Morgunblaðið - 27.03.1999, Síða 10

Morgunblaðið - 27.03.1999, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/ HALLDOR Asgrfmsson, formaður Framsóknarflokksins, flutti ræðu við upphaf miðstjórnarfundar flokksins í gær. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, við upphaf miðstjórnariimdar í gær Astæðulaust að óttast um- ræðu um aðild að ESB Halldór Asgrímsson, formaður Framsókn- arflokksins, lýsti yfír í ræðu við upphaf fundar miðstjómar flokksins í gær að fram- sóknarmenn væru tilbúnir að vinna að nýrri sátt um stjórnkerfí fískveiða og skoða allar tillögur um breytingar sem upp kæmu en hann sagði að afmarkaðar breytingar skil- uðu þjóðinni mestum afrakstri. Halldór sagði einnig að menn ættu ekki að óttast að ræða hvort það þjónaði framtíðarhagsmun- um að skoða aðild að Evrópusambandinu. átökum enda eru þau í óþökk þjóð- HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsókn- arflokksins, kom víða við í ræðu sinni við upphaf miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins í gær og fjallaði m.a. ítariega um sjávarút- vegsmál. Halldór sagði að kerfi fiskveiðistjómunar sem upp var tekið hefði nú skilað þeim árangri, sem að var stefnt en lög um sjávar- útveginn þyrftu að vera í stöðugri endurskoðun. Fiskveiðistjórnun þyrfti að skila hámarksarði til sam- félagsins, sem ætti auðlindina og einnig þyrftu þessi lög að vera í takt við réttlætiskennd þjóðarinn- ar. Sá kafli ræðunnar, sem fjallar um sjávarútvegsmál, birtist í heiid hér á síðunni. Vinstri öflin vígbúast tii átaka Halldór gagnrýndi í ræðu sinni harðlega vinstri og hægri stefnur í stjórnmáium og lagði áherslu á að Framsóknarflokkurinn væri frjáls- lyndur miðjuflokkur. „Öfugt við al- þjóðaþróun og framsækna miðjupólitík gerast þau tíðindi nú á íslandi að vinstri öflin fylkja liði fyr- ir kosningar og vígbúast til átaka og kalt stríð er enn einu sinni boðað í stjómmálum. Petta afturhvarf til fortíðar era slæm tíðindi þegar ný öld er að hefjast. Framsóknarflokk- urinn hafnar þátttöku í þessum arinnar og henni í óhag, sagði hann. Halldór gagnrýndi einnig frjáls- hyggjuna og sagði að nú væra flest- ir hlaupnir frá þeim hugmyndum. Sömu sögu væri að segja af sósíal- isma og kommúnisma. „Hinir þraut- seigu talsmenn sósíalismans hér á landi hafa þó ekki látið bugast af reynslu né staðreyndum, frekar en fyrri daginn, heidur telja þeir sig hafa uppgötvað splunkunýja vinstri stefnu, sem hafí þá náttúra að hún sé jafngóð og sú gamla var vond. Pjóðin hlýtur að átta sig á því að ekkert hefur breyst. Sama fólk, sama sameiningartal, sama sundur- lyndi. Til hægri og vinstri hefur ekkert breyst nema á yfirborðinu. Og enn er boðað kalt stríð milli þessara aðila. Það sem þessar fylkingar til hægri og vinstri hafa ekki áttað sig á er að þjóðfélagið verður æ flókn- ara og jafnframt verður æ fráleitara að einfaldar lausnir komi að gagni og geti verið undirstaða framfara. Og verði völd þessara flokka of mik- il leikur enginn vafí á því að þeir munu leita uppruna síns og gi’ímu- lausar öfgar verða áberandi í stjórnarháttum og stefnumálum þeirra. Þessar öfgar þekkjum við frá upphafi þeirrar aldar sem nú er að líða. Gamlar kreddur era ekki lykill að framförum á næstu öld,“ sagði Halldór. Halldór vék einnig að Evrópu- málunum og sagði að íslendingar ættu ekki að óttast að ræða um hvort það þjónaði framtíðarhags- munum þjóðarinnar að skoða aðild að Evrópusambandinu. ,^A.