Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 59
UMRÆÐAN
Á bak við fáfræðina
skýlir hann sér?
„ÞAÐ bólar ekkert
á þessum gróðurhúsa-
áhrifum, þau áttu að
koma af völdum
brennslu á kolum, olíu
og jarðgasi," segir
Friðrik í upphafi
greinar sinnar „Gróð-
urhúsaáhrif vantar“
sem birtist í Mbl. 9.
febrúar síðastliðinn.
Friðrik hefur heyrt
því fleygt að hitastig
jarðar eigi að fara
hækkandi samfara
aukningu svokallaðra
gróðurhúsaloftteg- Snævar
unda. Hann kýs þó að Sigurðsson
skýla sér bak við fá-
fræði sína og gera ekkert í málinu.
Við mennimir sem lifum á þess-
ari jörð í svo skamma stund vitum
lítið um hvemig loftslagið hefur
verið síðustu árhundrað hvað þá
Gróðurhúsaáhrif
Erum við tilbúin að
takast á vlð þær breyt-
ingar sem við erum
hugsanlega að valda?
spyr Snævar Sigurðs-
son í svari við grein
Friðriks Daníelssonar.
árþúsund. Við eram fáfróð en við
getum þó reynt að gera okkar
besta til að meta forsöguna og út
frá þeim upplýsingum byggt okkur
líkön um framtíðina.
Borkjarnar úr íshellum Græn-
lands og Suðurskautsins gefa vís-
indamönnum góða vísbendingu
um hvernig efnasamsetning loft-
hjúpsins hefur verið síðustu
160.000 ár. Efnasamsetningin hef-
ur sveiflast til á þessum árþúsund-
um af ýmsum náttúrulegum
ástæðum. Rannsóknirnar sýna
samt svo óyggjandi sé að greinileg
aukning hefur verið á koltvíoxíði
(C02) (Friðrik talar um kolsýring
í grein sinni sem er CO sem er
baneitruð lofttegund. Ég geri ráð
fyrir að þetta hafí verið mistök hjá
honum) síðustu tvö hundruð árin
og sérstaklega hröð síðustu þrjá
til fjóra áratugina. Hefur hlutfall
þess í andrúmsloftinu vaxið úr 280
ppm í að vera 350 ppm á síðustu
tvö hundruð áram.
Fátt bendir til þess að náttúra-
legar ástæður liggi þar að baki.
Eldgos hafa til dæmis ekki verið
tíðari nú en fyrr á öldum né hafa
sveiflur í hitaflæði frá sólu verið
áberandi. Margar ástæður tengdar
manninum má aftur á móti telja til.
Jarðefnaeldsneyti eins og kol, olía
og jarðgas era milljóna ára gamlar
leifar samanpressaðra lífvera. Með
iðnvæðingunni hefur brennsla
þessa eldsneytis aukist hröðum
skrefum, svo að kolefnið sem nátt-
úran batt á milljónum
ára hefur rokið út í
andrúmsloftið á
nokkrum áratugum.
Það sama má segja um
þegar skógur er
höggvinn og brenndur
og jarðvegseyðingu þá
sem íylgir manninum.
Þá færast kolefni úr
lífrænu efnunum út í
andrúmsloftið. Friðrik
spyr „Er þetta aukna
kolsýringsmagn til
skaða, má kolsýrings-
magnið vaxa enda-
laust?“ Hann hefur
einfalt svar við því!
Svar hans er að engin
hætta sé samfara auknum koltví-
oxíðsstyrk! Því gróður jarðar muni
einfaldlega taka upp meira koltví-
oxíð og vaxa þeim mun hraðar!
Það er margt sem mér fínnst
skrýtið við þetta svar hans Frið-
riks. Af hverju hefur einhver
aukning á koltvíoxíði mælst fyrst
plönturnar ættu að vera búnar að
gleypa það allt? Samkvæmt rann-
sóknum sem Morgunblaðið gi'eindi
frá í íyrra, veldur aukið magn
koltvíoxíðs aðeins tímabundnum
auknum vexti plantna. I tilraun-
areit sem þetta vai' prófað með því
að dæla koltvíoxíði inní náttúraleg-
an skóg kom í ljós að vöxtur
trjánna jókst mjög fyrstu 3^1 árin
en fór svo minnkandi og varð loks
minni en hann var fyrir aukning-
una. Á mörgum árum myndi nást
aftur jafnvægi sem væri svipað því
sem fyrir var. Gera má ráð fyrir að
það séu aðrir þættir t.d. næringar-
efni í jarðvegi sem séu einnig vaxt-
artakmarkandi.
Það er rétt athugað að eitt af því
sem við getum gert til þess að
hægja á aukningu koltvíoxíðs í and-
rúmsloftinu er að planta trjám.
Aukinn gróður bindur koltvíoxíðið
en því miðui' fer grónum svæðum á
jörðinni óðum fækkandi. Regnskóg-
um hitabeltisins eram við að eyða
Laugavegi 40,
sími 561 0075.
