Morgunblaðið - 27.03.1999, Page 53

Morgunblaðið - 27.03.1999, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 53 + Jón Líndal Franklínsson fæddist á Litla- Fjarðarhorni í Kollafirði í Stranda- sýslu 3. júní 1919. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 16. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Franklín Þórð- arson, f. 11.12. 1879, d. 17.7. 1940, bóndi á Litla-Fjarð- arhorni, og kona hans Andrea Jóns- dóttir, f. 20.9. 1881, d. 20.1. 1979, húsfreyja. Þau eignuðust 13 börn. Þau eru: Þórður, f. 30.6. 1903, d. 1989, Sigurður, f. 30.6. 1903, d. 1983. Hermína, f. 2.6. 1906, Eggþór, f. 1.9. 1908, d. 1994, Anna Mar- grét, f. 15.6. 1910, Guðbjörg Magnea, f. 19.10. 1912, Aðal- heiður, f. 9.6. 1914, Guðinundur Helgi, f. 28.5. 1915, Nanna, f. 12.5. 1916, Benedikt Kristinn, f. 17.5. 1918, Jón Líndal, sem hér er minnst, Margrét, f. 10.1. 1922, og Guðborg, f. 5.5. 1924. Hinn 30. desember 1945 kvæntist Jón Sveinborgu Jóns- dóttur, f. 25.11. 1919. Hún er kjördóttir Jóns Ingvarssonar vegaverkstjóra á Selfossi og Hann afi minn Jón Franklínsson er látinn eftir langvarandi veikindi. Þegai- horft er til baka er margs að minnast og margt hægt að segja um þennan merka mann sem bjó í afa mínum. Þegar ég lít aftur til æskuáranna man ég hvað gaman var að koma að Núpi og heimsækja afa og ömmu. Þar var ætíð tekið vel á móti öllum. Oft hafði maður vini meðferðis og þá var boðið upp á mjólk og brúna köku. Afi ræddi þá oft við okkur unga fólkið um lífið og tilveruna. Hann sagði sögur frá f'yrri tímum. Bæði af Ströndunum, æskuslóðum hans, og einnig af fyrstu árunum hér fyrir sunnan. Það var gaman að heyra hann segja frá, því betri sögumann var vart hægt að hugsa sér. Hann sagði svo vel og svo rétt frá öllu. Ég man vel eftir því þegar ég var yngri, þá fór maður stundum með afa í mjólkur- bílnum í Landeyjarnar. Þegar kom- ið var á bæina sá maður eftirvænt- ingu meðal fólksins í sveitinni því það beið eftir að geta rabbað og rökrætt um öll heimsins mál við afa yfir kaffibolla. Skoðanir afa voru róttækar. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur og skóf ekki utan af hlutunum. Þó að afa væri oft mikið niðri fyrir þegar talið barst að landsmálum og pólítík var hann mjög léttur og skemmtilegur og oft var hlegið mikið og lengi að hnyttn- um og skemmtilegum skotum og tilsvörum. Þegar ég gekk í fram- haldsskóla átti ég það oft til að leita til afa um aðstoð. Þegar ég bað um aðstoð við betri og meiri skilning á Laxnessbókum naut afi sín vel. Þar var hann svo sannariega á heima- velli, hann sagði mér frá öllu saman og skemmti sér vel. Afi las gríðar- lega mikið og átti mikið af bókum. Mest hafði hann þó gaman af Lax- ness og Þórbergi, enda átti hann allar bækur þessara mestu rithöf- unda þjóðarinnar. Afi var afar greindui- maður og er ég viss um hann hefði getað lært það sem honum hefði dottið í hug. En á hans yngri árum voru kannski ekki miklir möguleikar á menntun. Á þeim tíma var aðallega hugsað um að fara að vinna og eiga í sig og á. Elsku afi, ég kveð þig með mikl- um söknuði og það gera allir sem þig þekktu. Ég mun aldrei gleyma því þegar við Jón Ragnar vöktum með þér síðustu nóttina þína hér með okkur. Ég talaði við þig og þótt þú svæfir er ég viss um að þú heyrðir í mér. konu hans Helgu Jónsdóttur húsmóð- ur. Börn Jóns og Sveinborgar eru: Oddrún Helga, f. 2.3. 1946, gift Gunn- ari Guðmundssyni, eiga þau þrjú börn og fimrn barnabörn; Andrea, f. 7.4. 1949, á hún eina dóttur og eitt barnabarn; Ás- rún, f. 3.3. 1952, gift Ólafi Ragnarssyni, eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn, sonur Sveinborgar og stjúpsonur Jóns er Axel Þór Lárusson, f. 25.10. 