Morgunblaðið - 27.03.1999, Síða 51

Morgunblaðið - 27.03.1999, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 51 bjarga og var aðeins búin að vera þrjá daga á sjúkrahúsinu þegar hún dó. Eg vil fyrir hönd okkar systkina- bama Magnúsínu þakka sérstak- lega starfsfólki og stjómendum Dvalarheimilis aldraðra í Stykkis- hólmi fyrir það að hugsa svo vel um frænku okkar. Einnig viljum við þakka Laugu vinkonu hennar, Svanborgu, Pétri og öllum þeim sem sýndu henni umhyggju og alúð. Nú er hún írænka mín komin til Guðs þar sem ég veit að henni líður vel því allir era jafnir fyrir augliti Drottins. Eg vil kveðja hana með einni af bænunum sem hún amma mín og móðir hennar lét mig fara með þeg- ar ég var lítil. Vertu yfír og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Blessuð sé minning þín, Sína mín. Guð geymi þig. Asta Jónsdóttir frá Deildará. í dögg lítilla hluta finnur sálin morgun sinn og endumærist. IMagnúsína var alin upp með tengdaföður mínum af foreldram hans þeim Hallfríði Aradóttur og Pétri Kúld Péturssyni frá Bjameyj- um á Breiðafirði. Það hefur verið mér og minni fjölskyldu mikil auðna að hafa kynnst henni Sínu okkar. Mín fyrstu kynni og áhrif vora þau að Sína var konan sem átti alla tíð kommóðuna hjá tengdaforeldr- um mínum, þeim Agústi Péturssyni og Ingveldi Stefánsdóttur. Hún Ikom alltaf á hverju ári og dvaldi um einhvern tíma hjá þeim. Hún vildi alltaf aðhafast eitthvað. Það var eins og það ætti bara alls ekki við hana að stoppa eitt einasta augna- blik. Hún vildi gera allt það sem hægt var að finna fyrir hana þennan tíma sem hún stoppaði í „fríinu sínu“ og svo var það lán minnar fjöl- skyldu þegar hún gat ekki fundið sér meira til dundurs hjá Ingu og Gústa, að þá kom hún ævinlega til okkar og fann sér þar einhver verk- efni til að stússast í. Hún kunni vel til verka bæði í inni- og útiverkum og virtist njóta sín í því að láta gott af sér leiða. Hún hafði mikið yndi af börnum og var það alveg auðséð á henni hversu vel henni leið innan um bömin, enda hafa börn alla tíð lað- ast að henni. Það var aldrei nein fjölskyldu- samkoma hjá Ingu og Gústa og síð- an þeirra bömum öðravísi en Sína væri þar sjálfsagður aðili. Hún var alltaf að gantast við krakkana og leika við þá og eins við fullorðna fólkið, og þá sérstaklega karlana. í kringum hana var ævinlega mikil glettni og kímnigáfa. Þótt heilsan væri ekki alltaf upp á það besta síðustu árin dreif hún sig alltaf á endanum í fjölkylduboðin og var þá ekkert á því að fara aftur heim fyrr en allt var um garð geng- ið. Hún sagði frá hlutunum á sinn hátt og þóttist ekki skilja hvað við værum að tala um, en spurði síðan í beinu framhaldi af umræðuefninu með nettum óbeinum og hnyttnum athugasemdum. Magnúsína dvaldist á Dvalar- heimili aldraðra hér í Stykkishólmi frá stofnun þess árið 1979 og alveg til dauðadags. Þar fann hún sig sannarlega heima og þar leið henni afar vel. Það var alltaf gaman að fylgjast með þeirri persónulegu hlýju í öllu viðmóti starfsfólksins við hana sem skein ævinlega í gegn. Fyrir það er hér þakkað. Nú hefur Magnúsína kvatt þenn- an heim, en minningin um hana mun lifa áfram. Afkomendur Ing- veldar og Ágústs minnast Magnús- ínu með þakklæti í huga fyrir allar hennar samverastundir með fjöl- skyldunni. 