Morgunblaðið - 27.03.1999, Side 33

Morgunblaðið - 27.03.1999, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 33 ÁRÁS NATO Á JÚGÓSLAVÍU Serbar sakaðir um að hefna árása NATO grimmilega Belgrad, Brussel. Reuters. ___________________I ÞRÁTT fyrir loftárásir Atlants- hafsbandalagsins (NATO) á skot- mörk í Kosovo eru Serbar sagðir halda áfram ódæðisverkum sín- um í héraðinu og hefur þeim, ef eitthvað er, fjölgað til muna. Ser- bneskar öryggissveitir eru sagð- ar ganga um myrðandi fólk og brennandi heilu byggðarlögin í hefndarskyni fyrir árásir NATO. Fáir voru á ferli í Pristina, hér- aðshöfuðborg Kosovo, í gær enda óttaðist fólk frekari ódæðisverk Serba. David Wilby, talsmaður hern- aðarmála hjá NATO, sagði frá því í gær að öruggar heimildir væru fyrir því að stjórnvöld í Jú- góslavíu hefðu sleppt úr fangelsi þrjú hundruð harðsvíruðum glæpamönnum sem nú færu eft- irlitslaust um Kosovo og fremdu alls kyns óhæfuverk. Fregnir bárust af því að Serbar hefðu OHÆFUVERKIN ráðist inn á heimili Kosovo-Al- bana í tveimur bæjum í vestur- Kosovo, auk þess sem þeir létu greipar sópa í verslunum þeirra. Munu þrír Kosovo-AIbanar hafa verið myrtir og jafnframt særð- ust tíu. Óstaðfestar fregnir hermdu einnig að Serbar hefðu myrt þrjátíu óbreytta borgara og brennt hús þeirra til grunna í bænum Suva Reka í gær og fyrradag. Að sögn fréttastofu Frelsishers Kosovo (UCK) voru konur, börn og gamalmenni með- al þeirra látnu. Ódæðisverkin ekki afleiðingar loftárása NATO í Tírana, höfuðborg Albam'u, greindi albanski upplýsingamála- ráðherrann Musa Ulqini frá því að 176 Kosovo-AIbanar, sem fóru yfir landamærin til Albaníu í fyrradag, til að flýja átök í Kosovo, hefðu flutt fregnri af Ijöldamorðum Serba í landamærabænum Dobrune. Þar Reuters ÍBÚI í Pristina tekur til í rústum byggingar sem varð illa úti í loftárásum NATO í fyrrinótt. hefðu ung skólabörn verið neydd til að horfa á serbneskar her- sveitir taka tuttugu kennara sína af lífi. Jafnframt er haft eftir Kosovo- Albönum að Serbar hefðu kveikt elda í bænum Podujevo í norður- Kosovo, til að svara fyrir árásir NATO, og að meira en helming- ur bæjarins væri nú rústir einar. Loks eru Serbar sakaðir um að hafa brennt hluta borgarinnar Djakovica í Suður-Kosovo. Wesley Clark, yfirmaður her- afla NATO, lét í gær hafa eftir sér að loftárásir NATO gætu því miður ekki komið í veg fyrir ódæðisverk Serba í Kosovo. Hann sagði athæfi Serba þar síð- ustu daga ekki afleiðingu loft- árása NATO því Slobodan Milos- evic, forseti Júgóslavíu, hefði lengi lagt á ráðin um slíkar her- ferðir. Með því að fyrirskipa sveitum sínum að safna saman þorpsbúum og taka af lífi ýmsa málsmetandi menn í samfélagi Kosovo-Albana væri Milosevic að fylgja áætlunum sínum um þjóð- ernishreinsanir í Kosovo. Eftirköst Balkanstríða láta enn á sér kræla eftir Balkanstríðin og Austurríkis- menn biðu eftir átyllu til að ganga milli bols og höfuðs á Serbum. Til- efnið gafst 28. júní árið 1914 þegar bosnískur menntaskólanemi réð ríkisarfa Austurríkis-Ungverja- lands og konu hans af dögum í Sarajevo. Ráðamenn í Vín lýstu yfir stríði