Morgunblaðið - 27.03.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.03.1999, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Fyrsti stjómarfundur SH eftir aöalfimd: Friðriki sagt upp Sm ? - stjómin Mofiiaöi í afstööu sinni Stjóm Sölumiöstöövar hraö- frvstihú«»»mn ilrvaR * TIL hamingju með afmælið. Ný reglugerð um tannlæknaþjónustu við fatlaða Ekki verður hægt að stunda forvarnir NÝ reglugerð um þátttöku Trygg- ingastofnunar ríkisins í tannlækna- kostnaði sjúkratryggðra bama kemur nánast í veg fyrir að hægt sé að stunda forvamir meðal fatlaðra bama, að sögn Gunnars Þormars tannlæknis en hann hefur um árabil annast tannlæknaþjónustu fatlaðra bama á Lyngási í Reykjavík. Gunnar Þormar segir forvamir gmndvallaratriði í tannheilsu fatl- aðra og þroskaheftra bama þar sem iðulega sé erfitt að eiga við tannvið- gerðir þeirra og oft þurfi jafnvel að grípa til svæfingar við einíoldustu aðgerðir. Því sé nauðsynlegt að geta sinnt forvörnum en þær hafa m.a. falist í skoðun, eftirliti og fræðslu. Með forvömum megi nánast koma í veg fyrir að tennur þeirra skemmist. „Nýja reglugerðin heim- ilar aðeins 20 mínútur á ári á hvem einstakling í skoðun, eftirlit og fræðslu, hún leyfir ekki flúormeð- ferð eftir 12 ára aldur og skorufyll- ingar em takmarkaðar og settar um þær reglur sem er nánast útilokað að framfylgja," segir Gunnar í sam- tali við Morgunblaðið. Hann segir að kringum 490 fótluð böm hafi not- ið tannlæknaþjónustu í fyrra og að hún hafi kostað 8,6 milljónir króna. Það segir hann vera um 1% af út- gjöldum TR til tannlækninga. „Vegna þessara breytinga er því ekki lengur hægt að veita þá þjón- ustu sem við höfum veitt í Lyngási í 20 ár og felst í leiðbeiningum til starfsfólks auk þjónustunnar við bömin. Og það undarlega í þessari breytingu er að á sama tíma og Tryggingastofnun er að skera niður forvamir er hún að rýmka heimild til að bora í tennur og gera fyllingar og má veita slíka þjónustu fyrir allt að 30 þúsund krónur á ári.“ Ósk um viðræður hafnað Gunnar Þormar segir tannlækna hafa reynt að fá málið rætt við full- trúa Tryggingastofnunar en þeir hafi ávallt neitað viðræðum. „Þeir neita alfarið að ræða leiðréttingu á þessari réttindaskerðingu og þess vegna get ég ekki annað en tilkynnt foreldmm barna á Lyrigási að þessi þjónusta leggist af og bent þeim á að þeir og hagsmunafélög fatlaðra láti heyra frá sér um þessi mál svo að eftir verði tekið,“ segir Gunnar og vísar þar til bréfs sem sent var foreldmm bama í Lyngási í gær. Önnur breyting í umræddri reglu- gerð er sú að aukin hafa verið rétt- indi um 350 barna til endurgreiðslu á tannlæknakostnaði úr 75% í 90. „Þetta finnst mér hrein sýndar- mennska því um leið em forvarnim- ar skornar niður en það em einmitt þær sem þetta fólk hefur mesta þörf fyrir,“ sagði Gunnar að lokum. itm ivin nefúðinn er /irkur og áhrifamikill. i er hægt að halda kvefínu í skefjum, án lyfseðils. Þú ferð í næsta apótek og nærð þér í Otrivin *-1 8 nefúða. Úðar einu sinni í hvora nös, allt að þrisvar sinnum á dag. Þá losnar um stfflumar, þú dregur andann djúpt, idræðalaust og lætur þér batna. o« Otri sem vinnur gegn iholum. Otrivin virkar fljótt og < ». sviðat m. VarúS; hafa ykkur vel bolgu, ísland og Atlantshafsbandalagið Fortíð, nútíð o g framtíð Eggert Þór Aðalsteinsson Idag klukkan 14 verður haldin ráðstefna í Há- skólabíói, sal 4, um ís- land og NATO. Yfirskrift ráðstefnunnar er Fortíð, nútíð og framtíð. Fjallað verður um þetta efni í tveimur hlutum, fyrst tal- ar Valur Ingimundarson sagnfræðingur um varn- armál og landhelgismál Islendinga í tengslum við NATO og svo talar Guðni Th. Jóhannesson sagn- fræðingur um Island og NATO eftir kalda stríðið. Einnig tala Bima Þórðar- dóttir frá Samtökum her- stöðvaandstæðinga og Jón Hákon Magnússon frá SVS-Varðbergi. í seinni hluta ráðstefnunn- ar ræða stjómmálamennimir Bjöm Bjamason menntamála- ráðherra, Siv Friðleifsdóttir al- þingismaður, Guðmundur Ami Stefánsson alþingismaður og Kristín Halldórsdóttir alþingis- maður um ísland og NATO. Eft- ir