Morgunblaðið - 27.03.1999, Page 20

Morgunblaðið - 27.03.1999, Page 20
20 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ iii Morgunblaðið/Finnur Pétursson STARFSMENN Eyrasparisjóðs á Tálknafirði. Vélbúnaðurinn er keyptur hjá EJS og það voru starfsmenn þaðan sem settu tölvurnar upp. Pað var síðan starfsmaður frá tölvumiðstöð sparisjóðanna sem sá um uppsetn- inguna á hugbúnaðinum og gætti þess að allt virkaði rétt þegar af- greiðslan var opnuð á fimmtudags- morguninn. Þá kom starfsmaður frá Sparisjóði vélstjóra til þess að leið- beina heimamönnum við notkun kerfisins fyrsta daginn, en það hef- ur verið í notkun hjá stærri spari- sjóðunum um nokkurt skeið. Endurgerðu kvikmynd- ina Titanic Selfossi - Krakkarnir í 5. E.G. í Sandvíkurskóla unnu mikið þrek- virki á dögunum þegar þeir tóku sig til og framleiddu stuttmynd. Myndin var nokkurs konar end- urgerð af stórmyndinni Titanic sem sló svo eftirminnilega í gegn á síðasta ári. Krakkarnir léku sjálfír öll hlutverkin í myndinni en kennari þeirra, Elísabet Gerridsen, sá um leikstjórn og ráðgjöf við mynd- ina. Myndin var tekin upp um borð í Herjólfi í Þorlákshöfn, Sundhöll Selfoss og á Olfusárbrú. Myndin var síðan frumsýnd á breiðtjaldi á veitingastaðnum Pizza 67 á Selfossi og þar voru mættir krakkarnir og aðstand- endur þeirra og mátti vart á milli sjá hverjir skemmtu sér betur krakkarnir eða foreldrarnir. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason TILBOÐ voru opnuð í dreifikerfi fyrir hitaveitu Stykkishólms þriðjudaginn 23. mars og átti Borgarverk í Borgarnesi langlægsta tilboð í verkið að upphæð 123,3 millljónir króna. FRAMKVÆMDIR við hitaveitu fyrir Stykkis- hólm ganga vel. Myndin sýnir væntanlega varmaskiptistöð sem er í byggingu. Borgarverk með lægsta tilboð í dreifíkerfí hitaveitu Stykkishólms Stykkishólmi - Undirbúningur fyrir væntanlega hitaveitu fyrir Stykkis- hólm miðar vel og er ætlunin að hún komist í gagnið á þessu ári. Tilboð í lagningu dreifikerfis fyrir hitaveit- una voru opnuð á skrifstofu Stykkis- hólmsbæjar þriðjudaginn 23. mars. Þetta er síðasti áfanginn sem boðinn er út. Hér um að ræða þrjá sjálf- stæða áfanga dreifikerfis hitaveit- unnar, stofnæðar og heimæðar, jarðvinna og pípulögn ásamt frá- gangi. Alls bárust 7 tilboð og voru þau öll í alla áfangana. Lægsta tilboð kom frá Borgarverki hf. í Borgarnesi og munaði miklu á því og næstu tilboð- um. Borgarverk hf. bauð 123,3 millj- ónir króna í allt verkið og er það 95% af kostnaðaráætlun sem Verk- fræðistofa Sigurðar Thoroddsen gerði, hún hljóðaði upp á 130 millj- ónir króna. Næst lægsta tilboða kom frá Kolla ehf. í Stykkishólmi að upphæð 179 milljónir króna. Verk- lok eru áætluð 1. nóvember nk. Að sögn Ólafs Hilmars Svems- sonar bæjarstjóra eru flestir þættir varðandi hitaveituna að verða ljósir. Nú verða tilboðin yfírfarin og samið við lægstbjóðanda. Nýlega fékkst lofoð frá ríldsstjórninni um styrk til hitaveitunnar, sem nemur niður- greiðslum til lækkunar á húshitun heimilanna til næstu 5 ára. Þessi styrkur er áætlaður um 80 milljónir króna og segir Ólafur að hann skipti sköpum fyrir hagkvæmni hitaveit- unnar. Boðað verður til kynningar- fundar fyrir íbúa Stykkishólms eins fljótt og hægt er þar sem kynntar verða verkáætlanir, kostnaður og hvernig málin snúa að húseigendum. Ekki liggur enn fyrir hvernig eign- araðild hitaveitunnar verður háttað. Fram til þessa hefur undirbúningur- inn verið samstarfsverkefni Stykkis- hólmsbæjar og RARIK og eru við- ræður í gangi á milli þessara aðila um framhaldið og segir Ólafur Hilmar að ákvörðun um eignarhald verði að liggja fyrir fljótlega. Nýtt íþróttahús í Ólafsvík Öll tilboðin yfir kostn- aðaráætlun Ólafsvík - Opnuð hafa verið tilboð í byggingu nýs íþróttahúss í Ólafs- vík, en jarðvegsvinnu lauk