Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 80
80 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Landhelgina eigum við ÉG VIL ekki sjá að Rússum verði hleypt inn í íslenska landhelgi. Aldrei nokloim tíma. Jaíhíramt verðum við að gjöra svo vel og halda okkur frá veiðum í Smug- unni. Túnfiskveiðar á Reykjaneshrygg finnst mér aftur á móti vera spennandi. Ekkja Nóbelsverðlauna- hafans Sakharovs, Jelena Bonner, varaði Vesturlanda- búa við landvinningastefhu Rússa, sagði þá myndu hér eftir sem hingað tíl ásælast það sem annarra væri og Lenin á að hafa sagt 1921 „að sá sem stjómaði Islandi beindi byssu að höfði Evr- ópu“. Jeltsin er ágætur, að herforinni í Tsjetsjníu und- anskilinni, en Primakov er í nýju Readers Digest sagður enginn vinur Vestmlanda. Rannveig Tryggvadóttir. Safna vinylplötum og geisladiskum ÉG safna plötum, vinyl og geisladiskum. Einkum er það þungt rokk, framsækið rokk og djass. Norræn músík er í miklu uppáhaldi. Sérstaklega íslensk. Þegar ég tala um djass á ég við þennan hefðbundna skand- inavíska djass, þ.e. lítið raf- magnaðan og fáir hljóð- færaleikarar. Helst trió (bassi, trommur, píanó). Ég hef heyrt af hljómsveitum eins og Tn'ói Olafs Steph- ensen og Tríói Guðmundar Ingólfssonar. Sömuleiðis af hljómsveitum eins og Trú- broti, Oðmönnum, Mánum, Svanfiáði, Icecross, Nátt- úru og Pelican. En hef ekld komist í plötur með þeim. Getur einhver íslenskur músíkáhugamaður og/eða plötusafnari hjálpað mér að eignast íslenskar plöt- ur? Ég er alls ekki að óska eftir gjöfum. Ég vil borga fyrfr plöturnar eða skipta á plötum. Ég get útvegað allar tegundir af plötum frá flestum A-Evrópulönd- um, ásamt Kúbu og Ind- landi. Ain Joonuks, Lille 14, 46301 Rakke, Eistlandi. Kú eða kýr ÉG VAR að hlusta á Kol- krabbann í gærkvöldi, þar var ung stúlka spyrill og vai- hún að tala við Ragnar Kjartansson og Sigríði Margi'éti Guðmundsdóttur um leikgerðina á Sjálf- stæðu fólki. M.a. sagði hún: „Ó, það var svo gaman þeg- ar kúin kom“ - í staðinn fyrir að segja kýrin. Það stakk okkur gamla fólkið að heyra þetta. Finnst mér líka leiðinlegt að heyra alla þessa ágætu þuli segja „Þetta gerðist í gærkvöld" - í staðinn fyrir gærkvöldi. Og svo tala þau um Björku í staðinn fyrir Björk. María Skagan, Hátúni 12. Tapað/fundið Gsm-sími í óskilum NOKIA 5110 gsm-sími, dökkblár, fannst um sl. helgi hjá Klúbbnum. Upplýsingar í síma 898 8224. Lítill bakpoki týndist LÍTILL, dökkblár bak- poki týndist sl. laugar- dagskvöld í Þjóðleikhús- kjallaranum. Skilvís finn- andi hafl samband í síma 581 4565 eða 587 3702. Hnésíð kápa týndist á Astró HNÉSÍÐ kápa, svört með loðkraga, týndist á Astró 20. mars. Skilvís fmnandi hafi samband í síma 554 4805. Fundarlaun. Týndir munir GLATAST hefur gullúr með ágröfnu nafni og ár- tölum á baki, silfurarm- band með ágröfnu ártalinu 1948 eða 49 og ágröfnu nafni á þorpi í Englandi og handsmíðaðfr eyrnalokkar úr silfri með gullskreyt- ingu. Þessir munir eru eig- anda mjög kærir og biður hún þá sem hafa orðið var- ir við þá að hafa samband í síma 553 5189. Morgunblaðið/Golli Víkverji skrifar... Safnaðarstarf Bústaðakirkja um páska LOKATÍMI fóstunnar er dymbil- vika eða kyrravika. Hún hefst með frásögunni af innreið Jesú í Jer- úsalem. A miðöldum mynduðust sums staðar hefðir um helgihald dymbilviku og voru atburðir vik- unnar oft settir á svið sem helgi- leikir, sem byggðust á píslarsög- unni. Við kristnir menn endursegj- um atburði píslarsögunnar árið um kring, en þó einkum þegar kyrra- vika gengur í garð og páskarnir nálgast. I Bústaðakirkju gefst þér tækifæri á að ganga inn í atburði þessara daga með þátttöku í helgi- haldi kirkjunnai'. A skírdag er þess minnst að Jesús stofnaði heilaga kvöldmáltíð það kvöld og verður