Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 53* sl engu að síður hollt að minnast þess * að við getum ekki tekið alla hluti sem sjálfsagða. Sagan hans Soffa hefur kennt mér það. Eg votta þeim Huldu, Magnúsi, Rristínu, Sóleyju og Bryndísi, mök- um þeirra og börnum, mína dýpstu samúð við fráfall Soffaníasar Cecils- sonar. Blessuð sé minning hans. Hjöi’tur Gíslason. IMiðvikudaginn 24. mars sl. bai-st mér andlátsfregn Soffa móðurbróður míns. Hann hafði barist við illvígan sjúkdóm í nokkur misseri og farinn að ki-öftum fékk hann hvíldina. Soff- anías var þriðji í röð þeirra fimm systkina frá Búðum í Eyi’ai-sveit, eina systirin elst, en þeir bræður voru fjórir. Af þeim lést Guðbjartur 1994 og nú hefm’ skarðið stækkað í systkinahópinn. Faðir þeitra systk- ina drukknaði veturinn 1933, en IKristín móðh’ þeirra bjó áfram með börnum sínum á Búðum undir Kh’kjufellinu til 1945, er þau fluttu í Grundarfjarðarþorp, sem þá átti sína bemskudaga. Soffi var aðeins 8 ára er faðir hans drukknaði, en hann og Bæring bróðir hans fóru fljótlega að bjarga sér til sjós og eignuðust trillubát sem þeir reru til fiskjar frá unglingsaldri. Soffi var skipstjórinn þótt hann væri yngri en Bæi, vélgæslumaðurinn. Þannig mörkuðu þeir snemma lífesporið sem |i síðar varð. Kristín móðir mín elst úr " systkinahópnum, flutti í Hólminn 1942. Þeir bræðui’ hennar komu alltaf í heimsókn ef þeir áttu leið. Soffi var lífsglaður maður og góður frændi. Alltaf kom hann með gleði og góðan anda. Fullur bjartsýni hóf hann snemma útgerð og nýjan Grundfh’ðing lét hann byggja í Ála- borg í Danmörku 1955-’56 og sigldi honum sjálfur til íslands síðla vetrar 1956. Fyrirtækið óx síðan hröðum skrefum og bátum fjölgaði. Margai’ ™ utanferðimar þurfti Soffanías að fara á þessum árum fyrir fyrirtækið. Hann gleymdi ekki unga frændfólk- inu í þessum utanferðum sínum og kom ávallt færandi hendi við heim- komu. Flest gekk honum í haginn með fyrirtækið og þeh’ bræður unnu allir saman að þessu um áratuga skeið. Það væri gæfulegt fyrir sjóði | hins opinbera ef allir hefðu talið fram tekjur sínar af þeirri samviskusemi . -] sem Soffi gerði og tekið því sem góðu W að vera skattakóngur ár eftir ár í sínu byggðarlagi. I einkalífi var Soffi einnig gæfu- maður, Hulda eiginkona hans studdi hann dyggilega við öll störf og nú hafa böm þeirra tekið við rekstrin- um. Við hjón og börn vottum eiginkonu hans og börnum djúpa samúð okkar við andlát hans. Soffi var eljumaður, dugnaðarfork- Iur, útsjónarsamur útgerðarmaður, góður Grundfirðingur og heimilisfað- h’ af guðs náð. Hann var góður frændi, hollur í ráðleggingum og hjartahlýr. Undirritaður minnist hans með virðinu og söknuði. Blessuð sé minning hans. Gylfi Haraldsson. Aldraður féll að foldu Ifjörvindar sókn binda Þekkja má þjóðleg verkin þessleg að margir blessa. Dugnaó og dáð magna daglegt líf mannvit hagar. Skuggar skjótast um glugga skerðist framtak og gerðir. Lund þin var ljós á fundum lagvirk og ei til baga. Beinskeytt þá best var leitað, bjargfóst en varla löstur. Vakandi verksummerkin vísa þér leið og hýsa. Kjarkmikill kom í verkin kjörviður Breiðafjarðar. Sumar er gott gumum gefst hér ei lengri frestur. Seglbúinn knörr nú siglir sævindar við þig lyndi, öldu þig faðmi faldai’, fast þó að stundum gjósti. Öndvert nes andar köldu, alvaldur bíður fundar. Þökk fyrir samfylgdina. Ingólfúr Þórarinsson. KRISTÍN SIG URBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR + Kristín Sigur- björg Jóhanns- dóttir fæddist á gamla Hóli á Hauganesi við Eyja- fjörð 14. maí 1916. Hún lést á Dalbæ, dvalarheimili aldr- aðra á Dalvík, 21. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónína Sigurð- ardóttir húsmóðir, d. 10.2. 1918, og Jó- hann Sigurður Jóns- son sjómaður, d. 30.10. 1955. Kristín var yngst sex alsystra. Hinar voru: Sigríður Jóna, d. 22.4. 1982, Gunnfríður, d. 22.11. 1980, Sigurpálina, d. 11.5. 1988, Pollý, d. 6.1. 1967, og María, sem lést ung úr berklum ásamt eiginmanni sfnum og einkasyni. Hálfsystir Kristínar, samfeðra, er Þórunn, sem enn er á lífi. Hinn 25. apríl 1935 giftist Kristín Sveinbirni Jóhannssyni, f. 12.4. 1914 á Hillum á Ár- skógsströnd. Þau fluttu í Steinnes á Hauganesi og hófu búskap sinn ásamt Jóhanni föður Sveinbjörns og Þor- gerði konu hans. Börn Kristínar og Sveinbjörns eru: 1) Þorgerður, f. 20.7. 1937, ræstitæknir, búsett á Dalvík, gift, Hjörleifi Jóhanns- syni, þau eiga sjö börn og 13 barna- börn. 2) Hanna Björg, f. 24.8. 1940, ræsti- tæknir, búsett í Keflavík, gift Hall- dóri Þórðarsyni, þau eiga þrjú börn, eitt barnabarn og þrjú fóst- urbarnabörn. 3) Birgir, f. 6.4. 1945, kennari á Akureyri, kvænt- ur Rósbjörgu Jónasdóttur, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. 4) Gunnþór, f. 8.2. 1948; skip- stjóri í Namibíu, giftur Asgerði Harðardóttur, þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn. 5) Jónina, f. 4.7. 1959, kennari á Akureyri, gift Óskari Péturssyni, þau eiga þijú börn. Það var yndislegur vetrarmorg- unn hinn 21. mars sl., sól, stillur og frost. Á slíkum dögum gleymist hinn langi og strangi vetur sem ríkt hefui’ frá því snemma í haust og ekkert farai’snið er á. Fegurðin var óendan- leg, fjöllin og láglendið runnu saman í eina hvíta breiðu og himinn og haf urðu óljós. Þögnin svo þykk, fáir á ferli. Þennan morgun kvaddi amma Kristín og ég var glöð þrátt fyrir allt, glöð yfir því að amma skyldi nú hafa fengið frelsi frá hinum ytri heimi. Hún sem hafði ekki verið sjálfri sér lík svo lengi, veik og lítið sjálfbjarga, ósátt við það ástand sem var viðvar- andi. Mér varð hugsaði til æskuái’- anna þegai’ við frændsystkinin dvöldum sumarpart á Hauganesi hjá ömmu og afa og myndskeiðin runnu framhjá hvert af öðru. I minningunni finnst mér að sumardvalirnar hafi varað allt sumarið, alltaf sól og blíða, ég minnist þess ekki að það hafi nokkurn tíma verið leiðinlegt veður. Það var ósjaldan sem amma var búin að standa með mér á kvöldin við eld- húsvaskinn og skrúbba á mér hend- urnar. Það var sama hvað hún burstaði fast, drullan og sólbrúnkan rann út í eitt, við vorum örugglega skítug upp fyrh’ haus alla daga enda nóg að sýsla. Og kvöldin voru há- punktui-inn á góðum degi, ég skott- aðist á kvöldin frammi hjá ömmu og afa, hlustaði með þeim á kvöldsög- una, fékk mér bita og lagðist að lok- um örþreytt undir drifhvíta dúnsængina og hlustaði á tifið í gömlu klukkunni á veggnum. Á Hauganesi var alltaf nóg að gera, þar ríkti slíkt frjálsræði í heil- brigðu umhverfi að ég hef ekki leitt hugann að því fyrr en nú hve merki- leg lífsreynsla það er að hafa fengið að kynnast slíku samfélagi. Samfé- lagi sem nú á undir högg að sækja á Islandi. Frjálsræðið var síður en svo í nei- kvæðum skilningi, það var vel haldið utan um alla hluti, jD.m.t. okkur börn- in. Amma vai- einstaklega geðgóð manneskja sem fylgdi okkui- eftir af natni og áhuga. Hún þreyttist aldrei á því að sjóða fyrir okkur bobbing- ana sem við ferjuðum neðan úr fjöru og stungum síðan úr með saumnál- unum hennar, einstöku skel rataði líka heim í hús og sitthvað flefra úr