á hendur Serbíu 28. júlí 1914 og viðbrögð stórveldanna við morð- inu réðu úrslitum um að fyrri heimsstyrjöldin skall á. PUÐURTUNNAN Balkanskagi hefur ver- ið nefndur „órólega hornið í Evrópu“ og þessi púðurtunna tendraði ófriðarbál heimsstyrj aldarinnar * fyrri árið 1914. A árun- um 1912-13 voru háð tvö stríð á Balkanskaga og ekki sér enn fyrir endann á eftirköstum þeirra. FYRRA Balkanstríðið hófst í októ- ber 1912 þegar Serbar, Búlgarar, Svartfellingar og Grikkir börðust við Tyrki, sem biðu ósigur. Síðara stríðið var háð sumarið 1913 þegar Búlgarar börðust við Serba og Grikki um landvinningana úr fyrra Balkanstríðinu. Búlgarar fengu einnig á móti sér Rúmena og Tyrki og vora bornir ofurliði. Tyrkir höfðu ráðið Balkanskaga frá því á 14. og 15. öld og á þessum tíma var veldi þeirra á svæðinu að leysast upp. Rúmenar, Búlgarar og Serbar losuðu sig undan tyrknesk- um yfirráðum í bandalagi við Rússa, sem litu á sig sem verndara slav- nesku þjóðanna gegn yfirgangi Tyrkja og Austurríkismanna og stefndu að því að ná undirtökunum á Balkanskaga. Eins og serbneskir þjóðernissinn- ar nú áttu Serbar sér þann draum á þessum tíma að stofna Stór-Serbíu sem næði einnig til Bosníu og Her- segóvínu, Króatíu og Slóveníu. Flestir Króatar og Slóvenar til- heyrðu austurríska keisaradæminu, sem stóð mikil ógn af serbnesku þjóðernissinnunum. Austurríkis- menn óttuðust að öflugt ríki Serba i bandalagi við Rússland myndi ógna hagsmunum þeirra. Þegar Austurríkismenn innlim- uðu Bosníu og Hersegóvínu árið 1908 olli það mikilli reiði í Serbíu og þjóðernissinnar sóttu í sig veðrið. Balkanþjóðirnar bindast samtökum Mikil spenna og þjóðernisólga var á Balkanskaga á þessum tíma. Albanar risu upp gegn Tyrkjum ár- ið 1909-12 og lýstu yfir sjálfstæði. Serbar, Búlgarar og Grikkir gerðu einnig tilkall til landsvæða í Ma- kedóníu. Tyrkir bönnuðu stjórn- málaflokka og samtök þjóðernis- sinna í Makedóníu og það varð til þess að vopnaðir hópar þjóðernis- sinna hófu skæruhemað. Til að Balkanþjóðirnar gætu bor- ið sigurorð af Tyrkjum þurftu þær að taka höndum saman og þær fengu kjörið tækifæri til þess í sept- ember 1911 þegar stríð blossaði upp milli Tyrkja og ítala í Norður-Af- ríku. Skömmu síðar hófu Serbar og Búlgarar viðræður um að bindast samtökum gegn Tyrkjum og þjóð- irnar náðu samkomulagi um skipt- ingu Makedóníu fyrir milligöngu Rússa í mars 1912. Grikkir og Búlgarar sömdu einnig um samstarf í maí sama ár en samkomulag náð- ist ekki í deilu þeirra um skiptingu Makedóníu. Svartfellingar gengu einnig í bandalagið. Tyrkir bornir ofurliði Stríðið hófst í október 1912 og um 550.000 hermenn Balkanþjóðanna báru Tyrki ofurliði. Tyrkir misstu þá öll landsvæði sín í Evrópu, fyrir utan landræmu umhverfis Kon- stantínópel, sem nú er nefnd Istan- búl. Sigur Balkanþjóðanna skaðaði hagsmuni Austurríkismanna, sem brugðust hart við og kröfðust þess að Serbar flyttu herlið sitt frá al- bönsku ströndinni þar sem Albanar höfðu lýst yfir stofnun sjálfstæðs MÁLVERK af einni af hersveit- um Svartfellinga í fyrra Balkan- stríðinu árið 1912. ríkis í nóvember 1912. Rússar