Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 15
Loftorka í Borgarnesi kynnir nýjung
Innsteyptir gúmmí-
hringir í steinrör
Morgunblaðið/Theodór
FEÐGARNIR Andrés og Konráð stilla sér kampakátir upp við steinrör
af stærri gerðinni sem er með innsteyptum þéttihring.
Borgarnesi - Loftorka ehf. í Borgar-
nesi hefur hafíð framleiðslu á stein-
rörum sem eru með innsteyptum
gúmmíhring til þéttingar.
Framkvæmdastjóri Loftorku ehf.
Andrés Konráðsson var tekinn tali af
þessu tilefni og rætt við hann um
þessa nýbreytni. „Nýjungin í sam-
bandi við þennan lás er að hann er
innsteyptur í rörið,“ sagði Andrés.
„Þar sem þéttihringurinn er inni í
rörinu er það trygging fyrir því að
ekki sé verið að nota rangan þétti-
hring. Þessi gúmmíþéttihringur
stýrir einnig rörunum saman þegar
verið er að leggja þau. Evrópusam-
bandið er farið að krefjast þess að
notuð séu steinrör með þessum þétt-
ingarlásum. Ef þessar þéttingar eru
ekki notaðar er hætta á að raki eða
leki komist út með samskeytunum
og í þann raka sækja trjárætur sem
síðan sprengja eða stífla rörin.“
„Stærri sveitarfélög eru farin að
dæla skolpi út í sjó, langt frá allri
byggð. Ef rörin leka á samskeytum,
leitar vatn inn í þau. Þá þarf að dæla
meiru en skolpinu um leiðsluna, líka
grunnvatninu eða sjónum sem leitar
inn í rörir ef þau eru óþétt. Það er
því hreinn og beinn peningasparnað-
ur fólginn í því fyi'ir sveitarfélögin að
fá lagnirnar þéttar.“
Fram kom hjá Andrési að honum
fannst að Loftorka sæti ekki við
sama borð og aðrir varðandi sam-
keppni um sölu steinröra því ekki
byðu öll sveitarfélög út sínar nýlagn-
ir heldur væru þau með fasta samn-
inga við framleiðanda. „Við teljum
okkur vera með mjög góða vöru sem
stenst allar kröfur og rúmlega það.“
Sagði Andrés að Loftorka ehf.
hefði verið með tveggja daga kynn-
ingu á nýju röraframleiðslunni á
dögunum og alls hefðu mætt rúm-
lega 80 manns, aðallega frá verktök-
um og sveitarfélögum á Suður og
Vesturlandi og sú kynning hefði tek-
ist mjög vel og væri strax farin að
skila sér í meiri sölu.
MYNDIN sýnir innsteyptan
þéttihring í stóiu steinröri.
Þjóðahátíð
Vestfirðinga
á Flateyri
Flateyri - Sunnudaginn 21. mars
sl., á degi Sameinuðu þjóðanna
gegn kynþáttafordómum, var
haldin í íþróttahúsinu á Flateyri
þjóðahátíð Vestfirðinga, en sams-
konar hátíð var haldin á Isafirði
fyrir ári og þótti takast vel. Það
eru samtök sem nefna sig Ahuga-
hópur um menningarijölbreytni í
ísafjarðarba: ásamt Miðstöð ný-
búa, Mannréttindaskrifstofu Is-
lands, Amnesty International o.fl.
sem standa að hátíðinni.
Dagskrá hátíðarinnar hófst á
því að Kvennakór Bolungarvíkur
flutti þjóðsönginn. Eiríkur Finn-
ur Greipsson setti síðan hátíðina
með aðstoð tveggja túlka sem
túlkuðu á ensku og pólsku.
Avai’p flutti Halldór Asgrímsson
untanríkisráðherra. Áður en
hann hóf ávarp sitt var honum
færð blómagjöf frá ungri taí-
lenskri snót. Kynnir á hátíðinni
var Magnea Guðmundsdóttir,
fyrrverandi oddviti.
