Morgunblaðið - 27.03.1999, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 13
FRETTIR
Málefni unglinga voru rædd á opinskáan hátt á fundi í Réttarholtsskóla
Eins árs
bið eftir
meðferð
Málefni unglinga sem lent hafa upp á
kant við samfélagið og leiðst út í neyslu
vímuefna og á braut afbrota voru viðfangs-
efni fundar sem haldinn var í Réttarholts-
skóla á miðvikudagskvöld. Þar kom fram
að víða er pottur brotinn og t.d. er bið
unglinga eftir meðferð hjá meðferðar-
stofnunum Barnaverndarstofu um eitt
ár. Trausti Hafliðason sat fundinn.
Morgunblaðið/Þorkell
DAVIÐ Bergmann Davíðsson unglingaráðgjafi ræddi umbúðalaust um
málefni afvegaleiddra unglinga á fundi í Réttarholtsskóla á miðviku-
dagskvöld.
TIL fundarins boðuðu Skólastjórafé-
lag Reykjavíkur og Davíð Bergmann
Davíðsson unglingaráðgjafi, þing-
menn, frambjóðendur í komandi
kosningum, borgarfulltrúa, sveitar-
stjórnarmenn í nágrenni Reykjavík-
ur og fulltrúa írá Barnaverndarstofu
á fund í Réttarholtsskóla. Um 30
manns mættu, þar af 6 þingmenn.
„Þetta er eins og að troða mar-
vaða, það gengur hvorki né rekur,“
sagði Haraldur Finnsson, skólastjóri
Réttarholtsskóla, um ástandið í mál-
efnum barna og unglinga.
Haraldur, sem talaði fyrstur á
fundinum, sagði að vandamál ung-
linga væru ekki einkavandamál skól-
anna, heldur væru miklu fleiri þættir
sem spiluðu þar inn í eins og foreldr-
ar, heimili og samfélagið sjálft.
Haraldur sagði að að mörgu leyti
væri verið að vinna gott starf innan
veggja skólanna, en að flestir þeÚTa
hefðu ekki tök á að sinna nema allra
nauðsynlegustu og brýnustu verk-
efnunum. Hann sagði að faglegt
greiningarstarf á hegðun barna og
unglinga væri afar mikilvægt, þar
sem hægt væri að greina snemma
hvaða börn og unglingar væru í
hættu. Hann sagði hins vegar alltof
fá böm og unglinga hafa verið
greind og að þar réði fjárskortur
mestu um.
17 ára með 69 mál
á skrá lögreglu
„Fíkniefnaheimurinn er örugglega
mjög framandi venjulegu fólki, enda
oft lygasögu líkast hvað þar gengur
á,“ sagði Davíð Bergmann.
Davíð ræddi umbúðalaust um
reynsluheim afvegaleiddra unglinga.
Davíð, sem sjálfur sagðist hafa lent í
ógöngum á sínum unglingsárum,
sagði að í grófum dráttum væri
hægt að skipta unglingum í tvo
hópa. Annars vegar væru það þeir
sem prufuðu hitt og þetta, smökk-
uðu t.d. áfengi og lentu kannski í
smávandræðum, en rifu sig upp og
lentu ekki á braut afbrota og fíkni-
efna. Hins vegar væru það hinir sem
prufuðu hitt og þetta en gætu ekki
hætt, einhverra hluta vegna. Hann
sagði mikilvægt að leggja fé i rann-
sóknir á þessum málum, en ekki
væri síður mikilvægt að takast á við
vandann eins snemma og mögulegt
væri, því fyrr sem það væri gert því
betra.
Að Davíðs mati eru það sértækir
námshæfileikar, ofvirkni og félags-
legai- aðstæður sem hafa hvað mest
að segja, hjá þeim hópi sem lendir á
villigötum. Hann sagði að líf þeirra
sem tilheyrðu hópnum snerist að
stórum hluta um að halda ákveðinni
virðingu og að oft brytist þetta út í
ofbeldi.
Davíð sagði að víða væri pottur
brotinn í málefnum unglinga og að
mjög erfítt væri að vinna að þessum
málum í því umhverfi sem þeim væri
búið. Hann sagðist oft vera að reyna
að koma börnum í skilning um það
að afbrot hefðu ákveðnar afleiðingar
en það gangi afar illa því skilaboðin
sem þau fengju af götunni væru önn-
ur. Hann nefndi mörg dæmi máli
sínu til stuðnings, m.a. tók hann
dæmi um 17 ára gamlan dreng sem
hefur 69 mál á skrá hjá lögreglu, en
hefur meira og minna gengið frjáls
og lítið verið hægt að aðstoða.
„Ekki er hægt að finna neina þjóð
sem ver jafnlitlum fjármunum i að
bjarga börnunum sínum,“ sagði
Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu, á fundinum í
fyrradag.
Að sögn Braga er sterkasta for-
vörnin sú að aðstoða þau börn sem
þurfa á meðferð að halda því þau
geta haft slæm áhrif á aðra og geta
dregið þá með sér út í neyslu vímu-
efna og út í afbrot. Hann sagði að
ef ekki yrði brugðist við vandanum
nú myndi hann bara stækka og
velta áfram eins og snjóbolti,
þannig að sífellt yrði erfiðara að
fást við hann.
Að sögn Braga er ástandið orðið
það slæmt að unglingar geta þurft
að bíða í eitt ár eftir meðferð, en
meðalbiðtími árið 1997 var 51 dag-
ur. Hann sagði að það væru í meg-
inatriðum tvær skýringar á þessum
aukna biðtíma. Annars vegar hefði
hækkun sjálfræðisaldurs í 18 ár
haft mjög mikil áhrif því í því kerfi
sem fyrir hefði verið hefði ekki ver-
ið gert ráð fyrir unglingum á aldr-
inum 16 til 18 ára. Hins vegar hefði
neysla „harðra efna“ aukist mikið
og það hefði enn bætt á vandann og
dæmi væru um það að unglingar
undir 16 ára væru farnir að sprauta
sig, sagði Bragi.
