Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vígalegur kostgangari frúin Friðrik Tvíhöfði kallaður fyrir dóm JÓN Gnarr og Sigurjón Kjartans- son, betur þekktir sem Tvíhöfði, hafa verið kallaðir fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur af ríkissaksóknara og mæta fyrir dóm á þriðjudagsmorg- un. Ákæran sem liggur til gi-undvall- ar varðar uppákomu á þingpöllum Alþingis hinn 18. desember sl. Akærðu eru sakaðir um að hafa sammælst um og skipulagt framúr- kall á þingfundi til truflunar á fund- aratriði Alþingis. Truflunin var send út beint í morgunþætti Tví- höfða í gegnum farsíma. Starfsmaður Tvíhöfða, sem send- ur var á þingpallana til að trufla þingfund, er einnig ákærður. Brot ákærðu teijast varða við 2. mgr. 122.gr almennra hegningar- laga nr. 19,1940, sbr. 1. mgr. 22. gr. sömu laga að því er varðar ákærðu, Jón Gnarr og Sigurjón. HJÓNIN Inga Þoi-valdsdóttir og Birgir Árnason á Straumnesi á Skagaströnd hafa lengi haft þann sið að gefa fuglum í garði sínum eða í fjömnni neðan við. Hafa þau haft ómælda ánægju af þessum kostgöngurum sínum, en fyrir sjö árum birtist þar fyref sá óvæntasti og um leið án nokkurs vafa sá vígalegasti, þ.e.a.s. þessi fallegi fálki. Veturimi sem nú er senn liðiun er sá áttundi sem fálkinn hefur sótt Straumnes heim. Það kom ábúendum í Straum- nesi á óvart er fuglinn gaf sig að kjötbita sem lagður var út og enn kom fuglinn þeim skemmtilega á óvai*t með því að koma aftur og aftur. Þau Inga og Birgir skírðu fuglinn fljót- lega Friðrik í höfuðið á krón- prinsi Dana. Þau gerðu sér ekki grein fyrir því að „Friðrik“ er kvenfugl, en kvenfálkar eru allt að fjórðungi stærri en karlarn- ir. Ekki þótti þó ástæða til að breyta nafni fálkans enda verð- ur honum vart strítt á því eða lagður í einelti. Friðrik kemur og fer eins og honum/henni sýnist og helst þegar kalt er í veðri. Fuglinn sést venjulega fyrst í október og er síðan í heimsókn af og til allt fram í apríl, en þá hverfur hann og vitjar þá væntanlega varpstöðva. Straumneshjónin hugsa vel um hann og færa honum ýmiss konar góðgæti, t.d. nautalifur og hrossalundir. Jafnvel ijúpur á jólunum. Jóhann ðli Hilmarsson fuglaljósmyndari var nyrðra á dögunum og festi Friðrik á filmu. Hann sagði Friðrik „mjög fallega fálkakerlingu", eins og hann komst að orði. „Fuglinn er mjög Ijós að neð- an og minnir nokkuð á Græn- landsval, en grátt bak og koll- ur sýna svo ekki verður um villst að hann er af íslensku ætterni. Það er annars ómet- anlegt og sjaldgæft að fá tæki- færi til að mynda fálka á þennan hátt annars staðar en við lireiður," sagði Jóhann Óli. Hann bætti við að aðeins einu sinni áður væri vitað til þess að menn hefðu hænt að sér fálka með matargjöfum. „Það var hænsnabóndi á Álftanesi, sem nú er látinn, sem færði fálkum dauðar hænur yfir vet- urinn.“ Ibúð skemmd eftir bruna MANNLAUS íbúð í Þórufelli skemmdist töluvert er kvikn- aði í uppþvottavél í eldhúsi íbúðarinnar í gær. Tilkynnt var um reyk sem lagði frá glugga íbúðarinnar klukkan 12.48 og vissu slökkviliðs- menn ekki hvort einhver væri inni er komið var á vettvang, en gengu íljótlega úr skúgga um að svo var ekki. Mikinn reyk lagði frá glugganum og að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði Reykjavíkur hafði greinilega ki’aumað lengi í uppþvottavélinni þar sem íbúðin var illa farin af sóti og reyk. Að loknu slökkvistarfi reykræsti Slökkviliðið íbúð- ina á skammri stundu. ' ■ Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson FÁLKINN Friðrik „heima“ í Straumnesi. KOMIÐ inn til lendingar. Félagsdómur dæmir blaðamönnum í vil varðandi útreikning yfírvinnulauna Reikna skal út frá grunnlaunum og vaktaálagi FÉLAGSDÓMUR dæmdi í gær að tímakaup yfirvinnu blaða- manna, sem starfa eftir vakta- vinnufyrirkomulagi hjá dagblaðinu DV, skuli reiknað af mánaðarlaun- um sem samanstanda af grunn- launum og