Morgunblaðið - 01.04.1999, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 39
Haydn á Páska-
barokki í Salnum
Morgunblaðið/Golli
FLYTJENDUR Páskabarrokksins í Salnum á laugardag.
HIÐ árlega Páskabarokk verður í
Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs,
laugardaginn 3. apríl kl. 17. Flutt
verða verk eftir Joseph Haydn,
samin á tímabilinu 1785-1975; kafi-
ar úr strengjakvartettinum Sjö síð-
ustu orð Krists, Lundúna-tríóin
fyrir tvær flautur og selló, ensk
sönglög og Surprise-sinfónían í út-
setningu Johanns Peters Sal-
omons, konsertmeistara Haydn í
London.
Flytjendur á tónleikunum eru:
Alina Dubik, mezzosópran, Zbigni-
ew Dubik, fiðla, Andrzej Kleina,
fiðla, Þórunn Ósk Marinósdóttir,
lágfiðla, Nora Komblueh, selló, Hr-
efna Eggertsdóttir, píanó, Guðrún
S. Birgisdóttir, flauta, og Martial
Nardeau, flauta.
Árið 1785 bað spænskur prestur
Haydn um að semja sinfónískt verk
kallað Sjö síðustu orð Krists. Tón-
listin átti að hjálpa söfnuðinum að
hugleiða í dymbilvikunni í kirkju
Heilags Cueva í Cadix. Árið 1787
gaf Haydn verkið út í tveimur út-
gáfum, fyrir sinfóníuhljómsveit og
strengjakvartett. Kaflarnir sjö, eða
sónötur, túlka síðustu orð írelsar-
ans á krossinum. Tempóið er alltaf
hægt. Að auki samdi tónskáldið for-
leik og hratt eftirspil II Teremoto
(jarðslqálftinn).
Haydn samdi Lundúna-tríóin fyr-
ir tvær flautur og selló í annarri
Englandsferð sinni, árið 1794.
Johann Peter Salmon var þýskur
fiðluleikari sem starfaði lengst af í
Englandi: Hann var allt í senn
konsertmeistari, tónskáld, umboðs-
maður og vinur Haydns. Á 17. og
18. öld voru vinsæl sinfónísk verk
og óperur oft útsett fyrir stofu-
hljómsveit og píanó. Haydn lagði
blessun sína yfir útsetningarnar og
geymdi eintök af þeim í bókasafni
sínu til dauðadags. Titillinn „Sur-
prise“ hefur margs konar þýðingu.
Almennt er hann tengdur sterkum
og óvæntum hljómi sem átti að
vekja sofnaða tónleikagesti í hæga
kaflanum. En sú saga er líka til að
Haydn hafi viljað semja verk í al-
gerlega nýjum sinfónískum stíl leik-
andi létt og alvörulaust.
Michelangelo og
Shakespeare mestu
listamennirnir
London. Morgunblaðið.
Jazzsöngvar-
inn Joe Will-
iams látinn
Las Vegas. Reuters.
HINN heimsþekkti bandaríski
djass- og blússöngvari Joes Willi-
ams lést á mánudag af völdum
lungnasjúkdóma, að sögn tals-
manna sjúkrahússins í Las Vegas.
Williams var áttræður að aldri.
Williams var einn af síðustu
„stórbands“-söngvurunum en hann
þótti hafa afar kraftmikla barítón-
rödd og þótti jafnvígur á blúslög,
sígild lög og ballöður.
Williams söng reglulega með
hljómsveit Count Basie á árunum
1954-1961 og aflaði sér mikillar
frægðar á alþjóðavettvangi. Eftir
að „stórböndin“ höfðu runnið sitt
skeið hélt Williams áfram að
syngja með minni djasshljómsveit-
um og árið 1985 vann hann Gram-
my-verðlaun fyrir söng sinn á plöt-
unni „Nothin’ but the blues“.
Williams gerðist einnig leikari á
efri árum og kom reglulega fram í
sjónvarpsþætti Bill Cosbys „The
Cosby Show“ á níunda áratugnum,
þar sem hann lék hlutverk tengda-
föður Cosbys. Bill Clinton Banda-
ríkjaforseti sagði eftir að fréttist
um andlát Williams að það hryggði
hann mjög að sjá á eftir söngvaran-
um. „Hann var ein af þjóðarger-
semum okkar,“ sagði forsetinn í yf-
irlýsingu.
PASSÍUSÁLMAR séra Hallgríms
Péturssonar verða lesnir í Hall-
grímskirkju í Reykjavík á föstudag-
inn langa. Lesturinn hefst kl. 13.30
og gert er ráð fyrir að hann standi í
u.þ.b. fimm klukkutíma.
