Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Luxair hættir við að fljuga tvisvar í viku til landsins Dræm eftirspurn FYRSTA flug Lúxair frá Luxem- borg til Keflavíkur verður á sunnudaginn, en aðeins er búið að bóka í tæplega helminginn af þeim sætum sem eni í boði, sem þýðir að minna en 60 sæti eru bókuð. Þetta kom fram í samtali Morgun- blaðsins við Eric Barnich, starfs- mann markaðsdeildar Luxair, en hann sagði að svo virtist sem lítil eftirspurn væri í þetta flug. Þegar Luxair hóf að skipu- leggja flug til íslands var áformað að fljúga tvisvar í viku til lands- ins, á sunnudögum og fimmtudög- Gæsluvarð- hald fram- lengt yfir Nígeríu- mönnunum NÍGERÍUMENNIRNIR tveir sem setið hafa í gæsluvarðhaldi hérlendis í á annan mánuð vegna ávísanasvikamáls voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. apríl í gær. Ríkislögreglustjóri birti þeim ákæru í gær, þar sem þeir eru ákærðir fyrir skjalafals og fjársvik með því að hafa notað tvo falsaða tékka, sem annar ákærðu útvegaði hjá erlendum samverkamönnum ákærðu í Bretlandi, til að blekkja með þeim í lögskiptum, en tékkana seldi annar ákærðu í útibúi fs- landsbanka hf. í Keflavík. Méð þessu höfðu mennirnir fé af bank- anum samtals að fjárhæð 96.920 pund eða 11.203.922 krónur miðað við kaupgengi bankans á söludegi tékkanna. Krafist er refsingar yfir mönn- unum og gerð er krafa um að annar ákærðu þoli með dómi upptöku á rúmlega 1,8 milljónum króna, sem eru að mestum hluta á bók í vörslu Landsbanka íslands, auk rúmlega 11 þúsund dollara. Þá er gerð krafa um að ákærða verði með væntanlegum refsidómi gert að verða af landi brott, sbr. 13. gr. laga um eftirlit með útlend- ingum nr. 45, 1965, er hann hefur þolað refsingu samkvæmt dómn- um. -------------- Fréttaþj ónusta yfír páskana FRÉTTAÞJÓNUSTA verður á Fréttavef Morgunblaðsins á Net- inu yfir páskana og hefst frétta- vakt upp úr klukkan 9 á morgnana alla daga yfir hátíðimar nema páskadag en þá hefst fréttavaktin um hádegisbil. Hægt verður að hringja í símanúmerið 569-1229 til að ná sambandi við fréttamann. Slóð Fréttavefjarins er http://www.mbl.is um, en m.a. vegna lítillar eftir- spurnar féll flugfélagið frá þess- um áformum. Að sögn Barnich ákvað flugfélagið að fljúga aðeins einu sinni í viku til landsins, á sunnudögum, en boðið verður upp á þetta flug frá og með næstkom- andi sunnudegi og fram til 24. október. Barnich sagði að venju- legur flugmiði báðar leiðir kosti um 34.000 krónur en að skólanem- ar undir 24 ára aldri gætu keypt miða sem gilti í eitt ár fyrir um 19.000 krónur. Að sögn Barnich hefur flugfé- PÁSKAR ganga nú í garð og þó að eðli þeirra sé trúarlegs eðlis til að minnast upprisu Krists eru fjölmargir siðir og venjur tengdar páskum sem minni helgi hvflir yfír. Kanínur eru eitt þeirra fornu tákna um frjósemi og nýtt líf sem pásk- unum fylgja, ásamt hænuung- lagið lítið sem ekkert kynnt flugið til Islands og er það líklega ein af orsökunum fyrir dræmri eftir- spurn. Hann sagði að félagið hygði á markaðsátak, sem fólgið væri í útgáfu bæklinga, sem dreift yi'ði til allra umboðsaðila flugfélagsins. Þá sagði Barnich að í bígerð væri að bjóða fólki upp á pakkaferðir, en hann tók það sérstaklega fram að allir þeir sem ættu bókað á sunnudaginn væru að fara á eigin vegum. Hann sagðist vonast eftir því að eftirspurnin muni glæðast eftir þetta átak. um og eggjum sem boða nýtt líf með vorkomunni. Börn sem heimsótt hafa verslunina Blómaval undanfarið hafa glaðst yfir kaninunum sem þar er að finna og leikur lítill vafí á að páskarnir eru þeim ofar- lega í huga og allt góðgætið þeim samfara. Morgunblaðið/Ásdís Krakkarnir og páskakanínurnar Sigríður Einarsdóttir fyrst