Morgunblaðið - 01.04.1999, Side 20

Morgunblaðið - 01.04.1999, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 LANDIÐ MORGUNB LAÐIÐ Þrjátíu ára starfsafmæli Lýsuhólsskóla Morgunblaðið/Eiríkur P. Jörundsson A BORGARAFUNDINUM sl. þriðjudagskvöld var troðið át úr dyrum og komust færri í salinn en vildu. Ríkir óöld á Höfn í Hornafírði? Mikill ótti íbúa en glæpatíðni í lágmarki Eyja- og Miklaholtshreppi - Lýsu- hólsskóli í Staðarsveit á 30 ára starfsafmæli um þessar mundir. Það var í janúar 1969 sem skóla- hald í Staðarsveit fluttist. í félags- heimilið á Lýsuhóli sem þá var ný- byggt. Fram að því hafði skólahald í sveitinni verið með ýmsu móti, íyrst sem farkennsla en frá árinu 1945 eða þar um bil ráku hjónin Þórður Gíslason og Margrét Jóns- dóttir heimavistarskóla á Ölkeldu, þar sem hann sá um uppfræðsluna en hún um heimavistina. Séra Þor- grímur Sigurðsson hélt einnig ung- lingaskóla á Staðastað frá árinu 1944. I þau 30 ár sem Lýsuhólsskóli hefur starfað hafa ýmsar breyting- ar átt sér stað hvað varðar aðstöðu nemenda og kennara. Kennt var í félagsheimilinu við þröngan kost allt fram til ársins 1991, en þá var byggt við og gjörbreyttist þá öll að- staða til hins betra. Við skólann er sundlaug og góður íþróttavöllur, þannig að aðstaða til íþrótta er með ágætum. Skólasvæði Lýsuhólsskóla nær yflr Staðarsveit og Breiðuvík- urhrepp í Snæfellsbæ og er kennt á grunnskólastigi, 1.—10. bekk. Nem- endur í vetur eru 41 og kennarar og leiðbeinendur 9. Skólastjóri er Guð- mundur Sigurmonsson. I tilefni þessara tímamóta í starfí Lýsuhólsskóla verður haldin vegleg afmælishátíð í skólanum laugar- daginn 10. apríl næstkomandi. For- eldrafélag skólans mun bjóða gest- um í afmæliskaffi og margt verður til sýnis og skemmtunar. Dagskrá- in hefst kl. 14 og eru allir velunnar- ar Lýsuhólsskóla velkomnir og sér- staklega væri gaman ef gamlir nemendur og starfsfólk sæju sér fært að koma og fagna þessum áfanga. I tengslum við aftnælishá- tíðina heftrr verið gefið út sérstakt afmælisrit sem verður fáanlegt á afmælinu, en í því er sögð saga skólans og sagt frá skólahaldi í Staðarsveit. Þar eru einnig greinar og minningabrot gamalla og núver- andi nemenda. Höfn - Undanfamar vikur hefur óánægja bæjarbúa og ótti við fáeina einstaklinga sem taldir eru viðriðnir neyslu og sölu á fíkniefnum verið að magnast á Homafirði og lýsir sér best í afar fjölmennum þorgara- fundi í fyrrakvöld, þegar nálega fjórði hver íbúi mætti til að taka þátt í umræðum um vaxandi fíkni- efnavanda á staðnum. Sérstaklega er þó áberandi ótti manna vegna of- beldis og hótana sem þessir einstak- lingar era sagðir beita. Hingað til hefur fólk ekki talið sig þurfa að óttast fíkniefnaglæpi í þessu byggðarlagi og jafnan verið viðkvæðið hjá fólki að öraggt sé að ala upp börn og unglinga á Höfn. í nýjasta tölublaði Eystrahoms eru birtar harðorðar greinar undir nafni þar sem þess er krafíst að tek- ið verði á þessum meintu glæpa- mönnum og að á Höfn fari fram „krimmahreinsun" eins og einn greinarhöfundur orðar það. A borg- arafundinum kom fram augljós óánægja með afskiptaleysi lögregl- unnar og sú skoðun að lögi'eglan væri á engan hátt í stakk búin til að takast á við ástand af því tagi sem nú ríkti á Hornafírði. Glæpatíðni í lágmarki I viðtali sem fréttaritari átti við Pál Bjömsson, sýslumann á Horna- firði staðhæfði Páll að engin áþreif- anleg eða skjalfest merki væru um aukna glæpatíðni síðustu vikur og mánuði og reyndar væri fjöldi af- brota og kæra með minnsta móti um þessar mundir. Hann tók þó fram að síðustu daga hefðu borist nokkrar kærur er tengdust þessum einstaklingum sem lögreglan væri pú að rannsaka en niðurstaða þeirra lægi ekki fyrir. Páll sagðist að sjálfsögðu kannast við ólgu meðal ibúa á staðnum og að einstök atvik væru alvarlegs eðlis, en almennt séð væri ástandið senni- lega málað dekkri litum en raun- hæft væri. Undir þetta tóku lög- reglumenn á staðnum sem telja sig ekki hafa orðið vara við að ástandið væri jafn slæmt og af er látið. Sýslumaður viðurkenndi hins vegar að lögreglan væri ekld vel í stakk búin að taka á stærri málum sökum þess hve lögreglumennirnir væra fáir og fjárveiting til embætt- isins