Morgunblaðið - 27.03.1999, Page 64

Morgunblaðið - 27.03.1999, Page 64
7 64 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN % Island er eitt Vesturlanda OFT hefur mér fundist fjölmiðlaum- raeðan á Islandi vera á þá lund að það sem kallað er „Vesturlönd“ væri eitthvað stórt úti í heimi, einhvers stað- ar þarna á sveimi í kringum Bandaríkin w k, og Bretland og önnur stór Evrópuríki ef því er að skipta. Oft láta menn eins og þetta fyrirbæri komi okkur ekki við og sé okkur lítið skylt. Stundum sjá menn sér einnig leik á borði og kjósa að ráðast gegn þessum Vesturlöndum í ræðu og riti. Dæmi um það er umræðan um viðskipta- bannið á Irak. Einnig draga menn íslenska stjórnmálamenn til ábyrgðar fyrir að vera taglhnýting- ar Vesturlanda í utanríkismálum. Það er eins og menn upplifi Island annaðhvort utan þessa fyrirbæris, eða þá á jaðri þess. Staðreyndin er allt önnur. Við tilheyrum kjarna Vesturlanda, menningarlega og stjómmálalega. Alla tið hefur Island verið hluti af einhverri pólitískri og menning- arlegri heild Vesturlanda, eins og þau eru skilgreind. Við tölum germanskt tungumál, við erum kristin, af skandinavísku bergi brotin. Við höfum nánast aldrei haft nein umtalsverð samskipti við lönd utan Vesturlanda, eða við þjóðir sem aðhyllast önnur trúar- brögð en kristni. A Islandi var saga Norður-Evr- ópu rituð á miðöldum. Við höfðum samskipti við Spánveija, Frakka, Þjóðveija, Breta, menntamenn okkar töluðu latínu eins og mennta- menn annarra þjóða, stjómkerfi okkar hefur ávallt farið saman við evrópskar hugmyndir um stjómar- far í einni eða annarri mynd. Frá því að landið fékk sjálfstæði höfum við tekið þátt í flestum þeim stofnunum sem Vesturlönd hafa komið á fót. Við erum þó í hópi þeirra ríkja sem hafa viljað fara hægt í Evrópusamrunann. Þannig erum við í EFTA en ekki Evrópu- ''f sambandinu. Úr þeim hópi hefur þó kvamast inn í Evrópusamband- ið, eins og alþjóð þekkir. Það hefur verið á það bent, að lok kalda stríðsins hafi orðið til þess að heimurinn sldptist ekki lengur upp eftir hugmyndafræði, heldur menningarheildum. Þetta kristallast í inngöngu hinna ný- fijálsu Mið-Evrópuríkja, Póllands, Tékklands og Ungveijalands, í NATO, sem er pólitískur holdgerv- ingur Vesturlanda, en þar höfum við íslendingar verið með frá upphafi. Þessi ríki eru sögulegur hluti Vesturlanda. Þau eru „vesturkristin" þ.e. rómversk-katólsk, en Vesturlönd em í grófum dráttum þau ríld þar sem Rómar- kristnin og mótmæl- endatrúin hafa yfir- höndina (Norður-Am- eríka og Vestur-, Suð- ur-, Norður- og Mið- Evrópa). Þess vegna tala þjóðhöfðingjar Mið-Evrópuríkjanna um það að þau séu komin heim með inn- göngunni í NATO. En hvað einkennir Vesturlönd og skilur þau frá öðrum menning- Balkanstyrjöldin Skipting heimsins í menningarheildir er augljósust á Balkan- skaga, segir Magnús Arni Magnússon. Þar koma ekki aðeins sam- an ólík „þjóðabrot“ heldur mætast þar þrjár menningarheildir. arheildum? Samuel P. Huntington, prófessor í stjómmálafræði við Harvard-háskóla, skilgreinir í bók sinni „The Clash of Civilizations", það, sem hann telur einkenna Vest- urlönd og að nútímavæðing, sem oft hefur verið tengd vestrænni menningu, sé það ekkert endilega. I nútímavæðingu felst iðnvæðing, uppbygging borga, aukið læsi, menntun, auðsöfnun, félagsleg samþjöppun auk flóknari og fjöl- breyttari framleiðsluhátta. Kjarni vestrænnar menningar er á hinn bóginn það sem kalla má hina „klassísku arfleifð", þ.e. grísk heimspeki, rómversk lögfræði og kristni og skipting kirkjunnar í mótmælendur og rómversk-kat- ólska. Að auki má nefna evrópsk tungumál, aðskilnað geistlegra og veraldlegra stjómvalda, lögfræði, félagslega margbreytni, fulltrúa- þing og einstaklingshyggju. Þessir þættir vom allir til staðar í vest- rænni menningu áður en hún nú- tímavæddist og em það enn. Skipting heimsins í menningar- heildir er augljósust á Balk- Magnús Árni Magnússon anskaga. Þar koma ekki aðeins saman ólík „þjóðabrot" heldur mætast þar þrjár menningarheild- ir. Þess