Morgunblaðið - 27.03.1999, Page 36
36 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999
UR VERINU
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Halldór
ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, hefur ávarpað aðalfund ÍS níu sinnum á átta ára ráðherraferli
sínum. Ilonum á hægri hönd eru Þórólfur Gíslason, stjórnarmaður í IS og fundarstjóri, Hermann Hansson,
fráfarandi formaður stjórnar, og Finnbogi Jónsson, forstjóri IS.
„Fagna meiri samvinnu
stóru sölusamtakanna“
Vigdís Finnbogadóttir
Avarp á Al-
þjóðlega leik-
húsdeginum
ÞORSTEINN Pálsson, sjávarút-
vegsráðherra, sagðist, í ávarpi á að-
alfundi Islenskra sjávarafui-ða hf. í
gær, fagna aukinni samvinnu rót-
gi-ónu íslensku sölufyrirtækjanna.
Aukin samvinna, og jafnvel samruni,
væri eðlileg á tímum harðnandi sam-
keppni í sölu sjávarafurða á alþjóða-
markaði. Þá sagði ráðherrann að
hugmyndir þeirra sem gera vildu
breytingar á grundvallaratriðum
fiskveiðistjómunarkerfisins ógnuðu
samkeppnisstöðu íslensks sjávarút-
vegs.
Þorsteinn vék í ræðu sinni að þeim
hræringum sem verið hafa að undan-
fómu innan helstu sölusamtaka sjáv-
arafurða hérlendis, hvort sem um
væri að ræða átök um völd, stefnur,
markmið eða rekstrarörðugleika.
Sagði hann eðlilegt að við slíkar að-
stæður veltu menn fyrir sér hvort
framundan séu breytingar á skipan
þessara mála hérlendis. Sagðist
hann hinsvegar þeirrar skoðunar að
hræringai' á þessu sviði væru um
margt eðlilegar. Miklar breytingar
hafi orðið á skipulagi stóm sölusam-
takanna sem hafi á undanfornum ár-
um breytt rekstrarfyrirkomulagi
sínu í takt við nýjar aðstæður og
efnahagslegt umhverfí.
Sagði Þorsteinn að í þessu sam-
bandi hafí margir velt fyrir sér sam-
starfi stóru sölusamtakanna á þess-
um vettvangi. „Frá mínum bæjar-
dyrum séð er það svo að við þurfum
á mjög öflugum sölufyi-irtækjum að
halda til að íslensk sölufyrirtæki hafi
sterka stöðu á erlendum mörkuðum
og geti gert sig gildandi í sölu á sjáv-
arafurðum í heiminum. Þar er hörð
samkeppni og fyrirtæki sem sýnast
stór á okkar innlenda markaði eru
lftil þegar kemur á erlenda markaði.
Islenskur sjávarútvegur er fyrst
og fremst að keppa á erlendum
mörkuðum og við þurfum að koma
þar fram af því afli sem mun duga.
Þess vegna hef ég fagnað öllum um-
ræðum sem miða að því að rótgrónu
stóru sölufyrirtækin vinní meira
saman og jafnvel hugi að samruna,“
sagði ráðherrann.
Hugmyndir um breytingar
ekki vel ígrundaðar
Þorsteinn sagði samkeppnisstöðu
sjávarútvegsins grundvallaratriði í
almennri umfjöllun um stefnu í efna-
hagsmálum og stjómun fiskveiða.
Sagði hann miklar breytingar hafa
orðið frá því sem var í miðstýrðri
stjórnun fiskveiða.
„Breytingar á almennri hagstjórn
og sú markaðsstefna sem við höfum
rekið í sjávarútvegi hefur verið einn
af höfuðþáttum þess að okkur hefur
tekist að viðhalda stöðugleika í hag-
kerfínu. Stjórnendur hafa fengið al-
menn rekstrarskilyrði og góða sam-
keppnisstöðu gagnvart útlöndum.
Það eru ekki allir sem gera sér grein
Sjávarútvegs-
ráðherra á aðal-
fundi Islenskra
sjávarafurða hf.
fyrir þeirri miklu breytingu sem hef-
ur orðið í þessum efnum og hvað þær
breytingar eru þýðingarmiklar fyrir
allt áframhaldandi starf á þessu sviði
og þróun hagstjórnar á Islandi.