Dagskráin spannaði
vítt svið
Að loknu ávarpi Halldórs tók
við dagskrá þar sem víða var
komið við bæði í tónlist og dansi.
Dagskráin spannaði vítt svið, kór
Pólverja og dansar frá Filipps-
eyjum og Taílandi. Einnig flutti
Listasmiðja ungmenna dans sem
kallast Svart og hvítt. Dansinn
fjallar um tojgstreitu ólíkra kyn-
þáttahópa. Ohætt er að segja að
dagskráin hafi verið fjölbreytt og
viðamikil. Meðan á dagskránni
stóð var hægt að kynna sér ólíka
rétti frá hinum mörgum þjóða-
brotum sem samankomin voru
þennan dag á Flateyri.
Þjóðabrotin sem tóku þátt í há-
tíðinni voru á fimmta tuginn.
Eindæma veðurblfða hélst allan
daginn og þakka menn veður-
blíðunni góða aðsókn, en talið er
að í kringum 1000 manns hafi
sótt hátíðina heim. Velheppnaðri
þjóðahátíð var síðan slitið seinni
hluta dagsins.
Morgunblaðið/Egill Egilsson
TALIÐ er að í ki-ingum 1000 manns hafi sótt hátíðina.
FRÁ sýningunni á Töffliettu.
Morgunblaðið/Garðar Páll
Árshátíð Grunn-
skola Grindavíkur
Grindavík - Árshátíð Grunnskóla
Grindavíkur var haldin nú á dögun-
um. Að þessu sinni var það leikritið
„Töffhetta fer út á lífið" sem var aðal
aðdráttaraflið á skemmtun fyrir
8.-10. bekk. Þetta leikrit var í leik-
stjórn Þorsteins Bachmann sem í
samvinnu við leikhópinn bjó til þetta
leikstykki og er það að nokkru leyti
byggt á leikritinu „Rauðhettu" eftir
Jevgeni Schwartz.
Þetta var fært nær nútímanum og
í stað þess að éta Rauðhettu reyndi
Ulfurinn, eða Ulfar eins og hann hét
í uppfærslu þessari, að nauðga Töff-
hettu, sem þá samsvaraði Rauð-
hettu. Þá var amman öllu nær nú-
tímanum og hlustaði helst á rapptón-
list. Allt fór þetta að sjálfsögðu vel
og lenti Ulfar karlinn að þessu sinni í
fangelsi.
Þá sungu tvær stúlkur lög og
nokkrar stúlkur í 10. bekk sýndu
klæðnað sem þær hafa sjálfar hann-
að og saumað. Síðar um kvöldið var
það dansleikur sem hélt unga fólkinu
við efnið og sáu meðlimir hljómsveit-
arinnar o.fl. um fjörið.
Morgunblaðið/Sigurður Hannesson
Markaðsráð Suðausturlands stofnað
Þjónar öllum
starfsgreinum
Höfti - Markaðsráð Suðausturlands
var stofnað á Hótel Höfn, Homafirði,
síðastliðið þriðjudagskvöld. Tillaga
um stofnun slíks ráðs kom fram fyrir
u.þ.b. ári þegar kynnt var skýrsla um
stefnumörkun í ferðaþjónustu í Aust-
ur-Skaftafellssýslu, en ákveðið var að
láta ráðið ná til allra starfsgreina
sem stundaðar eru á svæðinu, sém
mun ná frá Kirkjubæjarklaustri til
Djúpavogs. Með því er stigið skrefi
lengra en áður hefur verið gert á
þessu sviði því önnur slík ráð hafa
einungis náð til ferðaþjónustu.
Undanfarnar vikur hefur starfs-
hópur unnið að stofnun ráðsins, sem
nú er orðið að veruleika. í stofnskrá
Markaðsráðsins segir að tilgangur
þess sé að standa fyrir almennri
kynningu á Suðausturlandi og þeim
möguleikum sem svæðið býður upp á
í atvinnulegu, markaðslegu og bú-
setulegu tilliti, ennfremur að sinna
ýmsum sameiginlegum hagsmuna-
málum þein-a sem þar búa og starfa,
einkum á sviði ferða- og gæðamála.
