Morgunblaðið - 27.03.1999, Síða 1
/
/
/
/
STOFNAÐ 1913
72. TBL. 87. ARG.
LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Sprengjum í fyrsta sinn varpað í björtu á þriðja degi loftárása NATO á Júgóslavíu
Vaxandi áhyggjur af
óhæfuverkum í Kosovo
Belgrad. Reuters.
ÁRÁSUM Atlantshafsbandalagsins,
NATO, á Júgóslavíu var fram hald-
ið í gær með fyrstu sprengjuárásun-
um sem gerðar eru að degi til frá
því aðgerðimar hófust á miðviku-
dag. Serbar komu ekki hernaðar-
legum vörnum við í gær frekar en
fyrri árásardagana, en fregnir bár-
ust af því að þeir reyndu -að taka
hefndarþorsta sinn út á Kosovo-
Aibönum.
Á meðan sprengjum NATO rigndi
yfir loftvamabúnað og herbúðir Jú-
góslavíu gengu sveitir serbneskra
lögreglumanna og óbreyttir
serbneskir borgarar, búnir grímum
og alvæpni, um götur í bæjum í vest-
urhluta Kosovo og brenndu híbýli og
búðir í eigu Kosovo-Aibana, sam-
kvæmt frásögnum vitna sem bárust
til Lundúna.
Bandarísk stjómvöld sögðu þær
fregnir sem borist hefðu af ofbeldi
sem Kosovo-Albanar sættu af hendi
Serba mikið áhyggjuefni. James
Rubin, talsmaður bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins, sagði gagnasöfn-
un í gangi sem gæti nýst til að
sækja herstjóra og pólitíska leið-
toga Serba til saka fyrir stríðs-
glæpi. Ráðamenn Evrópusam-
bandsins lýstu einnig yfir áhyggjum
af auknum fregnum af óhæfuverk-
um í Kosovo.
Júgóslavneskar orrustuþotur
skotnar niður
Tvær júgóslavneskar MiG-29-orr-
ustuþotur vora skotnar niður yfir
Bosníu síðdegis í gær. Ætlunin með
flugi þeirra virðist hafa verið að
skjóta á friðargæslusveitir NATO
sem þar hafa verið frá árinu 1995, en
þær koma ekki nálægt átökunum um
Kosovo. Flugmennimir vörpuðu sér
út í fallhlíf og era nú í haldi í herbúð-
B-52-sprengjuflugvél Atlantshafsbandalagsins í leiðangri yfir Júgóslavíu í gær.
Reuters
um NATO í Bosníu, eftir því sem
talsmaður bandalagsins greindi frá í
gærkvöld. Zivadin Jovanovie, utan-
ríkisráðherra Júgóslavíu, vísaði
fréttinni af þessu á bug og sagði
hana hreinan tilbúning.
Brestir komu í ljós í gær í sam-
stöðu NATO-ríkjanna um loftárás-
imar. Grísk stjómvöld hvöttu til
þess að þeim yrði hætt og Italir
sögðu brýnt að þær stæðu skammt
yfir. Reiði Rússa í garð Vesturlanda
óx vegna árásanna.
Ekki var útlit fyrir að stjómar-
herramir í Belgrad væra á þeim
buxunum að láta undan kröfum
Vesturveldanna um að þeir sam-
þykktu friðarsamkomulag það um
Kosovo sem fýrir liggur og leyfðu
friðargæslusveitum undir forystu
NATO að taka sér stöðu í Kosovo-
héraði, sem samkvæmt friðarsam-
komulaginu á eftir sem áður að vera
innan landamæra serbneska ríkisins.
Fréttamenn urðu vitni að því að
stýriflaugum var skotið frá banda-
rísku herskipi á Adríahafi og
sprengjur lentu í SV-jaðri Belgrad.
