heimtufrekju námsmanna byggja
ekki á neinu. Námsmenn fara ekki
fram á annað en að lögunum frá
1982 verði komið í framkvæmd. Um
það hvernig Björgvin hefur með
grein sinni á þriðjudaginn kastað
rýrð á trúverðugleika Vökumanna í
kjarabaráttu námsmanna er það
eitt að segja að minni hans virðist í
meira lagi gloppótt. Ef meta má
pólitíska sannfæringu Björgvins af
skrifum hans í Morgunblaðið í
gegnum tíðina virðist hún helst
stjórnast af því hvaðan vindar
blása.
Höfundur situr í Stúdentaráði fyrir
Röskvu.
hásetarnir í kjördæminu náð því
takmarki að hrekja formann sinn
af skektunni.
Ekki nógu góðir?
Að vísu var tilvitnuð málefna-
skrá fljótlega dregin til baka af því
að hún var ekki nógu góð. Og
kannski voru úrslitin í prófkjörinu
í Norðurlandi eystra ógilt af þvi að
þau voru ekki nógu góð. En eru
Sigbjörn og Kristján þá ekki nógu
góðir íyrir Samfylkinguna? Hand-
an kosninga sjáum við þingflokk
skipaðan Sighvati Björgvinssyni,
Margréti Frímannsdóttur, Merði
Árnasyni, Rannveigu Guðmunds-
dóttur, Guðmundi Árna Stefáns-
syni, Guðrúnu Ögmundsdóttur,
Bryndísi Hlöðversdóttur, Þórunni
Sveinbjarnardóttur, Ástu Ragn-
heiði Jóhannesdóttur, Einari Má
Sigurðarsyni, Sigríði Jóhannes-
dóttur, Össuri Skai-phéðinssyni og
Jóhanni Ársælssyni. Af hverju eru
Kristján Möller og Sigbjöm Gunn-
arsson ekki velkomnir í þennan
hóp?
Höfundur er háskólanemi.
Apwtekið
áwftiendur
Hugum r«) heilsunni!
Við vitum öll hvað tóbaksreykingar eru óhollar. Nú tökum við höndum saman
við þó sem velja nýjan lífsstíl og til að létta undir með þeim, þjóðum við
nikótíntyggjó ó fróóœru verði fram að þóskum
lVTÍ/IAflHílll 2 m£ töflnr« 48 styWki.848 kr-
1\ 1VU tJ.ll VÍl 4 mg töflur, 48 stykki. 998 kr.
MipntífiairMifit 2 mg tö£lur’ 84 ... 1 048
l\lt.ULllICll ÍVIIIIL 4 mg töflur, 84 stykki. 1.598 kr.
Afgreiðslustaðir Apóteksins
Að IðufclU 14 vlð hliðina á ISÓM S. Spönginni í Grafarvogi við hliðina á Bónus. Að Smiðjuvegi 2 við hliðina á BÓMJS.
Smáratorgi I, SMÁRATORGI. Suðurströnd 2, Scltjarnarncsi við hliðina á BÓNUS.
FIRDI, Fjarðargötu 13- 15, llafnarfirði.
ÆffiéÉsMé œé er ffl wMmmMæ áttu dagm
maytium...
„Trián Bytur flö/I... vii Bytjum aU annaðh
SENDIBÍLASTÖÐIN Hf
Klettagarðar 1 ■ Sími: 553 5050 ■ Fax: 553 5077
ttj ndx ^leKKiuinn
laugavegur 1 2 sími 5510020