Morgunblaðið - 27.03.1999, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 75
FRÉTTIR
Bókun Rannsóknar-
nefndar flugslysa
Rannsókn
unnin að
öllu leyti í
samræmi
við lög
RANNSÓKNARNEFND flug-
slysa hefur beðið Morgunblaðið að
birta eftirfarandi bókun, sem gerð
var á fundi nefndarinnar í gær:
„Rannsóknamefnd flugslysa
(RNF) rannsakaði flugslysið sem
varð á Bakkaflugvelli í Landeyjum
hinn 13. september sl., í samræmi
við ákvæði laga nr. 59/1996 og
skýrsla RNF er í öllum atriðum
unnin í sami-æmi við ákvæði lag-
anna og samkvæmt viðurkenndum
alþjóðlegum rannsóknaraðferðum.
Samkvæmt lögunum miða flug-
slysarannsóknir að því einu, að
koma í veg fyrir að flugslys endur-
taki sig og að öryggi í flugi megi
aukast.
I samræmi við 15. gr. laganna
voru drög skýrslunnar send aðilum
málsins, en þeir voru Flugfélag
Vestmannaeyja ehf., flugmaðurinn
og flugmálastjórn. Flugfélag Vest-
mannaeyja ehf. og flugmaðurinn
gerðu nokkrar athugasemdir við
drögin og RNF tók tillit til þeirra
athugasemda sem hún taldi eiga
rétt á sér. Flugmálastjóm gerði
engar athugasemdir.
Eins og lögin gera ráð fyrir,
sendi RNF síðan lokaskýi-sluna til
aðila málsins, þ.ám. til flugmála-
stjórnar, sem afhenti hana sam-
kvæmt 17. gr. laganna þeim sem
þess óskuðu.
Framkvæmdastjóra Flugfélags
Vestmannaeyja ehf. er hér með
bent á það, að ef hann er ekki sátt-
ur við skýrslu RNF og niðurstöður
hennar, þá á hann að sjálfsögðu
rétt á því að fara fram á opinbera
rannsókn á flugslysinu, samkvæmt
lögum um meðferð opinberra mála
nr. 19/1991.
Rannsóknarnefnd flugslysa.“
Sýningum
lýkur
Þjóðarbókhlaðan
SÝNINGU Lámsar H. List, María
Mey - Augu Guðs lýkur á morgun,
sunnudag.
Þjóðarbókhlaðan er opin mánu-
daga til fímmtudaga kl. 8.15-22,
föstudaga til kl. 19, laugardaga kl.
9-17 og sunnudaga kl. 11-17.
Listasafn Islands
Sýningu Sigmars Polke á 40
gvassmyndum lýkur á morgun,
sunnudag.
Safnið er opið daglega frá kl.
11-17.
■ MENNINGAR- og friðarsamtök
íslenskra kvenna mótmæla harð-
lega hemaðarátökum Nato-ríkja
gegn lýðveldi Júgóslavíu og Svart-
fjallalands og því að Island sé nú
þátttakandi í stríði í Evrópu ásamt
öðmm Nato-ríkjum. Þessar að-
gerðir era framkvæmdar án heim-
ildar Sameinuðu þjóðanna. Það er
ráðist á sjálfstætt ríki sem ógnar
hvorki öðmm Nato-ríkjum né ná-
grannalöndum sínum. Við mótmæl-
um því að Island sé þátttakandi í
því að drepa saklaust fólk í Evr-
ópu.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
FIAT Multipla verður sýndur hjá ístraktor um helgina.
Fiat Multipla
frumsýndur
MULTIPLA Fiat er nafn á nýjum
fjölnotabíl sem Fiat-umboðið,
Istraktor, fmmsýnir um helgina í
Smiðsbúð í Garðabæ. Bíllinn er sex
manna og með tveimur þriggja
manna bekkjum og nokkurt farang-
ursrými að auki.
Bfllinn er um fjögurra metra lang-
ur og 1,87 m breiður. Hann er byggð-
ur á sjálfstæðri grind og er búinn
læsivörðum hemlum og er með 1.600
rúmsentimetra vél sem er 106 hestöfl.
Umboðið býður uppá reynsluakstur
og verður opið milli klukkan 13 og 17
í dag, laugardag, og á morgun.
RYMINGARSALA
v/flutninga!
20-70% afsláttur af öllum vörum verslananna.
Mikið af nýjum vörum!
Við lokum á Nýbýlavegi og Ármúla i apríl.
Opnum nýja, glæsilega verslun 17. apríl í
Bæjarlindinni 6.
Nýbýlavegi 30, (Dalbrekkumegin), sími 5546300.
Ármúla 7, sími 553 6540. Netfang: www.mira.is
Þar verður framboðslisti Samfylkingarinnar
í Reykjavík kynntur og boðið upp á dagskrá fyrir
alla aldurshópa. Jóhanna Sigurðardóttir flytur
ávarp og meðal þeirra sem fram koma eru
dúettinn Súkkat og hinir óborganlegu Geirfuglar.
Kynnir er Andrés Sigurvinsson leikstjóri.
í barnahorninu verður gæsla og
afþreying fyriryngstu kynslóðina.
Rjúkandi kaffi og meðlæti á borðum.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
í dag býður Samfytkingin Reykvíkingum til fjölskylduhátíðar
að Ármúla 23 í tilefni af opnun kosningamiðstöðvar og
kynningu á framboðslista Samfytkingarinnar í Reykjavík.
Samfytkingin hefur komið sér fyrirí miðri Reykjavík og
opnar nú glæsilega kosningamiðstöð og þjónustuver
1 fyrir alla borgarbúa. Þar verður opið hús alla
ir kosningabaráttuna, kaffihús, upplýsingamiðstöð og
miðstöð sjálfboðaliðastarfsins.
í dag kl. 15:00 verður efnt til fagnaðar með
borgarbúum í kosningamiðstöðinni.
Breytum rétt
Samfylkingin í Reykjavik
f -m
iw ..w
1' .