studdu Serba í deilunni við Austur- ríkismenn. Deilan var leyst á fundi sendi- herra ríkjanna í London í desember 1912 með samkomulagi um að nýja albanska ríkið yi'ði viðurkennt og serbnesku hersveitimar færu frá Adríahafsströndinni. Stríðið við Tyrki hófst þó að nýju undir lok janúar 1913 eftir valdarán þjóðern- issinna í Tyi'klandi og bandalag Balkanþjóðanna fór aftur með sigur af hólmi. Barist um Makedóniú Ný deila blossaði þá upp um skiptingu Makedóníu. Ráðamenn í Serbíu neituðu að láta af hendi landsvæði, sem ætlað var Búlgaríu í samningi iandanna frá 1912, á þeirri forsendu að þeir hefðu þegar neyðst til að afsala sér Adríahafsströnd- inni. Hatrömm deila hófst ennfrem- ur milli Grikkja og Búlgara um Þessalóníku og Þrakíu. Rúmenar vildu einnig að þeim yrði umbunað fyrir hlutleysi sitt í stríðinu og kröfðust landsvæða af Búlgöram. Ferdinand Búlgaríukonungur skipaði her sínum að ráðast á her- sveitir Serba og Grikkja 30. júní 1913, en Búlgarar biðu fljótlega ósigur. Rúmenar notuðu einnig tækifæri til að ná því landsvæði, sem þeir gerðu tilkall til, og Tyrkir end- urheimtu borgina Adrianople, sem var höfuðborg Tyrklands til 1453. Þáttur í aðdraganda hcimsstyrjaldarinnar Balkanstríðin urðu til þess að Grikkir lögðu undir sig Þessalóníku, hafnarborgina Kavala og stórt strandsvæði í Makedóníu. Serbar fengu norður- og miðhluta Ma- kedóníu og Svartfellingar náðu svæði við landamærin að Serbíu. Búlgarar héldu hluta Austur-Ma- kedóníu og Rúmenar náðu hluta Dobruja-héraðs. Balkanstríðin höfðu miklar póli- tískar afleiðingar. Tyrkir misstu nær alla fótfestu í Evrópu og Aust- urríkismenn höfðu miklar áhyggjur af uppgangi Serbíu og kröfum Bosníu-Serba um að sameinast landinu. Spennan milli ríkjanna magnaðist Reynt að afstýra þriðja Balkanstríðinu í fyrra Balkanstríðinu lögðu Ser- bar einnig undir sig Kosovo, sem var í hjarta Serbíu á miðöldum þar til Tyrkir náðu héraðinu á sitt vald. Þótt Albanar séu nú í miklum meiri- hluta í Kosovo líta Serbar enn á héraðið sem „heilagt land“ því þeir biðu þar ósigur fyrir Tyrkjum í úr- slitaorrastu í júní 1389. Endurheimt Kosovo varð til þess að þjóðernishyggjan magnaðist í Serbíu og hún færðist aftur í auk- ana fyrir tólf árum þegar Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, komst til valda. Milosevic svipti Kosovo sjálfstjórnarréttindum, sem héraðið naut á valdatíma kommúnista, og það varð til þess að albanski meiri- hlutinn í héraðinu reis upp og kröf- ur um aðskilnað frá Serbíu urðu æ háværari. Serbar reyndu þá að ganga milli bols og höfuðs á al- bönsku aðskilnaðarsinnunum og það varð til þess að Atlantshafs- bandalagið hóf loftárásir til að af- stýra frekari blóðsúthellingum og þriðja Balkanstríðinu. f Ferðahandbókíii 1999 os 2000 Lykill að góðu ferðalagi, sem nýtist þér vel og kynnir þér lægstu flugfargjöld til ASÍU - ÁSTRALÍU Mundu 28* mars - heimsent til þín með MORGUNBLAÐINU* Austurstræti 17, 4. hæö, 101 Reykjavík, sími 562 0400, (ax 562 6564 nettang: prima@heimsklubbur.is, heimasíöa: hppt//www.heimsklubbur.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.