framsöguræður verða pall- borðsumræður. Fundarstjóri er Baldur Þórhallsson stjómmála- fræðingur. Einn af forvígis- mönnum téðrar ráðstefnu er Eg- gert Þór Aðalsteinsson. Hann var spurður hver væri ástæðan fyrir því að þetta efni væri tekið upp núna? „Tilefnið er fyrst og fremst fimmtíu ára afmæli Atlantshafs- bandalagsins og það að fimmtíu ár em liðin síðan Bjami Bene- diktsson, þáverandi utanríkis- ráðherra, ritaði undir stofnsátt- mála bandalagsins fyrir íslands hönd. Okkur þótti tilvalið að koma saman ráðstefnu fræði- manna og stjórnmálamanna til þess að ræða tengsl Islands og NATO í sögulegu ljósi og það sem sýnist vera framundan." - Þetta var mikið hitamál á sín- um tíma, hvernig virðist ykkur afstaða manna vera núna, þegar NATO hefur hafið loftárásir á Jú- góslavíu, en það er í fyrsta skipti sem bandalagið hefur á þennan hátt haft hemaðarafskipti af inn- anlandsmálum ríkis sem ekki hef- ur ráðist á bandalagsríki? „Það vom afar miklar deilur þegar tekist var á um væntan- lega aðild íslendinga að NATO á sínum tíma. Nú horfir þetta allt öðravísi við. Nýjustu atburðir í Júgóslavíu em eldd á dagskrá ráðstefnunnar nema þá óbeint, enda var ekki komið til loft- árásanna þegar hún var skipu- lögð. Ég held að það hafi ríkt mikil sátt um Atlantshafsbanda- lagið síðastliðin 25 ár, eða síðan vinstri stjómin 1971 til 1974 lét af áformum sínum um að endur- skoða varnarsamninginn milli Is- lands og Bandaríkjanna, fyrir hönd NATO. Síðan þessu atriði lauk og einnig síðasta þorskastríði við Breta hefur ekM komið til neins ágreinings milli manna um þetta efni og litlar umræður hafa orðið um að ís- land gengi úr NATO. Ástæðan fyrir því að við vildum fá stjóm- málamenn til að taka þátt í þess- ari ráðstefnu er að við viljum fá fram sjónarmið helstu flokka landsins til aðildar okkar að NATO. Síðustu atburðir í Jú- góslavíu skerpa sjálfsagt til muna skoðanir manna í þessum efnum, heilmikil umræða er að ►Eggert Þór Aðalsteinsson er fæddur í Reykjavík árið 1976. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1996 og stundar nú nám í sagnfræði og stjórnmálafræði. Hann var formaður félags sagnfræðinema á síðasta ári. Eggert er í sambúð með Erlu Hlín Helgadóttur, nema í sál- fræði og viðsMptafræði. fara í gang um NATO af þessu tilefni." - Um hvað fjalla sagnfræðing- arnir nánar til tekið í sínum fyr- irlestrum ? „Guðni ætlar annars vegar að fjalla um vamarsamstarfið við BandaríMn, sem er nátengt NATO. Eftir að kalda stríðinu lauk hefur herstöðin á Miðnes- heiði minna hemaðarlegt vægi að því er menn telja og hafa Bandaríkjamenn viljað draga all- ar sínar omstuþotur frá herstöð- inni en íslendingar fengu því framgengt að fjórar þotur era hér áfram. Hins vegar fjallar Guðni um stækkun NATO, eink- um með tilliti til Eystrasalts- þjóðanna og hvemig íslenskir fræðimenn líta á þessi mál. Valur ætlar að fjalla um tengsl land- helgismála og tengsl vamar- samningsins við NATO-aðild Is- lendinga og er það mjög forvitni- legt sjónarmið." - Verður rætt sérstaklega um dvöl bandaríska hersins hér á landi? „Óhjákvæmilegt er að tala um þessi málefni saman, þau em svo samtvinnuð. Öll umræða um ör- yggis- og vamarmál kemur alltaf að annars vegar bandaríska hemum og hins vegar Atlants- hafsbandalaginu, það er sama hvort um er að ræða stuðnings- menn eða andstæðinga herstöðv- arinnar hér.“ -Reynið þið að gæta fyllsta hlutleysis á þessari ráðstefnu í umræðum um þessi eldfímu efni? „Það ætlum við að gera, við ætlum að láta öll sjón- armið koma fram, bæði í fortíð og nútíð, enda teljum við að það sé ekki hægt að halda alvöra ráðstefnu um þessi mál án þess allar raddir heyrist. Öll öryggis- og ut- anríkismál era eðli málsins vegna svo viðkvæm að nauðsynlegt er að halda öllum umræðum um þau á skynsamlegum nótum. Þessi ráðstefna, sem að standa Félag sagnfræðinema og Alþjóðafélag stjómmálafræðinema, er liður í þeirri viðleitni. Allii* era vel- komnir á ráðstefnuna." Viljum fá fram sjónarmið helstu flokka landsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.