Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 50
J)0 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Er vit í Breiðbandinu?
HINN 19. og 25.
mars sl. birtust tvær
greinar í Morgunblað-
inu eftir Friðrik Frið-
riksson, hagfræðing og
forstöðumann Breið-
bandsins. Eftir lestur
þessara greina vöknuðu
hjá undirrituðum nokkr-
ar spumingar sem væri
fróðlegt að fá svör við.
Þegar þeir Lands-
símamenn voru spurðir
að því fyrir rúmu ári
hversu miklum fjár-
’,Pr munum hefði verið var-
ið í Breiðbandsvæðing-
una varð fátt um svör.
Erfitt var að sækja um-
ræddar tölur úr bók-
haldskerfinu og ýmsar tölur voru
nefndar, allt frá nokkur hundruð
milljónum króna upp í nokkra milj-
ai-ða.
Hvernig er staðan í dag? Er hægt
að fá upplýst hversu miklu fé hefur
verið varið til uppbyggingar Breið-
bandsins? I framhaldi af því: Hvern-
ig hefur Breiðbandinu gengið að afla
tekna á fyrsta rekstrarárinu? Um
Breiðbandið er dreift þjónustu er
nefnist Breiðvarp sem um margt má
líkja við Fjölvarp íslenska útvarps-
, ^félagsins. Hvað eru margir áskrif-
endur að Breiðvarpinu í dag?
I umræddum greinum er tiltekið
hversu mörg heimili hafa möguleika
á að tengjast Breiðbandinu. Það er
mjög áhugavert að fylgjast með því
að stöðugt eru að bætast við ný
hverfi, en ennþá fróðlegra væri þó að
fá vitneskju um hversu margir hafa
tekið þann kost að tengjast Breið-
bandinu. Það gæti gefið hugmynd um
hversu skynsamlegt það var hjá
Landssímanum að fjárfesta í Breið-
bandinu. Einnig væri fróðlegt að fá
♦vitneskju um það hvort sá fjöldi sem
nú hefur tengst er í
samræmi við væntingar.
Þegar Landssíma-
menn hófu að dreifa
sjónvarpsefni um Breið-
bandið kusu þeir að
nota hefðbundna hlið-
ræna myndlykla sem
móttökubúnað. Undir-
rituðum fannst þetta
mjög einkennileg ráð-
stöfun þar sem stafræn
tækni heldur nú innreið
sína á öllum vígstöðvum
af miklum krafti. Er
forstöðumaðurinn enn á
þeirri skoðun að þetta
hafi verið skynsamlegt
val og góð fjárfesting?
Hefði e.t.v. verið vitur-
legra að bíða í t.d. eitt ár og fjárfesta
þá í fullkomnari stafrænum búnaði?
í greininni hinn 19. mars sl. segir:
„Breiðbandið verður auðvitað að vera
arðbær fjárfesting fyrir Landssím-
ann og því hafa menn farið varlega í
framkvæmdii- umfram þær sem að
ofan greinfr. Þótt flestir sammælist
um að ljósleiðaranet sé besta og var-
anlegasta fjarskiptanetið til fi-amtíð-
ar, þá er ekki ólíklegt að aðrar lausn-
ir verði taldar hagkvæmari á tiltekn-
um svæðum eins og rótgrónum ein-
býlishúsahverfum og þar sem byggð
er dreifð. Þetta geta verið radíókerfi,
gervihnattasendingar og síðan ný
tækni við að nýta núverandi símalín-
ur betur með sérstökum búnaði."
Er með þessum orðum verið að
viðurkenna að það hafi verið óþarfi
að leggja Ijósleiðara og eða kóax-
kapla heim til notenda? Eða m.ö.o.
að með því nota ADSL-tækni sé
hægt að flytja alla þjónustu þ.e. sjón-
varp, hljóðvarp, háhraða internet
o.s.frv. með gömlu góðu koparvírun-
um? Rétt er að það komi fram að
umdeilanlegt er hversu ný áður-
Fjarskipti
Hvað kostar að ferðast
um netið? spyr Hannes
Jóhannsson. Markað-
urinn mun ávallt nota
hagkvæmustu lausnina.
nefnd „ný tækni“ er í raun og veru.
Það eru allnokkur ár síðan þessi
tækni var kynnt. Getur verið að
Landssíminn hafi varið milljörðum
króna í algeran óþarfa með um-
ræddri ljósleiðara- og kapallagn-
ingu?
Það er vafalaust rétt að ljósleiðara-
net er tæknilega fært um að flytja
nánast ótakmarkað magn af upplýs-
ingum og fi'á tæknilegum sjónarhóli
er það góð lausn. Spurningin er hins
vegar þessi: Hvað kostar að ferðast
um þetta net? Markaðurinn mun
ávallt leitast við að nota hagkvæm-
ustu lausnina hverju sinni.
I framhaldi af þessu er rétt að
varpa fram eftirfarandi spurningu:
Hvað verður um Breiðbandið, sem
að áliti margra þarf að taka allháan
umferðartoll, ef innan skamms verð-
ur til þráðlaust, stafrænt Breiðband
sem hefur alla þá kosti og möguleika
sem Breiðband Landssímans hefur
upp á að bjóða? Slík kerfi eru mun
ódýrari í uppbyggingu en Ijósleið-
ara/kóax-kerfin og geta þ.a.l. tekið
mun lægri umferðartoll. Að lokum
ein smáleiðrétting: Stafrænt sjón-
varp þarf ekki að vera betra en hlið-
rænt. Því til sönnunar er hægt að
benda á sjónvarp á Netinu.
Höfundur er tæknistjóri Islenska
útvarpsfélagsins hf.
Hannes
Jóhannsson
S i m i 5 5 1 9 1 1 1 Alltaf yfir strikið!
