Morgunblaðið - 27.03.1999, Page 26

Morgunblaðið - 27.03.1999, Page 26
26 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Sjóvár-Almennra haldinn í gær Morgunblaðið/Golli EINAR Sveinsson, framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra, sagði á aðalfundinum að með vaxandi samkeppni hefðu iðgjöld farið lækkandi sem hefði aukið áhættuna sem tryggingafélagið ber. Er nú stærst á tryggingamarkaði Marel skilaði 9 m.kr. hagnaði í fyrra Veltuaukning fyrirsjáanleg á árinu SJÓVÁ-ALMENNAR hf. hafa nú leiðandi stöðu á íslenska trygg- ingamarkaðnum bæði hvað varðar markaðshlutdeild og afkomu. Petta kom fram í máli Einars Sveinsson- ar, annars af tveimur fram- kvæmdastjórum Sjóvár-Almennra á aðalfundi þess í gær, en Vátrygg- ingafélag Islands, VIS, hefur áður haft mesta markaðshlutdeiid. Einar sagði að með nokkurri ein- földun mætti segja að hagnaður Sjóvár-Almennra kæmi nú að ein- um fjórða frá vátryggingarekstri og að þremur fjórðu frá fjármála- rekstri. Þetta hlutfall hefði verið að breytast undanfarin ár þar sem vá- tryggingareksturinn hefði áður fyrr lagt til tvo þriðju hagnaðar en fjármálarekstur einn þriðja. Benedikt Sveinsson, stjómarfor- maður, sagði meðal annars í ræðu sinni á aðalfundinum að árið í fyrra hefði verið það besta í sögu félags- ins, sem stofnað var fyrir tíu árum, en hagnaður nam 464 milljónum króna. Hann kom einnig að að- stöðumun sem er milli erlendra og innlendra félaga sem selja trygging- ar hér á landi. „Nokkur munur er á starfsaðstöðu innlendra og erlendra aðila að því leyti að upplýsingar um innlend félög og rekstur þeirra í ein- stökum greinum liggur öllum opinn í ársreikningum þeirra og skýrslum Vátryggingaeftirlitsins (nú Fjár- málaeftirlits). Þessi munur skekkir að sjálfsögðu samkeppnisstöðuna og mikilvægt er að eitt gangi yfir alla í þeim efnum,“ sagði Benedikt. Skráning á Verðbréfaþingi Islands? Benedikt vék einnig að hlut rík- isins í slysatryggingum, og sagði að fyrir allmörgum árum hefði starfað nefnd sem átti að vinna að því að færa slysatryggingar frá ríkinu til einkaaðila, en eina niður- staðan af því starfi hefði verið að slysatryggingar ökumanna hefðu færst alfarið til vátryggingarfélag- anna. „Enn eru slysatryggingar vegna atvinnuslysa hjá Trygginga- stofnun og er þar um mikið óhag- ræði að ræða fyrir hina tryggðu sem flestir eru einnig með samn- ingsbundnar slysatryggingar hjá vátryggingarfélögum. Hagræði af einkavæðingu þessara trygginga er augljóst. Jafnframt er það eðli- legt að ti-yggingarfélögin hugi að því að í framtíðinni geti komið til þess að hluti sjúkratrygginga flytj- ist einnig til einkaaðila." I lok aðalfundarins kom Sveinn Andri Sveinsson, verðbréfamiðlari hjá Búnaðarbanka-Verðbréfum, með þá fyrirspum hvaða afstöðu stjóm og stjómendur Sjóvár-Al- mennra tækju til þess að skrá fé- lagið á Verðbréfaþingi íslands, en hlutabréf í félaginu em nú einungis boðin á Opna tilboðsmarkaðnum. Sveinn Andri bætti því við að hann ræki verðbréfasjóð þar sem ein- ungis mætti fjárfesta í félögum sem skráð væra á Verðbréfaþinginu. I svari við þessari spumingu sagði Benedikt Sveinsson að það væri álitamál hvort tímabært væri að skrá félagið á Verðbréfaþinginu. Nú væra í raun þrjú stór trygg- ingafélög á landinu þar sem Sjóvá- Almennar væri stærst, VIS væri næst stærst og væri ekki skráð á Verðbréfaþingi, og þar á eftir kæmu Tryggingamiðstöðin hf. og Trygging hf. sem stefndu að