Morgunblaðið - 27.03.1999, Side 34
34 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
BRUNII MONT BLANC-GÖNGUNUM
Franskir og ítaiskir slökkviliðsmenn börðust enn í gær við eldsvoða sem geisað hefur frá því á
miðvikudag í miðjum 11 km löngum veggöngunum undir Mont Blanc, á milli Alpahéraða Frakklands
og Ítalíu. Talið er að 30 manns að minnsta kosti hafi látið lífið í eldsvoðanum.
♦ Eldur kviknar í belgískum matvælaflutningabíl og hann
breiðist út til a.m.k. 19 annarra vörubíla og 10 fólksbíla
♦ Slökkviliðsmenn, sem ekki geta athafnað sig í hita yfir 70°C,
reyna að vinna á eldinum með háþrýstiúða
♦ Vindátt og reykþykkni útilokar í fyrstu aðgang að vettvangi ♦ Ekki hefur tekizt að kanna um 150m langan kafla ganganna
frá franska enda ganganna þar sem hinn hái hiti, samfallin steypustykki og grjóthrun
hindrar
♦ Hitastig í kring um 300°C við gangamunnann og allt að
1000°C í miðju eldsvoðans heldur hindrar slökkvistarf
Ferskloftsstútur
8,6m breið
göng
♦ Að minnsta kosti 30 manns eru talin af í brunanum
FRAKKLAND IV' H Bern o,
„Sí'Chamonix
.ý/ont Blanc-
göngin ..
Mont
Blanc
J WM
Æ*mMatterhom
FRAKKL
®
Mllanó
♦ V
tindur . . \
ITALIA »
Courmayeur ®
ORYGGISATRIÐII GONGUNUM
♦ Sjúkraskýli sem rúma 45 ♦ Ferskloftsstútar á 10m fresti
manns eru á 600m fresti, «, Sogstútgr fyrir óhrejnt
fóðruð með fersku þrýstilofti |oft eru á 300m fresti
♦ Brunahanar á 150m fresti ♦ Loft ræst á 10 mínútum
♦ Sími er á 300m fresti
♦ 40 myndavélar
GONGIN UNDIR MONT BUNC
Frakkland <► Ítalía
150mkafli—, ~~
enn óaðgengilegur ^ Eldsupptök
4.000 m
3.000 m
2.000 m
» 1.000 m
Heimild: The Associaion
of the Mont Bianc Tunnel
Kílómetrar
10 11
A.m.k. 35 manns fórust í jarðgöngum undir Mont Blanc
Breyttust í brennandi
víti á svipstundu
Les Houches. Reuters.
AÐ minnsta kosti 35 manns fórust í
eldsvoðanum, sem upp kom í jarð-
göngum undir Mont Blanc á milli
Frakklands og Ítalíu. Kviknaði
fyrst í belgískri vöruflutningabifreið
en eldurinn læsti sig svo í um 30
aðrar bifreiðar.
Talsmaður fyrirtækisins, sem
rekur göngin, sagði, að björgunar-
menn, sem háðu erfiða baráttu við
kolsvart reykjarkóf og gífurlegan
hita, hefðu fundið 20 flutningabif-
reiðar og 10 eða 11 fólksbfla þar
sem eldurinn logaði. Fundu þeir
biunnin lík 11 manna en talið er
víst, að um 35 manns að minnsta
kosti hafi verið í þeim. Telur
franska lögreglan líklegt, að talan
eigi eftir að hækka. Tókst að
slökkva eldana í gær, á þriðja degi
eftir að þeir komu upp.
Heilu fjölskyldurnar fórust
Það tafði mjög fyrir björgunar-
starfinu, að bflamir lágu margir
þversum í göngunum og þykir sýna,
að fólkið í þeim hafi reynt að flýja í
örvæntingu undan eldhafinu, sem
kom á móti. Víst þykir, að meðal
hinna látnu sé ein fimm manna fjöl-
skylda frönsk og önnur fjögurra
manna fjölskylda frá Ítalíu.
Eldurinn kom upp í belgískri
flutningabifreið, sem var á leið til
Ítalíu með hveiti og smjörlíki, og
var hún þá stödd í miðjum 11 km
löngum göngunum. Eru þau 34 ára
gömul og rekin af samsteypu
franskra og ítalskra fyrirtækja.