Tilgangi sínum hyggst ráðið ná
með því að eiga frumkvæði að og
taka þátt í margvíslegum verkefnum
í samstai-fi við ýmsa aðila innan hér-
aðs og utan, einkum þó atvinnu- og
ferðamálanefnd Hornafjarðar, Ný-
herjabúðir ehf., Þróunarstofu Aust-
urlands, Fræðslunet Austurlands,
Ferðamálafélag Austur-Skaftafells-
sýslu, Ferðamálasamtök Austur-
lands auk sambærilegra félaga og
stofnana á öðrum landssvæðum.
Ráðið hefur að markmiði að stunda
útgáfustarfsemi, m.a. á efni útgefnu í
þeim tilgangi að kynna svæðið al-
mennt fyrir ferðafólki og öðrum
þeim sem áhuga hafa á að afla sér
upplýsinga um það. Ráðið mun þó
ekki verja fjármunum eða starfs-
kröftum til auglýsinga á því sem ein-
stakir hagsmunaaðilar hafa upp á að
bjóða. Ráðið setur sér að öðru leyti á
hverjum tíma verkefnaskrá, þar sem
fram koma helstu áherslur og mark-
mið sem sérstaklega er keppt að á
hverjum tíma. Þá skal félagið gefa út
reglulega „Markaðs- og kynningará-
ætlun fyrir Suðaustm-land“, segir
ennfremur í stofnskrá. Aðilar að ráð-
inu geta orðið: einstaklingar, félög,
fyrirtæki og stofnanir. Aðilar greiða
ákveðið árgjald til ráðsins og ætlunin
er að það geti tekið að sér kynning-
arþjónustu gegn gjaldi.
Ein milljón í styrk
Á stofnfundinum flutti Tryggvi
Þórhallsson settur bæjarstjóri
Hornafjarðar góðar óskir frá bæjai'-
stjórn til ráðsins og tilkynnti að bæj-
arfélagið hefði ákveðið að veita því 1
milljón kr. í rekstrarstyrk. Markaðs-
ráðinu var kosin sjö manna stjóm.
Hana skipa: Jóna Ingólfsdóttir fyrir
ferðaþjónustu, Rannveig Einarsdótt-
ir verslun, Ómar Antonsson félög og
klúbba, Geir Þorsteinsson bygging-
ariðnað, Halldóra B. Jónsdóttir sjáv-
ai'útveg og fiskvinnslu, Þóra Jóns-
dóttir landbúnað og Guðmundur
Friðjónsson þjónustugreinai'. Fram-
kvæmdastjóri er Dóra Stefánsdóttir.
Fjölbrautaskóli Suðurlands
Starfsnám í
ferðaþjónustu
Selfossi - Þær raddir verða sífellt
háværari sem vilja tengja nám og at-
vinnulíf traustai'i böndum, reyna að
tengja framhaldsskólanám betur við
atvinnulífið í þeim tilgangi að undir-
búa krakkana betur og leyfa þeim að
kynnast atvinnulífinu af eigin raun
áður en þau taka ákvörðun um
frekara nám á háskólastigi.
Nemendm- á ferðamálabraut í Fjöl-
brautaskóla Suðurlands fengu á dög-
unum að kynnast því hvernig er að
vinna á ferðaskrifstofu. Nemendurnir
hafa í vetur verið að læra hvernig eigi
að útbúa og selja farmiða til framandi
landa og allt í kringum ferðaskrif-
stofurekstur. Kennai'i þeirra er Anna
Amadóttir og tók hún það upp hjá
sjálfri sér að bjóða krökkunum að
kynnast starfmu af eigin raun þegar
hún bauð þeim að stai-fa eina helgi í
Suðm'garði á Selfossi, sem er ferða-
ski'ifstofa með umboð fyrir Urval-Ut-
sýn og Plúsferðir.
Morgunblaðið/Sig. Fannar.
FRAMTÍÐARSTARFSMENN við störf á ferðaskrifstofu Suðurgarðs.