Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur-
faðir, afi og langafi,
HJÖRLEIFUR GUÐMUNDSSON,
Boðahlein 3,
Garðabæ,
andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði, miðviku-
daginn 24. mars.
Sigríður Kristjánsdóttir,
Rögnvaldur Hjörleifsson,
Guðmundur Hjörleifsson,
Guðbjörg Hjörleifsdóttir,
Álfhildur E. Hjörleifsdóttir,
Sverrir Hjörleifsson,
Kristján H. Þorgeirsson,
Jón H. Kristjánsson,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir mín, tengdamóðir, fósturmóðir, amma
og langamma,
JÓNÍNA GUÐLAUG GÍSLADÓTTIR,
andaðist á dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafs-
firði, mánudaginn 22. mars.
Þorgerður Jörundsdóttir, Guðbjartur Sturluson,
Hildigunnur Sigvaldadóttir,
Þorfinna Stefánsdóttir, Ólafur Víglundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÓLAFUR HELGASON
fyrrum bóndi Hamrafelli,
Mosfellsbæ,
lést á Landspítalanum sunnudaginn 21. mars.
Útförin fer fram frá Lágafellskirkju, Mosfellsbæ,
föstudaginn 26. mars, kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Oddssjóð, Reykjalundi.
Jóna Sveinbjarnardóttir,
Sigríður Birna Ólafsdóttir, Ingimar S. Hjálmarsson,
Guðný Margrét Ólafsdóttir, Elías Ingvarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
ÞÓRIS BJÖRNSSONAR
vélstjóra,
er lést þriðjudaginn 16. mars, verður gerð frá
Fossvogskírkju föstudaginn 26. mars, kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Sam-
band íslenskra kristniboðsfélaga og Hjálpar-
starf kirkjunnar.
Björn Þórisson, Sigrún Ingibjartsdóttir,
Jónas Þórir Þórisson, Ingibjörg Ingvarsdóttir,
Stefán Þórisson, Guðbjörg Guðjónsdóttir,
Kristín Th. Þórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir,
tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,
KRISTMUNDUR SÖRLASON,
Gjögri,
Strandasýslu,
sem lést föstudaginn 19. mars, verður jarð-
sunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn
26. mars, kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast
hans, er bent á hjúkrunarþjónustuna Karitas eða Krabbameinsfélag
íslands.
Fyrir hönd aðstandenda,
Addý Guðjónsdóttir,
Ólafía Guðrún Kristmundsdóttir,
Kristmundur Kristmundsson,
Ólafur Sörli Kristmundsson.
VIGDÍS KRISTÍN
EBENEZERSDÓTTIR
+ Vigdís Kristín
Ebenezersdóttir
var fædd í Tungu í
Valþjófsdal í Ön-
undarfirði 28. febr-
úar 1915. Hún lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 16. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru
Ebenezer Jónsson,
bóndi í Tungu, f. 12.
júní 1882, d. 1. apríl
1948, og kona hans
Jóna Guðfinna Vig-
fúsdóttir, f. 4. októ-
ber 1882, d. 3. mars
1966. Vigdís var elst sjö systk-
ina og eru nú þrjú þeirra á lífi,
þau Vigfús, Birgitta og Krist-
ján. Látnar eru Kristjana, Guð-
rún og Jóhanna.
Hinn 21. maí 1938 giftist Vig-
dís Kristín Bárði Sveinssyni, f.
23. ágúst 1909, d. 29. mars 1982,
frá Hálsi í Eyrarsveit. Bárður
var einn af stofnendum Belgja-
gerðarinnar. Þau stofnuðu síðar
fataverksmiðjuna Skírni sem
þau ráku í rúm 20 ár.
Vigdís Kristín og
Bárður eignuðust níu
börn. Þau eru: 1)
Jóna, f. 1939, maki
Guðfinnur Magnús-
son, f. 1929, d. 1983,
þeirra börn: a) Bárð-
ur, f. 1965, maki Lára
Liv Ólafsdóttir. b)
Rut, f. 1971, hennar
börn Jón Aron, f.
1991, og Magnús
Orri, f. 1993. c)
Sverrir, f. 1972, maki
Kristín Auður Harð-
ardóttir. d) Rakel, f.
1976, í sambúð með
Lárusi M. K. Daníelssyni. Börn
Guðfinns og stjúpbörn Jónu e)
Ólöf, f. 1955, maki Guðmundur
Ásgeirsson, barn Ólafar er Krist-
ín Erla, f. 1979. f) Brynja, f. 1956,
maki Charles Steven Drummond,
þeirra börn: Tanya, f. 1986, Kar-
yn, f. 1989, og Ian, f. 1990. g)
Magnús, f. 1957. 2) Björk, f. 1940.
3) Reynir, f. 1941, hans barn a)
Hilmar Þór, f. 1978, d. 1996. 4)
Sveinn, f. 1944, maki Heiður Þor-
steinsdóttir, f. 1949, þeirra börn:
a) Fjölnir, f. 1970. b) Vigdís, f.