1937, kvænt- ur Róslín Jóhannsdóttur, eiga þau tvö börn og fjögur barna- börn. Jón ólst upp í foreldrahúsum við öll almenn sveitastörf til 16 ára aldurs, en fór þá til Reykja- víkur og vann þar við bygging- arvinnu. Hann fluttist til Selfoss árið 1942 og hefur búið þar síð- an. Á Selfossi varð hann bíl- stjóri, fyrst hjá Kaupfélagi Ár- nesinga en síðan hjá Mjólkurbúi Flóamanna þar til hann Iét af störfum fyrir aldurs sakir 1989. Jón verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku amma, mamma og systkini og öll skyldmenni okkar. Ég veit að söknuðurinn er mikill, en þar sem afi er núna líður honum vel og við munum ætíð geyma minninguna um hann. Elsku afi Jón, hvíl þú í friði. Elvar Gunnarsson. Kæri afi minn, nú ert þú farinn frá okkur, þú varst búinn að vera svo veikur, en þú lést næstum aldrei vita af því, en þannig varst þú, þú talaðir sjaldnast um hvernig þér leið. Þegar ég var lítil var alltaf svo gott að koma til þín og ömmu að Núpi, þar sem þið áttuð alltaf heima. Þú gafst þér alltaf tíma til að tala við mig um allt og ekkert, ég man þegar þú kenndir mér að spila og yfirleitt var spilað Olsen Olsen en líka stundum Manni ef amma var með. Það var líka svo gaman þegar þú varst niðri í kjallara eitt- hvað að gera, þar var svo mikið af skemmtilegum hlutum til að skoða. Þegar ég var orðin eldri þá glæddir þú áhuga minn á sögu og bók- menntum og þar kom ég ekki að tómu húsi þvi lestur góðra bóka var þitt áhugamál, Halldór Laxness og Þórbergur Þórðarson voru meðal þinna uppáhalds skálda, og mér fannst svo gaman þegar þú varst að segja mér frá þessum sögum og lesa fyrir mig upp úr þeim, og ef ég þurfti að gera ritgerð í Fjölbrauta- skólanum í sögu eða íslensku þá gast þú alltaf sagt mér eitthvað um efnið sem ég gat svo notað í rit- gerðirnar mínar. Nú í seinni tíð þegar þú og amma voruð flutt í Seftjörn þá hefur mér og manninum mínum þótt gott að koma til ykkar og strákurinn okkar hann Gunnar Oddur var mjög hrif- inn af þér. Þótt hann sé bara þriggja ára þá man hann eftir afa dósa eins og hann kallaði þig alltaf. Ég var mjög glöð yfir því að þú gast vitað áður en þú fórst að við skírðum dóttur okkar Sigrúnu Jónu í höfuðið á þér og þú varst ánægður yfir því. Ég mun segja henni frá þér þegar hún hefur aldur til. Elsku amma, mamma, Adda Sigga, Ásrún og Axel, við Hafliði vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir. Mig langar í fáum orðum að minnast afa míns, Jóns Franklíns- sonar, sem er látinn eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Margs er að minnast frá ótal ferðum sem ég fór með afa í mjólkurbílnum austur í sveitir á bernskuárunum. Þá er mér í fersku minni ferð á æskuslóðir hans norður á Strandir ásamt Benna bróður hans á sl. ári. Orka afa míns í þessari ferð og glaðværð þeirra bræðra var nánast eins og ki'aftaverk, svo sjúkur sem afi þá var orðinn. Álltaf var jafnljúft að heimsækja afa og ömmu að Núpi þar sem þau bjuggu lengstaf og síðar í Seftjörn- ina. Þar réðu hlýjan og manngæsk- an ríkjum og snyrtimennskan í fyr- irrúmi. Laugardaginn 13. mars átt- um við afi langt spjall á heimili hans og verður það mér ævinlega mjög minnisstætt. Ekki gi-unaði mig að komið væri að endalokun- um. Um kvöldið var afi fluttur á sjúkrahús, þaðan sem hann átti ekki afturkvæmt. Ég kveð afa minn með söknuði og þakkíæti fyrir allt sem hann var mér. Megi hið góða styrkja elsku ömmu og alla aðra sem nú syrgja góðan mann. Ég er einn á gangi og hugsanir mínar hljóðar hverfa inn í rökkvaðan skóg þess, sem liðið er. Mitt stolt er að vera sonur þessarar þjóðar. En þjóðin er ekki líkt eins stolt af mér. I þögulli auðmýkt og tilbeiðslu stend ég og