Hitinn allt að
1.000 gráður
Sumum ökumannanna, þar á
meðal ökumanni belgísku flutninga-
bifreiðarinnar, tókst að forða sér
áður en eldurinn breiddist út en
aðrir lokuðust inni. Talið er, að þeir
hafi látist fljótlega því að í göngun-
um myndaðist strax gífurlegur hiti,
líklega allt að 1.000 gráður á celsíus.
Asfaltið bráðnaði strax, hjólbarðar
sprungu og gangaloftið hrundi nið-
ur.
Gilbert Degrave, ökumaður
belgísku bifreiðarinna, sem fyrst
kviknaði í, segir, að eldurinn hafi
komið upp er bensín lak niður á
púströrið. Gaus strax upp mikill
reykur og farið var að loga upp í
stýrishúsið áður en hann hafði ráð-
rúrn til að koma sér út.
„Eg átti fótum mínum fjör að
launa. Að baki mér var eldhafið og á
örskömmum tíma breyttust göngin
í vítisheitan ofn,“ sagði Degrave. '
Lögreglurannsókn var hafin á
þessu hörmulega slysi í gær en
slökkviliðsmenn frá Ítalíu, Frakk-
landi og Sviss unnu að því kæla
brennheita gangaveggina. Flytja
varð nokkra franska slökkviliðs-
menn á sjúkrahús vegna reykeitr-
unar og einn þeirra fékk hjartaáfall
og lést. Göngin verða lokuð í tvo
mánuði að minnsta kosti og komið
hafa fram kröfur um, að flutninga-
bifreiðum verði bannað að fara um
þau.
Tíminn að renna
út á N-Irlandi
Belfast. Reuters.
MO Mowlam, Norður-írlandsmála-
ráðherra bresku ríkisstjómarinnar,
sagði í gær að hún myndi kalla sam-
an þingfund heimastjómarþingsins
í Belfast á fimmtudag í næstu viku
þar sem hún gerði ráð fyrir að
héraðsstjórn yrði mynduð. Myndun
slíkrar stjórnar hefur dregist mjög,
vegna tregðu sambandssinna til að
setjast í stjóm með fulltrúum Sinn
Féin, stjórnmálaarms írska lýð-
veldishersins (IRA) nema IRA byrji
afvopnun fyrst. Myndun stjómar-
innar er hins vegar algerlega nauð-
synleg eigi friðarsamkomulagið á
N-írlandi að haldast.
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, og Bertie Ahern, forsæt-
isráðherra írlands, eru væntanlegir
til Belfast eftir helgi til að reyna að
þrýsta viðræðum um lausn afvopn-
unardeilunnar áfram en það verður
þrautin þyngri að finna málamiðlun
sem allir aðilar geta sætt sig við.
Uggvænleg þróun átti sér stað
seint á fimmtudag þegar David Er-
vine, leiðtogi Framsækna sam-
bandsflokksins (PUP), stjórnmála-
arms stærsta öfgahóps sambands-
sinna (UYF), greindi frá því að
vopnahlé UVF, sem varað hefur síð-
an 1994, færi líklega út um þúfur
gerðu bresk stjómvöld tilraun til að
þvinga lausn upp á sambandssinna
ef ekkert samkomulag næðist í við-
ræðunum í byrjun næstu viku.
Reuters
Margaret Thatcher
heimsækir Pinochet
MARGARET Thatcher,
fyrrverandi forsætisráðherra
Bretlands, heilsaði upp á
Augusto Pinochet, fyrrverandi
einræðisherra í Chile, í gær en
hann hefur verið í stofufangelsi í
Englandi undanfarna mánuði.
Fór hún mjög lofsamlegum
orðum um Pinochet, þakkaði
honum fyrir stuðninginn f
Falklandseyjastríðinu og sagði,
að hann hefði endurreist lýðræði
í landi sínu. Þakkaði Pinochet
henni fyrir stuðninginn en
breskir dómstólar munu brátt
skera úr um hvort hann verður
framseldur til Spánar. Þetta var í
fyrsta sinn, sem Pinochet hefur
komið fram opinberlega í þrjá
mánuði en hér er hann ásamt
Thatcher og konu sinni, Luciu.
Baltasar Garzon, spænski
rannsóknardómarinn sem gaf út
handtökuskipunina á hendur
Pinochet í október sl. sem
framsalsbeiðni Spánar er
grundvölluð á, sagðist í gær hafa
undir höndum sönnunargögn um
fleiri en 40 tilfelli pyndinga og
morða sem framin hefðu verið á
ábyrgð Pinochets eftir árið 1988.