0, Jesú bróðir besti og bamaviiiur mesti, æ, breið þú blessun þína á bamæskuna mín. (P. Jónsson.) Hvíl í friði, kæra vinkona. Svanborg Siggeirsdóttir. Ií dag er til moldar borin Aðal- heiður Valdimarsdóttir, tengda- móðir mín. Eg kynntist henni og eiginmanni hennar Guðlaugi fyrir 37 árum er ég kom í fyrsta skipti til Fáskrúðsfjarðar. Þetta öðlings- fólk tók mér strax í upphafi eins og ég væri þeirra eigin sonur. Þvílík var manngæska þeirra. Heimili þeirra hjóna, Sandbrekka, var mannmargt og vafalaust hefur það Iverið erfitt. Aldrei varð ég þó var við að neitt bjátaði á, tengda- mamma stjórnaði því af miklum skörangsskap. Hún var mikil hús- móðir og ég man helst eftir henni í eldhúsinu í Sandbrekku. Það virt- ist vera hennar uppáhaldsstaður og þá við eldamennsku. Við hjónin dvöldum, ásamt drengjunum okk- ar, oft á sumrin og um ein jól í Sandbrekku og voru það miklir gleðitímar. Aðalheiður hafði mikið yndi af að dansa og talaði mikið um dansleik- ina sem hún hafði stundað í þá gömlu góðu daga eins og hún orðaði það. Eg sá hana dansa á tveimur dansleikjum og man ég sérstaklega eftir þeirri gleði sem hún hafði af dansinum. Nú er hún öll gamla konan en minningin um hana mun lifa. Hvíl þú í friði. Rúnar Hallsson. Kristur, sem reistir þitt ríki á jörð, rfldð, sem eilíft skal standa, gefðu nýtt líf, meira ljós, þinni hjörð, leið oss í heilögum anda. Helga vom vifja að vinna þér, vitna um þig, meðan dagur er. Elsku amma mín, ég vil kveðja þig með nokkrum orðum. Ég finn til þakklætis og gleði yfir því að hafa átt þess kost að eiga þig að. Þú varst ekki bara amma mín, heldur einnig besti vinur minn. Heimili þitt endurspeglaði þann kærleik og þá gleði sem einkenndi þig alla tíð. Þú varst athvarf mitt og skjól. Þú hafðir ávallt tíma til að taka á móti mér, tilbúin að gefa mér hlutdeild í daglegu lífi þínu. Þú kenndir mér að treysta og trúa á sjálfa mig, vera stolt yfir því sem ég var og er. Ég var ekki gömul þegar ég laumaðist inn til þín á daginn til að hlusta á útvarpssögurnar með þér, njóta samræðna við þig og lifa mig inn í lifandi frásagnarheim þinn. Sá mannauður er þú bjóst yfir hefur fylgt mér í gegnum lífið eins og verndarhendi og verið styrkur minn. Elsku amma, það eru svo ótal margar fallegar minningar sem ég á um þig sem koma upp í hugann og vekja hjá mér gleði og næra líf mitt. Ég veit að afi hefur tekið á móti þér og þú ert með honum núna, manninum sem þú elskaðir og virtir. Ég veit að við eigum eft- ir að sjást síðar og á meðan þakka ég þér fyrir að hafa verið sú sem þú varst. Guð geymi þig, elsku amma. Þín, Aðalheiður. Elsku amma. Þú varst stór hluti af mínu lífi, þú og Sandbrekka. Ég sit hér og reyni að finna út hvað ég á að skrifa og ég hugsa um minn- ingarnar og brosi, já, ég brosi, því allar minningarnar um þig eru hlát- ur og gleði þar sem fjölskyldan var saman komin inni í Sandbrekku, annaðhvort við spil eða bara sat saman og þá var kátt í Sandbrekku sem var alltaf. Mér hlýnar um hjartaræturnar þegar ég hugsa um þann tíma. Ég þakka þér, elsku amma, fyrir allar stundirnar sem vora ómetan- legar bæði fyrir mig og börnin mín. Þú varst alltaf svo ung í anda og ég mun alltaf minnast þín sem hjarta- hlýrrar manneskju. Guð veri með þér. Arnleif Axelsdóttir. JÖRGEN KJERÚLF SIGMARSSON + Jörgen Kjerúlf Sigmarsson var fæddur 29. mars 1913 í Krossavík í Vopnafirði. Hann lést 18. mars síðast- liðinn í Sundabúð í Vopnafirði. For- eldrar hans voru hjónin Sigríður Grímsdóttir frá Hvammsgerði og Sigmar Jörgensson bóndi í Krossavík. Systkini Jörgens eru: Ingibjörg Mar- grét, Bergþóra, Bjöm og Gunnar Steindór. Einnig ólst upp í Krossavík Sig- mar Björnsson frændi hans. Jörgen ólst upp í Krossavík og lauk barnaskólanámi í Vopna- firði. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hvanneyri frá 1934 til 1935 og var auk þess um tíma á Sámsstöðum í Fljóts- hlíð hjá Klemens Kristjánssyni og kynnti sér þar nýjungar í landbúnaði og kornrækt. Margs er að minnast frá þeim tíma er við ólumst upp á Bökkum, systkinahópurinn stóri. Okkur eru minnisstæðir dagar svo sem þurrk- dagar þegar mikið lá við að koma heyi í hlöðu, þá varst þú í essinu þínu, einnig smalamennska og rún- ingur þar sem þið Bjöm bróðir þinn stjórnuðuð af röggsemi. Við munum eftir rauðmagaveiðinni á vorin og ferðum út á fjörð að sækja fisk í soðið. Þú varst bóndi að eðli og upplagi, hafðir gaman af kindum og varst fjárglöggur vel. Þú hafðir mjög gaman af hestum og eignaðist nokkra góða reiðhesta. Söngmaður varst þú góður, þú hafðir yndi af músík og frá blautu barnsbeini munum við þig syngjandi öllum stundum. Ogleymanlegt var að hlusta á ykkur Karl mág þinn syngja saman Glunta-söngva og fleiri góða söngva. Þú söngst með ýmsum kóram á Vopnafírði í gegn- um árin og allt fram á efstu ár með kirkjukór Vopnafjarðar þar sem þú leiddir bassann af öryggi. Við mun- um sögurnar sem þú sagðir okkur frá Hvanneyri og Sámsstöðum, ferðasöguna góðu er þú og félagi þinn genguð langleiðina frá Sáms- stöðum og heim og fleira áhugavert sem á daga þína hafði drifið. Elsku pabbi. Þú áttir því láni að fagna að njóta góðrar heilsu og halda óskertum andlegum kröftum fram á síðasta dag. Oft var fjöl- mennt í litlu íbúðinni í Sundabúð er við systkinin duttum þar inn úr dyranum með börn og barnabörn er öll áttu með þér góðar stundir. Við áttum góða æsku og hlutum gott veganesti að heiman. Við minnumst þín með þökk og virð- ingu. Börnin. Hinn 18. mars síðastliðinn feng- um við þær fréttir að Jörgen afi okkar væri látinn. Orð fá ekki lýst viðbrögðum okkar því þrátt fyrir háan aldur átti enginn von á þessu. Samt vora þetta trúlega þau enda- lok sem hann vildi því afi hefði átt erfitt með að sætta sig við að vera upp á aðra kominn. Minningar okkar um afa eru eins margar og við eram mörg og spanna mislangan tíma. Fyrir okk- Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Jörgen var kvæntur Hi-afnhildi Helga- dóttur frá Þor- brandsstöðum, f. 25. júní 1917, d. 23. júní 1991. Börn þeirra eru: Stúlka, f. 1940 er lést á fyrsta ald- ursári, Laufey, f. 1942, Sverrir, f. 1943, Sigmar, f. 1945, Helgi, f. 1947, Flosi, f. 1951, Hjalti, f. 1951, og Jónína Sigríður, f. 1956. Barnaböm em 19 og bamabamaböm 19. Jörgen og Hrafnhildur hófu bú- skap í Krossavík 1940 en 1945 fluttust þau að Hellisfjörubökk- um í Vopnafirði þar sem þau bjuggu allt til ársins 1972 er þau bmgðu búi og fluttust í Vopnafjarðarkaupstað þar sem þau bjuggu til dauðadags. Utför Jörgens fer fram frá Vopnaíjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarð- sett verður á Hofi. ur sem búum í Reykjavík era minn- ingarnar aðallega tengdar sumrun- um þegar við komum á Vopnafjörð þar sem afi fór helst ekki frá Vopnafirði og alls ekki í flugvél. Öll munum við eftir honum á Bökkum þar sem sum okkar dvöldu sumar- langt í sveit. Hann var duglegur við að láta okkur taka þátt í bústörfun- um, sækja beljur og kenna okkur að rýja sem og að segja okkur frá ættaróðalinu Krossavík og frægð- arsögur af sjálfum sér þegar hann var ungur. Þegar afi og amma hættu bú- skap á Bökkum fluttu þau á Tanga, fyrst í Ás og síðar á Garð þar sem rekið var sjúkraheimili. Og frá Garði eigum við öll góðar minning- ar. Fyrir okkur var Garður ævin- týraheimur. í hitakompunni vora kettirnir, í kjallaranum mýsnar og í sjúkrastofunum heill heimur af tækjum og