Morgunblaðið - 27.03.1999, Síða 44

Morgunblaðið - 27.03.1999, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN Alvöru leikur fyrir al- vöru snjóbrettafólk leikurinn að keyra afar stöðugt og vel. Því miður er Pro Boarder ekki búinn þeim kostum sem til þarf, leikurinn höktir oft allt í einu og hraðinn er afar misjafn. Einnig verður stundum mjög óþægilegt að fylgjast með leiðinni sem valin hef- ur verið vegna slakrar staðsetning- ar myndavéla leiksins. Ofangreindir gallar hafa þó lítil sem engin áhrif í sumum borðanna, eins og Pipe-brautinni og Mt. Ba- ker-brautinni, en verður afar hvim- leitt í brautum þar sem þarf að bruna og renna sér á milli trjáa. Umhverfi leiksins er allt afar vel hannað og tekið beint úr alvöru X Games-keppninni. Trén eru þó frekar furðuleg í útliti og samsvara sér ekki alveg í umhverfinu því þó brettarinn sem val- inn hefur verið rekist að- eins örlítið utan í tré dettur hann og tréð hverfur. Hljóð eru vel gerð og frá- bærlega samræmd. Góð lög hafa einnig verið valin í leiknum og er það kærkom- in tilbreyting frá síbylju- technóinu sem hljómaði stanslaust í Cool Boarders 3. Meðal hljómsveita sem spila lögin í leiknum eru með- al annars NOFX, Pennywise og Foo Fighters. Allir sem hafa mikinn áhuga á snjóbrett- um og hafa séð eina til tvær snjó- brettaspólur síðustu 3-4 ár hafa án vafa heyrt í þessum hljómsveitum. X Games Pro Boarder er dæmi um hvað er hægt að gera við íþróttaleiki þegar allt „extreme“ og „radical" og „dude“er tekið í burtu; alvöru snjóbrettaleikur fyrir alvöru snjóbrettaáhugamenn. í PRO BOARDER er lögð mikil áhersla í raunverulegar hreyf- ingar, flottar brautir og vel gerðar persónur. Hægt er að velja um átta bestu snjó- brettamenn dagsins í dag þó eflaust hafi meira tillit verið tekið til vinsælda en hæfileika, en þeir Terje Ha- akonsen, Peter Line, Jamie Lynn og Daniel Franck eru á meðal þeirra sem hægt er að velja. Brautirnar eru níu talsins og má þar á meðal nefna Pipe, stóra vega“gappið“ á Mount Ba- ker og Stadium, þar sem keppt er um feitustu stökkin á risa 14 pipe. í frægustu snjóbrettaleikj- um seinni tíma (Cool Boarders) mátti oft heyra afar hvimleiða rödd öskra „extreme“ eða „rad- ical“ er spilandi náði góðu stökki. í þessum leik er ekkert slíkt, enda reynt að höfða til alvöru snjóbretta- iðkenda í staðinn fyrir heilalausa x- kynslóðar-krakka sem sáu fyrst snjóbretti þegar þeir flettu óvart á MTV í staðinn fyrir Afa. Leikurinn státar af 2.112 tegund- um „trikka". Þó ber að hafa í huga að tvöfalt heljarstökkjneð 360 gráða snúningi er eitt „trikk“, sama stökk- ið með 540 gráða snúningi í stað 360 er svo skráð sem annað „trikk“. Engu að síður er afar mikið magn flottra, einstakra „trikka" í leiknum. Miðað við fjölda „trikka" í leikn- um ætti samkvæmt eðlilegum rök- um að vera afar einfalt að gera þau. Sú er ekki raunin. Til þess að stökkva þarf alltaf að halda innni undirbúningstakka (eins og í Cool Boarders), svo þarf að ýta í þá átt sem viðkomandi vill að persónan snúi sér auk annarra tveggja til þriggja takka eftir því hvaða „trikk“ er verið að reyna. Til þess að hægt sé að ná „trikk- um“ þarf að tímasetja allt afar vel og til þess að geta tímasett þarf Ingvi M. Árnason LEIKIR X Gamts Pro Boarder EA sports gaf nýlega út fyrir PlaY- Station nýjasta leik Radical Enterta- inment sem er frekar nýtt fyrirtæki, Icikurinn ber heitið X Games Pro Bo- arder. Leikurinn styður Dual Shock- stýripinna. Örbylgjuofninn