Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 37
Kór og Kammersveit Langholtskirkju flytja H-moll messu Bachs
„Ef til er erfiðara kórverk
þá þekki ég það ekki“
Kór Langholtskirkju
ræðst ekki á garðinn
þar sem hann er lægst-
ur þegar hann flytur
H-moll messu Bachs
ásamt einsöngvurum
og kammersveit nú um
bænadagana. Jón Stef-
ánsson stjórnandi sagði
Margréti Sveinbjörns-
dóttur að ef til væri
erfiðara kórverk þá
hefði hann enn ekki
heyrt það.
Morgunblaðið/Kristinn
KÓR og Kammersveit Langholtskirkju takast á við ögrandi verkefni nú um bænadagana;
H-moll messu Bachs.
tíma. Johann Sebastian Bach var
ráðinn kantor við Tómasarkirkjuna
í Leipzig árið 1723. Jón segir að þar
með hafi hafist seinasta, lengsta og
- a.m.k. fyrir kirkjutónlistina - þýð-
ingarmesta tímabil ævi hans, en það
tOheyrði starfi kantorsins að semja
kantötu fyrir hvern sunnudag og
hátíðisdag kirkjuársins. Rúmlega
200 kantötur hafa varðveist en talið
er að um það bil 100 hafi glatast.
Auk þessara verka skrifaði Bach á
þessum árum stórverkin Magni-
ficat, Jóhannesarpassíuna,
Mattheusarpassíuna og síðast en
ekki síst H-moll messuna. Fyrsti
kaflinn sem Bach samdi, Sanctus-
kaflinn, var frumfluttur 1724 eða ár-
ið eftir að hann tók til starfa við
Tómasarkirkjuna. Verkinu lauk
hann hins vegar ekki fyrr en nærri
aldarfjórðungi síðar, árið 1748. „Það
eru margar skýringar á því, til
dæmis sú að Bach var alltaf önnum
kafinn við að semja einhverja brúk-
smúsík, hann samdi til dæmis þrjár
kantötur fyrir hvern sunnudag
kirkjuársins og allskonar hirðtónlist
og hvað það nú var. Þessi messa
hefur verið svona gæluverkefni hjá
honum, hún hefur aldrei verið hugs-
uð sem „messumessa" - þetta er
konsertmúsík. Og þess vegna hefur
hann lagt svona mikið af sjálfum sér
í hana,“ segir Jón.
Jafnast á við frægustu málverk
af krossfestingunni
ÞAÐ var glatt á hjalla hjá einsöngvurunum þegar ljósmyndari leit inn
á æfingu hjá þeim og Kainmersveitinni. Frá vinstri: Olafur Kjartan
Sigurðarson, Rannveig Fríða Bragadóttir, Stephen Brown, Ólöf Kol-
brún Harðardóttir og stjórnandinn, Jón Stefánsson.
ALLS taka 125 manns þátt
í flutningi H-moll messu
Bachs í Langholtskirkju í
dag, skírdag, og á morg-
un, fóstudaginn langa. Tuttugu nýir
félagar voru teknir inn í Kór Lang-
holtskirkju eftir áramótin þegar
farið var að æfa verkið og syngja
nú alls 90 manns í kórnum en
kammersveit
kirkjunnar telur
30 hljóðfæraleik-
ara. Einsöngvar-
ar eru þau Ólöf
Kolbrún Harðar-
dóttir, Rannveig
Fríða Bragadótt-
ir, Stephen
Brown og Ólafur
Kjartan Sigurð-
arson. Stjórnandi
er Jón Stefánsson og Júlíana Elín
Kjartansdóttir er konsertmeistari.
Þetta er í fjórða sinn sem Kór
Langholtskirkju flytur H-moll
messuna. „Við fluttum hana í fyrsta
skipti árið 1990 en þá vorum við bú-
in að flytja bæði Jóhannesarpassí-
una og Jólaóratóríuna mjög oft.
Með því var ég í raun og veru að
byggja kórinn upp til þess að hann
væri tilbúinn í H-moll messuna.
Fyrsta skiptið er náttúralega alltaf
mesta átakið. Það sem kemur mér
á óvart í hvert skipti með Bach er
að hann er alltaf jafn ferskur,“ seg-
ir Jón og heldur áfram: „Nú erum
við búin að flytja sum af þessum
verkum Bachs oftar, t.d. Jóla-
óratóríuna, Jóhannesarpassíuna og
Messías. I hvert einasta skipti sem
við byrjum á þessum verkum, þá
gríp ég andann á lofti og hugsa með
mér; vá, ég var búinn að gleyma því
hvað þetta var æðislegt! I hvert
einasta skipti sem maður flytur
þetta öðlast maður náttúrulega
nýja reynslu - en ég hugsa að það
sé hægt að flytja þetta endalaust og
uppgötva sífellt nýja hluti. Það er
kannski sérstaklega núna sem mað-
ur er farinn að horfa meira inn í
hljómsveitina og er ekki eins bund-
inn af því að vera eingöngu að
hugsa um kórinn."
Miskunnarlaust skrifað
fyrir kórinn
Jón segir að það hafi orðið mikil
nýliðun í kórnum að undanförnu,
svo hann sé mjög ungur núna.