kvöldmessa með altarisgöngu klukkan 20.30. Einsöngvari í þessari messu er Gissur Páll Gissurarson. Föstudagurinn langi er sá dagur sem Jesús var krossfestur. Messa verður á fóstudaginn langa klukkan 14. Þar mun Hanna Björk Guðjóns- dóttir syngja einsöng. Páskadagur. Páskar eru hátíð gleði og fagnaðar. Þá komum við saman til að fagna sigi'i lífsins yfir dauðanum. Hátíðarguðsþjónusta verður klukkan 8. Hljóðfæraleikar- ar í þessari messu eru Ivar Guð- mundsson á trompet, Hringur Grétarsson á trompet, Hákon Skjemstad á bariton og Vilborg Jónsdóttir á básúnu. Einsöngvari á páskadag er Sigríður E. Snorra- dóttir. Hin árlega messa í Bláíjöllum á páskadag verður á sínum stað klukkan 12 en einnig verður sér- stök skírnarmessa klukkan 15 í Bú- staðakirkju. A annan í páskum verður ferm- ingarmessa klukkan 10:30. Pálmi Matthiasson. Æðruleysis- messa í Dóm- kirkjunni ÆÐRULEYSISMESSA verður á sunnudagskvöld í Dómkirkjunni kl. 21. Þar mun sr. Karl. V. Matthías- son spegla píslarsögu Krists í reynslu alkóhólistans. Anna Sigríð- ur Helgadóttir syngur við undirleik Harðar og Birgis Bragasona. Ein- hver mun segja sögu af reynslu sinni í baráttunni og í lokin gefst fólki kostur á að koma til máltíðar Drottins, altarisgöngu. Sr. Jakob Agúst Hjálmarsson leiðir samkom- una. Dómkirkjan verður opnuð kl. 20 til þess að fólk hafi tækifæri til að fá sér kaffisopa og spjalla á und- an. 1.500 manns á námskeið um hjónaband og sambúð ÞÁ styttist í páska og þar með lýk- ur námskeiðahaldi fyrir hjón og sambýlisfólk á vegum Hafnarfjarð- arkirkju á þessum vetri. Veturinn 1996-1997 var byrjað að halda þar svokölluð „Jákvæð námskeið um hjónaband og sambúð“. í fyrstu var ætlunin að halda aðeins eitt nám- skeið fyrir jól og annað eftir, en eft- irspumin var mikil og því var nám- skeiðunum fjölgað. Síðan hafa þessi námskeið verið haldin reglulega og nú hafa um 1.500 manns eða 750 pör sótt námskeiðin á undanfórnum þremur vetrum. Námskeiðin eru ætluð öllum sem eru í hjónabandi eða sambúð, ekki aðeins þeim sem eiga við vandamál að stríða, heldur hinum líka sem vilja styrkja sam- band sitt. Á námskeiðunum er fjall- að um samskipti foreldra og barna, stjórnun innan fjölskyldunnar og hvernig þessi atriði endurspeglast í hegðun barna og unglinga utan fjöl- skyldunnar. Sr. Þórhallur Heimisson í Hafn- arfjarðarkirkju og sr. Guðný Hall- grímsdóttir í Seltjarnarneskirkju hafa verið leiðbeinendur á þessum námskeiðum. Ætlunin er að halda síðasta námskeið vetrarins í Sel- tjarnarneskirkju í byrjun maí og verður það auglýst sérstaklega. Námskeiðin liggja niðri í sumar en í september verður þráðurinn tekinn upp á ný. Sr. Þórhallur Heimisson. Föstutónlist í Hveragerðis- kirkju KIRKJUKÓR Hveragerðis- og Kotstrandasókna flytur föstutónlist í Tónlistar-vesper í Hveragerðis- kirkju á pálmasunnudag kl. 17. Meðal verka eru „Sjö orð Krists á krossinum" eftir Grummach, og verk eftir J.S. Bach og Zoltan Kodáli. Stjórnandi kórsins er Jörg E. Sondermann organisti. Hann leikur jafnframt orgelverk eftir J.S. Bach og eigin partítu um sálmalagið „Hvað hefur þú, minn hjartkær Jesú, brotið?“ Páskabingó í Hjallakirkju PÁSKABINGÓ verður mánudag- inn 29. mars í safnaðarheimili Hjallakirkju. Bingóið hefst kl. 20 og eru allir velkomnir, ungir sem aldnir. Bingóvinningar eru marg- víslegir; páskaegg, páskaskraut, sælgætiskörfur og fleira. Bingó- spjaldið kostar 200 kr. Safnaðar- fólk, sem og aðrir, er hvatt til að mæta. Pálmasunnu- dagur í Hall- grímskirkju SÍÐASTI fræðslumorgunn í Hall- grímskirkju að þessu sinni er á pálmasunnudag. Dr. Einar Sigur- björnsson, prófessor, flytur erindið um efnið: „Friðþæging fyrir syndir mannanna. Hvað merkir það?