Morgunblaðið - 27.03.1999, Page 61

Morgunblaðið - 27.03.1999, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ ______UMRÆÐAN____ Heilbrigðismála- ályktun Sjálf- stæðisflokksins ÁLYKTUN 33. landsfundar Sjálfstæð- isflokksins um heil- brigðismál hefur ekki fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum, en er þó hið merkasta plagg. I henni koma fram til- mæli landsfundarins um stefnumörkun Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðismálum næstu tvö árin. Mikil- vægt er að efnisatriði þessarar ályktunar fái þá umræðu sem þarf til að þau komi sem flest til framkvæmda. Grundvallarhugtök- in jafnrétti, valfrelsi, ftjálst að- gengi, hagkvæmni í rekstri og áhersla á einstaklingsframtak eru leiðandi stef í þessari ályktun. Jafnrétti I fyrstu málsgrein ályktunarinn- ar er lögð áhersla á þá meginhug- sjón „að allir landsmenn búi við Heilbrigðisþjónusta Löng bið eftir þjónustu og langir biðlistar, seg- ir Jóhann Heiðar Jóhannsson, samrým- ast ekki fullu jafnrétti. jafnrétti og valfrelsi og njóti full- komnustu heUbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita“. Jaíhréttið hlýtur fyrst og fremst að felast í því að landsmenn hafi aUir sama rétt til að njóta heilbrigðis- þjónustu. Þá skiptir engu hvort þeir eru ungir eða aldraðir, ríkir eða fátækir, kvenkyns eða karl- kyns, fatlaðir eða ófatlaðir, úti á landi eða á höfuðborgarsvæðinu. Brýnni þörf verður að sinna og það bæði fljótt og vel. Löng bið eftir þjónustu og langir biðUstar sam- rýmast ekki fullu jafnrétti. Heilbrigðisþjónustan er hins vegar ekki þannig að hún geti alltaf og alls staðar orðið sú sama. Sá sem býr í einangruðu byggðarlagi úti á landi getur sjaldnast komist jafn fljótt tU heimUislæknis, sér- fræðings eða hátæknimeðferðar og sá sem býr í næsta nágrenni við heilbrigðisstofnun. AUir eiga hins vegar jafnan rétt á því að fá bestu þjónustu sem hægt er að veita á hverjum stað og á hverjum tíma. Slíkt er jafnrétti. Árangur fyrir alla? HeUbrigðisþjónustan er heldur ekki þannig að hún geti alltaf gert allt fyrir alla. Heilbrigðisstarfs- menn vildu þó gjaman hafa það á tUfinningunni að þeir gætu alltaf svarað öllum þörfum skjólstæðinga sinna, en svo er því miður ekki. Fjármagnið, sem veitt er til þjón- ustunnar, ræður til dæmis mestu um það hvaða tækni er í notkun á hverjum stað og á hverjum tíma. TU stjómenda heilbrigðisstofnana era gerðar miklar kröfur um hag- kvæmni í rekstri. Húsnæði, búnað- ur og mönnun ráða því svo hversu fljótt er hægt að veita þjónustu eða hversu löng biðin eftir tiltekinni þjónustu verður. Landfræðileg staðsetning og veðurfar geta ráðið miklu um það hversu auðvelt er fyrir sjúklinga að nálgast þá heil- brigðisþjónustu sem í boði er. Svona mætti áfram telja. Menn ættu þó að geta verið sammála um það að bæði heilbrigðisþjónustan í heild og einstakir starfsmenn hennar eigi að fá tæki- færi tU að gera sitt besta fyrir alla. Á þann hátt er stuðlað að jafn- rétti og á þann hátt getur náðst „árangur fyrir alla“. Valfrelsi Valfrelsi er nátengt jafnrétti. Valfrelsi byggist á því að ein- staklingurinn hafi um mismunandi kosti að velja og að hann hafi fæmi