Ragnar Halldórs-
son, Lífeyrissjóður
verkfræðinga og
Þórólfur Arnason
í Morgunblaðinu í
gær birtist grein eftir
Ragnar Halldórsson
verkfræðing þar sem
hann fjallar um mála-
ferli sem hann og
nokkrir aðrir eldri
sjóðfélagar í Lífeyris-
sjóði verkfræðinga
eiga í við sjóðinn vegna
ágreinings um uppbæt-
ur þær á lífeyrisrétt
þeirra sem nú þegar
eru greiddar. Þórólfur
Arnason verkfræðing-
ur, forstjóri Tals hf., er
nefndur til sögunnar í
grein Ragnars en hann
kemur að þessu máli á
þann hátt að hann hefur af sjóðfé-
lögum verið kosinn til þess að vera
í forsvari lífeyrissjóðs sinnar
starfsstéttar og er nú stjórnarfor-
maður sjóðsins. Þar með er hann
ásamt öðrum stjórnarmönnum
ábyrgur fyrir því að farið sé að
samþykktum sjóðsins varðandi
bótagreiðslur til einstakra sjóðfé-
laga. Ragnar Halldórsson hefur því
miður valið að ráðast ómaklega að
persónu Þórólfs, nú síðast í um-
ræddri Morgunblaðsgrein. Mér er
það kunnugt að áður hefur hann
veist að starfsstúlku hjá Olíufélag-
inu hf. ESSO og klippt í sundur
viðskiptasamning og viðskiptakort
sitt þar, er Þórólfur starfaði á þeim
vettvangi.
Nú er það svo að Ragnar og fé-
lagar hans eru ekki sáttir við upp-
bótargreiðslur sínar úr Lífeyris-
sjóði verkfræðinga, þó samanlagð-
ar lífeyrisgreiðslur til þeirra nemi
mun hærri fjárhæð en ávöxtun ið-
gjaldagreiðslna þeirra gefur tilefni
til og hafa þeir sótt málið til dóm-
stóla. í Héraðsdómi var Lífeyris-
sjóðrn- verkfræðinga
sýknaður af aðalkröfu
þeiira og er málið nú
til meðferðar í Hæsta-
rétti og að sjálfsögðu
mun Lífeyrissjóður
verkfræðinga hlíta
þeim dómi sem þar
fæst.
Það er ekki við hæfi
að Lífeyrissjóður
verkfræðinga ræði
málefni einstakra
sjóðfélaga og verður
það því ekki gert hér
en að sjálfsögðu er
hvorki stjórnarfor-
manni Lífeyrissjóðs
verkfræðinga né öðr-
um stjórnarmönnum heimilt að
hygla einstökum sjóðfélögum á
Samskipti
Lífeyrissjóður verk-
fræðinga harmar þess-
ar árásir Ragnars Hall-
dórssonar, segir Jón
Hallsson, og mun ekki
ræða málið frekar á op-
inberum vettvangi.
kostnað annarra með auknum
bótagreiðslum.
Lífeyrissjóður verkfræðinga
harmar þessar árásir Ragnars
Halldórssonar og mun ekki ræða
málið frekar á opinberum vett-
vangi.
Höfundur er framkvæmdastjóri Lif-
eyrissjóðs verkfræðinga.
Jón
Hallsson
Ár aldraðra
Jenna Jensdóttir
„Sigurhátíð sæl
og blíð“
SR. Sigurður Grétar Helgason beinir hér orðum sínum til
okkar aldraðra og allra hinna í tilefni af hinni miklu hátíð,
páskunum. „Nú líður senn að mestu hátíð kristinnar
kirkju, páskum, páskar eru hátíð, gleði og fagnaðar.
Páskasólin ljómar og hellir geislum sínum, fegurð og birtu yfir líf
okkar. I ljósi hennar hverfur myrkrið. A páskum fáum við tæki-
færi til að taka til í skúmaskotum hjartans, opna huga og sál fyrir
orði Guðs. Við fáum að ganga með Jesú þjáningarveginn til Gol-
gata og finna að hann stendur með okkur í lífinu öllu, sigi'um sem
ósigrum.
Páskasólin veitir okkur bjartsýni, gleði, djörfung, dug og trú.
Og við höldum áfram og fylgjum honum allt til upprisu á páska-
degi þegar sigurinn er unninn. ^mmmmmmm^^^m—i^^m^^mm^
Sigur lífs yfir dauða, sigur Páskasólin veitir okkur
ljóssins yfir öllu myrkri. Þessi bjartsýni, gleði, djörfung,
sigur gefur okkur styrk til að dug og trú. Og við höldum
takast á við iífið eins og það er áfram og fylgjum honum
og sigra það. Þessi sigur gefur allt til upprisu á páskadegi
þér trú á lífið, lífið í Jesú Kristi. þegar sigurinn er unninn.
Fermingar setja mikinn svip
á páskahátíðina. Glæsileg æska gengst Jesú Kristi á hönd í trausti
og hlýðni sem hirði og leiðtoga á brautum lífs þeirra. Sönnum leið-
toga er gengur með okkur hvert skref hvern lífsins dag. En hvern-
ig getum við tekið á móti þessum góða hirði? Svarið kemur um
hæl, „verið með sama hugarfari sem Kristur Jesú var“. Látum orð
Krists marka líf okkar, í hjarta og huga. Elskum hann sem ávallt
er svo annt um alla menn. Treystum honum sem hefur lofað að
vera með okkur alla daga til enda veraldar. Gleðilega páskahátíð."
Vonin er að þessi fallegu orð unga prestsins festi rætur í hugum
okkar og veki til umhugsunar um hin andlegu verðmæti á lífsleið-
inni.