Þannig að jafnvel þó að kórinn
flytji nú H-moll messuna í fjórða
sinn séu ekki nema nokkrir kórfé-
lagar sem hafi verið með í öll skipt-
in. Verkið gerir miklar kröfur til
kórsins. „Ef til er erfiðara kórverk
þá þekki ég það ekki,“ segir stjórn-
andinn. „Kórinn er með svo stóran
hluta af verkinu, hlutfallslega.
Verkið tekur rúmlega tvo klukku-
tíma í flutningi, svo er þetta svo
mikið úthald. Kórinn syngur kafla
eftir kafla án nokkurrar hvíldar á
milli, þannig að fólk þarf að vera í
mjög góðu líkamlegu formi og auð-
vitað þarf söngtæknin að vera í lagi
líka. Svo er þetta skrifað alveg gíf-
urlega miskunnarlaust fyrir kór-
inn, það er ekkert gefíð eftir. Þar
að auki syngjum við þetta hálftón
hærra en gert var á tímum Bachs,"
heldur Jón áfram.
Rannveig Fríða og Ólöf Kolbrún
hafa báðar sungið einsöng í H-moll
messunni með Kór Langholts-
kirkju áður en þetta er í fyrsta sinn
sem þeir Stephen Brown og Ólafur
Kjartan taka þátt í flutningi
messunnar. „Þetta er raunar í
Johann Scbastian
Bach
Ingunn Jensdóttir
sýnir í Eden
INGUNN Jens-
dóttir sýnir silki-
og vatnslitamyndir
í Eden, Hvera-
gerði, dagana 31.
mars til 11. apríl.
Ingunn hefíir
haldið sýningar
árlega siðastliðin
15 ár, m.a. átta
sinnum í Eden.
Hún starfar einnig
sem leikstjóri.
Sýningin er
opin á sama tima
og Eden.
INGUNN Jensdóttir með eitt verka sinna.
Myndir úr
ýmsum efnum
á Mokka
ILMUR María Stefánsdóttir opnar
sýningu á Mokkakaffi miðvikudag-
inn 7. apríl. Á sýningunni eru sex
lágmyndir eða þríriðar veggmyndir
sem allar eru unnar út frá starfsemi
mannslíkamans. Myndirnar era
gerðar úr ýmsum efnum, s.s. ljós-
leiðurum, matarlími, vír, gúmmí, o.fl.
Ilmur María Stefánsdótth er fædd
1969 og útskrifaðist úr textíldeild
Myndlista- og handíðaskóla Islands
1995. Síðan hefur hún tekið þátt í
nokki’um samsýningum og sýnt þrí-
víð verk og skúlptúra. Öll verk henn-
ar hafa á einhvern hátt fjallað um
mannslikamann.
Sýningin stendur til föstudagsins
7. maí
fyi’sta skiptið sem Ólafur syngur
svona stórt verk með okkur en
hann söng með okkur jólasöngva I
desember síðastliðnum,“ segir Jón.
Þetta er í annað sinn sem tenórinn
Stephen Brown kemur fram með
kórnum, en hann söng í
Mattheusarpassíunni í fyrra.
„Bassinn syngur tvær aríur sem
era mjög ólíkar, önnur liggur mjög
djúpt og hin liggur mjög hátt. Það
er mjög algengt að það séu tveir
söngvarar sem syngja hvor sína
aríuna, en Ólafur hefur fína hæð,“
segii' hann. „I raun og veru ættu að
vera fimm einsöngvarar í uppfærsl-
unni og venjulega hafa þeir verið
það, þar sem sópranröddin skiptist
í 1. og 2. sópran, en Rannveig Fríða
hefur svo mikið raddsvið að hún
syngur bæði annan sópraninn og
altinn,“ heldur Jón áfram.
Gæluverkefni í ígripum
í nær aldaríjórðung
H-moll messan, sem er ótvírætt
eitt af stórverkum kirkjutónbók-
menntanna, er samin á löngum
Að síðustu getur blaðamaður
ekki stillt sig um að spyrja stjórn-
andann, sem nú tekst á við verkið í
fjórða sinn, hvort einn þáttur þess
sé öðram fremur í uppáhaldi hjá
honum. Og ekki stendm- á svarinu.
Hann segist alltaf hafa haft gaman
af dramatík og átökum og því finn-
ist honum sterkustu myndir verks-
ins vera á kaflaskilum krossfesting-
arþáttarins, Crucifixus, og upp-
risukórsins, Et Resurexit. „Kross-
festur dáinn og grafinn" er ótrú-
lega fallegur kafli og ef maður skil-
ur táknmálið hjá Bach, þá heyrir
maður grátinn í tónlistinni. Svo
skiptir yfir í „og reis upp á þriðja
degi“. Þetta era þær mestu and-
stæður sem hægt er að hugsa sér,
það er ekki hægt að tefla saman
meiri andstæðum en lífi og dauða.
Það hefur verið sagt að niðurlagið á
Cracifixus-kaflanum jafnist á við
frægustu málverk af krossfesting-
unni,“ segir Jón.
Tónleikarnir, sem eru í dag og á
morgun, hefjast kl. 17 báða dagana
og era aðgöngumiðar seldir í Lang-
holtskii’kju.
íramuVJiádeei/eíiii
miðdag