Morgunblaðið - 27.03.1999, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 27.03.1999, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Vilja eitt fyrirtæki í mjólkur- iðnaði ÁRSFUNDUR nautgriparæktar- ráðs Búnaðarsambands Eyjafjarðar, sem haldinn var í vikunni, samþykkti að fela stjóm ráðsins að vinna að stofnun félags um rekstur eins fyrir- tækis í mjólkuriðnaði á Norður- og Austurlandi. Fyrirtækið verði í meirihlutaeigu framleiðendasam- vinnufélags mjólkurframleiðenda. Einnig var á fundinum samþykkt tillaga þar sem því er beint til stjómar og eigenda Osta- og smjör- sölunnar í Reykjavík, að flytja vinnslu og pökkun frá fyrirtækinu og út á land. Stefán Magnússon, for- maður nautgriparæktarráðs, sagði að til greina kæmi þá m.a. að flytja pökkunina á afurðastöð eða stöðvar, þar sem vinnsla gæti dregist saman komi til stofnunar eins fyrirtækis í mjólkuriðnaði á Norður- og Austur- landi. Stefán sagði að tillagan um stofn- un eins fyrirtækis í mjólkuriðnaði snérist í meginatriðum um tvennt. Annars vegar að ná iðnaðinum í þess- um tveimur landshlutum undir eina stjóm en það gerðist væntanlega T einhverjum áfongum. Hins vegar sé það vilji mjólkurframleiðenda að ná meirihluta í slíku fyrirtæki. Um er að ræða sjö afurðastöðvar í þessum landshlutum, tvær í Húnavatnssýsl- um, í Skagafírði, Akureyri, Húsavík, á Héraði og í Vopnafirði. Iðnaðurinn lúti stjórn bænda I greinargerð með tillögunni kem- ur fram að markmið mjólkuriðnað- arins sé að vinna mjólk frá bændum og greiða þeim hæsta mögulega verð fyrir mjólkina. Það sé álit mjólkurframleiðenda að mjólkuriðn- aðurinn skuli vera að meirihluta í fé- lagslegri eigu og undir stjórn bænda. Fyrir því liggi einnig gild söguleg rök. Ennfremur segir í greinargerðinni að í núgildandi búvömsamningi í mjólk komi skýrt fram mikilvægi áhrifa bænda í iðnaðinum þar sem eigi að semja við hann um viðbótar- verð við það lágmarksverð sem skráð er hverju sinni. FRÉTTIR Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Jóhann sterkastur stórmeist- aranna VEITINGASTAÐURINN Grandrokk stóð í gær fyrir skákmóti þar sem allir níu stór- meistarar þjóðarinnar voru meðal þátttakenda. Hefur það ekki gerst áður að þessir kapp- ar hafí allir verið með í sama mótinu. Tveir þeirra, Friðrik Ólafs- son og Guðmundur Sigurjóns- son, hafa ekki teflt á móti ár- um saman. Ekki tókst þeim fé- lögum að blanda sér í toppbar- áttuna enda í lítilli æfingu. Svo fór að lokum að Jóhann Hjart- arson stóð uppi sem sigurveg- ari en næstir komu Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Ólafs- son og Margeir Pétursson. Á myndinni má sjá sigurvegar- ann Jóhann Hjartarson hefja taflið gegn Þresti Þórhallssyni. Tekjur hins opinbera voru 792 þús. kr. á hvern mann á síðasta ári 132 þús. kr. tekjuauki á mann síðustu fímm árin Um 8,2% af landsframleiðslu fara til heilbrigðismála TEKJUR hins opinbera reyndust vera vera um 792 þúsund krónur á hvem mann á síðasta ári og hafa aukist jafnt og þétt á þennan mæli- kvarða síðustu fímm ár eða um 132 þúsund krónur á mann. Útgjöldin reyndust hins vegar vera um 784 þúsund krónur á mann á síðasta ári og hafa sveiflast á fimmtíu þúsund kr. bili á þennan mælikvarða á þessum áratug. Þetta kemur fram í nýútkomnu riti Þjóðhagsstofnunar um búskap hins opinbera á árunum 1997-1998. Fram kemur að bráðabirgðatölur bendi til þess að heildartekjur hins opinbera hafi numið 216 milljörð- um króna á síðasta ári eða sem nemur 36,9% af landsframleiðslu, sem er lítilsháttar hækkun á hlut- falli af landsframleiðslu frá árinu áður. Útgjöldin námu 213,5 millj- örðum króna, sem jafngildir 36,5% af landsframleiðslu. Skattekjurnar jukust um 22 milljarða kr. Skatttekjur hins opinbera jukust um nálægt 22 milljarða króna í fyrra frá árinu 1997 eða um 6,5% að raungildi miðað við verðvísitölu landsframleiðslu. í ríkissjóð runnu um 156,2 milljarðar króna og til sveitarfélaga 46,5 milljarðar. Fram kemur að þessa raunaukningu megi fyrst og fremst rekja til hagstæðrar efnahagsþróunar, en kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi aukist um 9% á árinu og einkaneysla um 11%. Tekju- og eignatengdir skattar juk- ust um 10,5 milljarða króna og veltuskattar um rúmlega 11 millj- arða króna á síðasta ári. Útgjöld í krónum talið hækkuðu um 20 milljarða króna milli áranna 1997 og 1998 eða um 5% að raun- gildi. Mest er útgjaldahækkunin í samneyslunni en hún hækkaði um 14,3% í krónum talið milh ára eða um 3% að raungildi. Þá kemur fram í ritinu að útgjöld til heilbrigðismála á mann hafa auk- ist um 3,4% á fóstu verði síðustu átta ár, en á síðasta ári voru greidd- ar 149 þúsund kr. á mann til heil- brigðismála, sem jafngildir rúmlega 6,9% af landsframleiðslu. Séu út- gjöld heimilanna einnig talin með