Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 47 UMRÆÐAN^ Orð í belg um lífeyrismálin SAMTOK aldraðra og öryrkja hafa sótt hart að ríkisstjórn- , inni og sér í lagi for- | sætisráðherra um stóraukinn lífeyri af 1 opinberri hálfu. Vaki þessarar hreyfingar er skírskotun til góð- æris, yfírvofandi kosningar með færi á að knýja fram loforð og ekki síst nýleg færsla ýmissa mann- vina yfír aldursmörk- Iin, og þá einkum úr hópi lækna. Þessir menn mega ekki 1 aumt sjá, og því mið- ur verður það þeim tilefni til að sjóða saman heldur ókræsilegan hugmyndafræðilegan graut. Þeim hefur verið ljúflega tekið af lands- föðurnum, svo að ástæða kann að vera til að óttast, að of mikið verði gefíð eftir og í röngu formi. Af þessu tilefni fínn ég mig knúinn til (að rifja upp nokkur grundvallar- atriði. 1 1. Meint innstæða skattborgara og lífeyrissjóðirnir Haldið er fram rétti hvers skattborgara til fullra lífeyrisbóta almannati’ygginga án skerðingar vegna annarra tekna, jafnvel upp í hámark tekjutryggingar eða frí- tekjumark. Vergur reikningur Iþessara fríðinda mundi hlaupa á bilinu 25-30 milljarðar til að byrja með og ört vaxandi með tímanum. Þetta mundi nægja til að ríða fjár- hag ríkisins á slig, einmitt þegar langþráðu marki hallalauss ríkis- búskapar er loksins náð. Rökin fyrir þessu eru þau, að skattborgarar hafí myndað sér innstæðu hjá ríkinu með al- mennum skattgreiðsl- um sínum, sem meðal annars hafi verið varið til félagslegra trygg- inga. Þetta eru tví- mælalaust falsrök af þrennum ástæðum. Formlega sökum þess að vinstristjórnin á fyrri hluta áttunda áratugarins eyddi slíku tilkalli með af- námi almannatrygg- ingagjaldsins. Raun- verulegu ástæðurnar eru þó annars vegar, að þá þegar hafði verið grundvölluð sú stefna, að stéttbundnir lífeyrissjóðir skyldu sjá fyrir greiðslu eftir- launa, og hefur verið hert á þeirri stefnu með ýmsum skrefum síðan. Hins vegar sker það úr, að ríkis- sjóður hefur ekki haft fjárráð til að safna neinum sjóðum í þessu skyni, og hefur ekki einu sinni lagt fyrir til að mæta lögskyldum lífeyrisgreiðslum til starfsmanna sinna fyrir löngu notaða vinnu. Hins vegar á ríkið gnótt skulda, en á móti þeim að mestum hluta eignir til gjafnota fyrir borgar- ana. Samhengi þessara mála er aug- ljóst. Til þess að fullkomna lífeyr- issjóðakerfíð og fylla í eyður þess er úrslitakrafa, að stéttum og ein- staklingum verði haldið til vax- andi ábyrgðar á því að leggja fyr- ir fullnægjandi iðgjöld. Lífeyrir frá ríkissjóði er í þessu samhengi aðeins tímabundin eyðufylling og félagsleg neyðarráðstöfun, sem vitaskuld verður að stjórnast af jafnvægi þarfa og aðhalds. Rausn- arleg úthlutun af hendi góðhjart- aðra stjórnvalda á alla línuna mundi grafa undan þessu kerfi, og varla þarf að minna á, að lífeyris- kerfið er grunnstoð sparnaðarins, sem metinn er ófullnægjandi. Vert að minna krefjendur á, að þeim hefði reiknast til hygginda og jafnvel borið félagsleg skylda til að sjá á starfsævinni betur fyr- ir lífeyi’i sínum á kostnað sam- tímaneyslu og í stað ofuráherslu margra á að hafna sköttum og skyldum. 2. Yfír línuna eða eftir þörfum Alitamálið, hvort gefíð skuli jafnt á garðann allan eða aðstoð sniðin að þörfum, er allajafna heldur ekki langt undan. Það er mikil tíska kröfugerðarmanna um þessar mundir að hafa horn í síðu allra tekjutenginga. Torskilið er hins vegar, hvernig málsvarar fé- lagslegs stuðnings geta haft á móti tilliti til skorts á tekjum. Ekki felst í sjálfu sér nein neyð í því að tengjast hárri aldurstölu, heldur getur brostið á nægar tekjur til sómasamlegs framfæris, þegar starfsaldri lýkur eða starfs- geta bregst. Þess er að minnast, að nokkuð fram á sjöunda áratug- inn var lífeyrir almannatrygginga einn og hinn sami fyrir alla, hvort sem fengu full eftirlaun embættis- manna eða miklum mun minna. Um leið blasti við, að hann var gjörsamlega ófullnægjandi lifí- brauð þeim, sem engu öðru höfðu til að tjalda. Við, sem þá gegndum efnahagsráðgjöf við stjórnvöld, Lífeyrismál Niðurstöður mínar eru þær, segir Bjarni Bragi Jónsson, að vara við því að raska þeirri