íslenskra kvenna flugstjóri á þotu Eins og að skipta um vinnustað „ÞETTA er svipað því að skipta um vinnustað, atvinnu- tækið er annað, um- hverfíð og áfanga- staðirnir aðrir og starfsfólkið annað. En þetta leggst mjög vel í mig,“ sagði Sigríður Ein- arsdóttir flugstjóri í samtali við Morgun- blaðið í gær en í dag fer hún í fyrstu ferð sína þar sem hún er að ljúka þjálfun sem flugstjóri á Boeing 757-200 þotu Flug- leiða. Sigríður varð fyrst kvenna flugmaður hjá Flugleiðum þeg- ar hún réðst þangað síðla árs 1984 og hóf ferilinn á Fokker F-27 sem þá voru notaðar í inn- anlandsfluginu. „Ferill minn hefur síðan verið hefðbundinn eins og ferill annarra flug- manna hjá Flugleiðum. Eftir tvö ár á Fokkernum fór ég á B 727-þotuna og var þar í tvö ár og síðan var ég sex ár á B 757- þotunni en fór þaðan á Fokker- inn og þá sem flugstjóri,“ segir Sigríður, en þá var komin nýja gerðin, Fokker 50. Þar hefur hún verið síðustu árin þar til að nú er komið að breytingu á ný og frá 1. febrúar hefur hún ver- ið í þjálfun sem flugstjóri á B 757-200. Hjá Flugleiðum starfa í dag Aðalfundur SÍF Samruni við Islandssfld samþykktur AÐALFUNDUR SÍF samþykkti í gær samruna við Íslandssíld, en áður höfðu hluthafai' Islandssíldar sam- þykkt samrunann. Jafnframt var á fundinum samþykkt heimild til hluta- fjáraukningar að upphæð 250 millj- ónir króna að nafnvirði. Friðrik Páls- son, fyrrum forstjóri SH, vai' kjörinn formaður stjórnar á fundinum í stað Sighvats Bjarnasonai', sem gaf ekki kost ár sér til áframhaldandi setu. Rekstur SÍF og dótturfyrirtækja gekk vel á síðasta ári. Hagnaður var 509 milljónir króna, veltufé frá rekstri jókst mikið og var eigið fé í árslok tæplega 2,5 milljarðar króna. Rekstraráætlun þessa árs gerir ráð fyrir að velta SÍF samstæðunnar verði 21 milljarður króna. Jafnframt er gert ráð fyrir auknum hagnaði af reglulegri starfsemi og að veltufé frá rekstri aukizt. ■ Gengi/28 fimm konur sem flugmenn að Sigríði meðtalinni og eru þrjár orðnar eða að verða flugsljórar; auk hennar er Guð- rún Olsen nýlega orðin flugsfjóri á Fokker og Geir- þníður Alfreðsdótt- ir er að heija þjálf- un sem flugstjóri á B 737-þotu. Alls eru flugmenn félagsins 230. „Febrúar fór í bóklegt nám og í mars var ég í þriggja vikna þjálfun í flug- hermi í Madrid á Spáni. Eftir það tóku við lendingaræfíngar og nú er fyrsta ferðin framund- an og verður hún til London. Fyrstu fímm ferðirnar verður þjálfunarflugstjóri með í för en síðan verður mér sleppt lausri,“ segir Sigríður og er hún að Iok- um spurð hvort þetta sé mikil breyting frá innanlandsfluginu. „Þetta er annað vinnuum- hverfí og þótt ég hafí verið á B 757 þotunni áður þá eru núna komnir til nýir áfangastaðir hjá Flugleiðum síðan það var, til dæmis Minneapolis, Boston og Halifax þannig að þetta er tals- vert ólíkt því að fljúga Fokker vélunum milli staða á fslandi.“ Sigríður bætir því við að B 757- þotan sé líka skemmtilegur gripur, kraftmikil og góð vél. Morgunblaðið/Gunnar Þór Hallgrímsson Lóan er komin FYRSTU lóur sumarsins á höfuðborgarsvæðinu sáust í gær á túni í Kópavogi. Þar voru flmm fuglar á ferð sem voru allir komnir í fullan sumarskrúða. Talið er að lóurnar séu nýkomnar því að stórir hópar af tjöldum, stelkum og skógarþröstum hafa verið að koma síðustu daga. Líklegt er að fleiri lóur fari að sjást um og upp úr helgi, því þá er spáð austlæg- um áttum. Sigríður Einarsdóttir ð í dag VIÐSKQTl AIVINNUUF REKSTUR Afkoma ÍÚ 113 milljóna króna tap/B1 FORD Bílasala á Netinu Aukin þjónusta við bíleigendur/B4 Glæsilegur árangur íslands í Kænugarði / C1 ,C3,C4,C5 Kristinn, Haukur og Stella með þrjú gull / C2,C8 /C4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.