Núna ríða um héruð mörg gáfnaljós
sem boða breytingar á fiskveiði-
stjómunarkerfinu. Ekkert af þess-
um gáfnaljósum eyðir hinsvegar
tíma í að ræða hvaða áhrif þeirra til-
lögur muni hafa á samkeppnisstöðu
íslensks sjávarútvegs. Skortur á um-
fjöllun um það sem máli skiptir segir
kannski meira en langar ræður.“
Þorsteinn sagði fiskvinnsluna hafa
gengið í gegnum miklar breytingar
og lagað sig að nýjum markaðsað-
stæðum og markaðsstjórnun í sjáv-
arútvegi. Þannig sé mun minna flutt
út af óunnum fiski en áður. Sú aukn-
ing eigi einkum við um sjófrystan
fisk.
„Þetta eru breytingar vegna að-
lögunar á nýjum aðstæðum. Fram-
þróun í fiskvinnslu byggist á því að
atvinnugreinin búi við stöðugleika.
Þeir sem framleiða nýjar afurðir á
neytendamarkaði verða að geta
tryggt stöðugt framboð. Það sjá allir
sem í greininni starfa að skipulags-
breyting á borð við uppboðsmarkað
á aflaheimildum gæti girt fyrir vaxt-
armöguleika í sjávarútvegi. Gáfna-
ljósin sleppa því hinsvegar að fjalla
um þessa hluti, en það er mjög mikil-
vægt að okkur takist að þróa þessa
atvinnugrein áfram og gera langtíma
áætlanir,“ sagði Þorsteinn.
Mikilvægt að halda
eignarhaldinu innanlands
Ennfremur kom Þorsteinn í ræðu
sinni að þeirri umi-æðu sem verið
hefur um hvort breyta eigi þeim
grundvallarreglum sem fylgt hafi
verið í hagkerfinu um fjárfestingu
útlendinga í sjávarútvegi. Sagði Þor-
steinn að smám saman hafi hagkerf-
ið verið opnað, erlend fjárfesting
leyfð, kallað hafi verið á erlent fjár-
magn og þekkingu og reynt að
styrkja stoðir íslensks atvinnulífs
með þeim hætti.
„Við höfum hinsvegar sett þessu
skorður með því að takmarka fjár-
festingu í útgerð og frumvinnslu og
sjávarfangi. Ymsir velta því nú fyrir
sér hvort við eigum að falla frá þess-
um takmörkunum. Rökin hafa fyrst
og fremst verið þau að við erum að
keppa á þannig markaði að íslenskur
sjávarútvegur stendur á eigin fótum
á meðan keppinautarnir fá mikla
styrki til að takast á við viðfangsefn-
in. Ég tel að enn um sinn sé eðlilegt
að viðhalda þessum takmöfkunum
og það sé mjög mikilvægt að menn
keppi að því að halda eignarhaldinu
hér heima og tryggja áhrif öflugra
íslenskra fyrirtækja á þessum
markaði. Eg er sannfærður um að
það mun þjóna hagmunum þjóðar-
innar og verða styrkur okkar í efna-
hagslegum framförum á komandi
árum.“
-----------
Fundur um
öryggismál
sjómanna
ALÞJÓÐLEG samtök slysavarna-
skóla fyrir sjómenn halda stjórnar-
fund sinn hér á landi um helgina.
Fundinn sækja fulltrúar slysavarna-
skóla í Taívan, Danmörku, Noregi og
Englandi, ásamt Slysavarnaskóla
sjómanna á Islandi. Samtökin standa
að menntamálum sjómanna í öiygg-
isfræðum. Að sögn Hilmars Snorra-
sonar, skólastjóra Slysavarnaskóla
sjómanna, verða á fundinum rædd
ýmis þjálfunarmál sjómanna og
hvernig nýjar kröfur sem gerðar eru
til skóla af þessu tagi í hverju landi
fyrir sig breytast í alþjóðlegar kröf-
ur. Fundurinn stendur í allan dag.