ðild okkar kemur ekki til greina, ef slík aðild á að kosta afsal á yfirráðum yfir auðlindum okkar. Um þetta eru flestir sammála. Hitt veit enginn hvort okkur tækist að gera öðravísi samninga en áður hafa verið gerðir fyrr en á slíkt reynir. Sérstaklega er þetta skoð- unarvert ef við væram samstiga Færeyingum og Grænlendingum, sem við höfum lengi átt gott sam- starf við. Ég tel því hollt fyrir Is- lendinga að vaktin sé staðin, ekki síður í þessum efnum en öðrum málum sem varða stöðu okkar í samfélagi þjóðanna. Af því að í hönd fer tími póli- tískra útúrsnúninga vil ég segja skýrt: Ég er ekki að leggja til að ísland sæki um aðild að Evrópu- sambandinu, heldur að möguleikar okkar í þessu efni sem öðrum séu skoðaðir. En það er beinlínis óverj- andi gagnvart komandi kynslóðum að láta eins og Evrópusambandið sé ekki til.“ Halldór vék einnig að stöðu efna- hagsmála og sagði að sterk bein þyrfti til að þola góða daga. „Það er spenna í íslenska hagkerfinu, við- skiptahalli er of mikill og fleiri hættumerki má greina. Ef við auk- um útgjöld ríkisins umfram hagvöxt er það ávísun á verðbólgu og halla- rekstur, sem mun koma harðast niður á þeim sem minnst mega sín,“ sagði hann. Refsingar í fíkniefnamálum ber skilyrðislaust að herða Halldór fjallaði einnig um ógnina sem stafaði af vímuefnum og sagði ástandið hér á landi fara versnandi. „Lífshætta steðjar að íslenski’i æsku og mun taka mörg, fjölmörg, líf ef ekki verður frekara að gert. Forvarnir verður enn að efla, ekki síst það starf sem Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðisráðherra hefur þegar hrandið af stað í samvinnu við sveitarfélögin. Refsingar ber skilyrðislaust að herða við sölu, fjármögnun og dreifingu eitursins, en neytendum ber að sýna milda festu, enda er þeim varla sjálfrátt. Lögregla og tollgæsla hafa verið að samræma aðgerðir og hefur þar verið unnið gott starf, en meiri fjár- muni og mannafla þarf til að tryggja að „sölumenn dauðans“, eit- urlyfjasalarnir, geti aldrei verið ör- uggir með sig. Meðferðarúrræðum verður að fjölga og það er algerlega óásættanlegt að ungir neytendur þurfi að bíða mánuðum saman eftir að komast úr þessum skelfilega vítahring. Ég lýsi Framsóknar- flokkinn fúsan til forystu í átaki allra stjórnmálaflokka og áhuga- hópa um þessi mál og tel algerlega nauðsynlegt að aukin fjárframlög komi til,“ sagði Halldór. Sjávarútvegsmál - breytínga er þörf HÉR fer á eftir í heild sá kafli í ræðu Halldórs Ásgrímssonar sem fjallar um sjávarútvegsmál: „Gjaldþrot veiða, gjaldþrot vinnslu, gjaldþrot byggða“. Á þann veg vora forspár og fyrirsagnir sem voru nánast daglegt brauð þegar ákveðið var að endurskipuleggja ís- lenskan sjávarútveg fyrir um tveim- ur áratugum. Hran undirstöðuat- vinnugreinar þjóðarinnar blasti við og þar með alls efnahagslífs í land- inu. Um þessa staðreynd er varla deilt. Kerfi fiskveiðistjórnunar sem upp var tekið hefur nú skilað þeim ár- angri, sem