af skornum skammti. Lög- reglumenn á Homafirði era aðeins 3 talsins og geta ekki haldið úti vakt allan sólarhringinn og oft er aðeins einn lögreglumaður á vakt um helg- ar. Páll sagði að eðlilega væri erfitt fyrir fáa menn að takast á við tíma- frekar rannsóknir og að hann hafi í mörg ár farið fram á að lögreglu- þjónum verði fjölgað á Hornafirði. Brugðist var við orðrómi um aukna umferð fíkniefna á staðnum með því að fá fíkniefnalögregluna ásamt hasshundi í síðustu viku til að gera húsleit hjá þeim sem grunaðir eru, en lítið fannst nema hassblandað tó- bak og áhöld til neyslu fíkniefna. Rannsóknin staðfesti þó að um fíkniefnaneyslu væri að ræða og því yrði fylgt eftir með kæru og auknu eftirliti með þeim einstaklingum sem þar um ræðir. Ályktun bæjarráðs Hornafjarðar í ályktun bæjarráðs Hornafjarð- ar frá því í gær kemur fram að bæj- arráð telur að mikið gagn hafi verið af borgarafundinum og telur „þakk- arvert að allir héldu ró sinni, þótt í húfí kunni að vera þau lífsgæði sem mikilvægust eru.“ Samþykkt var að stuðla að því að hraða framkvæmd þeirrar forvarnastefnu sem bæjar- stjóm hefur þegar samþykkt og „koma á friði í samfélaginu." Meðal þess sem bæjarráð telur brýnt að vinna að á næstunni er að auka fjárveitingu til lögreglunnar á Hornafh'ði til að sinna verkefnum í afar stóra lögsagnarumdæmi. Bæta þurfi við stöðugildum og gera vera- iegar úrbætur í húsnæðismálum lögreglunnar og era ráðuneyti dóms- og fjármála „eindregið hvött til að sinna ítrekuðum óskum bæj- arbúa í þessu efni“. Einnig var ákveðið að óska eftir samstarfl við sýslumanninn á Höfn um endur- skoðun lögreglusamþykktar fyrir Austur-Skaftafellssýslu og að hafist verði handa um að gera löggæsluna í sveitarfélaginu sýnilegri og skil- virkari. Morgunblaðið/Friðrik J. Hjartar GLEÐIN skein úr liverju andliti þegar börnin stilltu sér upp til mynda- töku, enda frískir einstaklingar á ferðinni. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Á MYND frá vinstri má sjá Rafn Benediktsson, formann BSVH, Svanborgu Einarsdóttur, ráðunaut BSVH, og lengst til hægri er Sveinn Hallgrímsson. Páskalömb Hvammstanga - Hefð hefur mynd- ast fyrir því að slátrað sé dilkum fyrir páska. í sláturhúsi Ferskra afúrða á Hvammstanga var slátr- að um 500 dilkum um helgina. Dilkarnir komu úr Húnaþingi vestra og úr Dölum. Kjötið verður í verslunum Ný- kaups nú fyrir páska. Samhliða slátruninni efndi Búnaðarsam- band V-Hún og Bændaskólinn á Hvanneyri til námskeiðs með sauðfjárbændum. Lifandi lömb voru metin og mæld og reynt að finna stuðul fyrir á hvern hátt þau myndu flokkast eftir slátrun. Var þar tekið tillit bæði til holdfylling- ar og fitu. Sveinn Hallgrímsson, kennari á Hvanneyri, sljórnaði námskeiðinu. Hann sagði slík námskeið hafa verið haldin víðar og væri greini- legt að bændur vildu ná tökum á þessum þætti ræktunarstarfsins. Það væri allra hagur að sem best valin lömb kæmu til slátrunar hveiju sinni. Þannig fengju bænd- ur mest fyrir sína vöru og ekki síður að boðin væri vara til sölu, sem markaðurinn óskaði eftir. Ekki legðist mikill kostnaður á þessa framleiðslu fyrir bændur, heldur væri um að ræða bætta nýtingu á aðstöðu og heimafengnu fóðri. Þessi þróun er á allan hátt jákvæð, að mati Sveins. Kirkjuheim- sókn leik- skólabarna Ólafsvík - Fyrir páskana er al- gengt að hópar barna úr skól- um og leikskólum heimsæki kirkjurnar til að fræðast þar um efni og innihald allra þeirra frídaga sem jafnan fylgja dymbilviku og páskum. Börnin í leikskólanum Krfla- koti í Ólafsvík höfðu einnig þennan háttinn á fyrir hátiðina og komu ásamt gæslukonum sínum í heimsókn í tveimur hópum í Ólafsvíkurkirkju og fræddust þar af sóknarprestin- um, sr. Friðriki J. Hjartar, um aðdraganda páskahátfðarinnar og fleira er varðar líf og starf kirkjunnar. ------------- Passíusálmar lesnir í Olafs- víkurkirkju Ólafsvík - Sú hefð hefur skapast í Ólufsvíkurkirkju á föstunni að fúll- trúar hinna ýmsu félaga koma saman í kirkjunni og lesa upp úr Passíusálmum sr. Hallgríms Pét- urssonar. Nýlega komu saman í Ólafsvík- urkirkju fuUtrúar sjö félaga í Ólafsvík og lásu þeir jafnmarga sálma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.