Ragnar Fjalar Lárusson hefur
umsjón með lestrinum. Þeir sem
lesa eru prestarnir Arnfríður Guð-
mundsdóttir, Björn Jónssón, Guðný
Hallgrímsdóttir, Guðlaug Helga Ás-
geirsdóttir, Helga Soffía Konráðs-
dóttir, Ingileif Malmberg, Jón
Bjarman, Jón Dalbú Hróbjartsson,
Kristín Þórunn Tómasdóttir, María
Ágústsdóttir, Ólafur Skúlason bisk-
up, Ragnar Fjalar Ragnarsson,
Stefán Lárusson, Sigurður Pálsson,
Þórey Guðmundsdóttir og Þór-
steinn Ragnarsson en það er dr.
VERK Michelangelos og
Shakespeares standa upp úr því
sem gert hefur verið á sviði lista
á þessu árþúsundi að mati les-
enda brezka blaðsins Sunday
Times. Menn voru beðnir að
nefna þau tíu verk, sem þeir
teldu skara fram úr á sviði menn-
ingar, og höfnuðu verk þeirra
tveggja í fimm efstu sætunum.
Hamlet Williams Shakespeares
hafnaði í efsta sæti, Davíð
Michelangelos í öðru og Pieta -
verk hans af Maríu mey með lík-
ama Krists í fanginu - í þriðja,
Lér konungur eftir Shakespeare
hafnaði í fjórða sæti og Sixtus-
arkapella Michelangelos í því
fimmta. Alls tóku 1.300 lesendur
blaðsins þátt í könnuninni og
voru verk Shakespeares tilnefnd
677 sinnum, verk Michelangelos
424 sinnum og þeir sem næstir
komu voru Mozart og Beethoven
með 251 og 214 tilnefningar.
Það verk, sem þótti ganga
næst verkum þessara tveggja
snillinga, var Um uppruna teg-
undanna eftir Charles Darwin og
fast á hæla þeirrar bókar kom
önnur; Bibhan. Á eftir þessum
Sigurbjörn Einarsson biskup sem
les síðustu þrjá sálmana.
Inn á milli lestranna mun Dou-
glas A. Brotchie
leika á Klais-orgel
Hallgrímskirkju
verk eftir Bach,
Scheidt,
Hindemith og
Messiaen.
Á föstudaginn
langa verður alt-
arisklæði eftir
Unni Ólafsdóttur,
sem hún gaf kirkjunni, til sýnis.
Klæðið er svart og ber mynd
pelíkanans.
Þá gaf listakonan kirkjunni einnig
hökul sem eingöngu er notaður á
föstudaginn langa.
bókum kom svo tónlistin; Nifl-
ungahringur Wagners í áttunda
sæti, þá Níunda sinfónía Beet-
hovens og í tíunda sæti settu
menn indverska hofið Taj Mahal.
Plata Bitlanna, Sgt. Pepper’s
Lonely Hearts Club Band, lenti í
16. sæti og hljómsveitin sjálf í 31.
sæti. Kvikmyndir komust þijár í
hóp 50 mestu listaverkanna, Cit-
izen Kane, Casablanca og Á
hverfanda hveli (Gone with the
Wind). I hópnum voru líka högg-
myndir Auguste Rodin, Kossinn
og Hugsuðurinn, málverk
Picasso - Guernica, Mona Lisa
Leonardos da Vinci og vatnalilj-
ur Monet.
Af öðrum verkum sem komust
í hóp þeirra 50, sem flestar til-
nefningar hlutu, má nefna Stríð
og frið eftir Tolstoy, Kantara-
borgarsögur Chaucers, Hringa-
dróttins sögu Tolkiens, Paradís-
armissi eftir John Milton,
Eyðilandið eftir TS Eliot og
Ódysseif eftir James Joyce.
Einnig: Svanavatn Tchaikovskys,
West Side Story eftir Bernstein
og Sondheim, Matteusarpassiu
Bachs, Töfraflautu Mozarts, Car-
men eftir Bizet og Toscu Puccin-
is.
Rómeo og Júh'a voru tilnefnd,
bæði leikrit Shakespeares og
ballett Sergeis Prokovievs, og
loks má geta þess, að í 50. sætinu
hafnaði óperuhúsið í Sydney,
sem Jorn Utzon teiknaði.
---------------
Munir og
myndir frá
Grænlandi
í SKOTINU, sýningaraðstöðu
aldraðra í Hæðargarði 31, eru
sýndir munir og myndir frá
Grænlandi í eigu frú Ingeborgar
og dr. Friðriks Einarssonar sem
um árabil fór sjúkraflug til Græn-
lands og starfaði þar nokkur sum-
ur.
Sýningin stendur út apríl og er
opin alla virka daga frá kl. 9-16.30.
Passíusálmarnir lesn-
ir í Hallgrímskirkju
HULDA Björk
Garðarsdóttir
sópran.