tólum. Uppi var her- bergið hans afa og fyrir framan það var vaskur þar sem hann þvoði tóbaksklútana sína. Þetta herbergi þótti okkur mjög spennandi, að fá að sitja þar með honum, hlusta á sögurnar, taka í nefið og skoða myndir. I okkar augum var afi töffari, með silfurlitt hár, stæltur og bar sig vel. Hann hélt sérstaklega upp á derhúfu sem á stóð „Til í allt“. Hann gat verið skemmtilega nei- kvæður og höfðum við lúmskt gam- an af ákveðnum skoðunum hans á mönnum og málefnum. Sérstaklega er okkur minnisstætt þegar hann var að veita hjónabandsráðgjöf kvöldstund eina á Bökkum, stolt hans yfir austurlandsmeti í spjót- kasti, ferðir á búgarðinn og kennslustundir í tvíræðum kveð- skap. Síðustu æviárin bjuggu afi og amma í Sundabúð og afi einn eftir að amma dó. Það hefur verið fastur punktur að hitta afa með fjölskyld- um okkar á Vopnafirði og verður skrýtið að koma austur án þess að koma við í Sundabúð. Elsku afi. Við og fjölskyldur okk- ar þökkum þér fyrir allar góðu Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri 1blómaverkstæði I IJPINNA^I Skólavörðustíg 12, á horui Bergstaðastrætis, sími 551 9090. stundirnar sem við áttum með þér. Blessuð sé minning þin. Ingibjörg, Jörgen, Anna Dóra, Sigfríður Birna og Hrafnhildur. Elsku afi. Ég man hvað það var alltaf gaman þegar ég kom til Vopnafjarðar og hitti þig. Við lás- um saman kvæði og þú sagðir mér sögur. Nú ertu farinn frá okkur á jörðinni, en ég veit að þú fylgist alltaf með mér. Ég sakna þín mikið, en ég veit að þér líður vel. Þín Gunnhildur. Nú ertu horfinn á braut, elsku afi. Sú sorgarfrétt kom okkur svo á óvart þar sem þú varst þrátt fyrir nokkuð háan aldur ávallt svo hraustur og frískur og reisn þín hélst alveg fram á síðasta dag. Það var okkur ómetanlegt að fá að alast upp undir verndarvæng ykkar ömmu þar sem þið létuð ykk- ur alltaf svo annt um það hvemig okkur famaðist. Nú sitjum við hér og rifjum upp allar þær ánægjustundir sem við áttum saman í gegnum tíðina og það fyrsta sem kemur upp í hugann er þær stundir sem við áttum með þér austur á Bökkum. Þangað feng- um við að koma til þín og umgang- ast þig í því umhverfi sem var svo stór hluti af þér. Þarna kenndir þú okkur að umgangast dýrin og land-~ ið og bárum við mikla virðingu fyrir . þér og þeirri þekkingu sem þú hafðir á öllu. Ógleymanlegar voru þær ferðir sem þú fórst með okkur í jeppanum eða aftan á dráttarvél- inni. Þú hafðir mikið yndi af söng og allri tónlist auk þess að vera sjálfur mikill söngmaður. Þess nutum við strax á unga aldri þar sem þú varst ávallt að kenna okkur ljóð og lög. Og aldrei gleymast vorkvöldin á Bökkum þegar við börnin sátum úti í kvöldkyrrðinni þegar sólin var að setjast og söngur þinn glumdi út um eldhúsgluggann. Það var svo greinilegt að þama leið þér best. Þér þótti vænt um það að við skyldum halda áfram að syngja þegar við uxum úr grasi og varst óspar á góð ráð en sagðir okkur líka alltaf þitt álit umbúðalaust. Á seinni áram voram við alltaf velkomin í heimsókn til þín í Sunda- búð, enda varst þú höfðingi heim að sækja og alltaf fljótur að tína til góðgerðir handa okkur. Elsku afi, söknuðurinn er sár en minningarnar lifa og munu þær ylja okkur um ókomna tíð. Guð blessi þig. í dagsins önnum dreymdi mig 1 j)inn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. (Steinn Steinarr.) Borghildur, Hrafnhildur og Jörgen. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útferarstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 33Q0 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.