Morgunblaðið - 27.03.1999, Síða 52

Morgunblaðið - 27.03.1999, Síða 52
52 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Jón Hjaltdal Jó- hannsson fædd- ist á Hofi í Hjaltadal 24. júní 1911. Hann lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki 18. mars síðastiiðinn. Foreldrar hans voru Jóhann Guð- mundsson, f. 24.10. 1876 í Hagakoti í Hjaltadal, d. 31.7. 1940, og kona hans Birgitta Guðmunds- dóttir, f. 1.3. 1881 á Óslandi í Óslands- hh'ð, d. 20.12. 1966. Jón átti sex systkini. Alsystur hans eru: Karlotta, f. 24.12. 1909; Júlíana, f. 23.9. 1915, d. 26.6. 1987; Sig- urlaug, f. 3.6. 1918, d. 4.7. 1975; og Friðfríður, f. 20.3. 1923, d. 15.7. 1992. Hálfsystkini Jóns eru: Ásmundur, f. 27.11. 1901, d. í maí 1922, og Ingibjörg, f. 15.11. 1905. Jón kvæntist 7. maí 1940 eft- irlifandi konu sinni Sigríði Ámadóttur, f. 22.5. 1917 á Atla- stöðum í Svarfaðar- dal, og hófu þau bú- skap á Syðri-Hofdöl- um í Skagafirði. For- eldrar Sigríðar vom Árni Árnason, f. 18.6. 1892, d. 4.12. 1962, og Rannveig Rögn- valdsdóttir, f. 8.10. 1894, d. 14.7. 1989. Jón og Sigríður eign- uðust fjögur böm, sem em: 1) Ásmund- ur, f. 7.3. 1940, menntaskólakennari á Akureyri. 2) Rann- veig, f. 4.9. 1941, hjúkmnarfræðingur í Reykjavík. 3) Jóhanna Birgitta, f. 22.8. 1950, d. 25.2. 1955. 4) Árni, f. 5.11. 1957, bifvélavirkjameistari á Sauðárkróki. Ásmundur er kvæntur Ragnheiði Kjæraested. Böm þeirra: a) Jón Hjalti, f. 21.12. 1968, verkfræðingur í Reykjavík, og b) Ragnar Kjæme- sted, f. 31.3. 1970, eðlisfræðingur í Svíþjóð. Kona Ragnars er Guð- rún Rósa Þórsteinsdóttir. Rann- veig er gift Alois Raschhofer. Börn þeirra: a) Róbert Jón, f. 23.2. 1966, verkfræðingur í Austurríki. Kona Róberts Jóns er Margarete Schrems. Sonur þeirra er Jakob Jón, f. 12.10. 1998. b) Birgit, f. 19.5. 1968, BSc í hótelstjórnun, búsett í Reykjavík. Sambýlismaður Birgit er Jóhann Pétur Guð- varðarson. Jón fluttist með foreldmm sínum í Brekkukot í Hjaltadal árið 1913. Hann stundaði nám í Hólaskóla og lauk þaðan bú- fræðinámi 1932. Árið 1934 flutti hann úr föðurhúsum, keypti sína fyrstu bifreið 1936 og stundaði að mestu sjálfstæðan atvinnurekstur sem bifreiða- stjóri frá 1936 (á Sauðárkróki frá 1947) fram til ársins 1987. Jón var umboðsmaður Trygg- ingar hf. á Sauðárkróki í þrjá- tíu og fimm ár. I áranna rás vora honum fal- in ýmis trúnaðarstörf fyrir fé- Iag sitt, Vörabifreiðastjórafélag Skagafjarðar. Hann átti sæti í sóknarnefnd Sauðárkróks- kirkju frá 1973-1979, var safn- aðarfúlltrúi 1982-1988 og með- hjálpari 1977-1992. títför Jóns fer fram frá Sauð- árkrókskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. JÓN HJALTDAL JÓHANNSSON Þrjátíu og þrjú ár eru síðan ég kom fyrst inn á heimili þeirra Jóns og Sigríðar sem tilvonandi tengda- dóttir þeirra. Það var gott vega- nesti að fylgjast með sambandi þeirra, umhyggju og hlýju hvors í annars garð og samferðamanna. Tengdaforeldrar mínir létu ein- hverju sinni þau orð falla að mikill væri munurinn á nútíma bama- uppeldi miðað við þá tíma þegar þau voru að ala upp