“ Þetta efni snertir í hæsta máta boð- skap kyrruviku, sem einmitt hefst þennan dag. Fræðsluerindið hefst kl. 10, en um kl. 10.35 verður gefinn kostur á fyrirspurnum og umræðum eins lengi og tími leyfir, en messa dags- ins hefst að venju kl. 11.1 messunni syngur Scola cantorum, kam- merkór Hallgrímskirkju, organisti verður Douglas A. Brotchie og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kl. 17 verður skólakór frá Bandaríkjunum með tónleika. Neskirkja. Biblíulestur kl. 10.30. Lesið úr Matteusarguðspjalli. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórs- son. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyr- ir unglinga kl. 21. Hafnarfjarðarkirkja. Kl. 11-12.30 opið hús í Strandbergi. Trú og mannlíf, biblíulestur og samræður. Leiðbeinendur sr. Gunnþór Inga- son og Ragnhild Hansen. KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. Al- menn samkoma kl. 14. Ræðumaður Helga Armannsdóttir. Mán. 29.3. Kvennabænastund kl. 20.30. Þri. 20.3. Bænastund kl. 20.30. Mið 31.3. Samverustund unglinga kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Akraneskirkja. Kirkjuskóli yngri barna (6 ára og yngri) kl. 11. TTT- starf í safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 13. Krossinn. Unglingasamkoma kl. 20.30 að Hlíðasmára 5. Allir vel- komnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Kl. 20 sýning á leikritinu Hlið himins, logar vítis. Húsið opnað kl. 19, að- gangur er ókeypis og allir velkomn- ir meðan húsrúm leyfir. Kunningi Víkverja var meðal gesta í glæsilegri móttöku í Gvendarbrunnum á fimmtudag, þar sem innsiglaður var tímamóta- samningur Menningarborgar og fimm máttarstólpa í íslensku at- vinnulífi; Búnaðarbankans, Eim- skips, Landsvirkjunar, Olís og Sjó- vár-Almennra. Yfirskrift menning- arársins er „Menning og náttúra" og við undirritun samningsins kom fram að flest tengdust fyrirtækin með einum eða öðrum hætti þeim einkunnarorðum. Þegar boðið var til móttökunnar var þess getið sérstaklega að þar eð Gvendarbrunnar væru á vernd- uðu svæði, væri til þess ætlast að gestir skildu einkabíla sína eftir á bílastæði þar skammt fyrir neðan og þaðan yrðu reglulegar strætis- vagnaferðir upp að Gvendar- brunnahúsinu. í þessu augnamiði stóðu tveir starfsmenn borgarinn- ar við hliðið á girðingu hins vemd- aða svæðis og bentu mönnum á að skilja bfla sína eftir og taka frekar strætó síðasta spölinn. xxx ar sem kunningja Víkverja er annt um umhverfið þótti hon- um þetta sjálfsagt mál, hlýddi og steig upp í strætó - sem raunar hefur verið valinn bíll menningar- ársins. Það vakti nokkra undrun hversu fáir bílar voru á stæðinu og einnig hversu fáir farþegar voru í vagninum. Skýringin blasti við þegar strætisvagninn renndi í hlað við Gvendarbrunna nokkra síðar, en þar var þá fyrir mikill floti bíla og voru svokallaðir for- stjórajeppar í nokkrum meiri- hluta. Þessi sjón vakti upp nokkrar áleitnar spurningar: Skyldu bens- ínfákar máttarstólpa þjóðfélagsins menga minna en aðrir bflar og af þeim sökum vera undanþegnir ströngum reglum um umferð á hinu vemdaða svæði? Úr því að gerðar eru svo miklar ráðstafanir með strætisvagnaferðir, hvers vegna er þá ekki eitt látið yfir alla ganga? Hvert var hlutverk hlið- varðanna, fyrst svo margir fengu að sleppa gegnum nálaraugað? Hversu margar ferðir óku strætis- vagnarnir hálftómir fram og til baka milli bflastæðis og hins verndaða svæðis? xxx ess má einnig geta að á skilti við hliðið stendur skýrum stöfum orðsending þess efnis að þar megi ekki skilja bíla eftir í gangi, þar sem útblástur mengi. En rétt innan við girðinguna stóð enn einn jeppinn, mannlaus og í gangi, púandi útblæstri út í ann- ars tært og hreint loftið á vernd- arsvæðinu við uppsprettulindir borgarizxar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.