sam- einingu, en þau tvö síðastnefndu UMRÆÐUR um hvort flýta eigi þeirri breytingu hjá IBM-fyrir- tækinu, að í stað þess að vélbún- aður sé þungamiðja starfseminn- ar taki hugbúnaður og þjónusta við því hlutverki, hafa harðnað vegna tveggja tilkynninga sem varpa ljósi á málið. Fyrst var frá því skýrt að eins milljarðs dollara tap hefði orðið á einkatölvudeild IBM á síðasta ári, sem kom undarlega fyrir sjónir því að í heild skilaði fyrirtækið hagnaði upp á 6,3 milljarða doll- ara. Áskoranir í greininni Síðan tilkynnti IBM að fyrir- tækið hefði gert tækniþjónustu- samning til margi’a ára við spænska fjarskiptarisann Telefonica de Espana, sem sumir hefðu tiltölulega nýlega skráð sig á Verðbréfaþingi Islands. Benedikt sagði að einu röksemd- imar fyrir skráningu á Verðbréfa- þingi hefðu verið þær að þá myndu liggja fyrir meiri upplýsingar um félagið, og að jafnframt mætti þá vænta verðhækkana á bréfum fé- lagsins, og sagði hann þá að vænt- anlega ættu Sjóvá-Almennar þá verðhækkun inni, við nokkra kátínu fundarmanna. Benedikt sagði að það væri ekki alveg sjálfgefið að skrá ætti Sjóvá- Almennar á Verðbréfaþinginu, þar sem á þinginu væra enn nokkrir hnökrar. Hann sagði að það væri ákveðin vemd í því þar sem þá fysti ekki sérlega í það að lífeyrissjóðir færa að fjárfesta mikið í Sjóvá-Al- mennum, en margir þeirra mega aðeins fjárfesta í skráðum félögum. Benedikt Sveinsson sagði að lokum að þetta væri allt í skoðun og þeir myndu tilkynna það þegar skrán- ing færi fram á Verðbréfaþinginu, en honum hefði sýnst að bréfum Sjóvár-Almennra hefði heilsast ágætlega utan Verðbréfaþingsins. spá að muni skila fyrirtækinu allt að fimm milljarða dollara tekjum. Þessar tvær tilkynningar hafa ýtt undir áskoranir í greininni um að IBM losi sig við hina íþyngjandi einkatölvudeild sína og beini kröft- unum í æ ríkari mæli að annarri og arðvænlegri framleiðslu. Starfsmenn fyrirtækisins hafa hins vegar ítrekað stuðning sinn við einkatölvudeildina og segja að fyrirtækið verði að spanna allt svið nútíma upplýsingatækni og segja að fá fyrirtæki geri það með eins miklum sóma og IBM. Sumir sérfræðingar eru sam- mála, en flestir telja að IBM verði að koma í veg fyrir eins mikið tap framvegis, ef til vill með því að kaupa einingar í framleiðslu einkatölva frá utanaðkomandi seljendum. HAGNAÐUR Marel-samstæðunn- ar á síðasta ári nam 9 milljónum króna, samanborið við 140 milljónir árið 1997. Rekstrartekjur félagsins námu 3.775 m.kr. í fyrra en vora 4.093 milljónir árið á undan og lækkuðu því um 8% á milli ára. Tap af reglulegri starfsemi fyrirtækis- ins var 26 milljónir króna en hagn- aður var um 202 milljónir árið áð- ur. Samkvæmt fréttatilkynningu samanstanda óreglulegir liðir af sölu hlutabréfa fyrir 23 milljónir króna og gjaldfærslu vegna gjald- þrots umboðsaðila í Bretlandi um 17 milljónir. Heildareignir Marels og dótturfélaga í árslok 1998 vora bókfærðar á 2.710 milljónir króna. Skuldir námu 2.218 milljónum. Eigið fé í árslok var 492 m.kr. og lækkaði um 4 milljónir frá fyrra ári. Hörður Amarson, starfandi for- stjóri félagsins, segir ekkert koma á óvart í uppgjörinu enda var mönnum ljóst hvert stefndi við milliuppgjörið í fyrra, eftir sam- drátt fjárfestinga í fískiðnaði. „Nið- urstaðan er auðvitað óviðunandi en hins vegar eram við sáttir við að þær aðgerðir sem ráðist var í til að koma í veg fyrir taprekstur, skil- uðu tilætluðum árangri. Fastur kostnaður lækkaði, framleiðni jókst, verð aðfanga lækkaði og framlegð frá rekstri batnaði á síð- ari hluta ársins.