fjörunni. Við vorum líka búin að tína eina og eina fífu úr mýrinni, versla grimmt út um kjallaragluggann og sniglast í skúrnum hjá afa. Klappirn- ar utan við Steinnes heilluðu okkur ekki síður en foreldra okkar fyiTum, þar var heill ævintýraheimur, bú af ýmsum stærðum og gerðum og allt það sem barnshugurinn girntist, meira að segja bifreið til eigin nota. Púddurnar voru kapítuli út af fyrir sig og gömlu fjárhúsin - allt ber að sama brunni, þetta var paradís fyrir okkur krakkana og yfirlætið var ein- stakt. í kjallaranum hjá ömmu og afa bjó Einar gamli, bróðir afa, ég man vel eftir Einai’i, hann var hæglátur og leyfði okkur stundum að glugga í bækur og blöð sem hann átti inni hjá sér. Hann var ekki sá eini sem eyddi ævikvöldinu hjá ömmu og afa því um tíma bjuggu þar einnig Þorgerður og Jóhann tengdaforeldrar ömmu og Jóhann faðir ömmu og Malín seinni kona hans en það var löngu fyrir mína tíð. Gæska og virðing fyrir öðrum einkenndu ömmu og því ekki að undra að hún tæki aðra upp á sína arma, e.t.v. minnug þess hve gott uppfóstur hún fékk á Selá eftir móð- urmissinn. Afi hefur orðað það þannig að „sparisjóðsbókin hennar lak“ og vísaði þá til þess hve hún fann til með þeim sem minna máttu sín. Amma var líka einstaklega nægjusöm, og þau bæði, fyrir sína hönd en hafði til að bera víðsýni og metnað fyrir barnanna hönd og vildi að allir lærðu eitthvað sem að gagni kæmi. Amma og afi eignuðust aldrei bíl. Frágangur afmælis- og minning- argreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.- is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem við- hengi. Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-texta- skrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugi’ein af hæfilegri lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnai’nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Kristín missti móður sína þegar hún var á þriðja ári og var þá heiinilið leyst upp og systurnar fóru hver í sfna átt- ina. Kristín var fyrst. í fóstri um nokkurra mánaða skeið hjá Jó- hanni Franklín Jónassyni og Maríu Guðrúnu Davíðsdóttur, þá á Árskógssandi, en seinna bjuggu þau í Hrísey. Fljótlega var hún tekin í fóstur af Björgu Arngrímsdóttur og Jóhanni Sigurðssyni á Selá. Sjálf áttu þau fjögur börn: Arnþór, Ant- on, Angantý, jafnaldra Kristín- ar, og Nönnu, sem öll eru látin. Á Selá átti Kristín sín bernsku- og unglingsár og leið þar vel. Hún vann þar almenn heimilis- störf, auk þess að sinna heyskap á Selá og víðar, m.a. frammi í Þorvaldsdal. Eftir að hún stofn- aði sjálf til fjölskyldu, sinnti hún barnauppeldi og heimilisstörf- uin og gekk auk þess í ýmsa vinnu við sjávarsíðuna, s.s. línu- vinnu, fiskmat, að vaska fisk, sfldarsöltun o.fl. Kristín starf- aði með Kvenfélaginu Hvöt til margra ára og var m.a. gjald- keri félagsins í 16 ár. Kristín bjó í Steinnesi þar til hún flutt- ist á Dalbæ 23. janúar 1993 vegna heilsubrests. Kristín var jarðsungin frá Stærri-Árskógskirkju 31. mars. Mér fannst það alltaf mjög sér- kennilegt og einkennilegt að þau gætu verið bíllaus. En rútan gekk til Akureyrar og svo man ég eftir að þau fengu stundum far með okk- ur. Steinnes er lítið hús við Eyjafjörð því aðeins nokkrir metrai’ eru í sjó- inn og fjörðurinn blasfr við. Eflaust hefur oft verið hryssingslegt að líta sjóinn svo nálægt litlu húsi en hlýjan og væntumþykjan sem bjó þar inni hafa verið sterkari, því aldrei minn- ist ég þess að hafa fundið fyrir ótta, þrátt fyrir þessa nálægð enda sjór- inn eðlilegur hluti lífsins og virðing borin fyrir