góði frá NCR. Sviptingar í bankamálum BANKAR standa frammi fyrir miklum breytingum í ljósi fram- fara í fjarskiptatækni. Ymis fyrir- tæki, til að mynda símafyrirtæki, eru þegar tekin að gera tilraunir með bankarekstur á Netinu enda gefur það þeim góða samkeppnis- stöðu í baráttu við banka að þurfa ekki að reka fjölmenn og dýr úti- bú. Bankaþjónusta yfir Netið eykst í sífellu og ekki bara það að fólk nýti sér Netið fyrir millifærslur og skoði reikninga heldur eru vís- bendingar um að stórfyrirtæki hyggist stofna eins konar sýndar- banka og nýta þekkt vörumerki sín til að afia trausts almennings. Netbanki er upp byggður álíka og hefðbundinn banki utan að hann þarf ekki að reka fjölda af útibú- um um allt land eða allan heim, í raun þarf útibúið ekki að vera nema ein vefslóð. Ymis fyrirtæki sýndu á CeBIT- sýningunni í Þýskalandi, sem lauk í vikunni, búnað tengdan viðskipt- um yfir Netið og þar búnað til að auðvelda fólki að eiga viðskipti við banka, til að mynda farsíma með kristalsskjá og innbyggðum dulritunarbúnaði, en með slíku tæki er hægt að eiga öll venjuleg viðskipti í gegnum simann, en einnig kynntu menn búnað til að auðvelda fólki að sinna viðskipt- unum heima fyrir. Flestir virðast líta til þess að menn vilji sitja fyr- ir framan sjónvarpið og millfæra eða borga gíróseðla, en einn framleiðandi, NCR, sem er með helstu framleiðendum viðskipta- búnaðar fyrir banka, kynnti bylt- ingarkennda hugmynd, örbylgju- ofn með nettenginu. Hlutirnir gerast í eldhúsinu Örbylgjuofninn nettengdi var fyrst kynntur á síðasta ári en hann er eins og venjulegur ör- bylgjuofn í flestu utan að á hurð hans er snertiskjár og innbyggður í hann búnaður til að tengjast Netinu. Ekki er bara að á ofnin- um sé snertiskjár; tölvan sem inn- byggð er í ofninn skilur mælt mál og þannig getur fólk gefið munn- Ieg fyrirmæli um viðskiptin. Sérstök deild innan NCR hefúr með höndum að koma með ný- stárlegar hugmyndir til að auð- velda fólki að eiga bankaviðskipti og yfirmaður þeirrar deildar, sem stýrði hönnun örbylgjubankans, segir það mat fyrirtækisins að miklu líkegra sé að fólk vilji sita inni í eldhúsi að sýsla með Ijárhag heimilisins en inni / stofu. „Tölvur eru á minnihluta heimila og þótt margir horfi til þess að nýta megi sjónvarpið er það okkar mat að betra sé að hafa búnaðinn inni í eldhúsi því það er þar sem hlut- irnir gerast." Leikur sem TalFrelsiskort með 1.000 kr. inneign. Kortinu fylgir símanúmer, talhólf ofl. Geisladiskurinn "Til hamingju" með Tvíhöfða. 160 gr. ,------- 120 klst. í bið 1 _ 3 klst. í notkun lfl SMS skilaboð , Númerabirting 1*^ _ Klukka, vekjari ofl. 1^^ Stýrðu hvaða liði sem er úr 15 stærstu deildum heimsins og reyndu að ná árangri i nákvæmasta og fullkomnasta Manager leik allra tíma! Fyrstu 1.000 leikjunum fylgja tvær ískaldar 0.51. flöskur af Coke. ■llrJltlHtlUM URVALUTSYN Allir sem kaupa CM3 hjá BT eig möguleika á að vinna fótbolta ferð fyrir 2 til Manchester 165 gr. 30 klst. I bið 4 klst. í notkun SMS skilaboð Númerabirting Grafískur skjár TAL12 er 12 mánaða TimaTALs áskrift greidd með kreditkorti. # Siemens S6 ií*i!?n*kur 1—?/ • að liturinn 1. -.f “ *© ®skipti ekki máli! Opið laugardag 10:00-16:00 og sunnudag 13:00-17:00 Coca-Cola gefur góða fyrirgjöf Fótboltaferð til Mancbester BT • Reykjavíkurvegi 64 • 220 Hafnarf. • Sími 550 4020 BT • Skeifunni 11 • 108 Rvk • Sími 550 4444
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.