Morgunblaðið - 27.03.1999, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 27.03.1999, Qupperneq 84
84 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Tími fínna kj óla EIN af þessum merkilegu helgum í skemmtanabransanum er liðin og úttektin yfir filmulist ársins hefur verið gerð kunn í Hollywood. Þar stigu á stall ýmsar stjömur, sem fengu viðurkenningu íýrir list sína, en vegna kraftmikilla fjölmiðla, sem yfir öllu vaka, fer að skipta meira máli að fá verðlaun, en höndla sinn steðja af einhverju viti. Oskarinn, en svo eru verðlaunin nefnd, er öðr- um þræði „bissness". Leikkonur koma í svo dýrum kjólum, að þess er getið í sjónvarpsfréttum um all- an hinn vestræna heim og vonandi eru þær í hreinum undirfótum þótt þeirra sé ekki getið í fréttum. Jafn- vel kjólar, sem vora bomir af leikkonum fyrir aldarfjórðungi, era seldii- á uppboði fyrir offjár. Petta hefur nefnilega ævinlega verið svo ægilega spennandi. Minni sögum fer af tuttugu og fimm ára lista- verkum sem þá fengu Óskarinn þegar tími fínna kjóla var einnig í tísku. Síðan var dreginn upp gamall og lasburða maður, sem hafði leik- stýrt mörgum góðum myndum um ævina. Honum var veittur Óskai- íyrir ævistarfið. Ekki gengu allir heilir að þeirri veitingu, enda hafði leikstjórinn gefið Óamerísku neftid- inni upp nöfn manna í kvikmynda- iðnaðinum, sem áttu að vera komm- únistar. Eitthvað urðu undirtektir mistækar, þegar þessi Óskar var af- hentur sátu sumir á lúkum sínum en leikstjórinn gleymdi að þakka pabba og mömmu, afa og ömmu og tiltækum útörfum fyrir afrek sín, eins og siður er við afhendingar á títtnefndum Óskari. Enn ein stöðin ýtti óvart við ástandi dagskrár sjónvarps og út- varps í þætti sínum sl. laugardags- kvöld. Brugðu þeir upp viðtals- þætti, eins konar mánudagsviðtali í sjónvai’pi og ræddu af ákefð um „lommen". Þetta var gott grín hjá þeim, en jafnframt kom í ljós sú nöturlega staðreynd, að útvarp og sjónvarp ríkisins með heilum útvarpsstjóra og fimm manna ráði, hefur enga dagskrá sem talandi er um fyrir utan fréttir og einstaka þætti eins og Enn eina stöðina. Okkur er skylt að borga af útvarpi og sjónvarpi ríkisins og við hljótum að mega segja þessu fé- lagsmálabatteríi úr háskólanum til syndanna, enda virðist stjómend- um dagskrár alveg fyrirmunað að skilja hver munurinn er á skólakrakkaútvarpi og alvöradag- skrá fyrir fullorðið fólk. Þótt huga þurfi að bömum og unglingum, sem mai-gir hveijir virðast ekki fá upp- eldi á heimilum sínum, eram við ekki eingöngu þjóðfélag bama og unglinga, eða félagsfræðideild í há- skólanum. Við þykjumst a.m.k. reka menningai-stofnanir, sem vilja láta taka sig alvar- lega. Dagskrá út- varps og sjónvarps ríkisins mundi hvergi vera tekin alvarlega nema þá í Svíþjóð eða Noregi og öðram kotríkjum, sem við eram svo endalaust hrifin af. Ef bragðið er út af félagsfræðinni, sem konur og kai-lar milli tvítugs og þrí- tugs þylja okkur stöðugt úr fjölrit- um og bókum háskólans um böm og bamauppeldi, unglingavanda- mál og svo einhverja „lommen“, koma tónlistarþættm, þar sem lang- ar ættai'tölur fylgja um höfunda og einstaka spilara á flautu. Yfir þessu situr síðan fimm manna útvarpsráð skjálfandi af menningu og félags- íræði og ryðst svo fast um til að komast í ráðið, að flokkarnir skjálfa undan átökunum. Menn vora kunn- ir að því að sitja í útvarpsráði, sem þekktu varla afturendann á kú, en vora skæðir æra manna væra þeir látnir ganga lausir. Þátturinn um kalda stríðið fjall- aði að þesu sinni um Kóreustríðið 1948-1953. Vilji Norður-Kóreu- manna stóð til þess að ná undir sig suðurhluta landsins, en Stalín leyfði það ekki, enda var Berlínar- málið að byrja og Mao að enda við að reka Sjang Kai Shek til For- mósu. En strax og um hægðist fékkst leyfið og Seoul var tekin skömmu síðar. Vestrænar þjóðir stóðu í ströngu á þessum tíma, en nú brugðust þær hart við og héldu til Suður-Kóreu og höfðu sigur að lokum. Truman Bandaríkjaforseti átti í nokkurri baráttu við Douglas McArthur, hershöfðingja, sem vildi halda áfram út úr Kóreu. Agi'einingm'inn endaði með því að Traman rak McArthur. Indriði G. Þorsteinsson SJONVARPA LAUGARDEGI HARMONIKUBALL verður í kvöld í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima. Dansinn hefst kl. 22.00. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi. Söngvari er Ragnheiður Hauksdóttir. ALLIR VELKOMNIR 0(J Stefán Jökulsson á léttu ndtunum Sulnasalur lokaður í kvöld ve gna eii i íkasamkva Radisson SAS Saga Hotel Reykjavfk emis 1 ALLY Sheedy var ánægð með verðlauii sín á Spirit-hátíðinni. Veislan valin besta erlenda myndin HIN Óháðu Spirit-verðlaun voru afhent um síðustu helgi Ííkt og Óskarinn. Guðir og ófreskjur eða Gods and Monsters var valin besta mynd ársins, myndin The Opposite of Sex fékk verðlaun fyrir handrit og danska dogmamyndin Veislan var besta erlenda myndin. Leikkonan Ally Sheedy fékk verð- laun fyrir hlutverk sitt í High Art og hélt af því tilefni tíu mínútna langa ræðu, enda hef- ur hún aldrei áður verið tilnefnd til verð- launa fyrir leik sinn. Ian McKellen var valinn besti karlleikari í aðal- hlutverki fyrir leik sinn í Guðir og ófreskjur en hann var einnig tilnefnd- ur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverkið. LEIKONAN Lisa Ku- drow var tilnefnd seni besta leikkona í auka- hlutverki og er hér ásamt Ian McKellen, sem var valinn besti leikari í aðalhlutverki. Óháðu Spirit-verðlaunin Opnum kl. 12.00 utn hefgar vgtuRSrp,'u# >■ Höfðabakki 1 - simi: 587 2022 Ppnum kl- 12.00 um helgar Hinn frábæri dúett Blátt áfram leikur og heldur uppi fjörinu á laugardagskvöld. Opið til kl. 3.00. Tilvalinn staður fyrir allskonar uppákomur af öllu tagi. íþróttaviðburðir í beinni útsendingu á breiðtjaldi. 9\((ZturgaCinn Smiðjuvefii 14, %opavogi, sími 587 6080 í kvöld leikur hinn frábæri Hilmar Sverrisson ásamt Önnu Vilhjálms Opió frá kl. 22—3 Borðapantanir í símum 557 9717 og 587 6080 Næturgalinn þar sem stuðið er og alltaf Íifandi tónlist MYNPBÖND Þúfa veltir hlassi Kjánaboð (Le Diner de cons) Gamanniynri ~k~kVz Framleiðandi: Alain Poire. Leikstjóri og handritshöfundur: Francis Veber. Kvikmyndataka: Luciano Tovoli. Tónlist: Vladimir Cosma. Aðalhlut- verk: Thierry Lhermitte og Jaques Villeret. (90 mín.) Frakkland. Skífan, mars 1999. Myndin er öllum leyfð. PARÍSARBÚINN Pierre þarf ekki að kvarta undan lífinu. Hann er myndarlegur, í góðu starfi, á fallega eiginkonu, líflega hjákonu og býr á besta stað í bænum. Einu sinni í viku sækir hann svokölluð kjána- boð, þar sem fastagestirnir bjóða með sér al- gerum bjána og gera síðan grín að honum. Þessa vikuna hugsar Pierre sér gott til glóðarinnar, því hann á von á ákaflega efnilegum bjána í heim- sókn. En um leið og gesturinn stígur inn um dyrnar fer tilvera Pierre að snúast á hvolf. Þessi franska gamanmynd byggist á einfaldri og skemmti- legri hugmynd. Reyndar svo góðri að bandaríska framleiðslufyrir- tækið Dreamworks er þegar farið að leggja drög að endurgerð. Er hér um klassískan farsa að ræða, þar sem góðviljaður klaufaskapur bjánans verður til þess að sögu- hetjan fær að lokum að kenna rækilega á eigin illkvittni. Jaques Villeret leikur þennan kjána af mikilli innlifun um leið og hann heldur uppi húmor myndarinnar sem annars vantar dálítið upp á. Því er ekki hægt að segja myndina sprenghlægilega, en hún er bráðs- niðug og góð tilbreyting. Heiða Jóhannsdóttir Rithöfundur í vanda Vísbending um blóð (Evidence of Blood) Spennumynd kk Leikstjórn: Andrew Mondshein. Aðal- hlutverk: David Strathrain. 105 mín. Bandarisk. Warner myndir, mars 1999. Aldurstakmark: 16 ár. EITT vinsælasta viðfangsefni rithöfunda eru rithöfundar, ekki ósjaldan harðir, seigir naglar í vanda staddir. Hér er á ferðinni slík spennusaga, sem nær ágæt- lega að skila að- eins of lítt spenn- andi fléttu. Leik- ur er með betra móti, en persónu- sköpun því miður ekki eins vönduð, sem að miklu leyti skrifast á reikn- ing leikstjói'ans. Frásögnin er þunglamaleg, ef ekki þunglyndis- leg, og þokkalega römmuð af með daufum vetrarlitum náttúrunnar. Efniviðurinn er helst til umfangs- mikill, eins og gjarnan vill verða þegar skáldsögur eru kvikmyndað- ar. Þessi færsla milli miðla á trú- lega jafnframt sök á áberandi jafn- vægisleysi í myndinni, sem veldur því að endirinn rennur út í ekki neitt og óvænt endalokin með hon- um. Myndin er þó rétt í efra með- allagi. Guðmundur Ásgeirsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.