“ Hann segir veltu- aukningu fyrirsjáanlega á þessu ári og gerir félagið ráð fyrir að hagnaður af rekstri verði viðun- andi. Hörður bendir á að rekstur dótt- urfélagsins í Bandaríkjunum hafi gengið vel á síðasta ári og umsvif þess tvöfaldast. Hann segir félagið vinna markvisst að því að kanna ný sóknarfæri þar sem sérstaklega væri horft til Bandaríkjanna og Evrópu. I frétt frá félaginu kemur fram að á undanförnum árum hafi náðst árangur í því að minnka áhættu í rekstri samstæðunnar með aukinni sölu í aðrar atvinnu- greinar en sjávarútveg. Gert er ráð fyrir að á árinu verði tæplega helmingur af vörasölu Marel og Carnitech, dótturfélagsins í Dan- mörku, til annars iðnaðar en fisk- iðnaðar. Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 15. apríl klukkan 15.00 í húsnæði fyrirtækis- ins að Höfðabakka 9. Á fundinum verða lagðar fram tillögm- stjómar um breytingu á samþykktum fé- lagsins, þannig að heimilt verði að taka upp rafræna skráningu og raf- ræn viðskipti með hlutabréf fyrir- tækisins, að greiða 5% arð af nafn- verði hlutafjár og að stjórnin hafi heimild til að kaupa eigið hlutafé. Vænlegur fjárfestingarkostur fyrir langtímaijárfesta Afkoma Marel fyrir árið 1998 er nokkuð í takti við þær spár sem markaðsaðilar hafa birt, segir Rósant Már Torfason hjá Við- skiptastofu íslandsbanka. Hann segir að afkoman fyrir árið í heild sinni sé ekki viðunandi, en þar muni mestu um slaka afkomu á fyrri hluta ársins. Seinni hluti ársins komi hins vegar mjög vel út og því virðist vera sem að þær aðgerðir sem gripið var til á fyrri hluta ársins hafi skilað árangri. Rekstrarhagn- aður seinni sex mánuði ársins 1998 hafi verið rúmar 64 milljónir en var rúmar 67 milljónir fyrir sama tíma- bil árið áður, en árið 1997 var það besta í sögu félagsins. Rekstrar- hagnaður á seinni hluta ársins 1998 er því nánast sá sami og fyrir sama tímabil árið áður þrátt fyrir að fjármagnsliðir hafi verið um 65 milljónum óhagstæðari á seinni hluta ársins 1998, segir Rósant. Veltufé frá rekstri seinni sex mánuði ársins jókst um 16,5% frá sama tímabili árið áður. Það verður því ekki annað sagt en að það hafi verið góður gangur hjá félaginu á seinni helmingi ársins. Miðað við gengi félagsins í dag þá era fjár- festar að vænta veralega bættrar afkomu á næstu árum. Afkomubat- inn á seinni helmingi ársins gefur tilefni til að ætla að svo geti orðið og era hlutabréfin því vænlegur fjárfestingarkostur fyrir langtíma- fjárfesta að sögn Rósants Más Torfasonar hjá Viðskiptastofu Is- landsbanka. Úr samstæðureikningi Marels hf. árið 1998 mm 1998 1997 Breyting Rekstrartekjur Milljónir kr. 3.774,6 4.092,9 -7,8% Rekstrargjöld 3.703,6 3.881,3 -4,6% Rekstrarhagnaður 71,1 211,6 -66,4% Fjárm.gj. umfram fjármunatekjur (97,0) (10,0) +867,3% Hagnaður af reglulegri starfsemi (26,0) 201,6 • Hagnaður fyrir skatta (20,0) 201,6 • Hagnaður ársins 9.1 140,2 -93,5% 31. des. 1998 1997 Breyting Veitufjármunir 2.042,3 1.705,4 +19,8% Fastafjármunir 667,7 845,5 -21,0% Eignir samtals 2.710,0 2.550,9 +6,2% Skammtímaskuldir 1.020,1 1.096,7 -7,0% Langtímaskuldir 1.152,5 879,0 +31,1% Skuldir samtals 2.218,4 2.055,6 +7,9% Eigið fé 491,6 495,3 -0,8% Veltufé frá rekstri 82,9 307,1 -72,7% Deilur standa um framtíð IBM New York. Reuters.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.