Þar heyrðust sjö gríðarsterkir
hvellir í gærkvöldi. Þetta var í
fyrsta sinn frá því loftárásimar
hófust á miðvikudagskvöld sem
Rússar krefjast ákæru gegn þeim sem skipulögðu árásir NATO
Vísa fulltrúum NATO
í Moskvu úr landi
Moskvu, New York. Morgunblaðið, Reuters.
RUSSAR vísuðu í gær tveimur her-
málafulltrúum Atlantshafsbanda-
lagsins í Moskvu úr landi til að mót-
mæla árásum Atlantshafsbanda-
lagsins á Júgóslavíu og kröfðust
þess að stríðsglæpadómstóll Sam-
einuðu þjóðanna ákærði þú sem
skipulögðu árásirnar.
Igor Ivanov, utanríkisráðherra
Rússlands, skýrði einnig frá því að
Evrópuríkin fimm í tengslahópnum
svokallaða hefðu samþykkt fund um
árásirnar en Bandaríkjamenn hafn-
að honum.
Borís Jeltsín, forseti Rússlands,
ræddi við æðstu ráðherra sína og
yfirmenn leyniþjónustunnar um
hvemig bregðast ætti við árásum
NATO. Eftir fundinn skýrði ívanov
frá því að ákveðið hefði verið að
krefjast þess að þeir, er skipulögðu
ígor ív;
árásimar, yrðu
leiddir án tafar
fyrir dómstól
Sameinuðu þjóð-
anna sem fjallar
um stríðsglæpi í
Júgóslavíu. Ráð-
herrann nafh-
greindi ekki þá
sem Rússar vilja
að verði ákærðir.
Ivanov greindi einnig frá því að
tveimur fulltrúum NATO í Moskvu,
Frakka og Þjóðverja, hefði verið
skipað að fara frá Rússlandi innan
sólarhrings. „Við höfum ekkert
samband við leiðtoga NATO, þeirra
á meðal framkvæmdastjórann, fyrr
en árásunum á Júgóslavíu verður
hætt,“ sagði ívanov.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
felldi í gær ályktun Rússa um að
loftárásunum á Júgóslavíu yrði
hætt og viðræður teknar upp.
Bandaríkin, Bretland og Frakk-
land beittu neitunarvaldi en alls
greiddu tólf ríki atkvæði gegn en
þrjú ríki með, Rússland, Kína og
Namibía.
Bandaríkjamenn fögnuðu niður-
stöðunni og afstaða Frakka vekur
athygli þar sem þeir hafa yfirleitt
verið andvígir aðgerðum NÁTO án
atbeina öryggisráðsins. Er getum að
því leitt, að Rússar hafi sérstaklega
viljað koma höggi á Frakka með at-
kvæðagreiðslunni. Einn viðmælenda
Morgunblaðsins í höfuðstöðvum SÞ í
New York sagði, að atkvæðagreiðsl-
an væri dæmigerð fyrir stöðu Rússa.
Þeir væra ekki lengur heimsveldi en
vildu samt minna á sig.
sprengjum var varpað um hábjart-
an dag. Frá Aviano-herflugvellinum
á Ítalíu héldu herþotur NATO
áfram að leggja upp í nýja
sprengjuleiðangra yfir Júgóslavíu.
Talsmenn NATO, sem er með
þessum árásum í fyrstu herfór sinni
gegn fullvalda ríki í sögu bandalags-
ins, sögðu í höfuðstöðvunum í Brus-
sel að 50 skotmörk hefðu verið hæfð
í fyrstu tveimur árásarhrinunum og
herflugvélamar sem þátt tækju í
þeim hefðu flogið 400 ferðir samtals
yfir Júgóslavíu.
Ukraínumenn reyna
að miðla málum
Stjómvöld í Úkrainu buðust í
gær til þess að miðla málum í deilu
NATO og Júgóslavíu og sendu tvo
ráðherra til Belgrad til að ræða við
júgóslavneska ráðamenn. Úkra-
ínska stjómin sagði að Bill Clinton
Bandaríkjaforseti og Jean
Chretien, forsætisráðherra Kanada,
hefðu lagt til að Úkraínumenn
hefðu milligöngu í málinu.
