Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 BENSIDRÍN komst ekki á flug. SINNFEIN; vel þétt rokktríó. MORGUNBLAÐIÐ GÓÐUR bassagangur hjá Etanóli. FARÍEL spýtti í í lokin. TREKANT sagði sögur. MOÐHAU S-menn voru efnilegir. MÍNUS, venerunt, viderunt, vicerunt. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Magnaður Minus TÓMLIST T ó n a b æ r MÚSÍKTILRAUNIR Úrslit. Músíktilrauna Tónabæjar. Til úrslita kepptu Bensidrín, Ópíum, Tikkal, Etanól, Frumefni 114, Sinnfein, Moðhaus, Faríel, Trekant og Mínus. Haldið sl. föstudagskvöld fyrir troðfullu húsi. MÚSÍKTILRAUNUN Tónabæj- ar lauk með tilheyrandi hamagangi sl, föstudagskvöld en þá kepptu til iírslita tíu sveitir sem unnið höfðu sér þátttökurétt á undangengnum undanúrslitakvöldum. Tólistarflór- an var litskrúðug og fjölbreytt þetta lokakvöld og tónlistin allt frá sveim- kenndu rafpoppi í grjóthart hardcore. Upphafssveit úrslita var Bensi- drín frá Blönduósi. Þeir Bensidrín- menn vöktu mikla athygli fyrir framúrskarandi kraft og íþrótt kvöldið á undan þegar sveitin öskr- aði sig í úrslit, en kláruðu þá kraft- inn, því þeir voru langt frá sínu besta. Sveitin lenti í útaf sporinu í keyrslunni í öðru lagi og komst ekki almennilega af stað eftir það þrátt fyrir spretti kraftmikils söng- pars. Opíum-menn að norðan voru aft- ur á móti mun betri þetta seinna kvöld en það fyrra, einbeittir og hnitmiðaðir, aukinheldur sem sveit- in hafði þyngst um nokkur kíló milli kvölda. Lokalag sveitarinnar var hreint fyrirtak, kraftmikið og skemmtilegt enda valinn maður í hverju rúmi. Tikkal er efnileg hljómsveit, en á talsvert í land. Ymsar hugmyndir þeirra pilta voru prýðilegar þó ekki hafi tekist að vinna úr þeim sem skyldi; skrifum það á reynsluleysi. Etanol lék trommu og bassa- spuna og gerði það bráðvei. Takt- fléttur voru skemmtilegar og bassa- gangur sannfærandi þéttur. Sér- staklega var fjölskrúðugt raðspil bassa og trommutakta í öðru laginu áheyrilegt og söngkona sveitarinnar stóð sig með prýði þó ekki hafi hún ylltaf sungið rétt. Fiumefni 114 var einnig í tölvu- deildinni, en tónlistin rafvætt sveimpopp. Gítarleikari lék ofaná og undir tölvuhljómana og gerði margt eftirtektarvert. Þegar við bættist að hljómborðsleikari sveit- arinnar lék á slík apparöt varð úr bráðskemmtileg samsetning og vel unnin. Sinnfein er kraftatríó, bassigítar- söngurtrommur, og stóð sig bráð- vel. Þegar best lét var sveitin vel þétt en lokalag hennar var aftur á móti ekki gott, kannski fyrir það að tvær atrennur þurfti til. Hjá Moðhaus varð oft að taka viljann fyrir verkið; þeir Moðhaus- ar þurfa að leggja meiri vinnu í samæfinguna og söngurinn var ekki sannfærandi. Hraðavanda- mál hrjáðu sveitina en þegar menn náðu saman hljómaði það alls ekki illa. Stefið sem þeir fé- lagar léku á milli laga hljómaði reyndar best. Faríel byrjaði á barrokkst- rófum og renndi sér þaðan í óspennandi poppað rokk. Þeir félagar réðu ekki alltaf við hraðann, utan að í síðasta laginu sprettu þeir úr spori og náðu að skapa stemmningu með beittum gítarhljómum. Trekant flutti þriggja kafla rokk- óperu og gerði það ekki vel. Þeir Trekant-menn eru þéttir og gera margt skemmtilegt en segja má að efnið hafi sigrað andann. Mínus kom sá og sigraði á fyrsta tilraunakvöldinu og hafði greinilega ekki slegið slöku við í millitíðinni, komu frábærlega vel samstilltir og þéttir til leiks. Gítarleikarar voru eins og einn maður, trymbillinn villtur og kraftmikill og bassaleikar- inn í góðu formi. Söngvari sveitar- innar var síðan í fantaformi og þeg- ar við bætast pottþéttar lagasmíðar var sveitin einfaldlega í öðrum gæðaflokki en aðrar sveitir Mús- íktilrauna að þessu sinni. Mínus sigraði næsta auðveldlega í Músíktilraunum að þessu sinni, trymbill sveitarinnar, Björn Stef- ánsson, var valinn besti trommu- leikarínn og söngvarinn Oddur Hrafn Björgvinsson besti söngvar- inn. I öðru sæti hljómsveita varð Et- anól, en söngkona sveitarinnar var valinn efnilegasti söngvarinn. í þriðja sæti urðu þeir rokkfélag- ar í Sinnfein. Þeir félagar í rappflokknum RLR Stefán Ólafsson og Georg K. Hilmarsson skiptu með sér verð- laununum fyrir besta rappið. Jah- flokkurinn fékk verðlaun fyrir tóna- forritun og tók Kristján Hafberg Kristjónsson við verðlaununum fyr- ir hönd þeirra félaga. Besti gítar- leikari var valinn liðsmaður Tins, besti bassaleikari Ragnar Jónsson úr Spindlum og hljómborðsleikari Frumefnis 114 var valinn besti hlj ómbor ðsleikarinn. Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.