fara um 8,2% af landsframleiðslu til heilbrigðismála. Ellert B. Schram og félagar tilkynna að þeir séu hættir við framboð fyrir alþingiskosninga í vor Viðræður við Frjálslynda flokkinn sigldu í strand Vona að við náum með einhverjum hætti að sameina kraftana, segir Sverrir Hermannsson Ellert. Hann kvaðst ásamt félögum sínum hafa lagt fyrir fulltrúa Frjálslynda flokksins á miðvikudagskvöld hug- myndir um kosninga- bandalag þeirra sem breyta viija fram- kvæmd kvótakerfisins, sem FF gæti átt aðild að eins og hver annar hópur eða einstakling- ur. Þær viðræður hafi hins vegar verið árang- urslausar en honum sé ekki kunnugt um á Sverrir Ellert B. hverju hafi steytt. Hermannsson Schram „Frjálslyndi flokkurinn ELLERT B. Schram tilkynnti í gær að viðræður hans og Guðmundar G. Þórarinssonar verkfræðings og Jóns Magnússonar lögmanns við forsvars- menn Frjálslynda flokksins hefðu siglt í strand. í kjölfarið hefði hann ákveðið að gefa ekki kost á sér til framboðs til Alþingiskosninganna í vor. Ellert kveðst hafa verið tilbúinn til að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í Reykjavík að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Ellert sagði að fulltrúar Frjáls- lynda flokksins hefðu þráfaldlega óskað eftir liðveislu hans en hann hefði jafnan vísað slíkum beiðnum á bug. Formaður FF, Sverrir Her- mannsson, hefði viljað að þeir gengju í flokkinn og væru frambjóðendur fyrir hönd flokksins, en það hefði aldrei komið til greina af sinni hálfu. „Þrennt hefur þar ráðið mestu. í fyrsta lagi er ég flokksbundinn sjálf- stæðismaður og hef enga löngun til að fara í framboð fyrir annan flokk enda þótt ég treysti mér ekki til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í þessum kosningum að óbreyttri stefnu. í öðru lagi hef ég áður setið á þingi og hef ekki haft metnað til að fara þangað aftur. Eg hef talið þeim kafla í lffi mínu lokið. I þriðja lagi er ég oddviti stórrar almannahreyfingar, íþróttahreyfingarinnar, og hef ekki talið það henta hagsmunum hennar að ég sé að vasast í flokkspólitísku framboði," sagði Ellert þegar hann tilkynnti ákvörðun sína skömmu eft- ir hádegi í gær. Ellert kvaðst eindregið vera mót- fallinn núverandi kvótakerfi og hann ásamt félögum í starfi hóps um auð- lindir í almannaþágu telji brýnt að breyta því hið fyrsta. Hér á landi sé að þróast stéttaskipt þjóðfélag ann- ars vegar lénsherra og hins vegar leiguliða. Hann líti svo á að kosning- ar til Alþingis í vor eigi að snúast um þetta mál, sem sé stærsta lífshags- munamál þjóðarinnar. „Kosningin til Alþingis á að vera nokkurs konar þjóðaratkvæði um gjafakvótann. Eftir fjögur ár er það fjórum árum of seint. Ef úrslit þingkosninganna verða þau sem skoðanakannanir t.d. í Morgunblaðinu í dag [gær] segja til um, er það ávísun fyrir stjórnar- flokkana um óbreytta stefnu. Traust fylgi og atkvæði kjósenda þessara flokka verða notuð til að halda hlífi- skildi yfir óbreyttri stefnu," sagði hefur með öðrum orð- um hafnað þessari leið. Við því er ekkert að segja. Þeirra var frum- kvæðið að því að fá okkur til liðs við sig og það er auðvitað flokksins að ákveða hvernig hann stendur að sín- um framboðsmálum. Af minni hálfu og félaganna er það mál þar með úr sögunni." Ellert sagðist hafa íhugað mögu- leikann á framboði og hafi ráðið miklu um þar hugleiðingar að hann hefði haft aðgang að niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var dagana 15. til 22. mars, þar sem 30,2% þeirra sem afstöðu tóku kváð- ust geta hugsað sér að kjósa nýjan lista undir hans forystu, sem hefði að markmiði að „berjast gegn ókeypis afhendingu fiskveiðikvót- ans.“ Fijálslyndi flokkurinn hyggst birta lista fljótlega Frjálslyndi flokkurinn sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem segir m.a. að flokkurinn hygðist birta framboðslista sína innan skamms. Aðspurður kveðst Sverri Hermanns- son telja það miður að ekki hafi verið hægt að ná saman á þeim forsendum sem Ellert og hans félagar lögðu fyr- ir Frjálslynda flokkinn. „Mín mið- stjórn gat ekki fellt sig við þær for- sendur og því álitum við að þessar viðræður hefðu ekki náð tilgangi sín- um. Vegna þess að tíminn líður hratt ákváðum við að tilkynna eins fljótt og kostur er okkar framboð. En ég vona innilega að þessir samferða- menn okkar í hugsjónum um sama meginmál og við, þ.e. breytingar á stjórn fiskveiða, ljái þessu lið og við náum með einhverjum hætti að sam- eina kraftana." Sverrir kveðst telja það veikja stöðu andstæðinga kvótakerfisins ef þeir nái ekki höndum saman. „En ég ítreka, ég vona að við finnum ein- hvern flöt á samstarfi þannig að kraftarnir nýtist sem best í þessari lífsnauðsynlegu baráttu. Annað væri mikið slys,“ segir Sverrir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.