bömin sín svo fákunnandi sem þau hefðu vísast verið í þessum efnum. Sennilega hefur þeim þótt sitthvað framandi við þær uppeldisaðferðir sem við notuðuín, þótt hvorugt reyndi að hafa áhrif þar á. Reyndar get ég ekki ímyndað mér betri foreldra en þau ' Jón og Sigríði; þau um- vöfðu bomin sín ást og hlýju og virtu sköðanir þeirra í hvívetna. Það sem ég tók fyrst eftir við fjöl- skyldulífið á Skagfirðingabraut 43 var hvað heimilisfólkið hafði gam- an af að spjalla saman og rökræða - alltaf í mesta bróðemi og há- vaðalaust þótt ekki væru allir alltaf sammála. Setið var oftar en ekki langt fram á nótt og málin rædd. Allar skoðanir voru jafnrétt- háar, hvort sem þeir yngstu eða þeir elstu áttu í hlut. Aldrei heyrð- ist sagt eða gefið í skyn að yngri kynslóðin hefði ekki vit á hlutun- um. Litla sögu langar mig að segja af uppeldisaðferðum þeirra Jóns og Sigríðar sem sonur þeirra sagði mér fyrir margt löngu. Lýsir hún vel viðhorfi og mannþekkingu þeirra hjóna. Sagan gerist áður en fjölskyldan fluttist til Sauðárkróks 1946 og hafa elstu systkinin þá verið um það bil þriggja og fjög- urra ára. Faðir þeirra kom heim úr kaupstað með nýja hrágúmmí- skó handa bömunum. Þau voru að vonum glöð, enda ekki eins mikið um gjafir í þá daga og nú. En í óvitaskap sínum dunduðu þau sér við að klippa skóna niður með skæmm sem þau höfðu náð í. Þau vom staðin að verki og gleymir sonur þeirra ekki hvemig foreldr- ar þeirra horfðu á þau í þögn, ekki eitt orð var látið falla eða nokkuð aðhafst. Nokkram dögum síðar færði faðir þeirra þeim sams konar skó og rétti þeim skæri. Ekki var klippt í þetta sinn. Ég hef þá trú að athöfn, svipbrigði og augnatillit segi oft litlum bömum meira en mörg orð. Ein skemmtilegasta minning sem ég á frá samvera við Jón frá síðari ámm er gönguferð sem við hjónin fómm með þeim Jóni og Sigríði yfir Heljardalsheiðina milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar 21. ágúst 1991, skömmu eftir áttræðis- afmæli Jóns. „Það hafa margir sagt við mig, hvað maður á níræð- isaldri sé eiginlega að asnast þetta,“ sagði Jón í blaðaviðtali eftir gönguferðina. Ferðin tók liðlega fjóra tíma og alhvítt var á heiðinni og bleytuhríð, en er komið var nið- ur í Svarfaðardalinn tók við úr- hellisrigning. Þá var gott að koma til þeirra Lenu og Jóhanns á Atla- Geirmundur Jónsson fæddist í Grafargerði við Hofsós 19. júní 1912. Hann lést á Sjúkrahúsi Skag- firðinga 12. mars síðastliðinn. Árið 1939 kvænt- ist Geirmundur Hólmfríði Guð- mundsdóttur og eignuðust þau tvö börn: 1) Emu, f. 1939, og 2) Vilhjálm, f. 1943. Hólmfríður andaðist 1944. Árið 1959 kvæntist Geir- mundur eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðríði Guðjónsdóttur, og eignuðust þau þrjá syni. Elsku Geiri afi. Nú ertu farinn frá okkur og ekki er það nú ánægjulegt en kannski var þetta það besta fyrir þig og við vildum þér bara það besta. En eitt er gott að vita og gladdi okkur mjög er við heyrðum það að meðan þú varst sem veikastur seinustu dagana þá leið þér alltaf vel og þú fórst frá okkur hægt og rólega, en þér leið alltaf vel. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur þegar við þurftum á þér að halda, ef pabbi var úti á sjó þá var alltaf hægt að koma til þín og þú gast lagað það, t.d. ef hjólið bilaði, þá fór maður til þín og fékk ræðuna Þeir era: 1) Sveinn, f. 1953, maki Anna Pálsdóttir og eiga þau tvö börn. 2) Jón, f. 1953, maki Anna Björk Arnar- dóttir og eiga þau þrjú börn. 3) Guð- jón Ingvi, f. 1959, maki Halla Tulinius og eiga þau þrjú börn. Lengst af ævi sinnar starfaði Geir- mundur sem banka- stjóri við Samvinnu- bankann á Sauðár- króki. títför Geirmundar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. um það hvemig ætti að hirða um eigur manns. Maður fór nú misjafn- lega mikið eftir því en hefði kannski átt að gera það. Það sást best á gömlu Toyotunni þinni þegar Sigur- páll fékk hann árið 1995. Þá sást ekki á honum og þá var bíllinn 18 ára gamall og aldrei lent í tjóni. Það breyttist fljótt eftir að hann fór norður. Svo voru það fjöruferðimar og veiðamar ykkar Sigurpáls og alltaf varst það þú sem veiddir meha en Sigurpáll og um leið voram við nöfnumar að tína steina og skeljar til að fara heim með og mála. Eitt sinn var það sem þið tveir, þú og Sigurpáll, vomð á leiðinni út í Varmahlíð á Toyotunni eða Grána gamla eins og við kölluðum hann og þú fórst upp í 80 km/klst. Þá sagðir þú að ég mætti aldrei segja ömmu frá því hversu hratt hann keyrði. Svo var það á leið út í Skagfirðinga- búð og við systkinin í aftursætinu og þá voru hraðahindranir á leiðinni og þú komst með þessa gullnu setn- ingu sem við eigum alltaf eftir að muna: .Andskotans, maður þarf bara að gefa í til að komast yfir þessar hindranir." Þá var hlegið mikið. Elsku afi, við eigum alltaf eftir að muna eftir þér og við vonum að þér líði sem allra best þama uppi. Elsku amma, vonandi á þér líka eftir að líða vel. Guðríður og Sigurpáll Sveinsbörn. Sártervinaraðsakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna, svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta, húm skuggi féll á brá, lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta, vinur þó falli frá. Góðar minningar geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Pér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Elsku tengdapabbi. Takk fyrir allt og allt. Guð blessi þig. Anna Sigurveig Pálsdóttir. GEIRMUND UR JÓNSSON stöðum og fá heitt kaffi og kræs- ingar. Jón fór oft yfir Heljardals- heiðina á sínum yngri áram, en hafði ekki gengið hana síðan 1943. Jón var myndarlegur maður, virðulegur í fasi, orðvar og hlýr í viðmóti. Hann var talnaglöggur, greinargóður og hafði yndi af að segja frá en leitaðist við að finna hið góða í fari sérhvers manns. Ég held að Jóni verði best lýst þannig að hann hafi verið seinþreyttur til vandræða en ef á þurfti að halda gat hann verið fastur fyrir og tekið af skarið. Sú tilfinning greip mig er ég kvaddi Jón 14. mars síðastliðinn að ég myndi ekki sjá hann framar. Samt hélt ég í vonina að hann myndi lifa að minnsta kosti þar til annað langafabamið hans