ÞINGMÖNNUM og frambjóðendum til kosninga var sérstaklega boðið
á fund um málefni unglinga þar sem fram kom að eins árs bið er eftir
meðferð á stofnunum Barnaverndarstofu.
Ríkisstjórnin skipaði nefnd
Bragi sagði að hægt væri að
skipta meðferðastofnunum í tvennt,
annars vegar væru Stuðlar, þar sem
fram færi greining og neyðarvistun
og vistmenn dveldu í 1 til 4 mánuði.
Hins vegar væri um að ræða lang-
tímavistanir á Torfastöðum, Geld-
ingalæk, Hvítárbakka, í Háholti og
Árbót.
A Stuðlum er rými fyrir 12 vist-
menn en öll hin heimilin, sem sjá um
langtímameðferð, hafa 6 rými. Bragi
sagði að þeir sem vistaðir væru á
þessum heimilum væru yfirleitt á
aldrinum 13 til 18 ára, en á Geldinga-
læk væru einnig börn undir 12 ára
aldri. Hann sagði samt að yfirleitt
væru fundin fósturheimili fyrir yngri
börnin eða þá að barna- og unglinga-
geðdeild annaðist þau. Hann sagði
að verið væi'i að bæta fjórum rýmum
við í Árbót og líklega yrðu rýmin
orðin 8 í Varpholti seinna á þessu
ári.
Rekstrarkostnaður meðferðar-
heimilanna allra er um 290 milljónir
króna á ári og sagði Bragi mikla þörf
á úrbótum. Hann sagði eftirspurnina
það mikla að í raun þyrfti að tvöfalda
núverandi aðstoð. Hann sagði að
ástandið hefði verið kynnt fyrir rík-
isstjórninni fyrir nokkrum vikum og
að skipuð hefði verið nefnd með full-
trúum frá dómsmála-, félagsmála- og
heilbrigðisráðuneytinu. Hann sagði
að nefndin hefði það hlutverk að yfir-
fara stöðuna og koma með tillögur
um úrræði. Fyrsti fundur nefndar-
innar er í dag og er áætlað að hún
skili af sér tillögum eftir u.þ.b. tvær
vikur.
Breytingar á
kj ördæmaskipan
Átta
þing'menn
sátu hjá
ÁTTA þingmenn sátu hjá
þegar atkvæði voru greidd um
frumvarp til stjórnskipunar-
laga á Álþingi á fimmtudag,
en í frumvarpinu felst m.a. að
kjördæmi í landinu verði fæst
sex en flest sjö. Fjörutíu og
tveir þingmenn greiddu at-
kvæði með frumvarpinu en
sjö greiddu atkvæði á móti.
Þeir þingmenn sem sátu
hjá við atkvæðagreiðsluna
eru: Hjálmar Jónsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins,
Magnús Stefánsson, þingmað-
ur Framsóknarflokksins,
Stefán Guðmundsson, þing-
maður Framsóknarflokksins,
Steingrímur J. Sigfússon,
þingflokki óháðra, Ásta Ragn-
heiður Jóhannesdóttir, þing-
flokki Samfylkingarinnar,
Guðrún Helgadóttir, þing-
flokki óháðra, Jóhanna Sig-
urðardóttir, þingmaður Sam-
fylkingarinnar og Össur
Skarphéðinsson, þingmaður
Samfylkingarinnar. Fjórir
síðastnefndu þingmennirnir
eru úr Reykjavíkurkjördæmi.
Þeir sex þingmenn sem
voru fjarstaddir atkvæða-
greiðsluna eru: Arnbjörg
Sveinsdóttir, Sjálfstæðis-
flokki, Einar Oddur Krist-
jónsson, Sjálfstæðisflokki,
Guðni Ágústsson, Framsókn-
arflokki, Kristján Pálsson,
Sjálfstæðisflokki, Lára Mar-
grét Ragnarsdóttir, Sjálf-
stæðisflokki og Sighvatur
Björgvinsson, Samfylking-
unni.
I!
Borgarmýri við
Vesturlandsveg
Óskum eftir að
800-1200 fm,
iðnaðarhúsnæði,
d. á Krókhálsi,
kaupa stórt
í Borgarmýri, t
Fosshálsi, Lynghálsi, Réttarhálsi.
Einnig kemur til greina iðnaðarhúsnæði norðan
Vesturlandsvegar, nálægt undirgöngum undir
Vesturlandsveg.
Vinsamlegast sendið inn nafn, heimilisfang og simanúmer til
afgreiðslu Mbl. merkt
„Iðnaðarhúsnæði - 2000“
fyrir 1. apríi.
Ættingjum og vinum, sem minntust mín með
heimsóknum, skeytum, gjöfum, blómum og
hlýhug á níræðisafmœli mínu, sendum við
hjónin innilegar þakkarkveðjur. Lifið heil.
Gissur O. Erlingsson.
NY VERSLUN
Sigurstjarnan
Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin)
Stórt
h. 201 sm
b. 61.5sm
Frá Pakistan:
Handunnin húsgögn,
ekta pelsar, leðurfatnaður,
ullarmottur og ýmsar gjafavörur
Opið virka daga frá ki. 12-18 og laugard. frá kl. 11-14.
Handverk í Hafnarfírði
í dag laugardag kl. 11-16 - Gleðilega páska!
F J Ö R Ð U R
miöbœ HafmrJjaröar