að var stefnt. Að minnsta kosti er nú svo komið að það virðist helst vera hagnaður af auðlindinni sem deilt er um skiptingu á, en ekki endalaust tap. Þetta er skýrt vitni um þann árangur sem náðst hefur. Lögin þurfa að vera í takt við réttlætiskennd þjóðarinnar Sjávarútvegur er mikilvæg undir- staða efnahags Islendinga og lög um hann þurfa að vera í stöðugri endur- skoðun eins og ég hef lýst margoft yfir og Framsóknarflokkurinn hefur oftar en einu sinni ályktað um. Jafn- framt hef ég margsagt að lög um fiskveiðistjórnun þurfi að skila há- marksarði til samfélagsins sem á auðlindina og einnig þurfi þessi lög að vera í takt við réttlætiskennd þjóðarinnar. Ýmislegt er umdeilt í þessum mál- um og gagnrýni hefur á stundum verið hörð. En við megum þó ekki gleyma árangrinum sem náðst hefur. Sé litið á kvótakerfið sem lyf sem sjávarútveginum var gefið á sínum tíma þegar í óefni stefndi, er enginn vafi að lyfið hefur haft mikil og góð áhrif. Hins vegar er augljóst að eins og önnur lyf hefur þetta haft nokkr- ar óþægilegar aukaverkanir sem finna þarf ráð við. Ýmsir þeir sem harðast ganga fram í gagnrýni á aukaverkanirnar hafa engar lausnii’ sýnt og engar tillögur birt sem lík- legri eru til meiri sáttar meðal þjóð- arinnar. Aðrir eru mun málefnalegri og hafa bæði tillögur og hugmyndir sem vert er að skoða vel. Tillaga stjórnarandstöðunnar mikilvæg sáttatilraun Tillaga stjórnarandstöðunnar um auðlindanefnd, sem ég fyrstur manna í stjórnarliðinu lýsti stuðningi við, var mikilvæg sáttatilraun í sjáv- arútvegsmálum. Ég bind vonir við að á tillögum nefndarinnar megi reisa þjóðarsátt til langrar framtíðar um fiskveiðistjórnun okkar. Stjórnarandstaðan sem flutti til- löguna á heiður skilinn fyrir að rétta sáttarhönd yfir flokkssjónarmið og pólitíska skammtímahagsmuni í þessu mikilvæga máli. Þetta á ekki síst við um Margréti Frímannsdótt- ur, sem nú er aðaltalsmaður Sam- fylkingarinnar. Einstaka liðsmenn hennar eru þó heldur ófriðlegir í miðri sáttargjörðinni, og svo virðist sem þeirra sjónarmið hafi orðið ofan á við mótun kosningastefnu Fylking- arinnar og þar með eigi að hlaupa frá eigin frumkvæði. Sem formaður Framsóknar- flokksins lýsi ég yfir því að gefnu tilefni og enn einu sinni að við erum tilbúin að vinna að nýrri sátt um sjávarútveginn og erum til í að skoða hvaða tillögu sem koma kann upp á borðið í því efni. Mér sýnist að afmarkaðar breytingar á núver- andi kerfi séu líklegastar til að skila þjóðinni mestum afrakstri enda hef- ur það í gi’undvallaratriðum gefist vel. Við skulum þó vera minnug þess að upplausn í sjávarútvegsmálum hefði í för með sér botnlausa rányrkju og efnahagslegt hran. Því má við nýja stefnumótun aldrei fórna grandvallarsjónarmiðum um vernd- un fiskistofna og ábyrga fiskveiði- stjórnun sem áfram skilar þjóðinni hámarkshagnaði og er ábyrg gagn- vart auðlindinni og komandi kynslóð- um. Framsóknarflokkurinn er reiðu- búinn að hafa forystu um að breyta lögum um fiskveiðistjórnun, þannig að sátt megi ríkja um þetta grand- vallarmál íslensks samfélags,“ sagði Halldór. (Fyrirsögn er höfundar, millifyrir- sagnir blaðsins.)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.