fæddist í maí og jafnvel komast til þeirrar heilsu að hann kæmist heim til Sigríðar á Skagfirðingabrautina. Ég kveð Jón með trega og þakk- læti fyrir ljúfa viðkynningu sem aldrei bar skugga á þá rúmlega þrjá áratugi sem við áttum sam- leið. Sigríði tengdamóður minni og öðram ástvinum Jóns sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Ragnheiður Kjærnested. Nokkur orð í minningu gamals sveitunga og góðvinar Jóns Hjalt- dal Jóhannssonar sem fæddur var á landnámsjörðinni Hofi í Hjalta- dal. Hann ólst upp með foreldram sínum og fjóram systram í Brekkukoti í Hjaltadal sem seinna hlaut nafnið Laufskálar eftir að bærinn var fluttur niður á flatlend- ið. A landi jarðarinnar er sú lands- fræga stóðrétt Laufskálarétt. For- eldrar Jóns, þau sæmdarhjónin Jóhann Guðmundsson frá Hrafn- hóli í Hjaltadal og Birgitta Guð- mundsdóttir frá Artúni á Höfða- strönd, sem voru einstaklega glað- sinna og góðir búþegnar, bjuggu í Brekkukoti sem leiguliðar í 25 ár. Jörðin mátti heita rýrðar kot á þeim tíma, en hafði það helst sér til ágætis að beitiland var allgott fyrir sauðfé. Bærinn stóð í miklum bratta, sömuleiðis túnið sem var lítið umfangs. Engri hestakerra varð við komið vegna brattans og varð því að flytja skítinn á túnið í (hleypi)kláfum. Slík flutningatæki þurfti ekki að nota annars staðar í dalnum. Forarflái lá að túnrótum, það segir sig sjálft að ekki hafi verið búið við neina auðsæld á kreppuárunum við þessi skilyrði. Ungur fór Jón á Bændaskólann á Hólum. Þar teygðist dálítið úr dvölinni, eftir að búfræðinámi lauk, fyrst við bústörf á staðnum, síðan gerðist hann bílstjóri á bfl staðarins um nokkurt skeið. A Hólaáram tók Jón mikinn þátt í starfsemi Umf. Hjalta og var for- maður þess. Nú fór fljótlega að draga til tíð- inda, ung fegurðardís hafði flutt með fjölskyldu sinni frá Atlastöð- um í Svarfaðardal vestur yfir Helj- ardalsheiði að Syðri-Hofdölum í Viðvíkursveit. Jón sem alltaf var gerhugull í öllu sínu lífi, flanaði aldrei að neinu, en svo fór að hann hlaut hnossið, þótt margra augu mændu í sömu átt. Hans stóri happdrættisvinningur var stað- festur með hjónabandssáttmála hans og Sigríðar Amadóttur frá Syðri-Hofdölum 7. maí 1940. Þar sameinuðust tveir einstaklingar með marga líka og góða eðliskosti svo sem einstakan heiðarleika í lífsviðhorfum og störfum. Nú við leiðarlok hefur þein’a góða hjóna- band varað í nær 60 ár. Börnin þeirra þrjú eru mesta mannkosta- fólk. Heimili þeirra hefur lengst af verið á Sauðárkróki, nú lengi á Skagfirðingabraut 43. Ævistarf Jóns var bifreiðaakst- ur á eigin vegum, fyrst við mjólk- ur- og vöraflutninga úr sveitinni. Síðan tók við tímabil vöruflutninga milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. Lengst stundaði hann akstur á vörabílastöð Skagafjarðar til fullra aldursmarka. Allur var þessi ferill án minnstu áfalla, og ætíð heilum vagni heim ekið. Margir fólu Jóni erindi sín og margra vanda var hann búinn að leysa. Allir báru fullt traust til Jóns, slíkur var maðurinn að mannkostum. Félagsmálaviðhorf og störf vora Jóni