Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UR VERINU
Friðrik Pálsson, formaður stjórnar SIF
Bjartsýnn á
framtíð saltfísk-
iðnaðarins
„MÉR lízt vel á þetta verkefni. Ég
kem inn í félagið í miklum upp-
gangi. Það hefur verið að stækka
og dafna. Sighvatur Bjamason,
sem nú lætur af störfum sem
stjórnarformaður, get-
ur verið mjög stoltur
af því að hætta með fé-
lagið á þessum tíma,“
sagði Friðrik Pálsson,
nýkjörinn formaður
stjórnar SIF, í samtali
við Morgunblaðið.
Verður þú starfandi
formaður stjórnar?
„Nei, það verður
engin breyting á
starfssviði stjórnarfor-
manns frá því sem ver-
ið hefur. Félag af þess-
ari stærð þarf á því að
halda að stjórn og Friðrik
stjórnarformaður sinni Pálsson
hlutverki sínu gagn-
vart hluthöfum um eftirlitsskyldu.
Það er það sem ég horfi á sem mitt
aðalhlutverk auk þess að vinna
með stjórninni og framkvæmda-
stjóra og öðrum starfsmönnum að
framtíðarþróun félagsins og við-
skiptum eftir því sem menn hafa
vit til að koma góðum hlutum
fram.“
Hvernig er að vera kominn til
SÍF aftur eftir 13 ár hjá SH?
„Ég hlýt að viðurkenna að þetta
er svolítið skondin hugsun að vera
kominn aftur í þetta návígi við salt-
fiskmarkaðinn. Ég hafði mjög
mikla ánægju af honum alla tíð.
Það var aragrúi af litlum framleið-
endum um allt land, sem ég náði
mjög góðu sambandi við, nokkurs
konar útvegsbændur. Þeir era að
sjálfsögðu til enn þann dag í dag,
en iðnaðurinn hefur breytzt mikið
og hefur stækkað og dafnað. Nú
eru fleiri og stærri fyrirtæki í þess-
ari vinnslu.
Markaðurinn er
töluvert ólíkur frysti-
markaðnum. Það er
gífurlega rík neyzlu-
hefð fyrir saltfiski í
saltfiskneyzlulöndun-
um og fyiár vikið virð-
ist sem neytendur þar
taki betur verðsveifl-
um en gerist í frysta
fiskinum. Ég er því af-
skaplega bjartsýnn á
framtíð saltfiskiðnað-
arins í heild þó hann
hljóti auðvitað að búa
bæði við skin og skúrir
eins og annar iðnað-
ur.“
Nú er SH stór hlut-
hafi í SIF. Má rekja formennsku
þína til þess?
„Ég hef fylgzt mjög vel með fé-
laginu á undanförnum árum og
haft mikla ánægju af að sjá hvað
það hafi verið á góðri leið. Meðal
annars þess vegna keypti SH veru-
legan hlut í félaginu í fyrra og er
nú annar af tveimur stærstu hlut-
höfum þess. Ég lít ekki á mig sem
fulltrúa neinna sérstakra hluthafa í
stjórninni. Hlutirnir gerast gjarn-
an þannig, þegar svona er, að það
kemur upp eitthvert nafn. Síðan er
farið að leita eftir stuðningi við það
nafn. Ég held að stuðningur við
mig hafi komið nokkuð víða að,
enda er eignaraðildin að SÍF mjög
dreifð. Ella hefði ég ekki léð þessa
máls,“ segir Friðrik Pálsson.
Fæst gefinshjá
auglýsingastofunni Góðu fóiki
milli klukkan 13 og 15 í dag.
Fyrstir koma fyrstir fáí
Minnum á nýtt
símanúmei okkar
5 700 200.
G 0 T T F 0 L K
AUGLVSINGASTOFA
Morgunblaðið/Árni Sæberg
VIÐ upphaf fundar. Gunnar Orn Kristjánsson, framkvæmdastjóri SIF, Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráð-
herra, og Sighvatur Bjarnason, fráfarandi formaður stjórnar SIF.
Markaðsverðmæti
SIF tuttugufaldað
á sex árum
„ÞEGAR SÍF var gert að hlutafé-
lagi 1993 var markaðsvirði hluta-
fjár tæpar 300 milljónir króna. Það
er nú ríflega 6.000 milljónir. Mark-
aðsverðmæti félagsins hefur því
meira en tuttugufaldast á þessu
tímabili, sem hlýtur að teljast frá-
bær árangur," sagði Sighvatur
Bjarnason, fráfarandi formaður
stjómar SÍF, meðal annars í
skýrslu sinni til aðalfundar SIF í
gær.
Sighvatur lagði áherslu á að
mikilvægur þáttur í sókn félagsins
væri sú ákvörðun stjórnar að
sækja fram í neytendamarkaðina í
stað þess að fjárfesta í viðskipta-
vinum á Islandi. „Við keyptum
þekkingu á dreifingu kældra sjáv-
arafurða, vörumerkja og svo fram-
vegis með það fyrir augum að gera
fyrirtækið öðruvísi en önnur og
draga úr áhættu í rekstri og
styrkja stöðuna gagnvart öðrum
seljendum á saltfiski. Vöramerki
félagsins era orðin leiðandi vöra-
merki á franska markaðnum sem
dæmi. SIF-samstæðan er stærsti
aðilinn í framleiðslu og sölu á
reyktri sfld í Frakklandi með um
60% markaðshlutdeild eftir að hafa
einungis verið á markaðnum í níu
ár,“ sagði Sighvatur.