vegna er ástandið hvergi flóknara í gervallri Evrópu. Þar em Króatar, sem vom hluti af austurrísk-ungverska keisaradæm- inu. Þeir em rómversk-katólskir og nota vestrænt letur. Þjóðverjar hafa löngum verið þeirra helstu bandamenn. Bosníumenn era að stofni til þeir sem tóku upp íslam þegar Tyrkir réðu þar ríkjum. I styrjöldinni í Bosníu nutu þeir hernaðaraðstoðar arabaríkjanna. Síðan em Serbar. Þeir tilheyra austurkirkjunni og nota kýrillískt letur. Þeiira helsta bandalagsríki er auðvitað Rússland, kjamaríki austurkirkjunnar. Ekki er ólíklegt að Króatar verði meðlimir í NATO á fyrri helmingi næstu aldar. Það er á hinn bóginn ólíklegt að Serbar verði það nokkm sinni, burt séð frá þeirri staðreynd að þeir em eina þjóðin sem NATO hefur háð styij- öld við upp á sitt einsdæmi. Þeir tilheyra einfaldlega annarri menn- ingarheild. Af sömu ástæðu munu Tyririr seint verða teknir inn í Evrópu- sambandið, þó þeir hafi fyrir um- talsverða öryggishagsmuni verið teknir inn í NATO á sínum tíma. Þeir hafa barið óþreyjufullir á dymar og alla glugga áratugum saman. Evrópusambandið eyðir umræðunni og bendir á mannrétt- indamál, fátækt eða hvað annað, en mun dýpra er á raunveralegri ástæðu fyrir fálætinu. Líklegt er að hinni kristnu Evrópu finnist þeir einfaldlega of framandi til að vera með í hópi hinna útvöldu. A meðan Tyrkjum, sem vilja ólmir vera með, er haldið úti, stóð okkur til boða fyrir fáum ámm að ganga inn með þeim Norðurlöndum sem utan við bandalagið stóðu. Ekki er ólíklegt að við hefðum getað gengið inn í Evrópusambandið með vera- legar undanþágur frá samþykktum þess. Við hefðum á sínum tíma ör- ugglega fengið einn framkvæmda- stjóra. Astæðan fyrir ofantöldu er sú að við tilheyram kjarna Vesturlanda. Við eram hluti af fjölskyldunni. Kannski ekki sá stærsti og sterkasti, en hluti af fjölskyldunni engu að síður. Vesturiandabúar munu í æ ríkari mæli á næstu öld fara að skilgreina sig sem slíka og minna og minna líta til þjóðríkja nítjándu og tuttug- ustu aldar sem hluta af sjálfsmynd sinni. Sú mun einnig verða raunin með okkur, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Landið mun ekki haldast í byggð út af átaki til við- halds tungunni, þó það sé góðra gjalda vert, eða baráttu gegn „eng- il-saxneskum menningaráhrifum". Nei, það verður auðvitað af því að hér er vestrænt menningar-, vel- ferðar- og lýðræðissamfélag og af því að hér er gott að búa. Höfundur er 15. þingnmður Reykvíkinga. Hættu að raka á þér fótleggina Allt sem þu þarft er ONETOUCH vaxtæki, hreinsiolía og græðandi gel Bættar sam- göngur fiýta sameiningu MARGVÍSLEG tækifæri gætu skapast fyrir Eyjafjarðar- og Skagafjarðarsvæðið með því að opna Tröllaskaga með jarð- göngum um Héðins- fjörð. Göngin gætu haft verulega þýðingu fyrir stjórnsýslu á veg- um sveitarfélaganna frá Siglufirði til Akur- eyrar. Umræðan um að stækka þurfi sveit- arfélögin til eflingar þeirra er ekki ný af nálinni og hafa farið fram ítarlegar kynn- ingar á því á þessu svæði sem og víðar án þess að veraleg breyting hafi átt sér stað. Staðreyndimar era hins vegar þær Samgöngur Tryggja verður, segir Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, að sam- gönguleiðir svæðisins verði gerðar íbúum eins auðveldar og frekast er unnt. að hlutdeild sveitarfélaganna í op- inberam rekstri hefur á síðustu ár- um vaxið veralega og fullvíst er að sá hlutur á eftir að stækka í náinni framtíð. Yfirtaka alls reksturs grannskólans á stóran þátt í þeirri þróun og yfirfærsla málefna fatl- aðra frá ríki til sveitarfélaga er nú í undirbúningi. í framhaldi af því geta menn séð fyrir sér ýmis önnur verkefni sem ættu alveg eins heima hjá sveitarfélögum fremur en ríkisvaldinu. Allur þessi tilflutningur verk- efna kallar á faglega yfirferð beggja aðila áður en af honum get- ur orðið og sátt þarf að ríkja um skiptingu kostnaðar. Ljóst er að í dag hafa mörg sveitarfélög ekki burði til að geta framfylgt þeim skyldum sem lög og reglur kveða nú á um. Dalvíkurbyggð A