hugleikin og allt sem til mannbóta horfði. Jón var lengi for- maður vörabflastöðvar Skaga- fjarðar og sat oft landsþing þeirra samtaka. Jón varð snemma kirkj- unnar maður. Sat í sóknamefnd Sauðárkrókssafnaðar og var ritari hennar, safnaðarfulltrúi lengi og meðhjálpari, rækti það starf af mikflli háttvísi. Þá var Jón yel máli farinn á málþingum. Þá ber að þakka þeim hjónum Jóni og Sigríði velvfld og rausnarskap við kirkjukór Sauðárkróks. Við hæfi er að enda þessi kveðjuorð með vísunni góðu um dalinn okkar: Far vel Hólar fyr og síð, far vel sprund og halur, farvelraftafógurhMð, far vel Hjaltadalur. Um leið og við hjónin vottum fjölskyldunni samúð okkar, óska ég þeim til hamingju með að hafa átt þennan góða dreng að maka og fóður. Kári Steinsson frá Neðra-Ási. Fallinn er frá einn af frum- kvöðlum í vörabflstjórastétt í Skagafirði, Jón H. Jóhannsson, bifreiðarstjóri á Sauðárkróki. Jón hóf snemma akstur vörabfla, ók m.a. vörubfl Hólabúsins og flutti mjólk frá bændum til Sauðárkróks ásamt öðram flutningi. Einnig var hann í flutningum á milli Sauðár- króks og Reykjavíkur í samvinnu við verslun Sigurðar Sigfússonar. Árið 1948 gerðist hann félagi í Vörubflstjórafélagi Skagafjarðar og starfaði þar í um 40 ár eða þar til hann hætti fyrir aldurssakir. Mikið af hans vinnu var í kringum höfnina, uppskipun og útskipun og aHt þar á milH, þar var Jón á heimavelli. Jón var mjög aðgætinn bflstjóri og því eftirsóttur í hafn- arvinnuna, þar sem sýna þarf ýtr- ustu gætni, því oft er þar stutt milli manna og bfla. Jón var mjög félagslyndur maður og hóf snemma afskipti af málefnum Vörubflstjórafélagsins, sat í stjórnum þess og var formaður í mörg ár. A þessum áram var oft deilt hart á fundum félagsins og kom það sér þá oft vel hve tillögu- góður og samningalipur Jón var, þegar finna þurfti lausn á ágrein- ingsmálum. Frásagnargáfa var eitt af því sem honum var í blóð borin og munum við samstarfs- menn hans síðari árin minnast hans, þar sem hann er að segja okkur frá hinum ýmsu ævintýram sem hann lenti í þegar hann var í suðurkeyrslunni og bflamir voru litlir og vegirnir vondir og ferðim- ar tóku allt upp í nokkra sólar- hringa. Þá vora 5 tonna bflar stórir bflar og þeir voru ekki með vökvastýri og þess háttar lúxus, það þurfti bara að taka fast á til að halda þeim á veginum. Það var eins ef þurfti að sækja steypumöl eða mold fyrir viðskiptavininn, þá var ekki krani eða ámokstursvél til að moka á, nei, það var bara handskóflan. Já, það urðu miklar framfarir á þeirri rúmlega hálfu öld, sem Jón starfaði sem vörubfl- stjóri og var fróðlegt og gaman að hlusta á hann segja frá þessu tímabili á sinn góðlega og gaman- sama hátt. Nú að leiðarlokum vilja vörubílstjórar í Skagafirði þakka honum öll störfin fyrir félagið okk- ar og alla samvinnuna og samver- una í gegnum tíðina. Guð geymi þig, gamli félagi. Sigríði, konu hans, og fjölskyldu hans allri sendum við innilegar samúðar- kveðjur. F.h. Vörabflstjórafélags Skaga- fjarðar, Jón Sigurðsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.