SJAÐU -
'ffT>>>
MATARLITIR
fyrir kökur, marsipan
og skreytingar
15 mismunandi litir
Páskai
eggjamöt,
Jtonfektm
ot
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44
Sími 562 3614
<g> mbUs
\LLTAf= e!TTH\SA£> NÝTT
og þeh’ geta því ekki lagt sitt af
mörkum við að binda koltvíoxíðið.
Hin einfalda heimssýn Friðriks
virðist heldur ekki ná til þess að
koltvíoxíð er ekki eitt um að stuðla
að gróðurhúsalofttegundum.
Metangas hefur aukist mjög í and-
rúmsloftinu á síðustu tvö hundrað
áram. Úr 0,7 ppm í 1,7 ppm. Metan
myndast í maga nautgripa sem
hefur fjölgað gríðarlega og mynd-
ast einnig við rotnun á sorphaug-
um. Metan er tuttugu sinnum öfl-
ugri gróðurhúsaáhrifavaldur en
koltvíoxíð og engar lífverar binda
það sér til framfærslu.
Annar þýðingarmikill þáttur
era freonefnin og vetnisflúor-
kolefnin. Freonefnin skapa ekki
aðeins hættu gagnvart ósonlaginu,
þau auka einnig á gróðurhúsaá-
hrifín. Engar lífverur nýta sér
þessi efni. Helsta uppspretta flú-
orkolefna á íslandi er álbræðsla.
Með nýrri tækni hefur álverinu í
Straumsvík tekist að minnka út-
blástur þeirra mjög sem sýnir
hvað hægt er að gera ef krafa er
gerð um úrbætur.
Fyrirhugað samkomulag um tak-
mörkun á útblæstri gróðurhúsaloft-
tegunda tekur því til mun fleiri efna
en koltvíoxíðs þó að það sé stærsti
hluti þeirra. Það er rétt athugað að
engar hundrað prósent sannanir
era til fyi'ir þeim áhrifum sem
aukning þessara lofttegunda kann
að hafa á jörðina. Loftslag jarðar er
mjög breytilegt. Það era dæmi um
bæði hlýrri og kaldari skeið á jörð-
inni þó svo að við höfum ekki upp-
lifað stórsveiflur ennþá. Enginn
veit hvemig jörðin og íbúar hennar
munu taka við breytingum á lofts-
lagi. Það era dæmi þess að heilu
vistkerfin hafi horfið vegna lofts-
lagsbreytinga. En eram við tilbúin
að takast á við þær breytingar sem
við eram hugsanlega að valda? Er-
um við tilbúin að takast á við aukna
eyðimerkurmyndun á heitum svæð-
um jarðar og hugsanleg kuldaskeið
í okkar heimshluta ef golfstraumm--
inn breytir um stefnu? Getum við
horfst í augu við bömin okkar þeg-
ar þau spyrja okkur um ástæður
þess að milljónir manna þurfa að
flytjast frá heimkynnum sínum
vegna þess að sjávarborðið hækk-
ar? Eram við tilbúin að skýla okkur
á bak við fáfræði okkar? Við bai'a
héldum að gróðurhúsaáhrifm væra
falsspádómar!
Ég er ekki tilbúin að taka áhætt-
una? Hvers vegna ekki að reyna að
draga úr menguninni? Það er
hægt! Ef gróðurhúsaáhrifin reyn-
ast svo falsspádómar einir þá er
enginn skaði skeður. Um leið og
krafan um minni útblástur meng-
andi efna verður lögbundin verður
þrýstingurinn á nýjar tæknilausnir
til þess að iðnaðurinn blómstrar
enn frekar með minni mengun. Við
getum ekki endalaust skýlt okkur á
bak við fáfræðina. Við vitum það
mildð um vistkerfi okkar að við vit-
um að við getum ekki boðið því
hvað sem er. Við getum ekki notað
fáfræðina sem afsökun fyrir því að
sitja með hendur í skauti og menga
meira og meira. Við verðum að axla
ábyrgðina og undirrita Kyoto-bók-
unina sem fyrst.
Höfundur er nemi i lífefna-
fræði við HÍ.
Tilkynning
til Þjóðverja um kosningar til Evrópuþingsins
Hinn 13. júní 1999 verður kosiö um þingmenn frá Sambandslýðveldinu Þýskalandi til
Evrópuþingsins.
Þjóðverjar, sem eru búsettir utan Sambandslýðveldisins Þýskalands, og eiga ekki lengur lögheimili þar, geta greitt atkvæði sé vissum skil-
yrðum fullnægt.