stari: Hér stendur það skráð, sem þeir ortu hver fyi'ir sig hinir þjóðfrægu menn og hinn þungbúni nafn lausi skari. En þjóðin kann ekki nokkurt ljóð eftir mig. Og andspænis samstilltum verknaði huga og handa í hrifni og undrun ég stansa við fótmál hvert. Sjá, þannig skal vandað til þess, sem á lengi að standa. En þjóðin veit, að ég hef ekkert gert. Og samt er mitt líf aðeins táknmynd af þess ari þjóð, og þjóðin sem heild er tengd við mitt ókunna ljóð. (Steinn SteinaiT.) Jón Ragnar Ólafsson. Þau voni 14 systkinin í Litla- Fjarðarhorni við Kollafjörð, börn Aridreu Jónsdóttur og Franklíns Þórðarsonar. Þau byi'juðu stórt við lítil efni með tvíburunum Sigurði og Þórði, strákunum, og svo komu börnin hvert af öðru. Yngra strákaparið voru Benni og Jón. Ég var svo heppinn að eignast þá báða að vinum á ungum aldri. Nú er Jón genginn. Það var eftirminnilegt að koma að Litla-Fjarðarhorni; þar var niður aldanna saman kominn hjá þeim Þórði og Imbu og Frank- lín. Svandís dóttii' mín var svo ljón- heppin aðeins sjö ára að fá að vera í sveit í Litla-Fjarðarhorni í nokkrar vikur. Það var hluti af þeirri upp- eldisstefnu að börn í kaupstað ættu að vera í sveit. Sú stefna var víst umdeild um tíma; aldrei hefur flögrað að mér efi um að bömin mín hafi haft gagn og gaman af þeimi uppeldisstefnu. Að minnsta kosti byrjaði hún vel hjá Svandísi. Það eru nokkur misseri liðin síðan þeir Þórður og Siggi dóu og nú eru þau reyndar öll farin sem við forð- um gistum í Litla-Fjarðarhorni. Jón Franklínsson sem er kvadd- ur frá Selfosskirkju í dag bjó þar besta part ævi sinnar frá ungum aldri. Var einn af landnemum Sel- foss og bjuggu þau Sveina lengst á Núpi við Austui'veg. Þar bjuggu þau sér og dætram sínum og fjöl- skyldum þein-a fallegt heimili, snyrtilegt og róttækt. Allt í senn! Stelpurnar bera þess merki alla ævi sem betur fer að það var borið í þær mannvit og réttlætiskennd í stórum stíl. Og niðjar þeirra líka sem ég þekki til. Jón keyrði mjólk- urbílinn austur um allt og þekkti hvern einasta bónda í sveitum Suð- urlands. Hann var því aufúsugest- ur í röðum sósíalista til að ráðgast um bændur og hagsmuni þeirra. hann þekkti þá betur en bændur sjálfir því hann hafði yfirleitt hitt þá alla. Hann var alla tíð félagi í Sósíalistaflokknum og síðar Al- þýðubandalaginu; áskrifandi að Rétti og öllum bókum Máls og menningar á fyrri árum. Og þá þarf ekki að sökum að spyrja: Svona mann var gaman að hitta og gott að vera með honum. Jón Franklínsson og Benedikt Franklínsson tengdafaðir minn í þrjá áratugi bjuggu sinn hvorum megin Olfusárinnar og gátu horfst í augu. Þeir voru bræður í anda Is- lendingasagnanna; strengurinn á milli þeirara ótrúlega sterkur og sýnilegur öllum þótt þeir segðu aldrei hálft orð í þá átt að þeim þætti mikið til hvors annars koma. En vinátta þeirra var algerlega óbrigðul og drengskapur eftir- minnilegur og lærdómsríkur. Þeir höfðu það skap sem ég kalla stund- um með sjálfum mér víkingaskap; ekki það skap sem lýst er í sögum með öskrum og óhljóðum, heldur það skap sem var óttalaust, æðru- laust og hiklaust einkum er mest á reyndi. Þegar Jón Franklínsson er geng- inn er ekkert fyrir mig að gera ann- að en að þakka honum fyrir langa tíð, uppeldi og aðhlynningu. Ég leit- aði síðast til hans fyrir nokkra þeg- ar við Guðrún komum okkur fyrir í húsi einu á Eyrarbakka. Þar vant- aði ljósakrónu. Hana átti Jón og gekk að henni á aldeilis nákvæm- lega vísum stað í bflskúrnum. Ná- kvæmni og afburða snyrtimennska einkenndi heimili þeiraa Jóns og Sveinu yst sem innst. Þó var manni alltaf tekið eins og það hefði lengi staðið til að maður kæmi í heim- sókn. Það verður eitthvað minna um að við Jón