-----------
Ráðstefna
um
hvalveiðar
RÁÐSTEFNA á vegum Aljóðasam-
taka hvalveiðimanna, World Council
of Whalers, hefst á Hótel Loftleiðum
í dag kl. 9.00. Ráðstefnuna sækja yf-
ir 60 manns frá yfir 20 löndum, m.a.
sjávarútvegsráðherra Færeyja,
Jorgen Niclasen, og formaður sam-
takanna, Tom Happynook. Halldór
Asgrímsson, utanríkisráðherra, mun
ávarpa ráðstefnuna við upphaf henn-
ar. Á ráðstefnunni verða birtar
skýrslur frá ýmsum hvalveiðisamfé-
lögum, s.s. Færeyjum, Filippseyjum,
Noregi, Grænlandi, inúítasamfélög-
um í Kanada, Indónesíu, Nýja Sjá-
landi og Japan. Einnig verður rædd
framtíð og stjórnun hvalveiða í heim-
inum og viðskipti með hvalaafurðir.
Þá verða flutt erindi um ýmislegt er
viðkemur hvalveiðum, m.a. veiðiað-
ferðir, þekkingu almennings og vís-
indarannsóknir á hvalastofnum. Eft-
ir öll erindi verða pallborðsumræður.
Ráðstefnan stendur fram á mánu-
dag.
HVERS vegna berjumst við fyrir
lifandi leikhúsi á tækniöld þegar
menn geta fengið hvað sem þeim
sýnist heim til sín? Eða með öðr-
um orðum: er það nauðsynlegt að
halda lífi í leikhúsinu á öld sjón-
varps, myndbanda og
geisladiska?
Þótt við eigum á
heimsbyggðinni mik-
inn fjársjóð í frábær-
um leikverkum, sígild-
um og nýjum, og allt
um kring sé að finna
mikinn fjölda hæfileik-
ai-íkra leikara og leik-
stjóra er samt stöðugt
verið að fullyrða að
leikhúsið sé í kreppu.
Þessi kreppa virðist
tvíþætt í eðli sínu:
Annars vegar er spurt
um peninga eða öllu
heldur fjárskort, hins
vegar um gagnsemi
leikhúss eða gagnsleysi. Þegar
þetta tvennt fer saman er hætt við
því að menn ókyrrist og fari að ef-
ast um stöðu og hlutverk leikhúss í
nútíma þjóðfélagi.
En áður en svarað er mætti
bera fram tvær aðrar spurningar.
í fyrsta lagi: hvenær hefur leik-
húsið ekki verið í kreppu? Og í
öðru lagi: ef leikhúsið er og hefur
ávallt verið í kreppu, hvers vegna
höfum við ekki fyrir löngu látið
það lönd og leið sem miðil list-
rænnar tjáningar? Það er aug-
ljóst að fjárhagsleg vandræði og
aðrir erfiðleikar hafa öldum sam-
an hvílt á leikhúsinu. Nokkur
hinna fremstu leikskálda hafa
notið þess að starfa við leikhús
sem áttu velgengni að fagna, en
mörg önnur hlutu að berjast fyrir
list sinni án þess að eiga von um
tilhlýðilega viðurkenningu, hvað
þá fjárhagslega umbun. Það hef-
ur einnig reynst erfitt að fá fólk
til að sækja leikhús - því hafa
ýmsir leikflokkar sóst eftir vin-
sældum með því að bjóða fram
það sem þeir halda að áhorfendur
vilji sjá í stað þess að flytja þau
verk sem þeir sjálfir hafa hug á
að leika.
En hvað sem líður öllum þeim
vandkvæðum sem fylgja því að
reka leikhús höfum við aldrei gefið
þau upp á bátinn - og hvers
vegna? Ef til vill vegna þess að við
manneskjurnar höfum eðlislæga
hvöt til að fara með hlutverk og sjá
aðra gera slíkt hið sama? Sumt
læra menn af reynslu og annað af
fordæmi og leikhúsið er það dá-
samlega listform sem leyfir okkur
að læra af því fordæmi sem okkur
er gefið með því að horfa á aðra
ganga í gegnum reynslu og próf-
raunir sem sýna okkur í skýrara
ljósi sannleikann um okkur sjálf
sem manneskjur. Leikhúsið bregð-
ur upp óendanlega margbreyti-
legri sýn á líf og tilveru en allar
eiga þær sýnir þetta sameiginlegt:
við sitjum og njótum þess sem
kalla mætti „náin fjarlægð“. Fá
önnur listform leyfa okkur að láta
með jafn djúptækum hætti flæða
saman hið huglæga og hið hlut-
læga, vitsmuni og tilfinningar.
