Morgunblaðið - 27.03.1999, Page 63

Morgunblaðið - 27.03.1999, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 63 . Byggðastefna Það er ljóst, segir Ragnar Thorarensen, að ef byggð á að hald- ast úti á landi verður að koma til móts við óskir fólks um betri þjónustu og fjölbreyttari at- vmnutækifæri. 20.000 manns. Siglfírðingar hafa mikinn hug á að tengjast þessu svæði með göngum yfir til Olafs- fjarðar. Við svæðið mundu þá bæt- ast 1.600 manns. Það er ijóst að þessi göng mundu opna mikla möguleika fyrir Siglfirðinga og Ólafsfirðinga, sem þegar eiga í samstarfi í sjávarútvegnum, sem og Eyjafjarðarsvæðið í heild sinni. Möguleikar varðandi ýmsa ferða- þjónustu á svæðinu yrðu einnig allt aðrir og betri. í dag eru Sigl- firðingar mjög einangraðir sam- göngulega séð. Flesta mánuði árs- ins þurfa Siglfirðingar að aka 192 km ætli þeir sér að sækja eitthvað til Akureyrar. Ef þeir ætla svo að heimsækja nágranna sína í Ólafs- firði verða þeir að aka heila 240 km. Yfir sumarið er ástandið þó skárra þegar Lágheiðin er opin. Þá er vegalengdin frá Siglufirði til Ólafsfjarðar 62 km og áfram til Akureyrar 123 km. Með tilkomu jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar mundi vegalengdin milli þeirra styttast niður í 19 km. Vegalengdin frá Siglufirði til Akureyrar mundi styttast niður í 80 km. Það er ljóst að ef byggð á að haldast úti á landi verður að koma til móts við óskir fólks um betri þjónustu og fjölbreyttari atvinnu- tækifæri. Þétting byggða með bættum samgöngum er grundvall- arforsenda fyrir því að nægilega stór markaður geti orðið til sem fullnægir þessum óskum. Þessu verður samt ekki náð út um allt land. Sumir staðir eru það smáir og dreifðir að jafnvel bættar samgöng- ur geta ekki hjálpað til þess að búa til nægilega stóran markað. Eyja- fjarðarsvæðið er ákjósanlegt vaxt- arsvæði. Þar er fyrir stór kaupstað- ur, Akureyri, sem séð getur öllu svæðinu fyrir allri sérhæfðari þjón- ustu. Vegalengdir innan þessa svæðis eru heldur ekki of miklar og ekki um erfiða fjallvegi að fara. Það hefur verið og er stefna stjómvalda að efla svokölluð vaxt- arsvæði. Það eru svæði sem þykja heppilegri en önnur og eiga meiri möguleika á að vaxa enn frekar m.a. vegna landfræðilegra að- stæðna. Forsenda þess að hægt sé að skilgreina tiltekið svæði sem vaxtarsvæði er að byggðir innan þess tengist eða geti tengst með traustum og góðum samgöngum og myndi eða geti myndað sameigin- legt þjónustu- og atvinnusvæði. Eyjafjarðarsvæðið, samkvæmt skil- greiningu Byggðastofnunar, telst ekki eitt atvinnusvæði. Til þess eru vegalengdir milli ystu marka svæð- isins of miklar. Þetta er þó frekar spurning um það hveiju menn eru vanir og svo auðvitað kostnaðinn við það að komast til og frá vinnu. I nágrannalöndunum þykir það ekk- ert tiltökumál að fara allt að klukkutíma ferð hvora leið. í stór- borgum eyða menn oft mun lengri tíma en þetta til að komast til og frá vinnustað. Þetta er því frekar spurning um viðhorf fólks á hverj- um tíma hversu langa leið það er tilbúið að fara tU vinnu. Viðhorfið er svo breytilegt frá einum manni tU annars. Þar kemur inn í um hvaða starf er að ræða, laun o.fl. Það er því ekki hægt að útUoka það að maður sem býr á Siglufirði sé til- búinn að sækja vinnu tU Akureyrar. Með tilkomu jarðganganna yrði hann rúma klukkustund að aka þangað. Það eru ekki aðeins bættar sam- göngur sem eru nauðsynlegar tU þess að viðhalda byggð í landinu. Eg er þeirrar skoðunar að framtíð landsbyggðarinnar felist í því að hún haldi betur í það fólk sem þar elst upp. Til að svo megi verða þarf að skapa betri skilyrði fyrir ungt fólk til langskólamenntunar heima fyrU-. Þá eru meiri líkur á því að þetta unga fólk verði um kyrrt og noti sína menntun eigin byggð til framdráttar. Höfundur er landfræðingur. ■HHEBBnMHHBI Group Teka AG \ ÍQKQ Eldunartæki KUCHENTECHNIK 3 stk. f pakka kr. 36.900 (verö miðast við að keypt séu 3 stk. eða sambærilegt). Innifalið í tilboði: Innbyggingarofn, af fullkomnustu gerð með grilli og gríllteini, HT490 eða HT490ME. Helluborð 4ra hellna, með eða án stjórnborðs. Vifta TUB60, sog 370 m3 á klst.. stgr. Vi& Fellsmúla Sími 588 7332 NYJAR VORUR VORUM AÐ FÁ SENDINGU AF NÝJUM VÖRUM. HÚSGÖGN - SPEGLAR - GJAFAVARA LÖNG OPNUNARHELGI - OPIÐ LAUGARDAG 10 - 18. SUNNUDAG 12 17. TEKK V Ö R U H Ú S Nethyl 2 • Simi: 567 3850 Kringlunni • Simi: 588 3850 MEÐAL TILBOÐA í NETHYL: SPEGILL VERÐ KR. 13.600,- TILBOÐSVERÐ KR. 7.600,- BORÐSTOFUBORÐ (2M) OG 6 STÓLAR VERÐ KR. 192.000,- TILBOÐSVERÐ KR. 139.000,- MOTTA (90X60) VERÐ KR. 1.900,- TILBOÐSVERÐ KR. 1 .OOO,- NATTBOR VERÐ KR. 14.300, TILBOÐSVERÐ KR. 9.500,- KOIVIIVIÓÐA VERÐ KR. 17.500,- |

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.