þar fyrir nokkru. Því er hægt að hefjast handa við bygginguna strax og Framkvæmdasýsla ríkisins hefur farið yfir tilboðin og verktaki hefur verið valinn. Að sögn Kiistins Jónassonar, bæjarstjóra í Snæfellsbæ, hljóðar kostnaðaráætlun byggingarinnar upp á 216 miljónir króna, en fimm aðilar buðu í framkvæmdirnar. Lægsta tilboðið kom frá Skipavík í Stykkishólmi og hljóðar það uppá 217 mifjónir króna. Aðrir sem buðu í verkið voru Sól- fell í Borgarnesi 235 miljónir, Sprettur í Grundarfirði 230 miljón- ir, Varnir 269 miljónir, en hæsta til- boðið átti fyrirtækið Völundarverk í Reykjavík, 283 miljónir ki-óna. Aætluð verklok eru þann 1. ágúst árið 2000, en þá á húsið að vera full- byggt og frágangi lóðar lokið. Morgunblaðið/Sig. Fannar. HAMINGJUSAMIR kvikmyndaframleiðendur og leikarar á frumsýn- ingu. Á innfelldu myndinni er Elísabet Gerridsen leikstjóri. Nýtt af- greiðslukerfí hjá Eyra- sparisjóði Tálknafirði - Tekið hefur verið í notkun nýtt afgreiðslukerfí hjá Eyrasparisjóði á Tálknafirði. Um er að ræða kerfi sem á að lágmarka pappírsnotkun og tryggja öryggi viðskiptavina sparisjóðsins. Þetta nýja kerfi er mjög myndrænt og mun auðveldara í notkun og að- gengilegi’a en eldra kerfið. Að sögn Lilju Magnúsdóttur afgreiðslu- stjóra mæltist breytingin vel fýrir hjá viðskiptavinum sparisjóðsins og reynslan fyrstu tvo dagana lofar góðu um framhaldið. Helsta breytingin sem viðskipta- vinir verða varir við er sú, að nú þarf ekki að fylla út neina innleggs- eða úttektarmiða og til þess að kvitta fyrir viðskiptunum skrifa menn nafnið sitt á lítinn skjá sem er á afgreiðsluborðinu. Viðskiptin eru nánast pappírslaus. Morgunblaðið/Atli Vigfusson FRÁ kornræktarnámskeiðinu á Húsavík. Kornræktarnámskeið með myndfundabúnaði Laxamýri - Námskeið í kornrækt var haldið á Húsavík fyrir skömmu á vegum Búnaðarsambands S-Þing- eyinga og Bændaskólans á Hvann- eyri. Þetta er fyrsta námskeiðið á félagssvæði bænda í S-Þing. sem fer fram með myndfundabúnaði og voru þátttakendur mjög ánægðir með hvemig til tókst. Það var endurmenntunardeild Bændaskólans sem skipulagði nám- skeiðið og voru bændur frá Búnað- arsambandi Austur-Skaftfellinga staddir í framhaldsskóla Skaft. einnig á námskeiðinu og þá tengdir myndfundabúnaði. Kennarinn Bjarni Guðmundsson var staddur á Hvanneyri og var með fyrirlestur þaðan. Að því loknu unnu nemendur verkefni og síðan fóru fram frjálsar umræður og þótti mönnum það nýlunda að ræðast við á þennan hátt. M.a. var rætt um verkun og geymslu korns og sögðu bændur frá reynslu sinni í þeim efn- um. Þá var og rætt um framleiðslu- kostnað og þá þætti sem áhrif hafa á nýtingu uppskerunnar. Vaxandi áhugi er á kornrækt í Þingeyjarsýslu og þrátt fyrir óhag- stætt veður á sl. sumri eni menn bjartsýnir á komandi tíð. Morgunblaðið/Anna Ingólfs. ÞÁTTTAKENDUR í Fegurðarsamkeppni Austurlands. Efri röð frá vinstri: Lajla Beekman, 19 ára frá Breiðdalsvík, Jóhanna Katrín Guðnadóttir, 19 ára frá Neskaupstað, Ingibjörg Helga Þórhallsdóttir, 19 ára frá Fellabæ, Þóra Jóna Árbjörnsdóttir, 22 ára frá Eskifirði. Neðri röð frá vinstri: Ingibjörg Guðmundsdóttir, 20 ára frá Horna- firði, Diljá Rannveig Bóasdóttir, 21 árs frá Eskifirði og Berglind Þyrí Guðmundsdóttir, 20 ára frá Egilsstöðum. Fegurðarsamkeppni Austurlands Egilsstöðum - Fegursta stúlka Austurlands verður valin í Valaskjálf, laugardaginn 27. mars nk. Það eru sjö stúlkur sem keppa um titilinn en sú sem hreppir hann verður fulltrúi Austurlands í Fegurðarsam- keppni íslands. Stúlkurnar eru af öllu Austur- landi og halda til á Egilsstöðum síðustu dagana fyrir keppni til að undirbúa sig á allan hátt fyrir keppnina. Framkvæmdastjóri keppninnar er Kolbrún Nanna Magnúsdóttir og þjálfari stúlkn- anna er Katrín Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.