Og hér er ekki eingöngu um að
ræða tiltekið listform heldur og
listamennina sem gefa þessu
formi líf, listamenn sem vinna sitt
verk af fágætum þrótti. Til eru
þeir sem segja, að þeir séu að
sækjast eftir lófataki og vissulega
viljum við öll láta meta okkur eftir
því sem við gjörurn vel, en leikarar
eru manneskjur sem verða að-
leika. Þeir hafa meðfædda innri
hvöt og þrá og hugrekki til að
verða um stund aðrir en þeir eru
sjálfir. Höfundar, leikstjórar og
leikarar eru lista-
menn sem túlka heim-
inn sem þeir lifa í með
því að bregða á flók-
inn leik að hlutverk-
um.
Þess er krafist að
við berum umhyggju
fyrir og áhyggju af
bæði leikhúsinu og því
heimssviði, þar sem
tekist er á um alþjóð-
leg málefni, en þó er-
um við enn frekar
krafin um bjartsýni.
Án bjartsýni sem
blönduð er góðum
skammti af raunsæi
getur ekkert leikhús
lifað af. Leikhúsið sem samfélag
okkar í hnotskurn endurspeglar og
sér einatt með nýjum hætti það
sem við höfumst að í hinum ytri
heimi. Þar eru dregin upp af sönnu
listrænu örlæti öll átök milli manna
og deilur, öll metnaðarmál þeirra,
allir draumar. Öll veröldin er leik-
svið, eins og dável þekkt enskt leik-
skáld komst að orði, og á því sviði
gerist leikarinn tákn mannsins
með öllum hans göllum og breysk-
leika, öllum hans háleitu vonum og
hugsjónum.
Sé gamanleikurinn það foi-m
sem sýnir okkur veikleika og
ávirðingar annaiTa og leyfir okkur
með sínum hætti að sættast við þá,
þá má kalla harmleikinn það form
þar sem við hittum sjálf okkur fyr-
ir og reynum að breyta okkur
sjálfum (ættum við að vona ...). Af
báðum þessum tegundum leikhúss
lærum við sitt af hverju sem hjálp-
ar okkur til að komast af í heimin-
um: í gamanleik lærum við mála-
miðlun og af harmleik lærum við
hvað gerist þegar ekkert svigrúm
er fyrir málamiðlun.
Vissulega hlýtur leikhúsið að
glíma við samkeppni. Hver kemst
hjá því á okkar tímum? Getur þá
leikhúsið enn haft hlutverki að
gegna í samfélagi þar sem kvik-
myndir, sjónvarp og tölvur njóta
geypilegra vinsælda? Því er svar-
að játandi - því hvað sem líður
ágæti þessara miðla þá er það eitt
sem þeir geta ekki gefið okkur.
Kvikmyndin sýnir, eins og menn
vita, stækkaða mynd af mannlíf-
inu. Það er partur af hlutverki
hennar og töfrum. Sjónvarp og
tölvur reynast hins vegar oftar en
ekki smærri en lífið, smækka
reynsluheiminn niður á lítinn
skjá. En leikhúsið fylgir af ná-
kvæmni mælikvarða lífsins, það
hvorki stækkar né smækkar. Við-
fangsefni þess og afskiptasemi
geta náð mikilli stærð en formið
sjálft er sniðið eftir lífinu og
þannig tökum við á móti því sem
leikhúsið hefur að bjóða. Því vek-
ur leikhús geðhrif og ánægju sem
er annars eðlis en kvikmyndir,
sjónvarp og tölvur veita og það
skírskotar þess vegna til okkar
með mennskari, nánari og per-
sónulegri hætti.
Því skulum við óska lifandi leik-
húsi langra og farsælla lífdaga og
vera þakklát í hvert skipti sem
tjaldi er lyft á nýrri leiksýningu
eða endurupptekinni - hvar sem er
í heiminum.
Vigdís
Finnbogadóttir