1972. e) Bárður Þór, f. 1974. d)
Sigurður Steinn, f. 1982. 5)
Guðný, f. 1945, sambýlismaður
Kjartan Ó. Bjarnason, f. 1943,
d. 1986, hennar börn: a) Rósa
Jónsdóttir, f. 1968, maki Adel
Sayari. b) Guðrún Ólöf Kjart-
ansdóttir, f. 1979. 6) Helga, f.
1949, maki Sigurður Berg-
sveinsson, f. 1949, þeirra börn:
a) Sigrún, f. 1974, hennar barn
Viktor Páll, f. 1997. b) Dröfn, f.
1978. c) Bryndís, f. 1981. 7)
Ebenezer, f. 1953, maki Auður
Árnadóttir, f. 1954, þeirra börn:
a) Vigdís Kristín, f. 1975. b) Eva
Þórdís, f. 1982. 8) Halldór, f.
1954, maki Valgerður Her-
mannsdóttir, f. 1951, þeirra
börn: a) Hallur Þór, f. 1981. b)
Hanna Björk, f. 1985. Sonur
Valgerðar og stjúpsonur Hall-
dórs. c) Sverrir Einar, f. 1971, í
sambúð með Margréti H. Hall-
dórsdóttur. 9) Björn, f. 1958,
maki Jóhanna Kristín Óskars-
dóttir, f. 1957, þeirra barn a)
Erla, f. 1987. Börn Jóhönnu og
stjúpbörn Björns: b) Sindri
Daði, f. 1978. c) Arnar Snær, f.
1980.
Utför Vigdísar Kristínar fer
fram frá Kópavogskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Amma Vigdís fæddist og ólst upp
í Tungu í Valþjófsdal í Onundarfirði
elst sjö systkina. Um tvítugt fór
hún til Reykjavíkur þar sem hún
var í vist meðal annars í Hafnar-
firði. Hún kunni margar skemmti-
legar sögur úr þeirri vist, sem hún
hafði gaman af að segja frá.
Skemmtilegust þótti mér sagan af
því er hún og stofustúlkan voru
komnar eitt kvöldið upp í herbergi
eftir annasaman dag. Þá var unnið
allan daginn og aðeins frí á fimmtu-
dagskvöldum og sunnudögum.
Þetta kvöld voru þær þreyttar og
vildu gjaman slappa af. Var þá
skyndilega bankað á dyr hjá þeim.
Dauðhræddar um að vera beðnar
um að vinna eitthvert verk stukku
þær undir sæng og þóttust vera
komnar í háttinn. Frúin opnaði
gætilega dyrnar og gægðist inn:
„Fyrirgefið," sagði hún, „en ég ætl-
aði bara að bjóða ykkur frí í kvöld.“
Ekki fóru þær langt það kvöldið
stöllurnar en dauðsáu eftir að hafa
verið að þykjast.
Ti'úlega hefur húmorinn og góða
skapið verið ömmu mikil hjálp á
lífsleiðinni. Hún skipti aldrei skapi
og var mikið ljúfmenni. Þannig stóð
hún sig líka eins og hetja á erfiðum
tímum og var góð fyrirmynd fjöl-
skyldunnar.
Hinn 21. maí 1938 giftist amma
Vigdís afa mínum Bárði Sveinssyni
frá Hálsi í Eyrarsveit, f. 23.8. 1909,
d. 29.3. 1982, og bjuggu þau fyrst á
Bergstaðastræti 68 og síðan á
Bergstaðastræti 38. Þau eignuðust
níu börn sem öll eru á lífi. Barna-
bömin eru 22 og langömmubömin
þrjú.
Eftir fæðingu móður minnar,
sem er sú fimmta í röðinni, fluttust
afi og amma í Nökkvavog 39, reisu-
legt tveggja hæða hús sem afi lét
reisa og fluttu þau þangað árið
1947. Neðri hæð hússins var í byrj-
un notuð undir saumastofuna
Skími hf.
Nökkvavogur 39 mun ávallt hafa
sérstakt pláss í huga mínum. Þar
ólst ég upp og á sérstakar minning-
ar, margar tengdar afa og ömmu.
Amma var einstaklega myndarleg
kona sem rak stórt heimili af mikl-
um myndugleik og áhuga. Hún var
góður gestgjafi og ávallt var heima-
bakað bakkelsi á borðum fyrir ætt-
ingja og vini. Stundum voru þeh'
langt að komnir og oft varð varla
þverfótað fyrir næturgestum.
Heimili ömmu og afa var fallegt
enda vel hugsað um alla hluti,
hreinlegt og snyrtilegt. Hún hafði
yndi af hannyrðum og var oft við þá
iðn. Á leikskólaaldri mínum sung-
um við barnalög og vísur á meðan
amma straujaði sængurver og
skyrtur, pijónaði eða bakaði. Við
gerðum skipulega leikfimi með
Valdimar Örnólfssyni stundvíslega
á hveijum morgni. Seinna æfðum
við okkur á að fara yfir götur sam-
kvæmt ítarlegum leiðbeiningum frá
umferðarskólanum. Á unglingsár-
unum var gott að koma til ömmu til
þess að fá ráðleggingar eða bara til
að spjalla. Amma kom ávallt fram
HILDIG UNNUR
ENGILBERTSDÓTTIR
Hildigunnur
Engilbertsdóttir
fæddist í Súðavík
10. janúar 1939.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
15. mars síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Akraneskirkju 23.
mars.