SIGURÐUR
Skagfjörð Stein-
grímsson baríton.
SIGRIÐUR
Aðalsteinsdóttir
mezzosópran.
TOMISLAV TONJE DAVÍÐ
Muzek tenór. Haugland sópran. Ólafsson bassi.
Samsöngs-
atriði úr óper-
um í Salnum
SEX ungir einsöngvarar flytja
samsöngsatriði úr óperum í Saln-
um, Tónlistarhúsi Kópavogs,
þriðjudaginn 6. og miðvikudaginn
7. apríl kl. 20.30. Flutt verða m.a.
atriði úr óperum eftir Verdi, Beet-
hoven, Bizet og Mozart. Undirleik-
ari á píanó er ungur
hljómsveitarstjóri frá
Austurríki, Kurt
Kopecky.
Fram koma ein-
söngvaramir Hulda
Björk Garðarsdóttir,
Tonje Haugland, Sig-
ríður Aðalsteinsdóttir,
Tomislav Muzek, Sig-
urður Skagfjörð Stein-
grímsson og Davíð
Olafsson.
Davíð Ólafsson
bass-baríton stundaði
nám við Nýja tónlist-
arskólann og Söng-
skólann í Reykjavík og
fór til Vínarborgar í
framhaldsnám. Hann
hefur tekið þátt í mörgum óperu-
sýningum í Austurríki og Þýska-
landi og nú síðast hlutverk Sara-
stro í Töfraflautunni á vegum Tón-
listarháskólans í Vín. Davíð syngur
hlutverk Don Magnifico í Ösku-
busku e. Rossini á óperuhátíðinni í
Rheins.
Sigríður Aðalsteinsdóttir stund-
aði nám við Söngskólann í Reykja-
vík og lauk þaðan burtfararprófi
1995. Hún hélt til framhaldnáms
til Vínarborgar, fyrst við
Konservatorium og síðan við Tón-
listarháskólann. Þar hefur hún
sungið m.a. hlutverk Niklaus í
Ævintýrum Hoffmanns, Cheru-
bino og Marcelinu í Brúðkaupi
Figarós. Hún hefur sungið
Mercedes í Carmen við Volksoper
í Vín og syngur nú hlutverk þriðju
dömu í Töfraflautu Mozarts við
sama hús. Nú í mars kom hún
fram sem einsögnvari í Messíasi
eftir Handel í Vín. Sigríður stund-
ar nú nám við ljóða- og óratóríu-
deild Tónlistarháskólans í Vín.
Hulda Björk Garðarsdóttir nam
við tónlistarskóla Eyjafjarðar og
síðan Söngskólann í Reykjavík, og
lauk þaðan burtfararprófi vorið
1996. Þá hélt hún til náms við
Hochschule der Kúnste í Berlin,
og þaðan til Englands og laúk ein-
söngvaráprófi frá The Royal
Academy of Music í London vorið
1998. Hulda Björk
heldur til Englands í
maí og syngur hlut-
verk Danae í óper-
unni Die Liebe der
Danae eftir R.
Strauss, í Garsington
opera við Oxford.
Hún mun einnig
syngja hlutverk Fior-
diligi i Cosí fan tutte
eftir Mozart, á tón-
listarhátíð í Amers-
ham í London í apríl
2000.
Tomislav Muzek
tenór kemur frá
Króatíu. Hann hefur
sungið á tónleikum
víða um Evrópu og
tekið þátt í óperusýningum á veg-
um Tónlistarháskólans í Vín.
Tonje Haugland er sópransöng-
kona frá Noregi. Hún hefur stund-
að nám við Tónlistarháskólann í
Ósló og í Vín. Hún hefur sungið á
tónleikum um alla Evrópu og söng
nú síðast hlutverk Greifynjunnar í
Brúðkaupi Figarós e. Mozart.
Sigurður Skagfjörð Steingríms-
son baríton, lauk námi frá Söng-
skólanum í Reykjavík 1992 og hef-
ur starfað sem söngvari síðan.
Undanfarin tvö ár stundaði Sig-
urður nám hjá próf. Helene Kar-
usson í Vínarborg. Sigurður hefur
haldið tónleika hér heima og er-
lendis; sungið með Sinfóníuhljóm-
sveit Islands og sungið mörg hlut-
verk hjá íslensku óperunni, þar
sem hann æfir nú hlutverk Frank
fangelsisstjóra í Leðurblökunni
eftir Johann Strauss.
Kurt Kopecky er píanóleikari og
stundar nám í hljómsveitarstjóm
við Tónlistarháskólann í Vín. Hann
hefur stjómað við sýningar á veg-
um háskólans í Þýskalandi og í
Austurríki.
KURT Kopecky
liljómsvcitarstjóri.