síðasta ári sameinuðust þrjú sveitarfélög við utanverðan Eyja- fjörð. Upphafið að þessu máli var að bæjarstjóm Dalvíkurbæjar óskaði eftir viðræðum við fulltrúa fjögurra annarra sveitarfélaga á þessu svæði. A kynningarferlinum ákváðu fulltrúar eins sveitarfélags- ins að draga sig út úr þessari um- ræðu, þar sem vilji þeirra stæði frekar til sameiningar þegar ljóst væri að Siglufjörður hefði sam- göngulega möguleika til að koma með í þessa sameiningu. Kosið var um sameiningu hjá hinum fjóram sveitarfélögunum. Eitt sveitarfé- lagið felldi sameininguna og var því kosið aftur um sameiningu þeirra þriggja sveitarfélaga sem eftir vora. Sú tillaga var samþykkt og til varð sveitarfélag með um 2.100 íbúa, sem nefnt var Dalvíkurbyggð. I stærsta byggðakjama þessa nýja sveitarfélags búa um 1.500 íbúar og einnig era tvö lítil sjávarþorp og blómlegar sveitir sem mynda Dal- víkurbyggð. Það sveitarfélag, sem felldi sam- eininguna, óskaði í framhaldi af því eftir viðræðum við önnur sveitarfé- lög við innanverðan Eyjafjörð um sameiningu, en þær viðræður hafa ekki en farið af stað. Samhliða þessarri sameiningu varð mikil umfjöllun meðal al- mennings og sveitar- stjómarmanna í Eyja- firði um sameiningu sveitarfélaga. Aukin hagræðing Sú sameining sem átti sér stað með sveit- arfélaginu Dalvíkur- byggð hefur leitt til þess að íbúar þessa svæðis búa nú við mun meiri jöfnuð til þjón- ustuþátta sveitarfé- lagsins en áður var. Samstarf milli þessara sveitarfélaga var á mörgum sviðum áður en til sameiningar kom. Samstarf- ið, þó gott væri, leiddi ávallt af sér mikla umfjöllun um sameiginlega verkþætti og eins og búast má við, ríkti oft tortryggni milli aðila. Eftir sameiningu þarf hins vegar ekki lengur að eyða tíma sveitarstjórn- armanna og starfsmanna til út- reikninga og samninga vegna þessa. Öll ákvarðanataka er því mun auðveldari en áður og kostn- aður vegna verkefna verður þar af leiðandi minni. Markvissari stjórnsýsla Stærsti ávinningur sameiningar- innar verður því að mínu mati markvissari stjórnun sveitarstjóm- armanna á þeim verkefnum sem tilheyra nú sameinuðu sveitarfé- lagi. Meiri jöfnuður verður milli íbúa óháð búsetu svo og veralega lægri kostnaður við stjórnun sveit- arfélagsins. Sameiningarferlið varð hins vegar umfangsmeira en ég hafði gert mér grein fyrir og þeim skilaboðum vil ég koma til þeirra sem huga að frekari sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð. Frekari sameining nauðsynleg íbúar sveitarfélaganna hafa eðli- lega mismunandi hugmyndir um það hvernig skipulag sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu eigi að líta út í framtíðinni. Eg tel þó að þegar til lengri tíma er litið sé mikill meiri- hluti íbúa fyrir því að æskilegt væri að hafa eitt sveitarfélag í Eyjafirði. Þó er ljóst að vilji íbúa sumra sveitarfélaga stendur ekki til slíkrar sameiningar í dag sam- kvæmt nýlegri skoðanakönnun sem gerð var meðal íbúa hjá nokkram sveitarfélögum á svæð- inu. Til þess að vel megi takast um sameiningu sveitarfélaga þarf að vanda alla umfjöllun og kynningu meðal íbúa. Sífelldar breytingar á starfi og skipulagi sveitarfélaga geta valdið því að stjórnsýslan verði ómarkviss og kostir samein- ingar náist síður fram. Mitt mat er að sameining allra sveitarfélaga í Eyjafirði svo og sameining færri sveitarfélaga hafi sömu kosti í för með sér og reynslan hefur þegar sýnt okkur í Dalvíkurbyggð. Það er því skylda sveitarstjórnarmanna að vinna áfram að þessu verkefni með hagsmuni íbúanna og byggð- anna í huga, óháð því hvort allir vilji vera með í einu sveitarfélagi eða ekki. Bættar samgönguleiðir á Eyja- fjarðarsvæðinu era forsenda þess að sveitarfélögin þar geti samein- ast og þar með nýtt sér þá bættu hagsmuni og tækifæri sem samein- ing hefði í fór með sér. Jarðgöng um Héðinsfjörð, milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, gætu haft mikil áhrif í þessu sambandi. Höfundur er bæjarstjóri í Dalvík urbyggð. Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.