Til þess að geta greitt atkvæði eru m.a. þau skilyrði, að þeir
1.1 hafi verið búsettir í að minnsta kosti þrjá mánuði í öðrum aðildairíkjum Evrópusambandsins eða að minnsta kosti
dvalið þar að jafnaði (fyrirhuguð 3ja mánaða dvöl í Sambandslýðveldinu Þýskalandi skal að jafnaði vera sambærileg)
eða
1.2 a) einhverju öðru aðildam'ki Evrópuráðsins eða
b| að þeir séu búsettir annars staðar, og ekki eru liðin meira en 25 ár frá brottflutningi þeirra miðað við kjördag
og þeir hafi eftir 23. maí 1949 og fyrir brottflutning frá Þýskalandi dvalið þar 3 mánuði hið skemmsta - einnig skal taka tillit til fyrri
búsetu eða dvalar á svæðum, sem nefnd eru í 3. grein sameiningarsáttmálans (Brandenburg, Mecklenburg-Vorpommern, Sachsen,
Sachsen-Anhalt og Thiiringen, auk þess svæðis, sem áður nefndist Austur-Berlín) - eða dvalið þar að jafnaði;
2. og þeir séu skráðir á kjörskrá í Þýskalandi. Kjósandi þarf að sækja um skraningu r kjörskrá á sérstöku eyðublaði sem fyrst
eftir birtingu tilkynningar þessarar. Ekki verður unnt að sinna umsóknum, sem berast til hlutaðeigandi kjörstjórnar hinn
24. maí 1999 eða síðar (sjá § 17, grein 1 um kosningar til Evrópuþingsins.
Umsóknareyðublöð og upplýsingar má fá hjá eftirtöldum aðilum:
— Sendiráðum og aðalræðisskrifstofum Sambandslýðveldisins Þýskalands.
— Yfirkjörstjóra, Statistisches Bundesamt, 65180 Wiesbaden.
— Héraðskjörstjórnum í Sambandslýðveldinu Þýskalandi.
Frekari upplýsingar veita sendiráð Sambandslýðveldisins Þýskalands, svo og aðalræðisskrifstofur.
Reykjavík,
Botschaft der Bundesrepublik Deutschland
Laufásvegi 31,101 Reykjavík.
Sími: 530-1100. Fax: 530-1101.
Viðtalstími: Mánud. til föstud. kl. 9.00—12.00
eða eftir samkomulagi.
Bekanntmachung
Fiir Deutsche zur Wahl zum Europáischen Parlament
Am 13. Juni 1999 findet die Wahl der Abgeordneten zum Europáischen Parlament aus der Bundesrepublik Deutschland statt.
Deutsche, die auBerhalb der Bundesrepublik Deutschland leben und im Bundesgebiet keine Wohnung mehr innehaben, können bei
Vorliegen der sonstigen wahlrechtlichen Voraussetzungen an der Wahl teilnehmen.
Fur ihre Wahlteilnahme ist u.a. Voraussetzung, daB sie
1.1 seit mindestens drei Monaten in den ubrigen Mitgliedstaaten der Europáischen Gemeinschaft eine Wohnung innehaben oder sich
mindestens seit dieser Zeit dort gewöhnlich aufhalten (auf die Dreimonatsfrist wird ein unmittelbar vorausgehender Aufenthalt in der
Bundesrepublik Deutschland angerechnet)
oder
1.2 a) in Gebieten der úbrigen Mitgliedstaaten des Europarates leben oder
b) in anderen Gebieten leben und am Wahltage seit ihrem Fortzug aus der Bundesrepublik Deutschland nicht mehr als 25 Jahre
verstrichen sind,
und vor ihrem Fortzug nach dem 23. Mai 1949 aus der Bundesrepublik Deutschland mindestens drei Monate in der Bundesrepublik
Deutschland gewohnt - zu berúcksichtigen ist auch eine frúhere Wohnung oder ein frúherer Aufenthalt in dem in Artikel 3 des
Einigungsvertrages genannten Gebiet (Brandenburg, Mecklenburg-Vorþommern, Sachsen, Sachsen-Anhalt und Thiiringen zuzuglich das
Gebiet des frúheren Berlin (Ost) - oder sich dort sonst gewöhnlich aufgehalten haben;
2. in ein Wáhlerverzeichnis in der Bundesrepublik Deutschland eingetragen sind. Diese Eintragung erfolgt nur auf Antrag. Der Antrag
ist auf einem Formblatt zu stellen; er soll bald nach dieser Bekanntmachung abgesandt werden. Einem Antrag, der erst
am 24. Mai 1999 oder spater bei der zustándigen Gemeindebehörde eingeht, kann nicht mehr entsprochen werden (§ 17 Abs. 1 der
Europawahlordnung).
Antragsvordrucke (Formblatter) sowie informierende Merkblátter können bei
— den diplomatischen und berufskonsularischen Vertretungen der Bundesrepublik Deutschland,
— dem Bundeswahlleiter, Statistisches Bundesamt, 65180 Wiesbaden,
— den Kreis- und Stadtwahlieitern in der Bundesrepublik Deutschland
angefordert werden.
Weitere Auskunfte erteilen die Botschaften und berufskonsularischen Vertretungen der Bundesrepublik Deutschland.
Reykjavik,
Botschaft der Bundesrepublik Deutschland
Laufásvegur 31,101 Reykjavik.
Tel.: 530-1100; Fax: 530-1101.
Dienststunden: Montag bis Freitag 09.00—12.00 Uhr,
sonst nach tel. Vereinbarung
r
<