■ Árásir NATO/32-33
Leiðtog-
ar ESB
ná mála-
miðlun
Berlín. Reuters.
LEIÐTOGAR Evrópusambandsins
(ESB) náðu að ganga frá mála-
miðlunarsamkomulagi um fram-
tíðarfjármál sambandsins í gær-
morgun, eftir langar og strangar
samningaviðræður sem oftsinnis
lá við að slitnaði upp úr.
Leiðtogar allra ESB-ríkjanna
fimmtán sátu við samningaborðið
í Berlín fram á inorgun þriðja
fundardagsins, en áformað hafði
verið að honum lyki á fimmtudag.
Laun erfiðisins voru samkomulag
um víðtæka uppstokkun á fjárlög-
um og sjóðakerfi sambandsins, en
þessi uppstokkun var nauðsynleg
til að búa ESB undir að taka fyrr-
verandi kommúnistaríki Mið- og
Austur-Evrópu iim í sínar raðir.
I stórum dráttum varð niður-
staðan sú, að ákveðið var að tak-
marka heildarútgjöld ESB til
landbúnaðar- og byggðastyrkja,
en megnið af árlegum fjárlögum
sambandsins, sem hljóða upp á
nærri 6.500 milfjarða ísl. króna,
fer í þetta styrkja- og niður-
greiðslukerfi.
Flestir ánægðir
„Ég held að þetta sé góð stund
fyrir Evrópu," sagði Lionel
Jospin, forsætisráðherra Frakk-
lands, þegar hann kom út af
samningafundinum um kl. 6 f
gærmorgun. Gerhard Schröder,
kanzlari Þýzkalands og gestgjafi
fundarins, sagði hið mikla erfiði
hafa skilað árangri.
Flestir leiðtoganna töldu sig
hafa náð að tryggja hagsmuni
sinna ríkja. Bretar voru hæst-
ánægðir með að hafa tekizt að
halda óskertum þeim endur-
greiðslum sem þeir hafa fengið úr
hinum sameiginlegu sjóðum und-
anfarin 15 ár, og Grikkir voru
upp með sér af því að hafa fengið
í gegn 13% hækkun á byggðaþró-
unarstyrkjum til sín.
Hagsmunasamtök bænda vörp-
uðu öndinni léttar þegar niður-
staðan varð ljós, þar sem skerð-
ingin á styrkveitingum til þeirra
var minni þegar upp var staðið en
þeir höfðu óttazt. Talsmenn Mið-
og Austur-Evrópuríkjanna lýstu
ánægju með útkomuna.
■ Þýzka tékkheftið/34
Verkföll lama
færeyskt þjóðlíf
Þdrshöfn. Morgunblaðið.
ÁSTANDIÐ í Færeyjum, þar sem
umfangsmikil verkföll opinberra
starfsmanna hafa staðið í meira en
viku, versnaði enn í gær er ýmsar
stéttir boðuðu til samúðarverkfalls í
sólarhring.
Opinberir starfsmenn krefjast
6% launahækkunar hið minnsta en
landstjómin vill ekki fallast á það
og segir, að hún myndi leiða til
verulegra uppsagna. Heita má, að
allar opinberar skrifstofur séu lok-
aðar, starfsemi útvarps og sjón-
varps er í lágmarki og verulegur
vandi er kominn upp á sjúkrahúsun-
um. Hefur orðið að loka mörgum
deildum vegna verkfalls hjúkrunar-
fræðinga og engir þvottar era leng-
ur á rúmfatnaði og fatnaði sjúk-
linga. Einna verst er ástandið í
nyrstu og syðstu eyjunum þar sem
ferjusamgöngur hafa stöðvast.