meginskipan lífeyris- kerfís og félagslegrar aðstoðar, sem b.yggð hefur verið upp. mátum þetta sem slæma félags- lega veilu, sem fyrirbyggði að- stoð, þar sem þörfin var brýnust. Um sama leyti var meginregla miðunar við þarfir að komast á um Vesturlönd, jafnvel í því formi, sem kallað var neikvæður tekjuskattur. Af þessu spratt og þróaðist það kerfi tekju- og að- stöðutenginga, sem við búum nú við. Það kann að virka nokkuð flókið, en fáir væru að ráði bætt- ari með afnámi þess. Þegar krafíst er fylgni lífeyris við góðærið og almennar launa- tekjur ber að hafa í huga, að hag- stæð ytri skilyrði leggja aðeins mjög almennan grunn að auknum tekjum. Til þess að gera þær að veruleika þarf framtak, fram- kvæmdir og aukið vinnuálag, sem ekki er sjálfgefið að heimfæra upp á verklausa lífeyrisþega. Jafn- framt ber að varast að hringla með lífeyri á víxl upp og niður eft- ir hagsveiflunni, sem hlýtur að kalla á sársaukafulla aðlögun í lægðunum. Mun æskilegra er áð stýra lífeyri til jafnrar raunhækk- unar í samræmi við langtímaþró- un. 3. Niðurstöður og framtíðarviðhorf Niðurstöður mínar eru óhikað þær að vara við því að raska þeirri meginskipan' lífeyriskerfís og félagslegrar aðstoðar, sem byggð hefur verið upp. Hinum góðviljuðu sálum, sem mest hafa sig í frammi, vil ég ráðleggja að ^ leggjast á sveif með einkahags- ' legri og stéttlegri ábyrgð á lífeyr- iskerfínu, minnugir þeirra sann- inda, að ríkisvaldið, fulltrúi sam- félagsins í heild, getur ekkert gef- ið öllum, heldur aðeins tekið frá einum og gefíð öðrum. Tekjuskil- yrði opinberra kerfa eru mikið vandamál á mörkum félagslegs réttlætis og einkahagslegra hvatninga. Breytingar á þeim verða þó því aðeins til bóta, að reistar verði á glöggri þekkingu þess samhengis, sem að sjálf- sögðu snertir einnig jaðarskatta. Þvert á móti má minna á þörf þess að losa heilbrigðiskerfið úr viðjum sífellds vandræðagangs t - niðurskurðar og lokana með því að fella það undir svipaðar megin- reglur og gilda um lífeyriskerfíð. Þetta yrði gert með því að endur- reisa raunverulegar sjúkratrygg- ingar eftir fyrirmynd lífeyrissjóð- anna, svo og með skýi’um aðskiln- aði rekstrar, kostunar og opin- berrar stjórnsýslu, í stað þess að vanburðugir stjórnmálamenn baslist í því ölllu. Höfundur er Imgfræðingur á eftirlaunum. Bjarni Bragi Jónsson Getur þetta verið skynsamlegt? ÞAÐ HEFUR varla farið framhjá blaðales- endum undanfarin ár að menntamálaráðu- neytið hefur verið að undirbúa nýja aðal- námskrá fyrir grunn- skóla. Hvað sem hefur mátt segja um einstaka þætti þeirrar vinnu - og þess er alls ekki að vænta að allir geti alltaf verið sammála um vinnulag - hefur verið starfað af miklum krafti og um þessar mundir er lokagerð námskráa í einstökum greinum að fæðast á netinu eins og sjá má á heimasíðu ráðuneytisins og senn fara að birtast prentaðar gerðir. Þetta er metnaðarfullt verkefni og eftir því sem best verður séð hafa einstakar nefndir unnið af þrótti. Hér verður aðeins minnst á eina grein, móðurmál. Námsgreinin móðurmál í lýsingu á markmiðum móður- málskennslunnar er greininni sjálfri lýst m.a. með þessum orðum (skv. netútgáfu á heimasíðu menntamála- ráðuneytis 15. mars 1999): Móðurmál er í eðli sínu mjög flók- in og margbrotin námsgrein. Astæðurnar eru m.a. þessar: í móðurmáli er fjallað um mann- legt mál, en mál er það sem öðru fremur greinir menn frá dýrum. Þess vegna er í móðurmálstímum verið að miðla almennum skilningi á mannskepnunni. I móðurmáli er (oftast) verið að fjalla um þjóðtungu, tungumál sem gegnir mikilvægu hlutverki í því að efla þjóðernislega sam- kennd, ekki síst þegar um er að ræða smá- þjóð eins og Islend- inga. í móðurmáli er fjallað um þau menn- ingarlegu verðmæti sem felast í móðurmál- inu og þéim bókmennt- um sem hafa verið skrifaðar á því. í móð- urmáli er fjallað um málið sem félagslegt fyrirbæri þar sem m.a. er nauðsynlegt að átta sig á breytileika í máli, til dæmis eftir lands- hlutum eða kynslóðum, og temja sér ákveðið umburðarlyndi í þess- um efnum. I móðurmáli er verið að fjalla um samskiptatæki eða -miðil sem er notaður