Sighvatur gat þess að eitt fyrsta
verk hans sem stjórnarformanns
hefði verið að ráða Gunnar Öm
Kristjánsson sem framkvæmda-
stjóra félagsins. Hann færði hon-
um og starfsfólki SIF þakkir fyrir
samstarfið svo og þeim sem átt
Gengi hlutabréfa í SIF
hækkaði um 40% í fyrra
GENGI hlutabréfa í SIF hf. hækk-
aði á árinu 1998 um 39,86% en
gengi bréfanna var skráð í lok árs-
ins 1997 á 4,20 samanborið við 5,86
í lok ársins 1998. „Gengisbreyting
þessi verður að teljast mjög viðun-
andi í ljósi þess að hlutabréfavísi-
tala Verðbréfaþings Islands hækk-
aði aðeins um 9,76% frá upphafi
ársins til ársloka. Gengi bréfanna
hefur síðan hækkað um tæp 28%
það sem af er árinu 1999 og er
gengið skráð 12. mars á 7,5. Á
þessum sama tíma hefur vísitala
hlutabréfa á Verðbréfaþingi Is-
lands hækkað um 6,97%,“ segir
meðal annars í skýrslu Gunnars
Amar Kristjánssonar, fram-
kvæmdastjóra SIF, til aðalfundar
félagsins.
Gunnar Örn fjallaði um starf-
semina á síðasta ári, vinnslu, út-
flutning, starfsemi dótturfyrir-
tækja og aðra þætti.
Um starfsemi móðurfélagsins
segir svo í skýrslu hans: „Árið 1998
var hlutdeild saltfiskvinnslunnar í
þorskafla sem veiddist á íslands-
miðum um 42% og hafði þá minnk-
að úr rúmum 48% árið 1997. Eins
og fram kemur á meðfylgjandi
súluritum er hlutdeild söltunar í
hefldarafla fyrir árið 1998 um 42%.
Þrátt fyrir lækkun frá árinu 1997
hefur söltunin enn vinninginn þeg-
ar litið er á skiptingu eftir verkun-
arstigum.
Heildarvelta móðurfélagsins
1998 var 9.070 milljónir króna sam-
anborið við 8.005 milljónir króna
árið 1997. Veltuaukningin í íslensk-
um krónum er því um 13,3% en
verðmæti seldra sjávarafurða jókst
hins vegar í erlendri mynt um
Hringdu "úna^-
mm No®
wvvw.hoH.'s
hafa sæti í stjórn fyrirtækisins með
honum. „Störf mín í þágu SIF hafa
jafnan verið skemmtileg og ég man
tímana tvenna í sögu félagsins. Til-
finningar mínar til þess era djúpar,
En nú er kominn tími til að ljúka
þessum kafla í lífi mínu. Ég hef
starfað við saltfisk með einum eða
öðrum hætti frá átta ára aldri og
get sagt að lífið hafi verið saltfisk-
ur fram á þennan dag.
Ég kveð SÍF stoltur, enda tekið
virkan þátt í gríðarlegum uppgangi
fyrirtækisins, þar sem okkur hefur
tekist að koma hugmyndum okkar
í verk á afar skynsamlegan hátt.
Verðandi' stjórnarformaður tekur
við góðu búi og getur vonandi eflt
fyrirtækið enn frekar á komandi
áram,“ sagði Sighvatur Bjarnason.
FASTEIGNASALA
14,88%. Hagnaður ársins, eins og
fram kom hér að framan, jókst um
226%, úr 156 milljónum árið 1997 í
509 milljónir á síðasta ári. Veltufé
frá rekstri jókst úr 144 milljónum
árið 1997 í 166 milljónir árið 1998
eða um 15%.
Arðsemi eigin fjár var eins og
áður sagði 24% árið 1998 saman-
borið við 11% árið 1997. í árslok
var eigið fé 2.487 milljónir og hafði
þá aukist úr 1.423 milljónum í upp-
hafi árs eða um 75%. Eiginfjárhlut-
fall jókst úr 35,5% í lok ársins 1997
í 47% í lok ársins 1998. Innra virði
hlutafjár jókst úr 2,21 í lok ársins
1997 í 3,16 í lok ársins 1998. Veltu-
fjárhlutfall jókst einnig á milli ára,
fór úr 1,22 í lok ársins 1997 í 1,26 í
árslok 1998.
Sala SÍF hf. á síðasta ári var um
28.702 tonn en var 27.850 tonn árið
1997 og er það um 3% aukning. Út-
flutningur á árinu 1998 dreifðist til
18 landa. Helstu löndin era eins og
áður Portúgal, Frakkland, Spánn,
Italía og Kanada. Endanlegt skila-
verð til framleiðenda sem hlutfall
af endanlegu söluverði hélt áfram
að hækka á árinu 1998. Þannig hef-
ur hlutfallið hækkað öll árin frá því
að SÍF var breytt í hlutafélag."