og þekkingu til að velja það sem hann hefur mesta þörf fyrir. Þess vegna þarf að tryggja það að mismunandi form heUbrigðisþjónustu séu fyrir hendi og að einstaklingarnir hafi aðgang að upplýsingum sem gera þeim fært að velja sér þá þjónustu sem þeim líkar. Sjúkhngar hafa ef til vill ekki sama vit á greiningu og meðferð sjúkdóma og heilbrigðis- starfsmenn, en það verður alltaf að gera ráð fyrir að þeir hafí fullt leyfi til að hafa skoðanir á því hvaða stefnu þeir vilja taka í lífl sínu og að þeir eigi kost á því að velja í samræmi við þær skoðanir. Valfrelsi byggist ekki á hug- myndafræði opinberra afskipta. Valfrelsi byggist á þeirri hugsjón sjálfstæðisstefnunnar að mann- virðingin sé mest þegar athafna- frelsi með jafnrétti, samkeppni og sanngjömum leikreglum séu höfð að leiðarljósi. Ábyrgð Valfrelsi er einnig nátengt ábyrgð. Með valfrelsi getur ein- stakhngurinn sjálfur ákveðið hverjum hann ætlar að treysta fyr- ir lífi sínu og limum og hvenær hann felur öðram að taka ákvarð- anir fyrir sína hönd. Hann getur þannig sjálfur tekið vissa ábyrgð á þeirri heilbrigðisþjónustu sem hann þiggur, á sama hátt og hann tekur ábyrgð á því hvaða l£fi hann kýs að lifa. Opinberir aðilar taka ábyrgð á því að heilbrigðisþjónusta sé veitt, en þeir vinna einstaklingn- um ekki síður gagn með því að stuðla að því að mismunandi val- kostir séu ætíð fyrir hendi. Ein- staklingurinn verður síðan að hafa aðgang að þeim upplýsingum sem hann þarf, til að geta sjálfur tekið þátt í því að velja þá tegund heil- brigðisþjónustu sem hann telur sig þurfa. Upplýsingamiðlun Sjötti töluliðurinn í upptöldum markmiðum heilbrigðismálastefnu Sjálfstæðisflokksins fjallar meðal annars um það að „nútíma upplýs- ingatækni verði nýtt til að miðla upplýsingum til almennings". Heilbrigðisstarfsmenn verða í æ ríkari mæli varir við það að sjúk- lingar og aðstandendur þeirra leita upplýsinga á Netinu, annað- hvort áður eða eftir að þeir mæta í sína fyrstu heimsókn. Þannig geta þeir betur fylgst með í umræðum um sjúkdómsgreiningu og með- ferð og þannig upplýstir geta sjúklingarnir tekið þátt í því að velja. Þeir geta einnig gert rétt- mætar kröfur um þá bestu þjón- ustu sem „tök eru á að veita“. Sjálfstæðisflokkurinn hefur trú á einstaklingnum og stefnir að frelsi til athafna samfara vissri ábyrgð á eigin gerðum. Upplýsingamiðlun er ein aðferðin til að tryggja jafn- rétti, valfrelsi og góða heilbrigðis- þjónustu. Höfundur er læknir og landnfundarfulltrúi. Jóhann Heiðar Jóhannsson LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 61 ' < HEIMS ATLAS 8.485,-1 CO/ VERBAtXJR 9.990,- I W /O ISLENSK ORÐABÓK m 4.890, VERÐABUR 6.980 ENSK-ISLENSK SKÓLAORÐABÓK 3.115,- VERÐ ÁÐUR 4,450. 30% „jedúddamía!“ Intel Ptl 400 Mhz. örgjörvi (128! 6,4 Gb. UDMA diskur 64 Mb. SDfiAM 40 x CDflOM 32 bita hljóðkort 300 W hátalarar 17” Tatung hágæða skjár, 100 Hz. ATI Range II + AGP skjákort 100 Mhz 3D Innbyggður faxbúnaður og símsvari 56K mótald 3 mán. ókeypis Internetþjónusta hjá Islandia Windows 95 lyklaborð Disklingadrif og mús Windows 98 uppsett, geisladiskur fylgir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.