Lávarðadómstóll brezka
þingsins, æðsti áfrýjunardómstóll
Bretlands, úrskurðaði á
miðvikudag, að ekki væri að
brezkum lögum hægt að fara
fram á framsal Pinochets fyrir
meint afbrot framin fyrir 1988.
Pinochet fór frá völdum í janúar
1990 og Iét útnefna sig
öldungardeildarþingmann til
æviloka.
Þýzka tékkheftið gerði
málamiðlun mögulega
Berlín. Reuters.
ÞEGAR Gerhard Schröder tók við
stjórnartaumunum í Þýzkalandi
fyrir fimm mánuðum sagði hann að
vandamál Evrópu yrðu ekki lengur
leyst með þýzku tékkhefti.
En þegar leiðtogar Evrópusam-
bandsríkjanna fimmtán komu undir
dögun í gærmorgun út af 20 tíma
maraþonsamningafundi um upp-
stokkun fjármála sambandsins var
orðið ljóst að kanzlarinn hafði tekið
fram pennann, eina ferðina enn.
„Þýzkalandi hefur tekizt að halda
Evrópu sameinaðri," sagði ónafn-
greindur evrópskur stjórnarerind-
reki. „En það [þ.e. Þýzkaland] þarf
að borga brúsann."
Schröder tókst að tryggja sam-
komulag um að útgjöld ESB færu
ekki yfir sem nemur 6.500 milljörð-
um íslenzkra króna. Að þetta tak-
mark næðist var þýzku stjóminni
gífurlega mikilvægt, en Þjóðverjar
greiða langmest í hina sameiginlegu
sjóði sambandsins og hafa óttast að
áformin um að veita fátækari ríkjum
Mið- og Austur-Evrópu inngöngu í
ESB myndu sprengja fjárhags-
ramma hinnar sameiginlegu land-
búnaðarstefnu ESB upp úr öllu valdi
og þar með verða Þjóðverjum eink-
um og sér í lagi of þungur baggi að
axla.
En kanzlarinn náði ekki því tak-
marki sínu að fá samþykkta verulega
lækkun á framlögum Þjóðverja í
sjóði ESB, sem nú eru sem svarar
hátt í 900 milljörðum króna hærri en
þeir fá úr þeim. Schröder hafði vakið
vonir um það hjá þýzkum almenn-
ingi að takast myndi að létta þessa
byrði, og hann hafði í desember sl.
valdið pimngi utanlands með þeim
ummælum sínum, að „yfir helming
þess fjár sem sóað [væri] í Evrópu
[les: ESB] borguðu Þjóðverjar".
„Unnum ekki í lotteríinu"
En upp var staðið frá samninga-
borðinu í Berlín án þess að Þjóð-
verjum tækist að tryggja sér endur-
greiðslur úr ESB-sjóðunum af svip-
uðum toga og Bretar hafa notið allt
frá því Margaret Thatcher samdi
um kerfi slíkra endurgreiðslna fyrir
15 árum. „Við unnum ekki í lotterí-
inu,“ andvarpaði Schröder í gær.
Embættismenn sem komu að
samningaviðræðunum sögðu að
Schröder hefði látið undan óbilgirni
Frakka og fallizt á að halda
óbreyttu umfangsmiklu niður-
greiðslukerfi til bænda, sem kemur
frönskum landbúnaði sérstaklega
vel, í skiptum fyrir að útgjöld til
landbúnaðarmála í heild aukist ekki
frá því sem nú er næstu sjö árin.
Jafnvel fyrir leiðtogafundinn
hafði þýzka stjórnin látið undan
frönskum kröfugerðurn með því að
falla frá áformum um að stjórnvöld
aðildarríkjanna tækju framvegis
meiri þátt í fjármögnun landbúnað-
arkei-fisins en tíðkazt hefur frá því
sameiginlega landbúnaðarstefnan
komst á laggirnar fyrir fjórum ára-
tugum.
Þjóðverjar fengu þó eina smá-
dúsu. Hin fátækari héruð Þýzka-
lands, sem áður tilheyrðu Austur-
Þýzkalandi, fá aukna styrki úr sjóð-
um ESB. En margir ESB-leiðtogar
sem komu til Berlínar fóru þaðan í
gær með glaðning handa heima-
mönnum sínum uppá samtals yfir
tvo milljarða evra (160 milljarða
króna), þökk sé þýzku fonnennsk-
unni, sem „tók aftur upp pennann".