honum eins og öðru í þessu lífi. Nú hefur fjölskyldan eignast húsið og þar ætlum við að halda áfram að koma saman og viðhalda því góða og skemmtilega sem Steinnes og Hauganes hafa gefið okkur. Amma hafði til að bera einstaklega góða og fallega lund sem naut sín vel í sam- neyti við okkur krakkana, þá lund reynum við að varðveita og færa börnum okkar með Steinnesi. Mér finnst við hæfi að kveðja ömmu með versi úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar: Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp eg líta mi Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ eg að reyna og sjá. Hryggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. Blessuð sé minning ömmu minnar. Hernu'na Gunnþórsdóttir. Við áttum hér saman allmörg ár óg af þeim geislamir skína.. Nú falla að lokum fáein tár á fallegu kistuna þína. Kæra Stína, með þessum línum _ langar mig til að kveðja þig. Nú ert þú komin á nýjan stað þar sem þér líður vel. Ilafðu þökk fyrir allt og allt. Kæri Sveinbjörn, ég sendi þér og fjölskyldunni allri samúðarkveðjur. Kristín S. Jóhannsdóttir frá Hóli. Elsku amma mín er dáin. Ég veit að núna líður þér vel, amma, og að þetta var það sem þú þráðfr en samt er ofboðslega sárt að vera búinn að missa þig. Eg var búinn að ákveða að koma í sumar í heimsókn til ykkar ömmu og afa með frumburð minn, Hönnu Björgu, sem fæddist í janúar síðastliðnum en ég get þó huggað mig við að þú fékkst að sjá mynd af f - henni hjá Ásu. Sumrin þrjú sem ég fékk að dvelja hjá ykkur í Steinnesi og róa með afa á trillunni Jóhanni í Eyjafirðinum voru bestu sumur sem ég man eftir úr æsku. Alltaf vaknaðir þú með okkur eldsnemma á morgnana og smurðir nestið okkar afa og bjóst til hafragrautinn þinn góða áður en við fórum á sjóinn. Og alltaf var hægt að stóla á að sunnudagssteikin var til- búin í hádeginu og pönnukökur eða annað góðgæti með kaffinu síðdegis. _ Svo varstu dugleg að fara með okkur^ barnabörnin í berjamó. Alltaf þótti mér það skrítið að þið áttuð aldrei bíl hvað þá að þið hefðuð bílpróf og mér fannst gaman að segja félögunum heima frá því en enginn trúði mér, allfr fullorðnir áttu að vera með bílpróf. Elsku afi, mikill er missir þinn en ömmu líður núna vel og er komin á góðan stað. Megi Guð gefa þér styrk til að takast á við missinn sem ég veit að er mikill. Sveinbjöm Halldórsson og fjölskylda. Markmið Útfararstofu (slands er að veita trausta og persónulega þjónustu. Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenær sólarhrings sem er. Útfarar- stofa Islands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti, er hafa ber í huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar Útfararstofu íslands búa yfk mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil. Útfararstofa íslands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur, Flytja hinn látna af dánarstað í líkhús. Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa ísiands útvegar: Prest. Dánarvottorð. Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. Legstað í kirkjugarði. Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. Kistuskreytingu og fána. Blóm og kransa. Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. Líkbrennsluheimild. Duftker ef likbrennsla á sér stað. Sal fyrir erfidrykkju. Kross og skilti á leiði. Legstein. Flutning á kistu út á land eða utan af landi. Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands - Suðurhlíð 35-105 Reykjavík. Sími 581 3300 - allan sólarhringinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.