Amma er farin og
kemur aldrei aftur. Ég
trúi því ekki ennþá og
það mun taka langan
tíma að sætta mig við
að sjá aldrei aftur þessa lífsglöðu
konu, sem var alltaf klár með gítar-
inn og söng með börnunum, var
alltaf syngjandi og dansandi á öllum
skemmtunum og í öllum afmælum,
ávallt með bros á vör og stundum
gretti hún sig á sinn einstaka hátt,
sló sér á lær og sagði: „Ég á ekki til
orð“.
Ég á eftir að sakna
sárt allrar umhyggj-
unnar og gleðinnar
sem alltaf var í kring-
um hana, og ég heyri
enn þessa fallegu rödd.
Amma gat alltaf gert
allt, hún var hraust og
flink við allt sem hún
tók sér fyrir hendur.
Aldrei sá ég hana fella
tár eða brosið bresta.
Ég þakka Guði fyrir
að hafa kynnst þessari
yndislegu manneskju,
sem dvaldi með okkur
alltof stutt, ég hefði
viljað kynnast henni miklu betur og
eiga með henni fleiri ár, en því mið-
ur er heimurinn harður og vegir
guðs órannsakanlegir. Ég kveð
ömmu með tárum, og ylja mér við
allar góðu minningarnar.
Blessuð sé minning þín amma mín.
Þín
við börn sem jafningja og var ör-
uggt athvarf barna sinna og barna-
barna. Henni var mjög umhugað
um velferð fjölskyldu sinnar og
vina og gaf sér alltaf tíma til að
setjast niður yfir kaffisopa.
Árið 1982 varð amma ekkja og
urðu þá miklar breytingar í lífi
hennar. Hún fluttist þá á neðri
hæðina og sonur hennar Sveinn
keypti efri hæðina.
Þegar ég fluttist til Ítalíu 1987
var amma ein af þeim sem hugur-
inn reikaði til. Þrátt íyrir nokkurra
ára aðskilnað var samband okkar
ömmu ávallt það sama. Það var
alltaf gott að koma í heimsókn og
koma til ömmu sem tók manni opn-
um örmum og það var eins og mað-
ur hefði aldrei farið í burtu. Hún
átti það til að lauma að mér pening-
um sem hún kallaði „smáræði" og
sagði mér að nota í námið mitt.
Svona var amma, alltaf var hugsað
um aðra. Ég skrifaði henni reglu-
lega til þessa að leyfa henni að
fylgjast með mér og alltaf þakkaði
hún fyrir hugulsemina. Þegar ég
fluttist til baka til Islands ásamt er-
lendum eiginmanni tók hún vel á
móti okkur, eins og hún gerði við
alla. Hún sýndi honum einstaka
umhyggju frá fyi'sta degi og þótt
hann talaði ekki stakt orð í íslensku
til að bytja með tók hún hann strax
í fjölskylduna og byijaði að kenna
honum íslensku. Fyrsta orðið var
„amma“ og svo koll af kolli. Hún
hafði allt sem til þurfti, áhuga, þol-
inmæði og vilja. Þannig var Vigdís
amma. Hún tók öllum opnum örm-
um og sýndi þeim einlægan áhuga
og velvild. Þannig umvafði hún fjöl-
skyldu og vini sína einstökum
ljúfleika og blíðu. Þannig munum
við öll minnast hennar.
Á síðustu tveimur árum bjó Vig-
dís amma á elliheimilinu Hrafnistu.
Þar á undan bjó hún ásamt systkin-
um sínum Birgittu og Vigfúsi í
Kópavogi í nokkur ár. Á Hrafnistu
undi amma Vigdís sér vel. Hún
fann visst öryggi í því að búa á
heimili þar sem hún fékk góða að-
hlynningu og umönnun. Starfsfólk
Hrafnistu á þakkir skilið íyrir um-
önnun hennar allt fram á síðasta
dag.
Síðustu mánuði tók ömmu að
hraka og eftir að hafa fengið slæma
flensu og lungnabólgu varð hún
mjög veik. Hún lést þriðjudaginn
16. mars síðastliðinn, 84 ára að
aldri. Ég þakka henni fyrir allai'
yndislegu stundimar, fyrir tíma
hennar, þolinmæði og blíðu. í huga
mínum eru það sérréttindi að hafa
fengið að alast upp á heimili hennar
og hafa átt slíka vinkonu sem hún
var.
Sofðu rótt amma mín.
„Og hann (Guð) mun þerra hvert
tár af augum þeirra. Og dauðinn
Rakel Björk.