bæði í hagnýtu og listrænu skyni, til að tjá tilfinningar eða vekja þær, tjá skoðanir eða leita eft- ir þeim, miðla upplýsingum eða afla þeirra, o.s.frv. I móðurmáli er verið að fjalla um eitt megineinkenni hvers einstaklings, mál hans, sem er hluti af honum og hann er tengd- ur tilfínningalegum böndum. Ekki fer á milli mála að hér er verið að lýsa mjög flókinni náms- grein og gífurlega víðfeðmri. Hún tekur til sérkenna mannsins meðal dýra, þjóðmenningar, samfélags- mála, sjálfsmyndar einstaklingsins og möguleika hans eða hennar til þess að eiga samsldpti við annað fólk. Þó er þarna vitanlega ekki allt talið sem tengja mætti móðurmál okkar. Þróunin á öldinni Ef litið er yfir þróun móður- Móðurmálskennsla Hvernig í ósköpunum, spyr Heimir Pálsson, eiga kennarar að vera færir um að kenna námsgreinina móður- mál með 5-7 eininga nám í íslensku í 90 ein- inga kennaranámi? málskennslu á líðandi öld verður fljótt ljóst að þar hefur orðið mikil breyting. Á fyrstu áratugum aldar- innar er verkefni móðurmálskenn- arans skilgreint út frá kunnáttu- markmiðum, augljóst talið að móð- urmálskennslan, eða „íslensku- kennslan" eins og hún hét einatt þá, sé einkanlega í því fólgin að miðla þekkingu á málfræði og menningarsögu (bókmenntum). Smám saman hefur athyglin beinst meir og meir að færni- og atferlis- markmiðum, ekki síst í Ijósi þeirr- ar þjóðfélagsþróunar sem orðið hefur á öldinni, þegar máluppeldi barna og unglinga hefur að um- talsverðu leyti flust frá foreldrum, ömmum og öfum til fjölmiðla og skóla. Þó hefur í engu verið slakað á þekkingarkröfunum. Það yrði langt mál að rekja hvort og þá hvernig skólunum hefur verið gert kleift að takast á við breytt verk- efni, en hér skal aðeins minnt á það sem fram hefur komið í grein- um bæði í fagritum og blöðum að í íslenskri kennaramenntun er miklu færri stundum varið til Heimir Pálsson kennslu í móðurmálinu en tíðkast með grönnum okkar, t.d. Svíum (sjá Gunnar Þ. Halldórsson 1998). Þar er þó ekki ætlast til að kenn- araefnin geti fengist við nema tvö- til þrjúhundruð ára bókmennta- sögu, samanborið við okkar 1100 ár og varla getur málfræðiþáttur- inn talist miklu einfaldari hér en þar. Fækkun kennslustunda Nú, þegar námskrárnar eru að fæðast, fáum við svo líka að vita ýmislegt um viðmiðunarstunda- skrá. Og hvað blasir þá við? - Jú, til þess að kenna allt það sem námskrárnefndin er búin að skil- greina í hundruðum liða verður varið færri stundum en hingað til. Ef borinn er saman stundafjöldinn frá 4. bekk til hins 10. í viðmiðunar- stundaskrá 1992 og 1999 kemur í ljós að samalögðum vikustundum fækkar úr 40 í 36 eða um 9% og sem hlutfall af heildarstundafjölda fær móðurmálið aðeins 17,2% á móti 20,3% árið 1992. Og þetta ger- ist þrátt fyrir það að samanlagt fjölgar stundum í þessum bekkjum úr 215 í 246 vegna lengingar skóla- dags og annarra aðgerða. Er nokkur furða þótt spurt sé: Hvemig í ósköpunum getur það staðist þegar barið er á bumbur og blásið í lúðra til eflingar íslenskri tungu við allar hátíðir þjóðarinnar, þegar mikill og góður metnaður er lagður í að íslenska stýrikerfí í tölvunum, þegar halda á upp á þús- und ára afmæli landafunda og kristnitöku, atburða sem við vitum það eitt um sem lesið verður á bók, hvernig í ósköpunum getur það þá staðist að fækka stundum til móð- urmálskennslu í grunnskólum? Er hægt að sjá einhverja glóru í því? Svarið er ekki tæknimennt Ég veit vel að einhverjir munu^k svara sem svo að í fyrsta lagi komi íslenska mjög mikið við sögu í hinni nýju grein tæknimennt og í öðru lagi verði lögð á það áhersla að allir kennarar eru móðurmáls- kennarar. Að sjálfsögðu verður ís- lenska það tungumál sem notað verður í tæknimenntinni, en tölvu- læsi kemur ekki í stað almenns læsis, tækniþekking ekki í stað málfræði. Og að því er varðar hinn almenna kennara: Hvernig í ósköp- unum eiga kennarar að vera færir um að kenna námsgreinina móður- mál með 5-7 eininga nám í íslensku í 90 eininga kennaranámi? Spyr sá sem ekki skilur. Höfundur cr lekter við Kennaraháskóla fslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.