vaktaálagi. Ágreiningur hefur verið um hvort yfirvinna skuli greidd af grunnlaunum ein- göngu eða að vaktaálagi meðtöldu. Blaðamannafélag Islands stefndi Vinnuveitendasambandi íslands vegna Frjálsrar fjölmiðl- unar, sem gefur út DV, fyrir hönd félagsmanna sinna á DV. Félagið krafðist þess að dæmt yrði að tímakaup yfirvinnu blaðamanna, sem starfa eftir vaktavinnufyrir- komulagi hjá DV, skyldi reiknað af þeim mánaðarlaunum blaðamanna sem samanstanda af grunnlaunum og vaktaálagi. Einnig var þess krafist að stefndi greiddi máls- kostnað. Stefndi krafðist sýknu og að stefnandi greiddi málskostnað. I kjarasamningi málsaðila frá 12. apríl 1997 sem gildir til 1. nóv- ember 2000 eru ákvæði um að heimilt sé að taka upp reglu- bundna vaktavinnu samkvæmt samkomulagi aðila á hverjum vinnustað og segir m.a. svo um yf- irvinnu: „Yfirvinna skal greidd með tímakaupi sem samsvarar 1,0385% af samningsbundnum mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.“ I rökum sínum segir Blaðamannafé- lagið að hlutfall tímavinnu beri að reikna af grunnlaunum með vakta- álagi sem sameiginlega myndi mánaðarlaun vaktavinnufólks. „Föst laun vaktavinnufólks, þ.e. laun með vaktaálagi, verði að skil- greina sem daglaun þeirra til að- greiningar frá launum sem unnin séu í yfirvinnu. Útilokað sé að skilja ákvæðið þannig að vakta- vinnufólk eigi að lækka hlutfalls- lega í launum, sé yfirvinna unnin umfram reglulega vaktavinnu,“ segir í rökstuðningi Blaðamanna- félagsins. Sambærileg ákvæði í samningum prentara Segist félagið byggja á því að það hafi verið sameiginlegur skiln- ingur þess og stefnda þegar ákvæðin komu fyrst inn í kjara- samninginn árið 1992 að túlka bæri ákvæðin á þann hátt sem stefnandi geri. Vísað er til útreikn- ings Samtaka iðnaðarins en sam- tökin hafi talið sér skylt að reikna yfirvinnu í samræmi við túlkun stefnanda, einnig til þess að Morg- unblaðið telji sér skylt að greiða blaðamönnum sínum í samræmi við kröfugerð og túlkun stefnanda og þannig sé því einnig farið um vinnuveitendur prentara í Félagi bókagerðarmanna. Sambærileg ákvæði hafi verið í kjarasamning- um prentara og hafi Frjáls fjöl- miðlun greitt prenturam sínum á þenn hátt sem stefnandi geri nú kröfur um fyrir hönd blaðamanna. Stefndi telur að vaktaálag vegna vinnu utan dagvinnutíma geti ekki myndað grunn við útreikning yfír- vinnu. „Málsástæður stefnanda lúti ekki að túlkun á kjarasamn- ingsákvæðunum sjálfum heldur byggir stefnandi eingöngu á rangii launatöflu frá Samtökum iðnaðar- ins, framkvæmd yfirvinnu- greiðslna hjá Morgunblaðinu og því að bókagerðarmenn njóti al- mennt þeirra hlunninda sem stefn- andi krefst nú í máli þessu. Stefndi byggir hins vegar á því að við túlk- un kjarasamnings skuli fyrst og fremst byggt á samningstextanum sjálfum," segir í rökum stefnda. Því er hafnað að framkvæmd kjarasamnings hjá einu fyrirtæki geti verið bindandi fyiir önnur fyr- irtæki. Niðurstaða félagsdóms er sú að taka beri kröfu stefnanda til greina og reikna eigi yfirvinnu út frá grannlaunum að viðbættu vaktaálagi. Segir m.a. svo í rök- stuðningi dómsins: „í gr. 2.3.1. er tekið fram að vaktaálag greiðist á grannlaun, en samkvæmt gr. 2.4. skal yfirvinna reiknast af samn- ingsbundnum mánaðariaunum fyr- ir dagvinnu. Samkvæmt því orða- lagi verður að telja að hugtakið laun í gr. 2.4. sé víðtækara en hug- takið grunnlaun í gr. 2.3.1.“ Er talið að rök standi til þess að skýra ákvæði kjarasamningsins þannig að yfirvinna reiknist af grannlaun- um að viðbættu vaktaálagi. Allir fimm dómarar félagsdóms voru sammála um þessa niður- stöðu en í félagsdómi sitja m.a. einn fulltrúi skipaður af VSÍ og einn fulltrúi sem ASI skipar. heimilisbankinn www.bi.is á réttri slóc ókeypis aðgangur til ársins 2000 ®BÚNAÐARBANKINN sVí m a "" Traustur bantd mánaða internettenging fylgir :
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.