hittumst á næstunni. Mér finnst þó að við munum áfram vita hvor af öðram ef lítið liggur við uns fennt er í hverja slóð. Með hlýjum samúðarkveðjum til Sveinu, Helgu, Öddu Siggu, Ásrún- ar og niðja. Svavar Gesl sson. Þjóðvegurinn beygir til hægri út með firðinum að norðan. Þar uppi í hlíðinni er smábýlið Litla-Fjarðar- horn, nú nýlega í eyði. Á fyrstu áratugum aldarinnar rammaði þessi litli fjörður norður í Strandasýslu inn líf fólks í litlu samfélagi. Lífskjörin kröfðu um langan vinnudag, allir dagar út- heimtu starf og lífsbaráttan risti rúnir í sálina. Oft haustaði snemma, fjörðinn fyllti af ís og voraði seint. Samfélag kringum lítinn fjörð lyfti sér upp frá amstri dagsins með góðri bók, kveðskap eða heimsókn á næsta bæ. London, París og New York vora ekki til í orðaforða fólks- ins, þessir miklu staðir voru svo óralangt í burtu og framandi að hugarflugið náði ekki einu sinni að fanga þá í svip. Menn unnu að sínu, uxu af sínu, lifðu og dóu á sama stað og hurfu á vit eilífðarinnar. Þannig hafði þetta verið um aldir og þannig var þetta enn í upphafi þessarar aldar. Inn í þetta samfélag fæddist Jón Franklínsson, einn af mörgum systkinum. Hann ólst upp við glað- værð, fátækt og vinnu eins og hlut- irnir gerðust í þann tíma. Skóla- gangan var stutt og fásinnið mikið en tímarnir vora að breytast. Ný öld var í nánd. Þessi mikla öld sem umturnað hefur öllu sem var og gefið flestum landsmönnum tæki- færi sem áður vora óþekkt og orð náðu ekki yfir. Ut í þessa nýju öld gekk frændi minn, lifði og starfaði alla sína ævi. Oft sátum við og ræddum málin. Hann talaði kjarngott íslenskt mál svo engum gleymdist sem á hlýddu. Frændi var vel lesinn, skynsamm- og fróður. Hann hafði afskaplega ríka réttlætiskennd og sveið sárt hvernig sumt fólk varð að gera sér að góðu bág kjör þrátt fyrir alla velsældina sem samfélag- ið hefur að bjóða. Á yngri árum komst hann í kynni við sósíal- ismann og hreifst af kenningum hans, enda mótuðu þær afstöðu hans til margra hluta alla tíð. Hann ræddi oft um skiptingu velferðar- innar og fannst skorta nokkuð upp á að hún væri réttlát. Misskipting gæðanna var það versta sem hann þekkti. Hann fann til þess að að- stæður æskunnar höfðu skammtað naumt og skortur á skólagöngu og þeirri menntun sem samfélagið metur til verðs stóðu í vegi fyrir því að hann gæti notið sín til fulln- ustu. Þrátt fyrir að helstu bók- menntir íslenskra rithöfunda væra honum tamar á tungu og tilvitnun í höfuðskáld þjóðarinnar eðlilegur þáttur samræðunnar fannst honum samt nokkuð skorta. En réttlætis- kenndin og frelsishugsjónin í brjóstinu var svo sterk að hann bognaði aldrei og enginn átti inni hjá honum ef því var að skipta. Undir lokin þegar bæði hann og allir aðrir vissu að hverju dró æðr- aðist hann ekki. „Það er nú bara svona, nafni minn,“ sagði hann stundum við mig. Svo var löng þögn og hvor hugsaði sitt. Þeir era rótsterkir þessi gömlu harðbalakvistir. Jón Hjartarson. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og systir, GERÐA ARNLEIF SIGURSTEINSDÓTTIR Ijósmóðir, sem iést af slysförum fimmtudaginn 18. mars síðastliðinn, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 29. mars, kl. 15.00 Guðmundur G. Bachmann, Geir G. Bachmann, Sigurður Örn Bachmann, Unnar Þór Bachmann, Rósa Sigursteinsdóttir, Marteinn Steinar Sigursteinsson, Jóna Lára Sigursteinsdóttir, Guðrún Sigursteinsdóttir, Elísa Júlía Sigursteínsdóttir. + Eiginmaður minn og faðir okkar, HÖRÐUR EINARSSON tannlæknir, Faxatúni 9, Garðabæ, lést fimmtudaginn 25. mars. Sigríður Antonsdóttir, Guðfinna Harðardóttir, Hrafnkell Harðarson. JÓN LÍNDAL FRANKLÍNSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.